Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ n 1! ] LAUGARDAGUR 15. JULI2000 27 1 Rannsókn á reykingrim táninga Þurfa hjálp við að hætta New York. Reuters. MARGT reykingafólk á táningsaldri reynir að hætta að reykja en tekst það yfirleitt ekki fyrr en það er komið yfir þrítugt, að því er banda- rískir vísindamenn greina frá. „Við sautján ára aldur hefur annar hver reykingamaður reynt að hætta en ekki tekist, tveir af hverjum þremur sjá eftir að hafa byrjað og hátt í 40% segjast hafa áhuga á einhvers konar meðferð við tóbaksfíkn," segja vís- indamennirnir í nýjasta hefti Journ- al of the American Academy of Child Adolescent Psychiatry. Segja þeir að reykingafólk á tán- ingsaldri kunni að þurfa á að halda sérsniðinni meðferð til þess að hjálpa því að hætta. Rannsóknin var gerð á vegum bandarískrar rann- sóknarstofnunar um fíkniefnavanda. Er niðurstaða vísindamannanna sú, að meira þurfi að gera til þess að komast að raun um hvers vegna tán- ingar byrji að reykja og finna leiðir sem henti þeim til að hætta. Könnun meðal 18 ára reykinga- fólks sem vildi hætta leiddi í ljós að helstu ástæður þess að það vildi losna við fíknina voru þessar: Kostn- aður (52%), heilsa (52%), líkams- ástand (27%), óviðunandi eða slæm ímynd (16%) eða félagslegur þrýst- ingur (11%). Ekki kemur á óvart að jafningja- þrýstingur er sterkur áhrifavaldur að reykingum unglinga, sérstaklega þeirra sem eru á menntaskólaaldri. Síðan ráða þættir á borð við reyk- ingar foreldra og misklíð innan fjöl- skyldu miklu um það hvort ungling- ar fara að reykja reglulega. Könnun meðal 11-13 ára barna sýndi fram á, að a.m.k. annað foreldri 75% þeirra, sem reyktu, var reykingamaður. Þá kemur í ljós, að því fyrr sem börn byrja að reykja því alvarlegri Associated Press Hjálpar þurfi? verður nikótínfíkn þeirra. Tíðni reykinga meðal unglinga færist í vöxt. Rúmlega 36% menntaskóla- nema í Bandaríkjunum reyktu 1997, en 1991 var hlutfallið 27,5%. Vísindamennimir segja að „brýna nauðsyn“ beri til að gera frekari rannsóknir, og einnig tilraunir með lyf. Annars muni reykingar halda áfram að vera aðlaðandi fyrir ungl- inga og hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. TENGLAR reyklausis fþróttaiðkun ungmenna Börn dreifi kröftunum e New York Tiraes Syndicate. BÖRNUM sem stunda íþróttir er ráðlagt að dreifa kröftum sínum á margar greinar fremur en að leggja alla áherslu á eina og æfa sig í henni daginn út og daginn inn. Kemur þetta fram í yfirlýsingu sérfræðinga í júlí- hefti læknaritsins Pediatrics. Er barnalæknum ráðlagt að fylgj- ast náið með bömum sem æfa sig ein- göngu í einni íþrótt, t.d. sundi, skauta- dansi, frjálsum íþróttum eða tennis. Segja sérfræðingar að slíkt geti leitt til líkamlegs og andlegs útbruna. I yfirlýsingu frá Bamalæknaaka- demíu Bandaríkjanna (AAP) eru enn fremur lagðar fram leiðbeiningar fyr- ir lækna um hvemig best sé að bregð- ast við hugsanlegum vandamálum er fylgi í kjölfar strangra æfinga bama í einni íþrótt. Segir dr. Thomas Rowl- and, meðlimur í AAP, að böm séu far- in að stunda stranga þjálfun of snemma. Ungu íþróttafólki sem sérhæfi sig í einni íþrótt sé hættara við meiðslum og styttri keppnisferli. Til dæmis verði þeir er æfi sund líka að stunda lyftingar, og frjálsíþróttafólk kunni að njóta góðs af þolþjálfun. En andlega hiiðin er ef til vill sú mikilvægasta, að sögn Rowlands. „Það er ekki gott að sex, sjö, átta eða níu ára böm tengi eigið ágæti við það hversu vel þau standa sig.“ Þá geti þátttaka foreldra verið tvíeggjað sverð. „Það er þó margt gott að segja um þátttöku foreldra, svo þetta er Ýmsir hafa áhyggjur af því að margt bamungt íþróttafólk gangist undir of stranga þjálfun. málum blandið." Enn fremur nefnir hann að ólíklegt megi telja að það stuðli að góðum þroska að böm eyði miklum tíma án samskipta við önnur böm og fjarri skólabókum. TENGLAR Reuters Efni í eplum sögð sporna við krabbameini The New York Times. EPLI innihalda efni, sem geta hugsanlega hindrað krabbamein, ef marka má rannsókn sem birt hefur verið í tímaritinu Nature. Ekki er þó vitað hvaða efni þetta era ná- kvæmlega. Vísindamenn við Cornell-háskóla í New York segja í grein í Nature að í eplum séu efni, sem hafi hindr- að vöxt ristil- og lifraræxlisframna sem ræktaðar vora á rannsóknar- stofu. Enginn vafi leikur á hollustu ávaxta og grænmetis en vísinda- menn vilja einangra heilnæmu efnin til að geta þróað ný fæðubótarefni. Rui Hai Liu, aðstoðarprófessor í matvælafræðum og eiturefnafræði við Cornell-háskóla, segir líklegt að jurtaefni, svo sem flavónóíðar og pólýfenól, hægi á oxun, þ.e. teng- ingu efna við súrefni, og sporni við vexti krabbameinsframna. Slík and- oxunarefni dragi úr áhrifum sindur- efna, skaðlegra súrefnissameinda sem stuðla að framu- og vefja- skemmdum, en þær geta leitt til krabbameins. Liu segir að blanda þessara efna í eplaþykkni hafi dregið úr vexti krabbameinsframna. Eplaþykkni hafi verið sameinað krabbameins- framum úr ristli manna og framu- vöxturinn hafi minnkað um 43% þegar þykknið innihélt eplahýði, en um 29% þegar hýði var ekki notað. Þegar sama tilraun var gerð á lifrarkrabbameinsframum minnk- aði framuvöxturinn um 57% með eplahýðinu, en um 40% án hýðisins. Vísindamennirnir komust einnig að þeirri niðurstöðu að 100 grömm af eplum hefðu sömu andoxunar- áhrif í líkamanum og 1.500 millí- grömm af c-vítamíni. „Ég mæli þó með að fólk fái þessi efni úr ávöxt- um og grænmeti, ekki töflum,“ sagði Liu. En er öraggt að efni sem tefja eða hindra oxun séu vörn gegn krabbameini? Bandara Reddy, sérfræðingur í manneldisfræði og krabbamyndun við bandarísku heilbrigðisstofnunina (AHF) í Val- halla í New York, segir að ekki sé enn vitað með vissu hvaða efni hafi þessi áhrif á krabbameinsfrumurn- ar. „I þessari rannsókn er ekki brot- ið til mergjar hvort þessi áhrif séu vegna andoxunarefna eða annarra þátta,“ sagði Reddy. „Rannsóknin sýnir að meðhöndlun krabbameins- framna með þessu þykkni stöðvar eða hindrar framuæxlunina. Hún sýnir ekki að þetta gerist aðeins vegna andoxunaráhrifa. Aðrir þætt- ir tengjast þessu.“ Liu viðurkennir að hann viti ekki enn hvaða jurtaefni spomi við vexti æxlisfrumna. Sólþurrkaðir tómatar MONTftMNI Hámarks gcebi, einstakt hragð Góðir með gríllmat! Dreifing Heilsa ehf • sími 533 3232 Börn og íþróttameiðsli: www.hands-on heoling. com/children.htm ,/lfrnœlisþakkir Þakka af alhug heillaóskir og gjafir á afmœlis- degi mínum 4. júlí síðastliðinn. Oddgeir frá Tungu. Veiöivesti k og töskur ussmm SKAPAEININGAR KIHSUBERJAVIÐUR BEYKI (Hurðlr og ■kúHur) BLÁR, QRÆNN, VANILLA, HLYNUR, BEYKI OQ KIRSUBERJAVIÐUR Margvíslegir uppröðunarmöguleihar HLYNUR ' 1.80(1- TM - HÚSGÖGN Síðumúla 30 -Sími 568 6822 - cevintyri lihust tud. 10:00-20«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.