Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ Læknisfræði Sagt frá mörgum orsökum munnþurrks 26 íþróttir Börnum oft ofgert við þjálfun? LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 Alzheimer-faraldur yfirvofandi? Sjúkdómar Alzheimersfar- aldur yfírvofandi? Washington. AP. Því er spáð að eftir 50 ár verði um 45 milljónir manna haldnar Alzheimer-sjúkdómi. Hvað er Alzheimer? TILFELLUM Alzheimerssjúk- dómsins fer svo hratt fjölgandi að rúmlega 22 milljónir manna munu verða fyrir sjúkdómnum er kemur fram á 2025 að því er sérfræðingar segja. Hvetja þeir til aukinna rann- sókna er miði að því að greina allra fyrstu einkennin, sem eru mjög óljós og geta gert vart við sig áratug áður en hrörnun hefst. Læknar hafa þegar uppgötvað að vægt minnistap, sem oft er talið stafa af venjulegri elli, geti þróast yfir í Alzheimers. Þessi vægu ein- kenni eru hin hættulega leið til Alz- heimers, að sögn dr. Ronalds Peter- sens við Mayo-heilsugæslustöðina í Bandaríkjunum. Engin lækning er til við Alz- heimers, sem nú hrjáir um 12 millj- ónir manna í heiminum. Ekki er vit- að hvað veldur því að í heilanum verður úrfelling sem smám saman drepur taugafrumur uns minnið hverfur og verður sjúklingnum á endanum að bana. Rannsóknir standa nú yfir á fjölda áhættuþátta. Tilteknir arf- berar gera að verkum að sumar ætt- ir eru í rneiri hættu en aðrar. Höf- uðáverkar kunna að auka hættuna, og hár blóðþrýstingur er nú einnig talinn meðal áhættuþátta. Aftur á móti virðist sem mikið menntað fólk eigi síður á hættu að fá Alzheimers. Samkvæmt sænskri rannsókn á tví- burum, þar af öðrum með sjúkdóm- inn en hinum heilbrigðum, virðist sem bókhneigð í æsku og á fullorð- insárum veiti nokkra vernd gegn sjúkdómnum. Aldur skiptir mestu En stærsti áhættuþátturinn er einfaldlega hækkaður aldur. Fjöldi tilfella Alzheimers tvöfaldast á hverjum fimm árum meðal fólks á aldrinum 65-85 ára. Þar eð jarðar- búar eru að eldast að meðaltali „stefnir í faraldur,“ sagði Edward Truschke, forseti Alz- heimerssamtaka Bandaríkjanna. „Ef ekki finnst lækning munu yfir 22 milljónir manna verða haldnar sjúkdómnum eftir 25 ár.“ Þá má ætla að um 2050 verði 45 milljónir manna í heiminum haldnar sjúkdómnum, sem er álíka og fjöldi krabbameinssjúklinga, að sögn dr. Roberts Katzmans við Háskólann í Kaliforníu í San Diego. „Við verðum að minnsta kosti að tefja fyrir því að sjúkdómurinn fari að herja á,“ sagði Katzman, því þótt ekki fyndist nema meðferð sem hindraði einkennin í fimm ár myndi byrðin af sjúkdómn- um minnka um helming. Væg hrörnun heilastarfsemi (MCI) er á milli þess að vera eðlilegt minnistap og byrjunarstig Alzheim- ers, en 12% þeirra sem þjást af slíkri hrörnun fá Alzheimers á loka- stigi. Nú standa yfir fimm rann- sóknir sem um 4.000 sjúklingar taka þátt í og beinast að því að finna út hvort notkun Alzheimerslyfja eða annarra efna, til dæmis E-vítamíns, geti dregið úr þróun MCI í Alzheim- er. Sagði Petersen að niðurstöður gætu legið fyrir eftir tvö ár. Alzheimer-sjúkdómur leiðir til hrörnunar heilans og vitglapa (dementia). Einkenni sjúkdómsins koma fyrst og fremst fram í lélegu minni og þverrandi hæfni til að takast á við líflð og tilveruna. Sjúklingurinn missir raunveru- leikatengsl. Sjúkdómurinn þróast hægt á nokkrum mánuðum allt upp í hálft ár. I byrjun getur verið erf- itt að átta sig á hvort um er að ræða sjúkdóm, það kemur þó fljót- lega í ljós þegar einkennin fara að segja til sín. Sjúkdómurinn er einkum algengur hjá rosknu fólki en til eru dæmi um að hann herji á ungt fólk. Sjúk- dómurinn þróast hægt en bítandi og leiðir til dauða eftir 7 til 10 ár. Alzheimer-sjúkdómur er algeng- asta orsök andlegrar hnignunar, vitglapa. A Islandi hafa u.þ.b. 1500 einstaklingar greinst með Alzhei- mer-sjúkdóm, miðað við tölur frá nágrannalöndum. Orsakir alzheimer Alzheimer-sjúkdómur veldur því að sjálfar taugafrumurnar (í mörg- um hlutum heilans) eyðileggjast hægt og sígandi, sennilega vegna ójafnvægis í boðefnaskiptum í heil- anum. Sjúkdómurinn sem slíkur er ekki arfgengur, en hins vegar virð- ist hættan aukast ef foreldrar hafa þjáðst af honum. Einkennin • Á byrjunarstigi Alzheimer- sjúkdóms er sjúklingurinn með- vitaður um að minnið byrjar að bresta. Þegar á líður minnkar þessi meðvitund. • Tímabilið fram að þessu getur valdið óþægindum. • Tilfinningar eins og hræðsla, ringulreið og vonleysi geta verið áberandi. Þessar óþægilegu til- finningar hverfa hjá sjúklingn- um þegar sjúkdómurinn ágerist. Hins vegar eykst vandi að- standenda. Batahorfur Án meðhöndlunar verður Alz- heimer-sjúkdómur kominn á það stig innan árs að sjúklingurinn þarf að leggjast inn á stofnun, sjúkrahús eða elliheimili. Vitglöpin versna stöðugt á næstu 7 til 10 ár- um og leiða loks til dauða. Sjálfshjálp • Ef einkenna verður vart skal hafa samband við lækni til að ganga úr skugga um orsakirnar °g byrja hugsanlega meðferð. • Sem aðstandandi skal forðast aðstæður þar sem margt er um manninn, mikill hávaði sem og staði sem eru sjúklingnum ókunnugir. Slíkar aðstæður vekja óöryggi hjá sjúklingnum. Meðferð og lyf • Hægt er að hægja á sjúkdómn- um með lyfinu donepezil (Ar- iceptá ) en ekki lækna hann. Meðferðin á sér þá stað á tauga- sjúkdómadeild eftir nákvæma greiningu á sjúkdómnum. • Auk lyfjameðferðar er nauðsyn- legt að leita félagslegrar aðstoð- ar því í fæstum tilvikum er hægt að annast sjúklinginn heima. • Nánar á Netinu: www.netdoktor.is TENGLAR Félag óhugafólks og aðstandenda alshei- merssjúklinga og annarra minnissjúkra: www.obi.is/FAAS/ Afhverju stafar munnþurrkur? Magnús Jóhannsson læknir svarar spurningum lesenda Spurning: Síðustu mánuðina hef- ur mikill þurrkur í munni þjakað mig. Vakna ég oft sökum þessa á næturnar. Ég hef einnig átt við mjög þurra húð á höndum og fót- um að glíma en hvað hendurnar varðar hefur ástandið aðeins skánað. Hvað veldur þessu og er eitthvað hægt að gera? Svar: Munnþurrkur getur átt sér margvíslegar orsakir. Ein versta tegund af munnþurrki sem þekk- ist orsakast af sjúkdómi sem kall- aður er Sjögrens-heilkenni. Þessi sjúkdómur einkennist af þurrki í augum, munni og slímhúðum og honum fylgja oft liðabólgur en hann getur stundum verið tak- markaður við þurrk í augum eða munni. Einstaka sjúklingar fá einnig þurra húð. Sjögrens-heil- kenni er sjaldgæfur sjúkdómur sem talinn er stafa af galla í Margvís- legar orsakir ónæmiskerfi líkamans, svo- kallaður sjálfsnæmissjúkdómur. Annar sjaldgæfur sjúkdómur er sarklíki (sarcoidosis) sem getur valdið skemmdum á ýmsum líf- færum og valdið ýmiss konar sjúkdómseinkennum. Sarklíki leggst stundum á munnvatnskirtl- ana og veldur þá langvarandi munnþurrki. Ymsar veirusýking- ar geta sýkt munnvatnskirtlana og valdið munnþurrki og má þar nefna hettusótt, inflúensu og al- næmi. Alnæmi getur valdið lang- varandi alvarlegum munnþurrki. Mörg lyf geta valdið munn- þurrki og má þar nefna sum geð- lyf eins og lyf við þunglyndi og parkinsonssjúkdómi, sum maga- lyf, sjóveikilyf, ofnæmislyf, blóð- þrýstingslækkandi lyf, astmalyf og þvagræsilyf (þessi upptalning er ekki tæmandi). Þeir sem þjást af munnþurrki og taka einhver lyf ættu að kanna hvort lyfjunum gæti verið um að kenna því að þá gæti verið einfalt að laga ástandið með því að minnka skammta eða skipta um lyf. Stundum getur munnþurrkur stafað af sykursýki, en henni fylg- ir oft vökvatap vegna mikils syk- urs í þvaginu. Einnig er talið að munnþurrkur geti stundum átt sér geðrænar orsakir en þá veldur geðröskunin minnkaðri munn- vatnsmyndun. Ekki má gleyma því að munn- þurrkur er einn af fylgifiskum ell- innar. Þegar fólk eldist dregur úr starfsemi slímhúðarkirtla og kirtla sem framleiða meltingar- safa, þ.m.t. munnvatn, og afleið- ingin er þurrar slímhúðir. Einnig veldur vökvatap, á hvaða aldri sem er, munnþurrki og getur það stafað af uppköstum, niðurgangi, heitu umhverfi eða af því að of lít- ið er drukkið af vökva. Þeir sem eru með langvarandi munnþurrk verða að beita ýmsum brögðum til að gera ástandið bærilegt og koma í veg fyrir mikl- ar tannskemmdir sem geta fylgt munnþurrki. Munnvatnið hreins- ar munninn stöðugt og ef það er ekki fyrir hendi í nægjanlegu magni eiga bakteríur auðvelt með að setjast á tennurnar og valda skemmdum og einnig er aukin hætta á sveppasýkingum í munni. Það sem helst er til ráða er að forðast lyf sem minnka munn- vatnsmyndun, forðast sykur, drekka mikið vatn og vera að súpa á allan daginn og einnig má hafa gagn af sykurlausu tyggigúmmíi. Bréfritari nefnir einnig þurra húð. Hugsanlega gætu verið tengsl á milli munnþurrksins og þurrar húðar en það er ekki mjög líklegt. Þurrk á höndum og fótum má laga með ýmsum ráðum og má þar nefna að forðast sterkar sáp- ur, bera á sig handáburð og nota rakakrem eftir að farið er í bað. Á NETINU: Nálgast má skrif Magnúsar Jóhannssonar um læknisfræðileg efni á heimasíðu hans á Netinu. Slóðin er: http:// www.hi.is/~magjoh/ *Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggiir á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbrófum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lcscndur sent fyrir- spurnir sfnar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotma- il.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.