Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Tónlist, tónlist og meiri tónlist Það hefur margt veríð rætt um Hróars- kelduhátíðina síðastliðnar vikur og Heiða Eiríksdóttir fór því aðeins ofan í saumana á henni. Hún hafði upp á Jesper Lund, dönsk- um 49 ára fastagesti, og fékk hann til að bjóða sér 1 danskan morgunmat. JESPER tók á móti blaðamanni með kaffi og Gammel Dansk og hafði á orði að svona morgunmatur væri ein- ungis á boðstólum fyrir heldri gesti sem dyttu inn úr dyrunum. Lund er blíðlegur mjúkur Dani í bókaútgáfu- geiranum en er greinilega natinn við að sinna tónlistaráhuga sínum því auk bóka eru plötur og geisladiskar upp um alla veggi í stofu hans. Einn veggurinn er tileinkaður látnum uppáhaldstónlistarmönnum og þar eru myndir af Jerry Garcia, Jimi Hendrix, Janis Joplin og Frank Zappa svo eitthvað sé nefnt. Man lítið eftir minni fyrstu Hróarskeldu Blm: Hvenær fórstu íyrst á Hróarskelduhátíðina? Jesper: Það var 1971, íyrir 29 ár- um. Eg var tvítugur þá og er búinn að fara 25 sinnum allt í allt. Blm: Þá þekkirðu aðra hátíðina sem haldin var og einnig þá síðustu og ættir því að geta borið þær sam- an? J: Já, að svo miklu leyti sem ég man eftir fyrstu hátíðinni minni! Blm: Eitthvað hlýtur að gera það að verkum að þú kemur alltaf aftur. Hver er galdurinn? J: Það eru tveir hlutir sem stjórna þessu hjá mér. Fyrst og fremst er það tónlist, tónlist og meiri tónlist. Svo er það þannig að við erum nokkrir vinir sem tókum okkur til og fórum saman. Því er þetta mjög mik- ið félagsskapurinn en tónlistin er samt í fyrsta sæti. Blm: Þannig að þið hafið stofnað ykkar eigin Hróarskeldu-klúbb sem fer á hverju ári? J: Já, það má eiginlega segja það. Blm: Hvernig var stemmningin á fyrstu hátíðinni sem þú fórst á, var hátíðin mjög frábrugðin því sem nú er? J: Já, hún var allt öðruvísi. Til að byrja með var hún miklu minni, um 12.000 manns, og ekki mjög vel skipulögð. Allra íyrsta hátíðin, árið 1970, var einkahátíð og hún gekk ekki upp peningalega séð og fór á hausinn. Arið á eftir var Roskilde- félagið stofnað og síðan þá hefur leið- in legið upp á við. Á fyrstu hátíðun- um var fremur illa staðið að allri að- stöðu, biðraðir voru langar við salemi og fólk þurfti að berjast gegnum þvöguna til að geta keypt mat og fleira í þeim dúr. En tónlistin var til staðar og hún var góð og því gekk hátíðin vel. Fólkinu fjölgaði svo jafnt og þétt frá ári til árs og það tók nokkurn tíma fyrir aðstandendur há- tíðarinnar að bregðast við því. Blm: Er einhver hljómsveit sem er þér minnisstæð frá þinni fyrstu há- tíð? J: Nei, allavega engin sem er fræg í dag. Mikið var af dönskum böndum á þessum fyrstu árum. Blm: Og þú varst tvítugur þarna? J: Já en það er gamalt miðað við hátíðina í dag því það er mikið af yngra fólkinu sem mætir núna, fullt af unglingum. Það er auðvitað líka töluvert um eldra fólk og ég hef síður en svo á móti þessu fyrirkomulagi. Ég er bara að benda á það frelsi sem unga fólkið í dag virðist hafa miðað við það sem tíðkaðist áður fyrr. Þarna er greinilegur munur á. Annar munur sem hægt er að sjá á fólkinu sem sækir hátíðina er að mun meira Morgunblaðið/Heiða Eiríks Líf Jespers er umkringt tónlist og bókum. var um Finna og Svía á árum áður sem drukku þar til þeir lognuðust út af og rönkuðu svo við sér og héldu áfram að drekka. Blm: Þú ræðir um drykkju en hvað um eiturlyfjaneyslu? Var hátíðin ein- hvers konar dópparadís í hugum manna, í anda hippanna, á fyrstu ár- um hennar? J: Nei, ég myndi segja að við hefð- um ekki átt við neinn eiturlyfjavanda að stríða. Þetta var á áttunda ára- tugnum og hass barst til Danmerkur um miðjan sjöunda áratuginn. Ég held að þetta hafí allt verið ósköp saklaust hjá okkur. Að mínu mati var bara samankomið fólk sem var að skemmta sér vel og reykja smá dóp og allt fór vel fram. Og þegar ég geng um svæðið enn þann dag í dag sé ég ekki nein vandamál tengd eit- urlyfjum. Bara fólk að njóta lífsins. Enginn æsingur í ungu fólki Blm: Er eitthvað sem þér finnst að hafi verið betra á fyrri hátíðum en er ekki lengur til staðar, hefur glatast á leiðinni? J: Ég held bara ekki, ég held að þróunin á hátíðinni hafi verið mjög jákvæð. Ef það er eitthvað neikvætt sem ég á að nefna er það ef til vill stærðin á svæðinu. Það getur verið til trafala að það sé eins stórt og það er í dag, sérstaklega ef maður þarf að ganga endanna á milli eftir myrk- ur. En þetta er ekki raunverulegt vandamál, það er ekki hægt að hafa þetta á neinn annan hátt. Hlutimir geta samt alltaf orðið of stórir og árið 1997 varð það einmitt raunin. Þá voru 110.000 miðar seldir og því um 150.000 manns á svæðinu með starfs- fólki og öllu. Það reyndist vera held- ur mikið, miðafjöldinn var þá lækk- aður aftur og er núna 70.000. Það má því segja að aðstandendur hátíðar- innar reyni sitt besta til að bæta það sem betur má fara á milli hátíða. Blm: Hlutfrnir eru þá að lagast frekar en hitt í gegnum árin? J: Já, það held ég. Það er mjög fært fólk sem stendur að þessari há- tíð. Blm: Heldurðu að unga fólkið í dag www.landsbankl.is Tilboð til klúbbfélaga Landsbanka íslands hf. Tveir fyrir einn ó Tilboðið gildir fró Afsláttur í go Félagsmenn VörS Sportklúbbs og K Landsbankans nj vallargjöldum hjc Orlando kvöldverði á Rex. sunnudegi til fimmludags. If unnar, Námunnar, rakkaklúbbs ióta 25% afsláttar af iGR. Vörðufélagar fá f daga á einstökun baka 14. eða 21. Hundar étnir Vörðufélagar fó r étnir í Kína (1 Kin Háskólabíói - miS erð til Orlando í 8 eða 15 ikjörumó. nóv. oglil , nóv. í Kínn ifslátt á myndina Hundar la spiser de hunde) í iinn á 450 kr. Öll tilboðin fóst gegn framvísun debet- korts/félagskorts í viðkomandi klúbbi. Ýmiss önnur tilboð og ofslættir bjóðast klúbbfélögum Landsbanka íslands hf. sem finna má á heimasíðu bankans, www.landsbanki.is M MÁ H3H332H Landsbankinn Opið frá 9 til 19 .iiilTflmailffilgHfl Túpílakarnir Siggi llluga og Oddur Bjami Útgáfutónleikar lau. 15/7 kl. 21. MIÐASALA í síma 551 9055. IEIKFÉIAG ÍSLANDS ltflstflSNlu 552.3000 THRILLER sýnt af NFVÍ lau. 15/7 kl. 20.30 örfá sæti laus fös. 21/7 kl. 20.30 laus sæti fös. 28/7 kl. 20.30 aukasýning 530 303O BJÖRNINN — Hádegisleikhús með stuðningi Símans fim. 20/7 kl. 12 lau. 22/7 kl. 12 mið. 26/7 kl. 12 fim. 27/7 kl. 12 Miðasalan er opin frá kl. 12-18 1 Loftkastalanum og frá kl. 11-17 I Iðnð. Á báðum stððum er opið fram að sýningu sýningarkvöld og um helgar þegar sýning er. Miðar ðskast súttir f viðkomandi leikhús. (Loftkastalinn/lðnó). Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dógum fyrir sýningu. Sósa og salat? VICTORIA Beckham og fótbolta- kappinn David eru ekki í miklum metum hjá gestgjafa sinum, Steph- en Purdew, á Forest Mere- heilsuhælinu á Englandi. Hjóna- kornin gistu á hælinu sér til heilsu- bótar cn hunsuðu allan holla matinn sem var borinn á borð fyrir þau og heimtuðu fisk og franskar hjá kokknum, með mikilli tómat- sósu takk fyrir. Purdew þurfti að hlusta á hávær- ar ásakanir kryddpíunnar um að maturinn væri viðbjóðslegur. „Við vorum svo leið á þessu ógeðslega heilsufæði að við laumuðumst út og keyptum okkur kínverskan mat.“ Purdew sagði auk þess að parið væri sjúkt í ruslfæði og ekkert hefði getað glatt þau annað en hamborgarar frá næsta skyndibita- stað. Hann bætti svo við að lokum: „Ef þau vilja ekki matinn sem ég býð þeim er það persónulegt val alveg eins og að ég hlusta ekki á Kryddpíurnar og fylgist ekki með gengi Manchester United í fótbolt- anum.“ Reuters Allur matur á að fara upp í munn og ofan í maga. sé að verða eitthvað árásargjarnara eða æstara en það var áður? J: Nei, unga fólkið sem maður hitt- ir á hátíðinni í dag er fínt. Þau eru jú ung en langflestir eru gott fólk, rétt eins og áður. Þau hafa heldur enga sérstaka ástæðu til að vera eitthvað æst. Blm: Varðandi þær hörmungar sem áttu sér stað núna, í fyrsta skipti í sögu Hróarskelduhátíðarinnar, hvað finnst þér um þær og hefurðu einhvemtíma búist við að eitthvað svona slys gæti orðið? J: Ég vil segja fyrir mitt leyti að ég hef aldrei verið neitt smeykur á há- tíðinni. Mér hefur alltaf fundist ég vera fullkomlega öruggur. Með aldr- inum hefur maður smám saman dregið sig út úr þvögunum en auð- vitað var maður í þeim þegar maður var yngri. Hljómurinn á appelsínu- gula sviðinu hefur líka batnað til muna á síðustu tíu árum eða svo þannig að það er hægt að njóta frá- bærra hljómgæða þótt maður standi langt í burtu frá sviðinu. Alltaf þegar ég lendi í einverjum troðningi færi ég mig aftar, svo einfalt er það. Ég er nú enginn sérfræðingur en það sem ég held að hafi gerst var ekki eitt- hvað eitt heldur samverkun margra smærri hluta. Bókstaflega allt sem gat farið úrskeiðis gerði það á þess- um tíu mínútum, þannig að ef ein- hver einn hlutur hefði verið öðruvísi hefði verið hægt að redda málunum. Ef sannleikurinn kemur einhvem tíma í ljós um hvað það var sem gerð- ist held ég að það hljóti að vera röð lítilla sorglegra atburða sem hafði þessar afleiðingar í för með sér. Það var ekkert eitt sem klikkaði. Gestir húðskammaðir Blm: Hvað finnst þér um öryggis- gæsluna á hátíðinni? Er hún nógu góð? J: Stjóm Hróarskeldu-hátíðarinn- ar hefur alltaf lagt mikla áherslu á að gera hana að ömggum stað án þess að hafa allt morandi í lögreglu á svæðinu. Þeir hafa séð um öryggis- málin sjálfir. Eitt árið var Johnny Winter að spila, hann spilaði hátt og var svolítið ögrandi með sitt síða hár og húðflúr út um allt. Einhverjir hálfvitar hentu flöskum í hann svo hann fór af sviðinu og Leif Skov birt- ist í hans stað og húðskammaði okk- ur. Næsta dag vom komnar öryggis- girðingar í kringum appelsínugula sviðið og það var bannað að vera með flöskur inni á sjálfu tónleikasvæðinu og þannig hefur það verið síðan. Blm: Það er sem sagt bragðist við svona vandamálum tafarlaust? J: Undir eins, án nokkurra mála- lenginga. En svo vai- annað svipað atvik sem kom upp þegar pönk- hljómsveitin Sex Pistols var að spila fyrir nokkram ámm. Þá henti ein- hver flösku í þá og þeir hættu eftir fyrsta lagið. Það er samt ekki hægt að skrifa það á ónóga öryggisgæslu, þetta var bara einhver einn einstakl- ingur sem vildi ekki horfa á þessa gömlu menn spila pönk! Fólkið þarna er ekki árásargjamt og gæsl- an er því samansett af venjulegu fólki sem allir em sjálfboðaliðar. Það er mjög mikið í anda hátíðarinnar að enginn sé að fá borgað. Blm: Þannig að þú ætlar að halda áfram að fara á Hróarskeldu? J: Já, eins og ég sagði þá er það tónlistin og félagsskapurinn sem dregur mig af stað. En á síðari árum, þegar við höfurn aðeins elst, erum við að sjá börnin okkar í ííkara mæli á hátíðinni. Það er komin önnur kyns- lóð af Hróarskelduförum og hana er- um við að hitta núna. Það er skemmtilegt til þess að hugsa að krakkarnir eru eflaust þarna af sömu ástæðum og ég, vegna góðrar tónlist- ar og félagsskapai' og þeir elska þetta, alveg eins og ég gen, svo lík- lega breytast sumir hlutir ekkert! Blaðamaður ákvað að láta þetta nægja og kvaddi lífsglaða og já- kvæða Hróarskeldufarann með þéttu handabandi. Jesper skilm- hvað það er sem fólk þarf að geyma innra með sér tO að sjá alltaf það góða og fallega í öllu. Hann er sko sannarlega að njóta lífsins og lætur nokkur ár ekkert aftra sér frá því að upplifa það sem hann elskar mest: Tónlist, tónlist, tónlist!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.