Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ! LANDIÐ Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir Ólafur Rag-nar Grímsson opnaði myndlistasýningu þeirra Iðunnar Ágústsdóttur og Lúkasar Kárasonar þegar hann heimsótti Strandasýslu í vikunni. / Forseti Islands opnaði myndlistarsýningar Drangsnesi - Forseti íslands, herra Ólafur Ragnai’ Grímsson, heimsótti Kaldrananeshrepp í opinberri heimsókn sinni í Strandasýslu. Meðan hann dvaldi á Drangsnesi opnaði hann formlega myndlistarsýningar í Grunnskólanum. Þessar sýningar eru liður í Bryggju- hátíð Drangsnesinga sem er 22. júlí n.k. Þarna sýna listamcnnirnir Iðunn Ágústsdóttir og Lúkas Kárason. Þau eru mjög ólíkir listamenn. Hún sýnir 27 málverk unnin í olíu og pastel en hann trélistaverk úr rekavið af Ströndum. Þrátt fyrir mjög ólík listform fara þau mjög vel saman á sýningunni og skemmtilegt hvað þau tengjast bæði Qörunni og sjónum. Iðunn Ágústsdóttir er fædd og uppalin í fjörunni á Akureyri. Hún hefur haldið fjölrnargar sýningar, bæði einkasýningar og eins samsýningar með öðrum listamönnum. Lúkas er uppalinn á Drangsnesi en þetta er í fyrsta skipti sem hann sýnir verk sín opinberlega. Það er vel þess virði að koma við í skólanum á Drangsnesi og skoða þessar sýningar en þær verða opnar næstu daga og eins á Bryggjuhátiðinni 22. júlí nk. Hádegisverður með forseta Islands Drangsnesi - Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps bauð öllum íbú- um sveitarfélagsins til hádegisverð- ar með forseta Islands í samkomu- húsinu Baldri á Drangsnesi í heimsókn hans í Kaldrananeshrepp þann 12. júlí s.l. Félagskonur í kven- félaginu Snót á Drangsnesi sáu um matseld og framreiðslu. A matseðlin- um voru sjávarréttir og þess gætt að allt hráefni í matinn væri heimafeng- ið. Fyrst var boðið upp á sjávarrétta- súpu og brauðbollur. Heitur og kald- h- saltfiskréttir voru á hlaðborðinu ásamt sítrónumarineruðum rækjum og einnig nýjum soðnum rækjum. Þar var einnig grafin Ásmundarnes- bleikja og svo reyktur rauðmagi á rúgbrauði. Og að sjálfsögðu voru með þessu sósur, salöt og heitar 1 kartöflur. Var maturinn bæði góður og eins mjög fallega framreiddur. Gerði reykti rauðmaginn mikla lukku hjá gestunum. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir Hádegplsverður að hætti Drangsnesinga. Límtré ehf. stofnar fyrirtæki Tekur við nýju starfí í Portúgal Ólafur Júliússon Húsavík - Ólafur Júlíusson, bygg- ingatæknifræðingur og fram- kvæmdastjóri hjá Landvist ehf., mun í haust taka við starfi hönnun- ar- og fram- leiðslustjóra hjá nýstofnuðu fyiir- tæki í Portúgal, sem er í eigu Límtrés ehf. á Flúðum og port- úgalskra aðila. Aðalframleiðslu- vara hins nýja fyrirtækis er límtrésburðarvirki. Hið nýja fyrirtæki er það eina sinnar tegundar í Portúgal og er Ól- afur bjartsýnn á reksturinn, hann telur að markaðurinn sé nægur og gæti á fyrsta ári orðið tvöfalt jafnvel þrefalt stærri en sá íslenski. Ólafur telur þó lykilatriði að fá arkitekta og hönnuði í lið með þeim og nú þegar eru nokkrir komnir til liðs við fyrir- tækið. Fyrirtækið er í borginni Coimbra sem er norðanlega í landinu og þar mun Ólafur koma sér fyrir ásamt eiginkonu sinni, Önnu Þ. Skúladóttur, og þremum börnum þeirra. Þau reikna með að vera þarna í eitt ár til að byrja með og framhaldið komi svo í Ijós, það verði skoðað með opnum hug en þau flytja út í byrjun september. Ólafur lauk byggingatæknifræði frá Tækniskóla íslands 1984 og hélt síðan til Edinborgar. Þar nam hann hljóðtæknifræði við HEROIT-Watt University sem tók tvö ár. Hann var ráðinn byggingatæknifræðingur hjá Húsavíkurbæ 1991 og starfaði þar til 1996 er hann stofnaði fyrirtækið Hljóðvist og hönnun ehf. sem aftur er eitt eigenda að Landvist ehf. sem var stofnað 1999. Ólafur hefur verið framkvæmdastjóri þess. Hann telur að þetta tækifæri geti komið sér og Landvist til góða því Portúgal standi íslandi nokkuð að baki í nútíma- tækni og sóknarfæri því mörg. Gömlu sprengi- efni fargað Morgunblaðið/KVM Skemmtiferðaskipið Astra í Grundarfirði Grundarfjörður - Skemmtiferða- skipið Astra kom í annað sinn á þessu ári til Grundarfjarðar 7. júlí 8.1. Eitt skemmtiferðaskip enn á eft- ir að koma til Grundarfjarðar á þessu sumri. Það er skipið Hanseat- ic sem kemur 1. ágúst. Það er óhætt að segja að skipakomur þessar lífgi upp á bæjarbraginn í Grundarfirði því margt fólk fer í gönguferðir um plássið og nágrenni þess og skoðar sig um. Nú þegar hafa tvö skemmti- ferðaskip bókað komu sína til Grundaríjarðar á næsta ári. Enda er Grundarfjarðarhöfn sérstaklega hentug fyrir stór skip sem smá og aðstaða hin ákjósanlegasta fyrir farþega. SPRENGIEFNINU sem fannst á Eskifirði við Reyðarfjörð í vikunni hefur nú verið eytt. „Þetta voru nokkrar hankir af hvellhettum og smávegis af púðri. Þessar hvellhett- ur voru notaðar til að sprengja dínamít,“ sagði Heiðberg Hjelm í samtali við Morgunblaðið. Tveir sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fóru austur á Eskifjörð og sprengdu efnið. Efnið fannst þegar verið var að rífa gam- alt og fúið sjóhús fyrir neðan bæinn Helgustaði í Eskifirði og var það í tveimur kössum. Þeir voru merktir Helgustaðanámu en hún er skammt fyrir utan bæinn að Helgustöðum. Allt frá því á 17. öld og fram til 1947 var silfurberg sótt í námuna og það- an er komið mest af því silfurbergi sem er að finna á söfnum. Stærsti steinninn úr námunni er 230 kg; hann er varðveittur í Náttúrugripa- safni Lundúna. Helgustaðanáma var friðlýst sem náttúruvætti 1975. Morgunblaðið/KVM Þrír strákar með hjálma Grundarijörður - Þeir Sigþór, Pétur setja þeir ungum sem öldnum hjól- og Andri Ottó nota hjálma þegar reiðamönnum gott fordæmi enda ör- þeir eru á hjólunum sínum. Þannig yggisatriði. Nýr forseti bæj ar stj órnar í Hverag*erði ALDÍS Hafsteinsdóttir, kerfis- fræðingur og bæjarfulltrúi Bæjar- málafélags Hveragerðis, er nýr forseti bæjarstjói'nar í Hveragerði. Hún tók í júníbyrjun við af Gísla Páli Pálssyni sem nú er formaður bæjarráðs eins og Aldís var áður. „Okkur þótti þetta eðlileg verka- skipting núna, hann tekur við sem formaður bæjarráðs, en ég hef gegnt því starfi undanfarið. Þetta er allt í mikilli sátt og samlyndi,“ sagði Aldís í samtali við Morgun- blaðið. Bæjarmálafélagið er með fjóra fullti'úa af sjö í bæjarstjórn og segir Aldís starf í bæjarstjórninni ganga vel. Ekki segist hún búast við miklum breytingum í bæjar- stjórn í kjölfar forsetaskipta. „En það fylgja náttúrulega alltaf ein- hverjar breytingar nýju fólki.“ ■ ■ i |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.