Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 22
22 LAU(jíAKDACiUK 15. J ULl ZUUU ERLENT ivlORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAG lauk þriggja daga heimsókn Mohammeds Khatamis, forseta frans, til Þýska sambandslýðveldisins. Khatami er fyrstur íranskra leiðtoga til að heim- sækja Þýskaland frá því að írans- keisari heimsótti landið árið 1967. Vakti koma hans mikla athygli í Þýskalandi og sáu margir hið fram: andlega keisaradæmi í hiliingum. í kjölfarið reyndi hópur þýskra náms- manna að vekja athygli á því, að keis- aradæmið væri land fátæktai', pynt- inga og yfirfullra fangelsa og í mótmælagöngu gegn heimsókn keisarans í Berlín var námsmaður- inn Benno Ohnesorg skotinn til bana af lögreglumanni. Þegar íranska stjórnarandstaðan var orðin nógu sterk til að steypa keisaranum af stóli rúmum áratug síðar studdu flestir Þjóðverjar byltinguna en von- brigði þeirra voru mikil er í ljós kom, að með valdatöku Khomeinis var komið á ógnarstjóm í íran. Vegna þessa hefur mótmælahugur þýskra námsmanna gegn leiðtogum íranska klerkaveldisins verið lítiil og virtust Þjóðverjar að þessu sinni nokkuð sammála um að líta bæri heimsókn Khatamis jákvæðum augum. Jafnframt hefur afstaða þýskra stjómmálamanna til írans tekið breytingum á undanfömum ámm. Viðhorfsbreytingar era þó hvað mestar meðal stjórnar- flokkanna, Jafnaðar- mannaflokksins og Græningja, sem endur- skoðað hafa afstöðu sína eftir að þeir kom- ust til valda. Þegar Jafnaðarmannaflokk- urinn og Græningjar vora í stjómarandstöðu stóðu þeir vörð um mannréttindi sem þeir álitu forgangsmál. I nóvember 1995 kom nú- verandi utanríkisráð- herra Þýska sambands- lýðveldisins, Joschka Fiseher (á þeim tíma einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar), í veg fyrir heimsókn ír- anska utanríkisráð- herrans, Akbars Wela- jatis, á þeirri forsendu, að Iranir virtu mann: réttindi að vettugi. í dag styðja Græningjar viðræður við íran, nefna Khatami „hinn ír- anska Gorbatsjev" og lofa tal hans um mann- réttindi. Fischer fór til írans í mars til að und- irbúa heimsókn Khata- mis og túlkaði ástandið þar með fremur já- kvæðum hætti við heimkomuna. Eftir kjör Khatamis til for- seta árið 1997 og 80% fylgi í þingkosningun- um í febrúar síðastliðn- um álítur þýska stjóm- m, að umbótasinnar í íran séu á réttri leið. Hún lítur svo á, að mótmæli gegn Khatami séu mótmæli gegn „lýðræð- islega kjörnum“ þjóðarleiðtoga. Þýsk yfírvöld binda vonir við, að Ir- an sé á leið til aukins lýðræðis og sjá engin önnur samfélagsöfl, sem lík- legri era tii að vinna í þágu mann- réttinda í Iran. Stöðug barátta við klerkana Þótt umbótastefna Khatamis hafi stuðning meirihluta írönsku þjóðar- innar er vegurinn í átt til lýðræðis (að hætti múslima) samt sem áður erfiður fyrir hinn „frjálslynda" Khatami þar sem hann á í stöðugri baráttu við hina íhaldssömu klerka- stétt sem álítur að öll svið samfélags- ins eigi að fylgja hinum ströngu reglum shíta-greinar trúarinnar. Voldugásti einstaklingurinn í íran er ekki Khatami forseti, heldur hinn andiegi leiðtogi Ayatollah Ali Kham- enei sem espar hina strangtrúuðu upp á móti Khatami. Sökum þessa ástands í írönskum innanrikismálum vék Schröder sér undan því að gagn- rýna mannréttindastefnu íranskra yfirvalda opinberlega meðan á heim- sókn Khatamis stóð. Á blaðamanna- „Iranskur eða grímuklædd ásjóna harðræðis? * Heimsókn Mohammeds Khatamis, forseta Irans, til Þýskalands - markar ákveðin tímamót í samskiptum Irana við vestræn ríki að því er fram kemur í þessari grein Davíðs Kristinssonar. Leiðtogar þýsku stjórnarflokkanna vilja trúa því, að hann sé boðberi lýðræðis og mannréttinda í landi, sem enn er þó í heljargreipum harðlínuaflanna. Schröder, skammastu þín“ segir á þessari mynd, sem íranskir útlagar báru í mótmælum við Brandenborgarhliðið sl. þriðjudag. fundi þjóðarleiðtoganna tveggja forðaðist Schröder að nota hugtakið „mannréttindi“ og lét sér nægja að tala um „ólíkar skoðanir“. Schröder ræddi þó mannréttindamál við Khat- ami undir fjögur augu og hið sama gerðu Joschka Fischer, Johannes Rau, forseti Þýska sambandslýð- veldisins, og Angela Merkel (CDU) en hún lagði áherslu á réttindi kvenna í samræðum sínum við Khat- ami. Með þessum hætti reyndi Schröder að koma í veg fyrir að Khatami yrði fyrir of mikilli gagn- rýni á sama tíma og hann gegndi skyldum sínum gagnvart þeim sem annt er um mannréttindi. Khatami hvatti Þjóðverja til að sýna þolin- mæði gagnvart þróun mannréttinda- mála í íran. Hann sagðist mótfallinn einhliða sýn á mannréttindi: „Með hliðsjón af menningu og sögu á sér- hver þjóð rétt á eigin skilningi á mannréttindum.“ Að endingu væri það virðingin fyrir manneskjunni sem skipti máli. En þótt málið hafi að mestu verið þaggað niður vita þýsk yfirvöld ósköp vel, að mannréttindi hafa ekki aukist mikið undir stjórn Khatamis. í „guðsríkinu" njóta konur ásamt tíu milljónum súnníta ekki þeirra rétt- inda, sem stjórnarskráin kveður á um. Khatami beið ósigur í átökunum við hina íhaldssömu klerkastétt fyrir þremur mánuðum þegar tuttugu umbótasinnuð dagblöð og tímarit vora bönnuð og blaðamenn og rit- stjórar fangelsaðir. Nú þegar Græn- ingjar og Jafnaðarmannaflokkurinn era ekki lengur í stjórnarandstöðu virðast efnahagsmál hafa forgang fram yfir mannréttindamál. Kreppa í írönsku efnahagslífl Helstu hindranir í samskiptum Þýskalands og írans á síðasta áratug heyra nú sögunni til, t.a.m. Mykon- os- og Hofer-málið: Haustið 1992 lét- ust fjórir félagar í írönskum stjórnarandstöðuflokki í tilræði á veitingastaðnum Mykonos í Berlín. Þýskur dómstóll dæmdi stjórnina í Teheran ábyrga fyrir morðunum og í kjölfarið kölluðu aðildarríki Evrópu- sambandsins sendiherra sína heim frá íran. Þetta mál hefur nú fallið í gleymsku auk þess sem þýski kaupsýslumaðurinn Helmut Hofer er laus eftir að hafa setið í fangelsi í íran í eitt og hálft ár. Efnahagsástandið í íran er alvar- legt. Rætur kreppunnar má rekja til byltingar heittrúarmanna árið 1979 en í kjölfar hennar ílúði fjöldi sér- fræðinga landið. Byltingunni fylgdi langt stríð gegn írak. Atvinnuleysi er 30-50% og landið er skuldugt. Ai- þjóðlegt viðskiptabann hefur útilok- að íran frá heimsmarkaðnum. Spill- ingin er mikil, erlend fyrirLeki kvarta undan skriffinnskunni og þörf er á nýjum fjárfestingarlögum til að tryggja erlendum fyrirtækjur réttaröryggi. Vinstrisinnaðir músl- imar era tortryggnir í garð hug- mynda um einkavæðingu þar sem þeir telja slíkar aðgerðir líklegar til að auka atvinnuleysi. Ihaldssamil• klerkar eru andvígir einkavæðingu þar sem þeir álíta hana svik við hug- myndir hins látna byltingarleiðtoga Ayatollah Khomeini. I kjölfar bylt- ingarinnar áskotnuðust tráarstofn- unum eigur keisarans svo og eignir erlendra aðila sem voru þjóðnýttar. Stofnanir þessar era nú í einokunar- stöðu og talið er að þær stjómi 50% af efnahagslífi landsins. Á þriðjudeginum fundaði Khatami með 350 fulltrám þýska iðnaðarins og viðskiptaráðherra Þýska sam- bandslýðveldisins, Werner Múller. Um þrjátíu þýsk fyrirtæki era starf- andi í Iran, þ.á m. Siemens og Daiml- erChrysler. Þýskaland hefur lengi verið eitt helsta viðskiptaland írans. Þýskar rfldsstjórnir hafa verið gagn- rýndar fyrir að styðja hið ólýðræðis- lega ríki af efnahagslegum ástæðum. Fulltráar Siemens líta þó svo á, að starfsemi þehra í íran sé framlag til þróunar í átt til lýðræðis. Khatami sagðist gera sér vonir um nýja tíma í viðskiptum landanna. Hann sagði Ir- an miðpunkt mið-asíska markaðar- ins, sem hefði 300 milljónir neyt- enda. Fulltráar þýska iðnaðarins gera sér vonir um að viðskiptatengsl landanna taki að lifna við á ný í kjöl- far heimsóknarinnar. Gagnrýni íranskra flóttamanna íranskir flóttamenn hafa gagn- rýnt þýsk stjórnvöld fyrir að ein- blína á efnahagslega hagsmuni í samskiptum sínum við íran. Ólíkt þýska kanslaranum telja þeir að ekkert jákvætt hafi gerst frá því að Khatami komst til valda fyrir þrem- ur áram. I þeirra huga er hann ábyrgur fyrir pyntingum, aftökum og kúgun. írönsku flóttamennimir, sem hafa verið búsettir í Þýskalandi áratugum saman, mynda margar sólíkar fylkingar. Stærst þeirra er „Andspyrnuráð írönsku þjóðarinn- ar“ sem lítur á hina varkára „opnunar- stefnu" Khatamis sem blekkingu sem þjóni þeim tilgangi einum að vekja samúð á Vestur- löndum. Þeir líta á Khatami sem grímu ógnarrflds sem leiti leiða út úr einangrun- inni. I tilefiii af komu Khatamis skipulögðu íranskir flóttamenn þrettán mótmælagöng- ur og þýska stjórnin óttaðist að þær gætu endað með átökum. Yf- irvöld gerðu allt til að koma í veg fyrir óeirðir meðan á heimsókn Khatamis stóð þar sem álitið var að óeirðir gætu orðið vatn á myllu þeirra sem andstæðir era umbótastefnu Khatamis. Því var ör- yggisgæslan mjög mik- il og kostaði um 380 millj. ísl. kr. Um 4.000 lögreglumenn vora á götum Berlínar til að gæta öryggis Khatamis sem var fluttur á milli í þyrlu Og almenningi í Þýskalandi gafst því aldrei kostur á að sjá leiðtogann. Þýsk yfir- völd unnu markvisst að því að hindra að írans- kir mótmælendur kæmust á vettvang. ap Aðfaranótt mánudags fór fram lögregluleit í íbúðum nokkurra ír- anskra stjórnarandstæðinga í Berlín og voru 45 manns handteknir. Landamæraverðir meinuðu tugum (þúsundum að mati íranskra flótta- manna) Irana, sem komið höfðu frá öðram Ewópulöndum til að mót- mæla Khatami í Berlín, að koma til Þýskalands. íranar búsettir í öðram borgum Þýskalands fengu sent bréf þar sem þeim var bannað að fara til Berlínar meðan á heimsókn Khata- mis stæði. Þeim var skylt að mæta . isvar á dag á lögreglustöð viðkom- andi borgar og greiða fimm hundrað marka sekt ef brotið væri gegn þess- um fyrirmælum. Mótmælendum sem komust á áfangastað var bannað að bera spjöld með myndum af leið- togum írönsku stjórnarandstæðing- anna þar sem slíkt var talið móðgun við Khatami. Til þess að íranski for- sætisráðheri-an þyrfti ekki að horfa upp á mótmælendur var þeim haldið í mikilli fjarlægð af lögreglumönn- um. Ekki era allir vissir um að bann við mótmælum í réttarríki á borð við Þýskaland sé viðeigandi leið til að ýta undir jákvæða þróun mannrétt- inda og lýðræðis í Iran. Þó er víst að þýski iðnaðurinn var ánægður með heimsókn Khatamis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.