Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HANNA SIGURRÓS HANSDÓTTIR + Hanna Sigurrós Hansdóttir fædd- ist á Elliða í Staðar- sveit 10. ágúst 1924, hún ólst upp í Bervík og Hafnarfirði þar sem hún gekk í skóla. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 7. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru: Hans Jónsson Hoffmann, f. 23.5. 1864, d. 18.8. 1924, og Sigurrós Kristjánsdóttir, f. 18.12. 1881, d. 31.3. 1965. Systkini Hönnu samfeðra eru: Jón Hoffmann, lát- inn, og Jarðþrúður Hoffmann, lát- in. Alsystkini Hönnu eru: Jóhann, látinn, Ragnar Matthías, látinn, Krislján, látinn, Rósa Halldóra og Hermannía Sigurrós. Hinn 30. október 1943 giftist Hanna Gunnari Finni Þórðarsyni bifvélavikja, f. 30.1.1921, d. 24.10. 1979. Þau slitu samvistir. Þeim varð fimm barna auðið. Þau eru: 1) Ásmundur, f. 23.2.1943, d. 2.12. 1988, maki Kolbrún Sigurðardótt- ir, f. 7.4. 1945, þau slitu samvistir, > börn þeirra a. Ásbjörn, f. 27.8. 1972, b. Hanna Sigurrós, f. 25.3. 1974. Fósturdætur hans c. Harpa María, f. 13.10. 1964, d. Svanfríð- ur Sigurh'n, f. 31.1.1966. 2) Ragna María, f. 9.9. 1945, maki Þorgeir Nú er komið að kveðjustund. Mikið er alltaf erfitt að kveðja nánustu ást- vini. Við mamma höfum nær alltaf átt heima á sama stað, að undanskildum tímanum frá febrúar 1985 til ágúst 1987 og aftur 1990 til 1995. Það voru ^svo sannarlega forréttindi fyrir mig, Gumma og börnin okkar að fá að hafa hana svona nálægt okkur. í ágúst 1987 er við misstum litla drenginn okkar flutti mamma til okkar í sveit- ina, ég veit ekki hvar ég hefði verið stödd ef hún hefði ekki verið hjá mér þann erfiða tíma sem fylgdi eftir lát hans, enda sagðist hún ekki vilja upp- lifa slíkan tíma aftur. Mömmu líkaði vel í sveitinni og ílentist hjá okkur, seldi íbúðina í Reykjavík og keypti sér fbúð á Selfossi. Þau ár sem hún bjó þar var hún komin í sveitina þeg- ar sauðburður hófst og fór að jafnaði ekki fyrr en eftir réttir að hausti. Enda líka ómissandi réttakjötsúpan hennar. Úr varð að hún keypti sér lít- ið hús og fluttist aftur til okkar í - sveitina. Að sjálfsögðu heitir húsið Ömmukot. Oft fengu barnabörnin að gista hjá ömmu og er öruggt að ein af minningum þeirra verður það að amma átti alltaf snakk og nammi. Ég held að vandfundin sé sú amma sem hafði svo mikla þolinmæði og ást að Baldursson, f. 25.9. 1942, börn þeirra a. Gunnar, f. 10.7. 1963, b.Baldurf. 1.4. 1967, c. Sigríður, f. 3.11. 1970, d. Hanna María, f. 16.4. 1981. 3) Einar, f. 26.8. 1955, maki Þorbjörg Ragna Þórðardóttir, f. 13.7. 1954, þau slitu samvistir, börn þeirra a. Jón Gunn- ar, f. 29.4. 1983, b. Ragnar Ásmundur, f. 23.2. 1986. Fóstur- dætur hans c. Ingi- björg María, f. 9.4. 1970, d. Linda Björk, f. 13.7. 1973, e. Þórunn Elva, f. 16.8. 1978. 4) Guðgeir, f. 16.2. 1960, maki Anna Helga Ara- dóttir, f. 28.1.1960, börn þeirra a. Steinþór Ingi, f. 26.4.1977, b. Þór- leif Hanna, f. 25.9. 1981, c. Anna María, f. 2.5. 1986, d. Ásmundur Ari, f. 25.1. 1990. 5) Þórleif, f. 22.9. 1963, maki Guðmundur Jó- hannesson, f. 27.6. 1959, börn þeirra a. Gunnar Finnur, f. 23.7. 1983, d. 18.8. 1987, b. Helga, f. 17.4.1988, c. Jóhannes Þórólfur, f. 13.11.1989, d. Einar Ásgeir, f. 8.7. 1997. Barnabamabörnin eru orð- in 15. Utför Hönnu Sigurrósar fer fram frá Selfosskirkju f dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. gefa. Ég, Gummi og börnin komumst nú sjaldan í löng ferðalög en oft var farið dag og dag, svona milli mjalta, að veiða eða bara út að keyra og auð- vitað var mamma alltaf með. Hún hafði gaman af að fara með okkur hvort sem verið var að fara inn á af- rétt eða bara í bfltúr, jafnt sumar sem vetur. Lengi hafði staðið til að við færum á Snæfellsnesið og loks varð af því á 75 ára afmælinu hennar í ágúst í fyrra, það voru yndislegir dagar. í mars á þessu ári fórum við svo með henni tfl Kanarí, ég, Geiri og Ragna og varð hún eitt bros þegar hún heyrði að Sigga kæmi frá Amer- íku til að vera með okkur. Sá tími sem við áttum þar verður mjög dýrmætur í minningunni og vfl ég þakka Rögnu systur og Þorgeiri það. Mamma var sjálfstæð kona og vildi ekki að við værum að hafa mikið fyrir henni. Þó leyfði hún mér að aðstoða sig eftir að hún veiktist. Fór ég þá alltaf til henn- ar eftir vinnu og sat svo hjá henni á kvöldin. Alltaf sagði hún við okkur: „Þegar ég get ekki hugsað um mig sjálf setjið þið mig á stofnun.“ 24. júní fór hún á sjúkrahúsið á Selfossi og dásamaði hún mjög starfsfólkið þar, sagði það hugsa svo vel um sig og er það ekki orðum aukið. Einnig var hún YNGVI KJARTANSSON + Yngvi Kjartans- son fæddist á Ak- ureyri 7. apríl 1962. * Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 6. júlí síð- astliðinn og fór útfór hans fram frá Akur- eyrarkirkju 14. júlí. Nú er komið að því að kveðja Yngva bróður minn. Litla bróður minn eins og ég sagði oft. Kannski sagði ég það nú líka öðrum þræði vegna þess að það tók „ hann ekki svo ýkja mörg ár að vaxa ^mér yfir höfuð eins og öll önnur systk- in okkar gerðu raunar í fyllingu tím- ans. Þegar ég hugsa til baka eru góðar minningar ótal margar sem lifa með okkur ævilangt. Það var svo auðvelt að lynda við Yngva og gott að vera ná- lægt honum. Hugsanlega geta hin litlu systkinin rifjað upp eitthvað til ^marks um hið gagnstæða vegna þess að hann gat verið af- skaplega stríðinn og eitt og annað gekk nú stundum á í stórum systkinahópi, en það var fljótt að jafnast. Það var ekki langur timi sem hann var yngsta bamið svo að það kom sér vel að hann var sérstaklega meðfærilegur og ég minnist þess varla að hafa passað hann, enda mun það hafa gerst bara svona eins og af sjálfu sér. Við vöndumst því að vera mikið úti og líta til með hvert öðru, enda leikvöllurinn ekki amaleg- ur; Skógræktin eins og hún lagði sig, Brunnáin og Eyjafjarðaráin. Þetta var áður en fólk fór að tala um Kjamaskóg. Það var ekki verið að telja sporin þegar ákveðið var að skreppa upp á Súlur, eða þegar þau systkin tvö löbbuðu eins og leið lá yfir í Vaglaskóg á bindindismót um versl- unarmannahelgi þar sem ég, stóra þakklát læknunum í Laugarási, þeim Pétri og Gylfa, sem reyndust henni mjög vel. Henni hrakaði hratt og er ég þakklát hennar vegna hversu stuttan tíma hennar stríð stóð enda hafði hún alltaf óskað sér þess að þurfa ekki að liggja lengi nær ósjálf- bjarga. En það er bara svo sárt, elsku mamma mín, að kveðja þig, það vant- ar svo mikið. Nú verður engin mamma í haust að tína ber, sjóða kjötsúpu á réttadaginn, hræra í fiski- bollur og mikið eiga jólin eftir að verða tómleg, enda sögðu börnin allt- af: „Amma gefur okkur alltaf það sem okkur langar í.“ Það væri svo miklu meira hægt að skrifa um þig, mamma mín, en ég læt þetta nægja. Nú færð þú hvfldarstað hjá Ása bróður og Gunnari Finni sem hafa víst örugglega tekið þér opnum örm- um. Þín dóttir, Þórleif. Hún Hanna var yngst sex systkina og aðeins nokkurra daga gömul þeg- ar hún missti föður sinn. Við það sundraðist fjölskyldan og systkinin fóru í ýmsar áttir. Hanna ólst upp hjá móðursystur sinni á Snæfellsnesi fram að því er hún hóf skólagöngu en þá flutti hún til móður sinnar í Hafn- arfirði, sem hafði flust þangað og stundaði þar sína vinnu. Tilfínningar sínar bar Hanna ekki á torg og því var erfitt að átta sig á því hvemig uppvaxtarár hún hefur átt en engu að síður var ljóst að oft hafði hún átt erf- iða tíma og ýmislegt hafði hún upp- lifað á lífsleiðinni án þess að verið væri að mikla sig af hlutunum eða kvarta. Hennar vandamál voru ekki á dagskrá en öllu meira lét hún sig varða málefni annarra, sem áttu um sárt að binda. Hún var hógvær og hlédræg, gladdist með þeim, sem gekk vel í lífinu en fannst hún - oft af litlum efnum - þurfa að hlaupa undir bagga með öðrum, sem henni fannst minna mega sín og lifði sjálf ótrúlega nægjusömu lífi alla þá tíð, sem við átt- um saman. Við kynntumst fyrir rám- lega 35 árum þegar við Ragna, dóttir hennar, fórum að hittast. Hún kom mér fyrir sjónir þá sem einstaklega umyggjusöm móðir og húsmóðir, sem dekraði við börnin sín og bar mikla umhyggju fyrir þeim. Það var hennar hlutverk - og hún tók það alvarlega. Hún Hanna átti ekki alltaf sjö dagana sæla. Henni fannst hún óumræðilega rík að eiga börnin fimm og ríkari eftir því sem afkomendum fjölgaði. En hún varð fyrir áföllum, sem lögðust þungt á hana þótt hún kvartaði ekki, en reyndi að láta sem minnst á því bera. Eftir að Þórleif, dóttir hennar, missti fjögurra ára son sinn flutti Hanna tfl hennar að Klausturhólum til að vera henni stoð og styrkur. Ári síðar missti hún elsta son sinn, sem varð henni enn frekara áfall. Skilnað- ur við Gunnai’ heitinn Þórðarson tók mjög á hana eins og að líkum lætur systir, var fyrir. Þá var ekki aldurinn hár. Seinna var svo skroppið yfir Kjöl á skíðum auk óteljandi annarra ferða með skátunum. Stöku sinnum kom eitthvað upp á eins og þegar hann datt af baki niðri á bökkum Eyjafjarð- arár og handleggsbrotnaði, en það greri allt fljótt og þá var lagt af stað á ný. Okkur leist nú ekki á blikuna núna alveg á síðustu árum eftir að veikindin voru farin að hafa veruleg áhrif á fæmi svo sem eins og jafnvægið, þeg- ar hann vildi samt óður og uppvægur skella sér í útreiðartúr sem endað gat á ýmsa vegu. Eftir að hann var endan- lega orðinn rámfastur í vetur og orðið 81111; um mál átti hann það enn til að spyrja hvort ekki væri nú rétt að fara að jáma. Einhvem tíma þegar hann var að skríða yfir á unglingsárin var hvæst á hann: Oh Yngvi þú ert svo vit- laus. Hann brá sér ekki hið minnsta við svo ókurteislegri athugasemd, en sagði um leið og hann brosti breitt: „Nei, nei Fríða mín, þetta er mesti misskilningur hjá þér, ég er alveg bráðgáfað bam.“ Nokkrum ámm síð- ar, á meðan hann bjó hjá mér á Isa- firði, kom til álita að næturlagi hvort óhætt myndi vera að stríða stómm og sterklegum manni sem hann átti ein- hver orðaskipti við og svar Yngva var: „Iss, ég er ömgglega miklu fljótari að hlaupa en hann.“ Sumt sem við létum eftir nærri þrjátíu ára hjónaband. Henni leið því ekki alltaf vel en hún bar harm sinn ótrálega vel. Að henn- ar mati vora ævinlega til aðrir, sem höfðu það verra en hún. Hanna bjó á Klausturhólum í Grímsnesi hin síðari ár en þar reisti hún sér lítið hús. Þar undi hún hag sínum vel í faðmi Þór- leifar dóttur sinnar og hennar fjöl- skyldu. Hún var mikfll náttúraunn- andi og fylgdist vel með öllu lífi í sveitinni. Fjölskyldan á bænum sinnti henni einstaklega vel alla tíð en ekki síst eftir að veikindi fóra að herja á. Þær mæðgur vora samrýnd- ar með afbrigðum og höfðu búið í ná- býli hvor við aðra lengi. Aðdáunar- vert var líka að fylgjast með hve annt tengdasyninum, Guðmundi, var um að Hönnu liði vel hjá þeim og hversu mikla umhyggju hann bar fyrir henni alla tíð. Börnin á bænum muna ekki eftir sér öðra vísi en að amma Hanna væri með í öllu sem gert var og að þau hittu hana daglega. Þau sóttu mikið til hennar og henni þótti greinilega mjög vænt um þegar þau komu skoppandi í heimsókn. Þarna leið henni vel og þama vildi hún helst vera. Hún taldi ekki eftir sér að taka til hendi á meðan heilsan leyfði en hugsaði mikið um að íþyngja engum eftir að heilsan brást. Henni fannst jafnvel að hjúkrunarfólkið ætti að sinna öðram en sér - það væra áreiðanlega einhverjir á spítal- anum, sem liði verr en henni. Dæmigert fannst mér þegar jarð- skjálftamir skóku Grímsnesið fyrir stuttu og fjölskyldan varð að flytja úr íbúðarhúsinu á Klaustm’hólum. Fyrsta hugsun gömlu konunnai’ var að hún gæti sjálf búið um sig í litlu út- hýsi og eftirlátið fjölskyldunni með bömin sitt hús. Hún var orðin veik og flla haldin þegar þetta var en sama dag var hún flutt á spítala og komst ekki heim eftir það þótt hana langaði mikið til að líta á sveitina sína sem nú var í mestum blóma, sólin skein og hlýindi vora óvenjuleg. Ég og fjölskylda mín eram þakklát fyrir allar samverastundirnar með ömmu Hönnu, sem urðu færri seinni árin en við hefðum viljað þar sem hún bjó fjarri okkur. Við biðjum góðan guð að blessa minningu ömmu Hönnu. Þorgeir Baldursson. Það var góð upplifun að bætast í fjölskylduna hennar Hönnu. Það fyrsta sem hún sagði við drenginn minn var: „Sæll, Steinþór minn, ég er amma þín.“ Þessi orð lýsa henni vel. Börnin hlökkuðu alltaf til að heim- sækja ömmu, því hún gaf sér alltaf tíma til að tala við þau og stinga að þeim einhverju sem gott var að borða. Það vfldi oft gleymast þegar við sátum og spjölluðum fram á nótt að á okkur var töluverður aldursmun- ur, því hún var alltaf ung í anda og hugsun. Þá var ekki verra ef einhver vandamál komu upp að leita til henn- ar. Hún átti alltaf einhver ráð. Mér okkur um munn fara myndu margir kalla gálgahúmor eins og það að á síð- ustu árum sagði hann stundum að það væri nú ekki mikið þótt hann gerði mistök því að hann væri heilabilaður en hvaða afsökun hefðum við hin, ha. Og svo glotti hann. Ein síðasta heil- lega setningin sem skfldist hjá honum var að það væri jú alltaf stutt í glottið. Það mátti líka stundum sjá í augum hans bros til okkar alveg fram á síð- asta dag eftir að hann gat ekki lengur tjáð sig með orðum. Á aímælinu hans í vor skrapp hann heim í hjólastólnum smástund, en það varð hans síðasta ferð af sjúkrahúsinu. Þá átti hann í erfiðleikum með að halda höfði og sönglaði þá fyrir munni sér fleyga setningu frá lítilli frænku okkar: „Missti hausinn, missti hausinn, veit ekki hvert hann er að fara.“ Svona var Yngvi. Þó að við söknum hans er al- veg ótrálega auðvelt að brosa þegar maður rifjar upp hvernig hann var. Að lokum er ekki hægt að láta hjá líða að senda innilegt þakklæti frá vandamönnum Yngva tfl starfsfólks- ins á lyfjadeildinni. Það viðmót og sú umönnun og hlýja sem þau sýndu Yngva er ekki bara eitthvað sem fólk gerir af því að það er að vinna vinnuna sín, heldur svo miklu, miklu meira og dýrmætara. Takk. Elín Kjartansdóttir. þykir leitt að hafa aldrei sagt henni hve ég mat hana mikils og ég mun sakna hennar. Tíminn er oft naumari en maður heldur. Elsku Hanna, innflegar þakkir fyr- ir öll árin og ekki síst fyrir allt spjall- ið. Þín tengdadóttir, Anna. Nú ertu farin, elsku amma mín. Þó að það hafi allir vitað að það væri ekki langt eftir, er samt alltaf erfitt að missa ástvin. Ég hef oft hugsað um það hvaðan ég hafi eiginlega fengið þessa áráttu mína að safna öllu sem til er, og ég held að það leiki enginn vafi á því að það hef ég frá þér. Það mátti aldrei neinu henda og þér fannst alltaf gam- an að vera með mikið punt í kringum þig. Ég man líka að þú safnaðir stein- um og skeljum og áttir mjög flott steina- og skeljasafn. Við fóram einu sinni í fjöruferð til þess að bæta við þetta mikla safn og ég vissi nú ekki hvert mamma og Leifa ætluðu þegar við tókum stein upp í hverju skrefi og bættum í safnið. Það var alltaf svo gott að heim- sækja þig í sveitina, það var alltaf svo rólegt yfir öllu og ekkert stress. Þú gafst okkur alltaf snakk og Pepsi þegar við komum, þó svo að þú hafir ekki borðað snakk sjálf og skildir ekki hvað við gátum borðað mikið af þessu, þá áttirðu samt alltaf nóg tfl frammi. Þú skildir heldur ekki af hveiju við þyrftum að bryðja þetta svona rosalega, og þegar við voram búnar að velta því eitt sinn fyrir okk- ur hver okkur bryddi þetta hæst, komumst við að því að það hlyti að vera Leifa. Þú hafðir alltaf svo miklar áhyggjur af því að við borðuðum ekki nóg, spurðir í hvert skipti sem við hittumst hvort ég hefði ekki lést frá því við hittumst síðast. Þér þótti líka svo vænt um allt og alla, og mér fannst alltaf svo frábært hvað þér þótti vænt um dýr. Eins og þegar þú eldaðir alltaf fisk handa Felix þegar hann kom í heimsókn og gafst honum rækjusalat, ég hef oft velt því fyrir mér hvort það hafi verið þess vegna sem hann var með svona feitar kinnar. Þú varst líka alltaf svo góð við hann Viggó minn, gafst hon- um kex og snakk enda varstu í miklu uppáhaldi hjá honum. Nú geturðu hugsað um hann íyrir mig og knúsað hann frá mér. Elsku amma mín, núna ertu búin að öðlast hvfld og frið og hitta Ása, Gunnar Finn og Viggó. Hvfldu í friði. Þín Hanna María. Nú er hún amma mín lögst til hinstu hvflu. Þó svo að ég hafi vitað í nokkum tíma að hverju stefndi á ég erfitt með að sætta mig við að sjá hana ekki aftur. Það er alltaf svo erf- itt að búa svona langt í burtu þegai’ svona er. Ég var þó svo lánsöm að fá tækifæri til að eyða tíu dögum með henni ömmu minni á Spáni í lok mars. Við áttum yndislegan tíma saman. Við ræddum ýmis mál, hlógum og fífl- uðumst. Öðru hverju sagði hún „Sig- ríður“ á ákveðinn hátt sem ég gleymi aldrei. Einn daginn sagði hún við mig: „Ég skfl þetta bara ekki en ég get bara ekki sagt nei við þig, þú færð mig tfl að gera hluti sem enginn ann- ar gæti fengið mig til að gera.“ Við áttum margar góðar stundir á Spáni með mömmu, Leifu og Geira. Við töl- uðum oft um það hvað það hefði verið meiriháttar ef Einsi hefði getað verið með okkur líka. Eitt kvöldið sátum við bara tvær úti fram eftir kvöldi og spjölluðum. Þá sagði hún mér frá því hvernig líf hennar var þegar hún var lítil, þegar hún var gift afa Gunna, hvernig hún hitti afa Jón og annað slíkt. Hún sagði mér að hún væri búin að ganga í gegnum ýmislegt og nú væri hún alveg sátt við að yfirgefa þetta líf. Ég veit ekki hvort hún gerði sér grein fyrir því þá hversu stutt var eftir. Þegar við kvöddumst töluðum við um að við myndum nú sjást um jólin þó svo að við höfum sennflega báðar vitað að svo yrði ekki. Það var bara svo miklu auðveldara að segja bless undir þeim formerkjum. Hún lagði mjúku lófana sína á kinnamar á mér, horfði á mig og knúsaði mig á sitthvora kinnina eins og hún gerði alltaf þegar hún kvaddi mig. Það var eitthvað sérstakt við lófana hennar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.