Morgunblaðið - 15.07.2000, Síða 17

Morgunblaðið - 15.07.2000, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 17 ISiýjar göngubuxur kr. 6.990, Kynningarverð £* £gj£ Barnastærðir kr. 4.950,- Kynningarverð SJÆtjjjjÍfc aiaop > . .#4 SJÍSÍ gæðagönguskór Gabel göngustafir Söluaðilar um allt land Ný tölvuverslun opnuð í Kjörgarði um mánaðamótin Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Allt að helmingi lægra verð á tölvum SPH er nafnið á nýrri tölvuverslun sem opnuð verður í Kjörgarði við Laugaveg um næstu mánaðarmót. Að sögn Sigurðar Péturs Harðar- sonar, eins af eigendum verslunar- innar, verður boðið upp á allt að tvöfalt lægra verð á tölvum og mun lægri kostnað af viðgerðarþjónustu. „Tölvubúnaðurinn verður boðinn á þessu lága verði í sérstökum til- boðum og þá í takmörkuðu magni, kannski á bilinu 50-100 vélar í hvert skipti. Þetta verða heildsöluverð, en við kaupum inn beint frá Asíu og Bandaríkjunum." Aðspurður segir Sigurður Pétur að eingöngu verði boðið upp á þekkt merki í tölvubún- aði, t.d. IBM og Hewlett Packard. Hefur þar mikið að segja sú þekk- ing sem aðstandendur verslunar- innar hafa og sambönd við öfluga framleiðsluaðila erlendis. Söluþókn- un verslunarinnar verður og lág. Að versluninni standa nokkrir einstaklingar, með mikla reynslu af tölvumarkaðinum. Auk opnunar verslunarinnar við Laugaveg er félagið að opna versl- Lets- buyit.com í kröggum Netsölufyrirtækið Letsbuyit.com frestaði hlutafjárútboði sínu sem fara átti fram á þriðjudaginn var og er þetta í annað sinn sem hlutafjár- útboði er frestað. Ástæðan er of hátt útboðsgengi og lítil eftirspurn fjár- festa. Nú stefnir fyrirtækið að hluta- fjárútboði 21. júlí og verður útboðs- gengið lækkað úr sex til sjö evrum á bréf í þrjár til fjórar evrur á hvert hlutabréf. Verðbréfasérfræðingar eru mjög efins um hlutafjárútboðið og segja að jafnvel þótt allt hlutafé seljist á útboðsgenginu muni Letsbuyit.com enn skorta verulegt fjármagn. Upphaflega ætluðu stjórnendur fyrirtækisins að afla 365 milljóna punda eða 74,3 milljarða króna með hlutafjárútboðinu en mið- að við hið nýja útboðsgengi geta þeir mest vænst því að fá um 42,5 millj- arða í aukið hlutafé. Letsbuyit.com á nú rétt liðlega milljarð króna í rekstrarfé og dugir það fyrirtækinu ekki nema til næstu tveggja eða þriggja mánaða. ---------------- Landsbank- inn eykur hlut sinn í Básafelli Landsbankinn-Fjárfesting hf. hefur náð samkomulagi við nokkra smærri hluthafa í Básafelli um kaup á hlut þeirra. Hlutabréfin keypti Lands- bankinn-Fjárfesting á genginu 1,34 en það er sama gengi og félagið keypti hlut ísafjarðarbæjar í Bása- felli á. Nafnverð hlutabréfa Landsbank- ans-Fjárfestingar í Básafelli nemur 164.533.269 kr. að afloknum þessum viðskiptum. Það jafngildir 21,69% eignarhlut og atkvæðisrétti í Básafelli hf. Eignarhlutur og atkvæðisréttur Landsbankans-Fjárfestingar hf. var áður kr. 149.241.701, eða 19,67%. Davíð Bjömsson, hjá Landsbank- anum, segir að Landsbankinn-Fjár- festing muni ef til vill auka hlut sinn í Básafelli enn frekar en ítrekaði jafn- framt að það væri ekki stefna félags- ins að eiga hlut í Básafelli til lengri tíma. un á Netinu, fyrstu sinnar tegund- ar, að sögn Sigurðar Péturs. „Við- skiptavinurinn verslar þarna beint, án þess að neinn sölumaður komi þar nálægt.“ Meðal þeima nýjunga sem í boði eru hjá versluninni er að fólki mun verða gert kleift að fá aðstöðu í versluninni til gera sjálft við tölvur sínar og geta hinir sömu einnig fengið aðstoð starfsmanna. Auk þess mun verslunin sjálf sinna við- gerðarþjónustu á þeim tölvum sem seldar verða. Segist Sigurður Pétur gera ráð fyrir að viðgerðarkostnað- urinn verði um fjórðungi lægri en gengur og gerist hjá þjónustuaðil- um hér á landi. SPH er nafnið á nýrri tölvuverslun sem opnuð verður í Kjörgarði við Laugaveg um næstu mánaðamót.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.