Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ undur þess að hafa lifað jól á Hamar- sheiði án þess að Skeiðaoddvitinn kæmi í heimsókn með ávísanahefti og kvittanablöð, eins og sérstakur jóla- sveinn fjallabæjanna. Upphæðin var líklega fimmtán krónur, þannig að ávísanaeyðublaðið gat verið dýrara en upphæðin sem á það var skrifuð. Samninguinn var óverðtryggður fi-á 1911. Hin síðari ár er greiðslan tákn- ræn athöfn og viðurkenning á eignar- étti fjallabænda á leigulandinu. Þjóð- lendumenn ganga fyrst um landið sem bændurnir á Asólfsstöðum og Skriðufelli leigðu Flóamönnum en síðar um land það sem Skógrækt rík- isins keypti úr sömu jörðum og hefur ræktað á skóg síðustu áratugi. Um notkun þess hafa staðið deilur sem ekki verða tíundaðar hér. Gist er á Asólfsstöðum fyiri nóttina í þessum hluta Þjóðlendugöngunnar. Skagafjörður og Vestmannaeyj- ar af lítilli þúfu Þegar gengið er upp frá Asólfs- stöðum, liggur leiðin áfram um skóg- lendi, en þó ekki langa stund. Þegar komið er upp úr skóginum opnast fagurt útsýni yfir Þjórsárdal, fram að Gaukshöfða og Biingu og austur yfir Þjórsá og yfir Holta- og Landssveit. Gengið er vestur að Sneplafossi í Þverá, sem er snotur foss í fremur vatnslítilli á. Þverá þarf að vaða. Frá Sneplafossi er stefnan tekin á Hest- fjallahnjúk ef veður og skyggni gefa tilefni til. Þaðan er útsýni eitt hið mesta af öllu Suðurlandi. í einni sjón- hendingu má sjá norður í Mælifell í Skagafirði, suðm- til hafs, til Vest- mannaeyja, vestur á Snæfellsnes, að sagt er, og austur á Vatnajökul og Hágöngur. Þrátt fyrir þetta stórkost- lega útsýni er Hestfjallahnjúkurinn sjálfur lítið fyrir fjall að sjá. Þetta er varla fjall, heldur frekar eins og hver önnur hundaþúfa í landslaginu. Hann er heldur ekki hár, innan við 650 metrar og því nokkuð sérstakt hve útsýni er vítt þaðan, miðað við önnur og hærri fjöll í nágrenninu. Af Hestfjallahnjúknum hallar landið jafnt til suðurs allt niður að bæjunum, Fossnesi, Hamarsheiði og Mástungum. Farið er hjá Geitafelli, niður Snasir í Skollagróf og styttist þá til bæja. Alla leiðina sést langt til suðurs, austurs og lengi vel er einnig gott útsýni til vesturs. Undir kvöld er komið að Hamarsheiði. Þar er einn elsti bær í Gnúpverjahreppi, byggður 1911 og hefur staðið af sér tvo Suður- landsskjálfta. í skjálftanum 1912 hrundi hinsvegar fjósið ofan á kým- ar. A Hamarsheiði verður boðið í bæinn til kvöldverðar og kostur gefst á að líta yfir farinn veg og huga að sögu fjallabænda og fjallmanna í Gnúpverjahreppi fyrr og nú. Sú er vonin að heimamenn úr nágrenninu líti við þetta kvöld og að gestir og gangandi ræðist við hverjir öðrum til ánægju og fróðleiks. Viðskipti með land og kú Síðasta dag þjóðlendugöngunnar í Gnúpverjahreppi verður gengið vest- ur að Laxá. Göngumenn reima á sig skóna annað hvort á Hamarsheiði eða í Fossnesi og arka vestur eftir Lómstaðagili, með viðkomu í Brún- um. Þar eru sauðahústóttir og gaml- ar seltóttir frá Asum, en Asamenn höfðu í seli í Hamarsheiðarlandi fram eftir þessari öld. En þess má geta að fært var frá ám í Gnúpverjahreppi allt fram undir 1930. Svo var um fleiri bæi framar i Gnúpverjahreppi að þeir áttu ítök í fjallajörðum og höfðu þar í seli, þannig var sel frá Stóra-Núpi í Fossneslandi. Sigríður Jóhannsdóttir frá Hamar- sheiði segir svo frá að í Ásaseli hafi fæðst bam fyrir rétt rúmum hundrað ámm. Bamið var Sigurður Guðmun- dsson síðar prestur og ritstjóri Speg- ilsins um miðja öldina. Hann var son- ur bóndans í Ásum. Sauðland er gott inn af efstu bæjum í Gnúpverjahreppi og voru Flóamenn alla tíð meðvitaðir um það. Páll Lýðsson í Sandvík í Flóa sem er manna kunnugastur um við- skipti Gnúpverja og Flóamanna um land og beit á þessum slóðum hefur sagt frá ýmsum samningum sem gerðir vom áður fyrr um landnytjar milli fjallabænda og sauðfjárbænda úr lágsveitunum. Til dæmis þeim að eitt sinn var samið við bóndann á Hmnakrók við Stóm-Laxá um að kýr frá honum yrði tekin til fóðmnar í LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 29 að Hrunamenn taki við keflinu af Gnúpverjum og haldi Þjóðlendu- göngum áfram næstu sumur. Þetta þýðir þó ekki að Gnúpverjar séu af baki dottnir og ætli aðeins í eina Þjóð- lendugöngu. Línan frá Þjórsá að Laxá er nógu spennandi til að hægt sé að ganga hana ár eftir ár og það á ýmsa vegu. Og reyndar má geta þess að spennan við undirbúning Þjóð- lendugöngunnar hefur á stundum verið nærri óbærileg. Þegar þessi orð em skrifuð hefur tvisvar verið efnt til æfinga á göngu- leiðinni. í fyrra skiptið gaus Hekla og í síðara sinnið varð Suðurlands- skjálfti. Ekki tökum við þetta sem tákn um að best sé að láta Þjóðlendu- göngur niður falla. Gnúpverjar láta Heklugos ekki mikið á sig fá, meðan þau em eins lítil og þau hafa verið síð- ustu áratugi. Suðurlandsskjálftar em að vísu heldur lakari, en þó era menn sammála um að ef ekki verður meira úr þeim þetta árið en þegar er orðið, sé það vel sloppið. Þá er sjálfsagt að nota tækifærið og rifja upp sögu þeirra líka og óska eftir viðkomu í Skaftholtsrétt, elstu rétt landsins, sem í sumar verður byggð upp eftir Suðurlandsskjálftann sautjánda júní. Flest er enn ósagt um byggðir og fjöll milli Þjórsár og Laxár. Fyrirþá sem vilja vita meira má benda á Ár- bók Hins íslenska Fomleifafjelags 1884 - 1885. Um Þjórsárdal eftir Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi. Árbók Ferðafélags íslands 1996, Of- an Hreppafjalla er góð bók og gagn- leg þeim sem ætla á þessar slóðir. Ennfremur má nefna Göngur og rétt- ir eftir Braga Sigurjónsson og hand- bókina Sunnlenskar byggðir þar sem lýst er jörðum og ábúendum í Gnúp- verjahreppi. Höfundur er frá Hamarsheiði í Gnúpverjahreppi og er leiðsögumað- ur íþjóðlendugöngu ásamt Sigurði Páli Ásólfssyni frá Ásólfsstöðum. Á Hestfjallahnúk. Flóanum á hverju ári. Þar átti hún að fara milli bæja svo hún æti ekki ein- hvern einn Flóamanninn út á gadd- inn. Á móti fóm sauðir úr Flóanum til fjalla. Sagt er að kýrin ofan að hafi farið sína réttu boðleið um Flóann allt þar gleymst hafði hvers vegna hún var á ferðinni. Nú er langt um liðið frá því Hreppakýr bmgðu sér í or- lofsferðir í Flóann og lágsveitungar deildu við fjallabændur um hvert grasstrá á framafréttinum austan Stóru-Laxár. Nú vantar ekki grasið en sauðfé sem smala þarf á haustin fer hratt fækkandi. Laxárdalur og Skáldabúðir Skáldabúðir standa einna hæst bæja á Suðurlandi. Bærinn sést langt að og í baksýn era vesturfjöllin, Langjökull, Jarlhettur. Fjallsafn Flóamanna, svokölluð vesturleit kemur niður hjá Skáldabúðum á haustin, en austurleitin kemur fram hjá Fossnesi. í Skáldabúðum er nú kúabú og þar er nýhafin skógrækt, óvenju hátt yfir sjávarmáli. Þar fyrir innan er Laxárdalur. Þar er tvíbýli, stórt svínabú, fjárbú og kúabú og einnig þar hefur verið stunduð skó- grækt með góðum árangri síðasta áratug. Innan við bæina er haldið til fjalla inn með Stóra-Laxá. Handan árinnar blasir við eyðibýlið Hörgsholt. En Eystrihreppsmegin töluvert innar stóð bærinn Grímsstaðir, nú í landi Laxárdals, á móts við bæinn Hmna- krók sem einnig er löngu farinn í eyði. Skuggalegar sagnir em til af fjallmönnum sem dmkknuðu í Stóm- Laxá milli Hmnakróks og Grímsst- aða haustið 1873. Stórrigningar vom þá og vöxtur í ám og á sama tíma og tveir menn drakknuðu í Stóm-Laxá, dmkknaði einn í Þverá fyrir neðan Fossnes. Gengið verður með Laxárg- ljúfrum þeim neðri og endað í svoköll- uðum Hólma, þekktum veiðistað við Laxá, ef ekki verður farið enn lengra. Bflvegur, ætlaður veiðimönnum á efsta svæði Stóra-Laxár, er austan árinnar og þann veg verður ekið til- baka að göngu lokinni. Suðurlandsskjálfti, Heklugos og ferðalok Einhversstaðar við Laxá endar Þjóðlendugangan í Gnúpverjahreppi en vestan við Laxár tekur Hmna- mannahreppur við. Þar er búist við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.