Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Malbikið
slegið
Laugardalur
ÞAÐ er ekki alltaf nóg að slá
grasið og láta þar við sitja.
Ef gangstétt eða vegur er við
hlið grasblettsins sem sleg-
inn er getur þurft að huga að
grasinu sem þeyst hefur úr
sláttuvélinni og upp á mal-
bikið.
Maðurinn, sem varð á vegi
ljósmyndara í Fjölskyldu-
garðinum í Laugardal, hefur
fundið ráð til að koma gras-
inu af malbikinu og aftur út á
tún. Hann stillir sláttuvél
sína þannig að hún blæs
grasinu burt um leið og hann
ýtir henni eftir stéttinni.
Félagsstarf aldraðra í ljósi
breyttrar hugmyndafræði
MEÐ breyttum áherslum og
viðhorfum hefur félagsstarf
aldraðra í Kópavogi tekið
miklum breytingum síðastlið-
in ár. Aðstaða til slíks starfs
er góð í bænum, þar eru tvö
félagsheimili sem aldraðir
hafa aðgang að, en það sem
gert hefur gæfumuninn er að
nú er litið með allt öðrum
hætti á inntak og tilgang fé-
lagsstarfsins. Hugmynda-
fræðin sem liggur að baki
starfi sem þessu skiptir öllu
máli, segir Aðalsteinn Sigfús-
son, félagsmálastjóri Kópa-
vogs.
I Kópavogi er lögð áhersla
á að vinna með eldri borgur-
um, að styðja þá og hvetja til
eigin frumkvæðis og fram-
kvæmda.
Öldrun hluti
ákveðins ferlis
„Félagsstarf byggist á því
að ýta undir frumkvæði aldr-
aðra, auka virkni aldraðra og
hvetja til þátttöku í samfélag-
inu“, segir Aðalsteinn.
Viðhorfsbreytinga gagn-
vart öldruðum er þörf. I starf-
inu i Kópavogi er unnið mark-
visst að því að koma í veg
fyrir þá stöðluðu umfjöllun
sem gjarnan er neikvæð og
fylgir félagsmálum aldraðra.
Lögð er áhersla á að það sé
eðlilegur hluti af lífinu að eld-
ast, að sögn Aðalsteins. Það
sé virðingarvert að vera aldr-
aður. Þjóðfélagið taki jafnt
tillit til allra óháð aldri. Oldr-
un sé náttúrulegur hluti
ákveðins ferlis. Þó fylgikvillar
komi fram við öldrun séu
jafnframt ýmsir jákvæðir
þættir sem fylgja efri árunum
sem gjaman gleymast í um-
ræðunni.
Aðalsteinn segir það einnig
forréttindi að eldast. Ekki
Aðalsteinn með bæinn í baksýn.
gefist öllum þess kostur.
Gjarnan var litið á félags-
starfið sem þjónustu fyrir
eldri borgara, algerlega kost-
aða af bæjarfélaginu. Hugs-
unin að baki var sú að hafa
þyrfti ofan af fyrir fólkinu,
segir Aðalsteinn. Allt önnur
sjónarmið hafa nú rutt sér til
rúms og hefur Kópavogur
haft þar frumkvæði.
Á síðari árum hefur félags-
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
starfið tekið nokkrum stakka-
skiptum undir áhrifum
breyttrar hugmyndafræði.
Hugmyndafræðin felst eink-
um í því, að sögn Aðalsteins,
að starfsfólkið vinnur ekki
lengur fyrir þá sem sækja fé-
lagsstarfið heldur með þeim.
Frumkvæði fólksins eykst því
stöðugt og sér það um skipu-
lag starfseminnar að mestu
leyti.
Kópavogur
Öldruðum eru því ekki
skapaðar aðstæður og settar
skorður í því umhverfi sem
þeir eiga að vera í heldur eru
þeir sjálfir ábyrgir fjrir starf-
inu og skapa sér sjálfir það
umhverfi sem þeir vilja, segir
Aðalsteinn. Aldraðir eru því
veitendur en ekki þiggjendur.
Félagsstarf aldraðra
sjálfstæð
rekstrareining
Aðalsteinn segir nauðsyn-
legt að líta á þjóðfélagið sem
einn hóp þar sem einstakling-
arnir eru á mismunandi aldri,
með misjafna reynslu og mis-
jafnir að þroska. Með þessu
sé reynt að skapa öllum virð-
ingu í samfélaginu og viðhlít-
andi tillitssemi.
Tekið var að beina sjónum
að hugmyndafræði félags-
starfs aldraðra í auknum
mæli árið 1994. Með nýjum
tímum og nýju fólki koma ný
viðhorf, segir Aðalsteinn.
Árið 1999 var félagsstarf
aldraðra gert að sjálfstæðri
rekstrareiningu innan Fé-
lagsþjónustu Kópavogs. Ekki
var lengur litið á það í jafnrík-
um mæli sem aðstoð við eldri
borgara heldur sem sjálfsagð-
an kost eldra fólks til frí-
stunda, skemmtunar og ann-
arrar iðkunar sem fólk velur
sér. Félagsstarfið þótti ekki
lengur fara saman með lög-
bundinni öldrunarþjónustu er
varðar heimilisþjónustu, vist-
unarmál, ráðgjöf, húsnæðis-
mál og fjárhagsaðstoð, að
sögn Aðalsteins. Með þessu
var stigið fýrsta skrefið í þá
átt að gera félagsstarfið að
sjálfstæðri laustengdri ein-
ingu við Félagsmálastofnun
sem stýrt yrði einungis af
eldri borgurum sjálfum.
Knatt-
spyrna
í sólinni
ÍBÚAR höfuðborgarsvæðis-
ins nutu sólar og blíðu í
gær og mátti víða sjá unga
sem aldna dunda sér í
görðum sínum, leika sér og
baða sig í sólinni.
Þessir ungu menn léku
knattspyrnu í Mosfellsbæn-
um í gær og sýndu af-
bragðs takta þegar ljós-
myndari átti leið hjá.
Harmonikkuleikur
í Bankastræti
Morgunblaðið/Jim Smart
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Framkvæmdir á V íkingss væðinu
UNNENDUR harmonikku-
tónlistar sem áttu leið um
Bankastrætið eftir hádegi í
gær, fengu sannarlega tilefni
til að gleðjast því þar léku
harmonikkuleikarar tónlist af
fingrum fram fyrir vegfarend-
ur.
Harmonikkuleikarar þessir
eru þátttakendur í alþjóðlegri
harmonikkuhátíð Reykjavíkur
sem haldin er nú um helgina í
samvinnu við Reykjavík -
menningarborg Evrópu.
I gær var einnig leikin
harmonikkutónlist í Fjöl-
skyldugarðinum í Laugardal,
auk þess sem opnunartónleik-
ar voru haldnir í Grafarvogs-
kirkju í gærkvöldi sem og tón-
leikar í Norræna húsinu.
Harmonikkuleikarar
gera víðreist
Þátttakendur í harmon-
ikkuhátíðinni gera víðreist um
höfuðborgarsvæðið um helg-
ina. Dagskráin í dag hefst
klukkan tíu að Reynisvatni þar
sem sett verður fjölskylduhá-
tíð sem stendur til klukkan 16.
Milli 13 og 15 verður leikinn
harmonikkutónlist í Laugar-
dalnum og í kvöld verða haldn-
ir stórtónleikar og dansleikur
á Broadway.
Á morgun verður sérstök
harmonikkudagskrá í Árbæj-
arsafni milli klukkan 13 og 16
og lýkur hátíðinni á Kringlu-
kránni annað kvöld þar sem
bæði innlendir og erlendir
harmonikkuleikai’ar leika.
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ
Víkingur og verktakafyrir-
tækið Völur hf. undirrituðu
30. júní síðastliðinn verk-
samning um jarðvinnu- og
yfirborðsfrágang á æfinga- og
keppnisvöllum Víkings á fé-
lagssvæðinu við Stjörnugróf í
Fossvogi.
Breyta malarvelli
í grasvöll
Samkvæmt samningnum
mun Völur hf. sjá um að
breyta núverandi malarvelli í
grasvöll sem áætlað er að
verði aðalkeppnisvöllur Vík-
ings. Einnig mun Völur taka
að sér jarðvegsskipti á viðbót-
arsvæði Kópavogsmegin við
bæjarmörk Reykjavíkur og
Kópavogs og gerð tveggja
grasæfingavalla á þessu nýja
svæði. Einnig sjá þeir um gerð
malarvallar við Traðarland.
Verkinu á að ljúka fyrir 1.
nóvember 2000.
Eiríkur Einarsson
Á myndinni má sjá f.v. við borðið Þór Símon Ragnarsson, formann Víkings og Halldór Ing-
ólfsson, framkvæmdastjóra Valar.
Sækir um leyfi fyrir
skemmtigarði
Kópavogur
HJÁ sýslumanninum í Kópa-
vogi hefur verið lögð inn um-
sókn um leyfi til að opna
skemmtigarð þar sem fram
færi leikur með svokölluðum
Iitmerkibyssum.
Leikur þessi kallast á
ensku „Paint ball“ og er
nokkuð þekktur og vinsæll
víða erlendis. Leikurinn fer
yfirleitt fram utan dyra í
landslagi þar sem auðvelt er
að fela sig. Tilgangur hans
er elta uppi og skjóta and-
stæðingana með sérútbúnum
byssum sem skjóta málning-
arklessum í margs konar lit-
um.
Samkvæmt upplýsingum
frá skrifstofu sýslumannsins
í Kópavogi bíður umsóknin
afgreiðslu þar til umsækj-
andi hefur aflað frekari
gagna, en búist er við að ljóst
verði á næstu vikum hvort
leyfið verður veitt.
Fossvogur
Miðbær
Mosfellsbær