Morgunblaðið - 15.07.2000, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 15.07.2000, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 21 Rússar deila um varnarmál IGOR Sergejev, varnarmála- ráðherra Rússlands, neitaði í gær að hafa hótað að segja af sér vegna tillagna um mikinn niðurskurð í kjarnorkuher- aflanum líkt og Interfax-írétt- astofan hafði áður fullyrt. Sagði hún, að Sergejev vildi ekki sætta sig við áætlun Anatolís Kvashníns, yfirmanns rúss- neska herráðsins, um að fækka kj arnorkuvopnaherdeildunum úr 22 í tvær. Sergejev, sem var yfirmaður þeirra frá 1992 þar til hann tók við sem varnarmálaráðherra 1997, seg- ir þessar áætlanir vera „glæp gegn Rússlandi". I yfirlýsingu frá Sergejev í gær sagði hann orð sín hafa verið misskilin og ekki fyrir sér vakað að hóta af- sögn. OPEC bíður með aðgerðir ALI Rodriquez, forseti OPEC, Samtaka olíuútflutningsríkja, tilkynnti í gær, að ekkert yrði af fyrirhuguðum skyndifundi samtakanna í næstu viku. Til stóð að ræða þar um aðgerðir til að lækka verðið nokkuð og koma á stöðugleika. Sagði Rodriquez, að engar ákvarðan- ir yrðu teknar um framleiðslu- aukningu fyrr en undir lok þessa mánaðar eða í ágústbyij- un. Saudi-arabar hafa lýst yfir vilja til að auka framleiðsluna um 500.000 föt á dag en um það er ágreiningur innan OPEC. Ohugur í enskum bæ KOMIÐ hefur upp mikill ótti við Creutzfeldt-Jakob-sjúk- dóminn í bænum Queniborough á Englandi en upplýst hefur verið, að þrír menn hafi látist úr honum árið 1998. Bjuggu tveir þeirra í bænum en sá þriðji var þar tíður gestur. Eru læknar að kanna þetta mál, m.a. með við- tölum við ættingja mannanna, og reyna þeir að komast að því hvort dauðsföllin tengist með einhverjum hætti. Hallast þeir enn að því, að landfræðilegu tengslin séu tilviljun og um erfðafræðilegan veikleika fyrir sjúkdóminum sé um að ræða. Kaupa Bandaríkja- menn Sogo? JAPÖNSK stjórnvöld reyndu í gær að gera lítið úr áhrifum gjaldþrots Sogo-stórverslana- keðjunnar á efnahagslífið en það hefur samt kynnt undir ótta við nýja fjármálakreppu í Japan. Hafa japanskir bankar orðið fyrir gífurlegu útlánatapi á síðustu árum og ljóst er, að ekki sér enn fyrir endann á því. Sagt er, að ýmis stór bygginga- fyrirtæki, helstu fjáruppsprett- ur stjómarflokksins, Frjáls- lynda lýðræðisflokksins, standi illa og var Kiichi Miyazawa fjármálaráðherra spurður hvort nú væri komið að því að bjarga þeim með almannafé. Sagði hann, að það yrði að skoða vandlega. Ríkisstjórnin ætlaði að bjarga Sogo með þeim hætti en hætti við vegna mótmæla almennings. Hefur bandaríska fjárfestingarfélagið Cerberus sýnt Sogo áhuga. Ofbeldisverk lögreglumanna í Ffladelfíu Alríkisyfírvöld hefja rannsókn Washington. AFP. BANDARÍSKA dómsmálaráðu- neytið tilkynnti á fimmtudag að al- ríkisyfirvöld rannsökuðu nú hvort aðgerðir lögreglu í Ffladelfíu við handtöku blökkumanns hefðu verið of harkalegar. Tilkynningin barst degi eftir að myndbandsupptaka sjónvarpsstöðvar einnar í Ffladelfíu sýndi lögreglumennina beita hinn grunaða grófu ofbeldi eftir eltinga- leik. „Dómsmálaráðuneytið hefur mál- ið nú til frumathugunar,“ sagði Janet Reno dómsmálaráðherra á frétta- mannafundi á fimmtudag. Á mynd- bandinu sjást um tuttugu lögreglu- menn, bæði blökkumenn og hvítir, berja og sparka í Thomas Jones, sem gefið er að sök að hafa stolið lög- reglubíl eftir að hafa skotið á lög- reglumann. Jones var færður alvarlega slasað- ur á sjúkrahús eftir meðferð lög- reglu en auk hans voru þrír lögreglu- menn fluttir á sjúkrahús með skotsár eftir handtökuna. Þá til- kynnti lögregla að hann hefði áður verið sakaður um bflaþjófnað, tvær morðtilraunú' og líkamsárás. „Hann er lögreglunni vel kunnur,“ sagði Ja- mes Brady, lögregluforingi í Fíla- delfíu á fréttamannafundi á fimmtu- dag. Michael Stila, sem fer með málefni dómsmálaráðuneytisins í Ffladelfíu sagði alríkislögi’eglu (FBI) og dóms- málaráðuneytið verða í nánu sam- starfi vegna málsins. Þá hefur siða- nefnd lögreglunnar í Fíladelfíu einnig hafið sína eigin rannsókn Mál bifvélavirkjans Thomas Jones þykir minna afar mikið á mál Rodn- eys Kings frá árinu 1991 sem olli miklum kynþáttaóeirðum í Los Ang- eles. STIíLÁÐ? Fáðu þér þá brúsa af Fermitex og málið er leyst. Fermitex losar stíflur í frárennslisplpum, salemum og vöskum. Skaðlaust fyrir gler, postulin, plast og flestar tegundir málma. Fljótvirk og sótthreinsandi. Fæst í flostum byggingavöru- verslunum og bensínstöðvum ESSO. Á siminn.is Kynntu þér nánar ISDN i gjaldfrjálsu númeri f~800 7000 eða á netinu S í M 1 N N Fullkominn myndsími sem einnig er hægt að tengja við sjónvarps- eða myndbandstæki. Síminn erjafnframt fullkominn ISDN sími með allri sérþjónustu og er með innbyggðan símsvara. / 1SDN ■ ^ ■ # • myndsimi ISDN býður uppá notkun myndsíma. Komdu og skoðaðu ISDN myndsímann hjá Símanum Kringlunni, Ármúla 27 og Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.