Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Friðþjófur Rólustökk í Reykjafirði ÞAÐ er alltaf jafn gaman í rólu- stökki og ekki skemmir fyrir að iðka slíka íþrótt í Reykjafirði á Ströndum. Þau Ragnheiður Reyn- isdóttir og Þorsteinn Sigurðsson, sem þarna svífur hátt í róiustökk- inu, una sér vel í sumardvölinni hjá ömmu og afa í þessum fallega fírði, sem liggur í köldum dvala á veturna en á sumrin færist líf í tuskurnar þegar mannfólkið kemur aftur til að njóta sumarsins á Ströndum. Nýr forstjóri Persónuverndar DÓMS- og kirkjumálaráðherra hef- ur í dag skipað Sigrúnu Jóhannes- dóttur forstjóra Persónuverndar frá 1. ágúst nk. að telja. Auk Sig- rúnar sótti Guðmundína Ragnars- dóttir lögfræðingur um starfíð. Persónuvernd er ný stofnun sem tekur frá næstu áramótum við hlut- verki Tölvunefndar í samræmi við nýsett lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Sigrún Jóhannesdóttir er deildarstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Hún lauk embættisprófi í lögfræði árið 1985 og hefur hún starfað óslit- ið í ráðuneytinu frá árinu 1991 og sem starfsmaður þess hefur hún starfað með Tölvunefnd sl. 7 ár. Eiginmaður hennar er Birgir Sigurðsson og eiga þau þrjú börn. Hinn 10. júlí sl. skipaði dóms- málaráðherra stjórn Persónuverndar. Hana skipa: Páll Hreinsson, prófessor við lagadeild Háskóla íslands, sem jafnframt er skipaður formaður stjórnarinnar, varamaður hans er Erla S. Árnadóttir, Valtýr Sigurðs- son héraðsdómari er varaformaður, varamaður hans er Gunnar Thor- oddsen lögfræðingur, Haraldur Briem læknir, tilnefndur af Hæsta- rétti íslands, varamaður hans er Vilhelmína Haraldsdóttir læknir og Anna Soffía Hauksdóttir prófessor, varamaður hennar er Dagný Hall- dórsdóttir verkfræðingur, Guð- björg Sigurðardóttir deildarstjóri, varamaður hennar er Óskar B. Hauksson verkfræðingur. Skipunartími stjórnarinnar er fjögur ár. Sigrún Jóhannesdóttir AEG Þriggja ára ábyrgð Nú færðu það þvegið Verðlækkun á hinni fullkomnu Lavamat 74620 Verð áður 89>900 stgr. 72.900 Heimsending innifalin i verði á stór Reykjavikur-svæðinu Þvottahæfni A Þeytivinduafköst B Ljósabretti: Sýnir hvar vélin er stödd í þvottakerfinu Vindingarhraði: 1400/1200/1000/800/600/, 400 sn/min Mjög hljóðlát: Ytra byrði hljóðeinangrað Klukka: Sýnir hvað hvert þvottarkerfi tekur langan tíma. Hægt að stilla gangsetningu vélar allt að 19 klst. fram í tímann Öll hugsanleg þvottakerfi ísl. leiðbeiningar stgr. RdDíá«ÍST ISl Goíslagötu 14 • Síml 462 1300 B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Skreytingar á Austur-Héraði Vegleg verðlaun í samkeppni Björn Hafþór Guðmundsson Samkeppni um skreytingar í Aust- ur-Héraði hefur verið auglýst meðal íbúa og fyrirtækja á þvi svæði um nýjar listskreytingar á og við hús þar. Björn Hafþór Guðmundsson bæjarstjóri í Austur-Hér- aði var spurður hver væri kveikjan að þessari sam- keppni? „Eg er frá Stöðvarfírði og hef tekið þátt í því með málara og listamanni þar, Geir Pálssyni, að skreyta bæði einbýlishús og fyrir- tæki, sömuleiðis á Fá- skrúðsfirði og víðar. A fundi sem ég var á síðast- liðið vor var einn fundai'- mannanna að tíunda ein- kenni byggðarlaga hér á Austurlandi og nefndi meðal ann- ars að meðal sérkenna á Fá- skrúðsfirði væru skreytingar á húsum. Upp úr þessu fór ég að velta því fyrir mér þetta væri eitt- hvað sem ferðamaðurinn tæki eft- ir og geymdi í huga sér, í kjölfar þess fæddist hugmynd sem ég lagði fyrir bæjarráð á Austur- Héraði og síðar fór fyrir bæjar- stjórn og hún samþykkti. I fram- haldi af þessu var kosin nefnd sem við nefnum Skrauta 2001. Skrauta er algengt kúaheiti og þetta er landbúnaðarhérað svo nafngiftin á vel við en einnig vísar hún til sagnarinnar að skreyta.“ - Hvers konar skrauti eru þið að slægjast eftir? „Við ætlum m.a. að reyna að stuðla að því að íbúar taki til í sín- um ranni, snyrti lóðir og hýbýli, máli hús og skreyti þannig að bærinn skarti sínu fegursta þegar landsmót UMFÍ hefst hér á Eg- ilsstöðum 12. júlí árið 2001. Við höfum þegar farið þess á leit við forseta íslands, herra Ólaf Ragn- ar Grímsson, að hann veiti þessi fegrunarverðlaun í tengslum við komu hans á fyrirhugað landsmót. Við viljum láta á það reyna hvort skreytingagleði manna hér getur ekki orðið skemmtileg viðbót við það sem þegar gleður augað þeg- ar fólk kemur í þetta byggðarlag. Við vitum að hér er mildð af fóltó með listræna hæfileika en auk þess geta allir aðrir landsmenn tekið þátt í samkeppninni en við ástóljum okkur að skreytingin verði eftir hér á staðnum." - Hvers konar skreytingar voru það sem þið stóðuð að á Stöðvarfírði og Fáskrúðsfírði á sínum tíma? „Það var í flestum tilvikum mál- að á húsveggi en í einstaka tilvik- um voru það verk sem voru steypt í mót á útveggjum húsa. En það eru fleiri skreytingar á Fáskrúðs- firði en eftir Geir Pálsson, Kaup- félag Fáskrúðsfirðinga hefur fengið listamann til þess að skreyta sínar byggingar, bæði verslun og íiskvinnsluhús." - Hvaða verðlaun verða veitt í þessarí samkeppni? „Það eru peninga- verðlaun. Þau verða að lágmarki samtals 400 þúsund. Við stefnum að því að reyna að auka fjárhæðina en það ligg- ur þó ekkert fyrir í þeim efnum enn þá. í fyrstu verðlaun í hvorum flokki verða 100 þúsund, önnur verðlaun 60 þúsund og þriðju verðlaun 40 þúsund. Menn halda nokkuð opnu „myndefninu" en þegar ég setti tillöguna fram var ég með stikkorð eins og „vegir liggja til allra átta,“ sem á þá að minna á að hér er samgöngumið- stöð og í sviga setti ég loft, láð og lögur sem vísar til fiugvallarins, ► Björn Hafþór Guðmundsson fæddist á Stöðvarfirði 16. janúar 1947. Hann lauk Iandsprófi á Eiðum 1964, stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1968, sfldarmatsmannsprófi 1965. Réttindanámi frá Kenn- araháskóla Islands lauk hann 1982. Hann var kennari á Stöð- varfirði 1968 til 1982, sveitar- stjóri á Stöðvarfirði frá þeim tíma til 1991, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga í Aust- urlandskjördæmi eftir það til ársins 1998 en er nú bæjarstjóri á Austurhéraði. Bjöm er kvænt- ur Hlíf Bryndísi Herbjörnsdótt- ur starfsmanni íslandspósts á Egilsstöðum og eiga þau tvö böm og hundinn Alex. vegakerfisins og Lagarfljóts en nú er það miðstöð siglinga Lagar- fljótsormsins sem siglir allt að þrisvar á dag yfir sumarið milli Atlavíkur og Egilsstaða. Síðan var ég með stikkorðin „skógur og sól,“ sem gæti staðið fyrir veður- sæld, landbúnað, ferðaþjónustu og fleira. í þriðja lagi var það „íþróttabærinn Egilsstaðir." I fjórða lagi „mennt er máttur,“ sem gæti staðið fyrir skólabæinn en á Egilsstöðum er m.a. mennta- skóli. Enn fremur listir, menn- ingu, handverk og fleira. í þessu sambandi má nefna Óperustúdíó Austurlands. í fimmta lagi nefndi ég til að hér er heimkynni Lagar- fljótsormsins en verðlaunafé að upphæð einni milljón króna er heitið fyrir óyggjandi mynd af þessu fræga íyrirbæri. Þar af hef- ur bæjarstjórn Austur-Héraðs ábyrgst greiðslu á helmingnum.“ - Hafíð þið fengið margar myndirí þá samkeppni? „Samkeppnin hófst fyrir þrem- ur árum og þá var veittur skila- frestur til ákveðins tíma og sendu milli tíu og tuttugu þátttakendur inn myndir, margar mjög skemmtilegar en engin var þó tal- in nógu óyggjandi. Myndir þessar voru hins vegar hengdar upp í safnahúsinu á Egils- stöðum og eru varð- veittar nú á bæjarskrif- stofunni. Ein þeirra hangir uppi á vegg þar.“ -Er þegar farinn í gang undirbúningvr undir lands- mót UMFÍ næsta sumar? „Verið er að fullgera íþrótta- húsið en þar að auki eru fram- kvæmdir við endurbætur á frjáls- íþróttavelli eitt stærsta verkefni sem þetta sveitarfélag hefur ráð- ist í. Lagðar verða stökk- og hlaupabrautir úr gerviefnum, áhorfendastæði og völlur endur- bætt mikið. Verið er að skapa ein- staka umgjörð um þetta mót. Allir lands- menn geta tekið þátt í samkeppninni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.