Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Speight sannspár ÞJÓÐERNISSINNAÐIR uppreisn- armenn á Fídjíeyjum fögnuðu því í gær að þeim hefði tekist að koma í veg fyrir myndun nýrrar ríkisstjórn- ar á eyjunum, en þeir höfðu fengið litla sem enga aðild að stjórninni. Tuttugu ráðherrar og tólf aðstoð- arráðherrar áttu að sverja embætt- iseiða frammi fyrir nýjum forseta eyjanna, Josefa Iloilo, í gærmorgun, en forsetinn mætti ekki til athafnar- innar eftir að leiðtogi uppreisnar- manna, George Speight, hafði varað við því að frekari óeirðir myndu brjótast út ef athöfnin færi fram. Laisenia Qarase, sem taka átti við embætti forsætisráðherra, tilkynnti að forsetinn væri „illa fyrir kallaður“ og að myndun nýrrar stjórnar hefði verið frestað um ótilgreindan tíma. Skömmu síðar yfírgáfu Speight og menn hans þinghúsið, sem þeir hafa haft á valdi sínu síðan 19. maí, og settust að í skólahúsi í útjaðri höfuð- borgarinnar, Suva, og ríkti mikill fögnuður þar í gærkvöldi. Uppreisnarmennirnir voru ósáttir við hversu iýr hlutur þeirra í ríkis- stjórninni átti að vera, en þeir segj- ast berjast fyrir réttindum frum- byggja á Fídjí og vilja að íbúum af indverskum uppruna, sem eru í minnihluta, verði meinað að taka þátt í stjórn eyjanna. Haft var eftir Speight á mánudag, að væntanleg stjórn myndi sæta andspyrnu, og að óeirðir væru yfir- vofandi, og sagði hann þá „gamanið rétt að byrja.“ Talsmaður Speights, Joe Nata, varaði við því, áður en at- höfnin átti að hefjast í gær, að ef rík- isstjórnin tæki við myndi það leiða til óeirða. „Ef ríkisstjórnin sver emb- ættiseið mun það leiða til borgara- styrjaldar. Þetta er ekki innantóm hótun,“ sagði hann. I leit að betra lífi HÓPAR ólöglegra innflytjenda frá ýmsum Afríkuríkjum streyma til Spánar á hverjum degi og reyna þeir oftar en ekki hættu- lega landgöngu við Gíbraltar- sund. Einn slíkan hóp bar að landi nærri bænum Tarifa á Suður- Spáni í gær en lögreglumenn komu umsvifalaust á vettvang og skipuðu innflytjendunum að leggj- ast á jörðina. Rússneski auðkýfíngurinn Borís Berezovskí hættir formlega á þingi Hús og landareign Gús- inskís tekin eignarnámi Moskvu. Reuters. RÚSSNESKIR embættismenn hafa lagt hald á hús- og landareign fjöl- miðlakóngsins Vladimírs Gúsinkís að Sól & sumarleikur Werther's og Toffifee Settu stefnuna á ^qasgrill 1. vinningur Ferð fyrir fjóra til Benidorm í 1 viku Samvinnuferðir 2.-4. vinningur Char-Broil CB6000 gasgrilt að verðmæti kr. 23.900.- Aukavinningar 20 sælgætiskörfur KAMlti KMtíSSON Landsýn Kauptu Werther's og Toffifee. Taktu þátt í spennandi sumarleik í næstu verslun. Sendu þátttökuseöil ásamt kassakvittun til Karls K. Karlssonar hf., Skútuvogi 5,104 Reykjavík. Dregið í byrjun águst þvi er lögmaður hans sagði í gær. Fjölmiðlasamsteypa Gúsinskís, Media-Most, sem rekur einu óháðu fréttamiðlana sem ná til allra lands- manna, hefur sætt rannsókn lögreglu og skattayfirvalda vegna ásakana um brot á einkarétti og fjárdrátt. Gúsins- kí var færður til yfirheyrslu í síðasta mánuði og er talinn hafa neitað að svara saksóknurum. Hefur hann lýst því yfir að aðgerðir lögreglunnar séu hluti af aðför ríkisstjómar Vladimírs Pútíns að fjölmiðlaveldi sínu. Fjöl- miðlar í eigu Gúsinskís hafa verið af- ar gagnrýnir á stefnu Pútíns forseta. Saksóknarar hafa hins vegar neit- að þvi að Kremlveijar hafi nokkuð með málareksturinn að gera og segja að framkvæmdavaldið sé ekki tengt málinu. Interfax-fréttastofan ræddi í gær við Pavel Astakhov, lögmann Gúsins- kís, sem sagði að yfirvöld hefðu tekið landareign í bænum Chigasovo, rétt fyrir utan Moskvu, og hús í eigu auð- kýfingsins eignamámi. Berezovskí hyggst beijast gegn Pútín Rússneski auðkýfingurinn Borís Berezovskí hætti í gær formlega þingmennsku í neðri deild rússneska þingsins, dúmunni, og hét því að halda áfram viðleitni sinni við að efla samstöðu um að berjast gegn stefnu Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Berezovskí sagðist í lokaávarpi sinu í dúmunni vera hryggur yfir að hafa bmgðist þeim kjósendum sem kusu hann í þingkosningunum í des- ember sl. en sagðist jafnframt skilja við dúmuna með „hreina samvisku og miklum trega“. Hvatti hann þing- menn til að taka veigamiklar ákvarð- anir með hreinum og beinum hætti. Þingmenn dúmunnar kusu um af- sögn Berezovskís í gær og vom 346 þingmenn henni samþykkir en að- eins fimm á móti. Er þetta í fyrsta sinn frá hmni Sovétríkjanna að þing- maður segir af sér í mótmælaskyni. Eftir ávarpið í dúmunni ræddi Berezovskí við fréttamenn þar sem hann fordæmdi aðför Pútíns gegn rússneskum kaupsýslumönnum og héraðsstjómm í landinu. „Það er þjóðþrifamál í dag að skapa sterka andstöðu við stjómvöld. Menn era fullar skilnings á því að aðgerðir stjórnvalda skapa hættu fyrir samfé- lag okkar. Við verðum að stöðva þau og sýna þeim aðhald,“ sagði Ber- ezovskí við fréttamenn fyrir utan dúmuna. Samtöl rússneskra auðjöfra á netið London. Daily Telegraph. AFRIT af samtölum milli rússnesku auðjöfranna em nú komin inn á netið og sýnir það svo ekki verður um villst, að njósnað hefur verið um þá í langan tíma. Getur birtingin ekki komið á betri tíma fyrir Vladímír Pútín, for- seta Rússlands, en hann hefur heitið að klekkja á auðjöfrunum. Talið er, að samtölin séu ófölsuð en þó hugsaniegt, að sumum „stað- reyndum" hafi eitthvað verið hag- rætt. Margar vikur tæki að lesa öll skjölin og myndin, sem þau gefa af ríku mönnunum í Rússlandi, er ekki fögur. Þar ber græðgina hæst en þeir, sem hafa áhuga á vita hver drap hvem; hvernig embættismenn fara að því að snúa sér út úr glæparannsókn eða hver útvegaði háttsettum manni vændiskonur, þurfa ekki að leita lengra. Fram kemur, að einn auðjöfurinn var eltur frá Luton-flugvelli í Eng- landi til húss í Kensington og upplýst er um skrásetningamúmer bifreið- anna og bílstjóramir nefndir á nafn. Sumar upplýsinganna em fremur sóðalegar en aðrar beinlínis bamaleg- ar þar sem stundum eingöngu vegið að íbúðum auðjöfranna eða vinnustað. Haft er eftir Sergei Sokolov, rúss- neskum vefritstjóra, að njósnað sé um mikinn fjölda manna í Rússlandi. Þar sé um að ræða 10 opinberar leyni- þjónustustofnanir og um 20 einka- reknar og allar bijóti þær lög. Sprenging eignuð ETA Yitoria, Madríd. AFP, Reuters. SPRENGING varð í gær í verslun- arhúsnæði í bænum Vitoria í Baska- landi og eyðilagðist byggingin vem- lega í þessu fjórða tilræði á sjö dögum sem rakið er til aðskilnaðar- hreyfingar Baska (ETA). Sprengjan sprakk stuttu eftir mið- nætti, aðfaranótt miðvikudags, þeg- ar húsið og götur vom að mestu mannlausar og hafði dagblaði í Vi- toria og lögreglunni verið gert við- vart áður. Maðurinn sem hringdi og lét vita af tilræðinu sagðist vera full- trúi ETA. Enrique Villar, fulltrúi spænskra stjórnvalda í Baskalandi, sagði við fréttamenn á tilræðisstaðnum í gær að hann vissi ekki hvert hafi verið til- efni árásarinnar. „Þeir þurfa ekki neitt tilefni. Þeir hata svo marga hluti að þeir verða að sýna fram á það með þessum hætti,“ sagði Villar. Sprengja finnst í Malaga Sprengja fannst í bifreið í eigu Jose Asenjo, framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins í Malaga, í gær, aðeins nokkrum dögum eftir að borgarráðsmaðurinn Jose Maria Martin Carpena var skotinn til bana af vígamönnum ETA, að konu sinni og dóttur á unglingsaldri ásjáandi. Lögreglusveitir lokuðu nálægum götum og eyddu sprengjunni í gær. Talið er að þessi síðasta hrina of- beldisaðgerða ETA eigi rætur í harðari stefnu aðskilnaðarsinna við að sækja sjálfstæði Baskalands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.