Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 25
FERÐALÖG
Morgunblaðið/Hrefna
Þau sem standa að rekstri Brekkubæjar eru frá vinstri: Bryndís,
Guðlaugur, Guðrún og Guðríður.
Byggt við gistiheim-
ilið á 58 dögum
Hcllissandur
NYLEGA var tekin í notkun sex
herbergja viðbygging á gistiheimil-
inu Brekkubæ á Hellnum í Snæ-
fellsbæ. Það tók tæpa tvo mánuði
að koma þessari byggingu upp en
frá því hafist var handa við grunn-
inn og þar til fyrstu gestirnir fengu
inni liðu 58 dagar. I fréttatilkynn-
ingu segir að öll herbergin séu
tveggja manna og með sturtu. A
gistiheimilinu er unnið eftir mót-
aðri umhverfisstefnu og er það nú
aðili að vottunarstefnu Green Globe
21, sem vottar sjálfbæra ferðaþjón-
ustu um allan heim auk þess að
vera aðili að Ecotourism Society
sem stuðlar að sjálfbærri ferða-
þjónustu. Rekstraraðilar gistiheim-
ilisins eru Guðríður Hannesdóttir,
Bryndís Sigurðardóttir, Guðrún
Bergmann og Guðlaugur Berg-
mann. Við Brekkubæ er einnig
tjaldstæði og salur með svefnpoka-
plássum en í vor var unnið að end-
urbótum á ferðamannaaðstöðunni
og eru þar nú sturtur og þvottavél.
Gönguferð og
staðarskoðun í Viðey
HELGARGANGAN í Viðey verður
að þessu sinni um Vestureyna. Far-
ið verður með Viðeyjarferjunni kl.
14, en gangan hefst við kirkjuna kl.
14.15. Gengið verður framhjá
Klausturhól, um Klifið, yfir Eiðið
og síðan með suðurströnd Vestur-
eyjar. Áfangar, listaverk R. Serra,
verður skoðað. Einnig verða tveir
steinar skoðaðir, annar með áletrun
frá 1810, en hinn frá 1842. Þá eru
þarna gömul ból lundaveiðimanna
og ýmislegt fleira að sjá.
Viðey og örnefni eyjunnar eiga
sér skemmtilega sögu og fróðleik,
sem reynt verður að draga fram í
dagsljósið á göngunni. Eftir það
verður gengið heim að kirkju aftur.
Gangan tekur um tvo tíma.
Fólk er beðið að búa sig eftir
veðri, einkum til fótanna. Gjald er
ekki annað en ferjutollurinn, sem
er kr. 400 fyrir fullorðna og kr. 200
fyrir börn.
Á sunnudag hefst staðarskoðun
kl. 14.15. Sögð verður saga Viðeyjar
og kirkjan skoðuð. Þá verða einnig
sýndir merkisstaðir umhverfis Við-
eyjarstofu. Staðarskoðun tekur um
það bil eina og hálfa klukkustund.
Klaustursýningin í Viðeyjarskóla
er opin frá kl. 13.20 til 17.10 báða
dagana. Þeim sem vilja er boðið
upp á bílferðir þangað eftir komu
ferjunnar kl. 13, 14,15 og 16.
Aðgangur að klaustursýningunni
er ókeypis, en sýningarskrá er á
boðstólum sem kostar 400 krónur.
Veitingahúsið í Viðeyjarstofu er
opið um helgina. Þar stendur yfir
sýning á fornum, rússneskum helgi-
myndum, íkonum og róðukrossum.
Hestaleigan er að starfi og reiðhjól
eru lánuð án endurgjalds við
bryggjusporðinn í Bæjarvör.
Loks skal vakin athygli á því, að
tjaldstæði eru leyfð í Viðey end-
urgjaldslaust. Sækja þarf um leyfi
til ráðsmanns, sem síðan aðstoðar
fólk við flutning á farangri frá og að
bryggju.
Ff»sfre.(si
A ISLANDI!
Frelsið er yndislegt
,nn
- fyrir allt hugsandi fólk!
Þú getur bókað allan sólarhringinn
Samvinnuferðir
Landsýn
A varOi fyrir Þigl
Gisting og veit-
Eyrnalokkagöt
insfar í Dalbæ
Skjaldfönn ^
HJÓNIN Ingólfur Kjart-
Hjónin Ingólfur Kjartansson og Jörgína
Elínbjörg Jónsdóttir ásamt börnum.
Morgunblaðið/Kristbjörg Lóa
ansson og Jörgína Elín-
björg Jónsdóttir háfa
komið upp ferðaþjónustu í
samkomuhúsinu Dalbæ í
Unaðsdal á Snæfjalla-
strönd við ísafjarðardjúp.
Á árunum 1972 til 1977
réðst Átthagafélag Snæ-
fjallahrepps í að byggja
samkomuhúsið Dalbæ og
átti það að þjóna því hlut-
verki að vera samkomu-
staður fyrir heimamenn.
Nú hefur hlutverki húss-
ins verið breytt og það
leigt til ýmissa nota auk
samkomuhalds, meðal
annars er það vinsælt hjá
vélsleðamönnum yfir vetr-
artímann.
Hjónin Ingólfur og
Jörgína Elínborg hafa nú
tekið húsið á leigu yfir
sumartímann, frá 20. júni til 20.
ágúst, og bjóða þar upp á gistingu og
veitingasölu.
Hægt er að fá gistingu með uppá-
búnum rúmum eða svefnpokaplássi
og því fylgir morgunverður. Þá er
tjaldsvæði fyrir þá sem vilja. Hægt
er að fá létta rétti í hádeginu og síðan
kaffi og heimabakað bakkelsi en sú
þjónusta hefur mælst hvað best fyrir
það sem af er.
Frá Unaðsdal er gjarnan lagt upp
í gönguferðir um Jökulfirði og Horn-
strandir og Dalbær því tilvalinn
staður fyrir ferðalanga að hvílast áð-
ur en lagt er upp í lengri ferðir eða
að þeim loknum. Náttúrufegurð í ná-
grenninu er mikil og gönguleiðir
miklu fleiri en þessar eins og inn í
Kaldalón, að Drangajökli eða út með
ströndinni að Möngufossi.
Við Dalbæ er einnig flugvöllur og
bátabryggja skammt frá.
Hjónin leggja kapp á að gera Dal-
bæ sem heimilislegastan, verði er
stillt í hóf og því reynt að hafa íburð
sem minnstan.
Þessa dagana eru þau að viða að
sér gömlum myndum af liðnum at-
burðum, vinnulagi manna og húsa-
kostum, til að prýða veggi hússins og
væru slíkar myndir vel þegnar ef
einhverjir ættu þær í fórum sínum
og gætu hugsað sér að láta þær af
hendi.
í Heilir
sturtuklefar
Nú einnig
100 gerðir af eyrnalokkum
3 stœrðir
árgreiðslustofan
apparstíg (simi 5513010)
Sturtuklefar heilir með 4 hliðum,
sturtubotni og sturtusetti.
Stærðir 70x70, 80x80
90x90 og 72x92
_ Bæði ferkantaðir og
júýá bogadregnir.
tÉt VATNSVIRKINN ehf
v Ármúla 21,533 2020. >
Reykjavík, f laugardal
fös. 21/7 kl. 19 - lau. 22/7 kl. 17 og 19
sun. 23/7 kl. 17 og 19 - mán. 24/7 kl. 19
þri. 25/7 kl. 19 - mið. 26/7 kl. 19
fim. 27/7 kl. 19 - fös. 28/7 kl. 19
SelfQSS lau. 29/7 kl. 19 - sun. 30/7 kt- 17
HÖfn mán. 31/7 kl. 19 - þri. 1/8 kl. 17
Seyðisfjðrður mið. 2/8 kl. 19
Miðasala opin daglega frá klukkan 14
FERÐAMÁLARÁÐ Ky N NlR
Hvað
aðgerast0
í landinu.
Dagskrá vikuna
20.-26. júlí
Hornafjötður
Jöklasýning.
Sýningarsalir á Höfn og í þjóSgarSinum
í Skaftafelli. ýmislegt að sjá þarfrá
20. maí - 20. september.
Hvolivöllur
Sýning. Söguveisla.
Sögusetrið á Hvolsvelli. Maí - ágúst.
Hólmavík
Galdrasýning á ströndum.
23. júní - 31. ágúst.
Víða um land
List í orkustöðvum.
Jání - september.
Hafnarfjörður
Krýsuvík — samspil manns og náttúru.
Maí - ágúst.
Reykholt
Sýning.
„Atök í heiðní og kristni hjá Snorra".
Maí - ágúst.
Við Geysi
Geysisstofa. Fræðasetur um jarðfræði
og fl. við Geysi í Haukadal.
20. júlí fi mmtudagur
Reykjovík
Iþróttir. Valin fótbolta- og
körfuknattieikslið frá menningar-
borgum Evrópu árið 2000 hittast
ogspilasaman. 20.-23. júlí.
21. júlíföstudagur
SeySisfjörSur
Norskir dagar. Norskir listamenn sýna.
21. -23. júlí.
Skálholt
Hátíð. Skálholtshátíð. Samkirkjuleg
hátíð. Tónlist, kynning kirkjunnar,
hátíðarmessa, varðeldur, barna-
dagskrá, fjöiskyldudagskrá og
útitónleikar. 21.-23. júlí.
22. júlí laugardagur
Húsavík
50 ára afmæti Húsavíkur.
Aðalafmælishátíð Húsavíkurbæjar.
ýmsir viðburðir, forseti Islands verður
viðstaddur hátíðarhöldin.
23. júlí sunnudagur
Reykjavík
Tónleikar. Sumarkvöld við orgelið.
Hallgrímskirkja.
Akureyri
Tónleikar. Sumartónleikar í
Akureyrarkirkju.
Stykkishólmur
Tónleikar. Sumartónleikar í
Stykkishólmskirkju.
25. júlí þriðjudagur
Stykkishólmur
SkrúSganga og sýning.
Skjern-garden dönsk lúðrasveit.
Listinn er ekki tæmandi. LeitiS nánari
upplýsinga á upplýsingamiSstölvum sem
eraS finna víSa um land.