Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 43
M U KG LiN B L A±J lt)
FIMMTUDAGUR 20. JULí 2000 4i»
X
UMRÆÐAN
Upplýsingahraðahindrun
r&isslj órnarinnar
RÁÐHERRAR Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks hafa
verið duglegir við að básúna á tylli-
dögum hversu mörg tækifæri upp-
lýsingatæknin hafi í för með sér
fyrir landsbyggðina.
Síðastliðinn vetur kom
íyrrverandi iðnaðar-
ráðherra sér í fjöl-
miðla með kynningu á
skýrslu Iðntækni-
stofnunar: „Nýsköpun
í gagna- og fjarvinnslu
á landsbyggðinni", þar
sem tíunduð voru ótal
ný atvinnutækifæri á
landsbyggðinni sem
upplýsingatæknin hef-
ur upp á að bjóða. Þar
kemur skýrt fram að
„flutningsgeta og
verðlagning hennar
voru oftast nefnd sem
aðalhindrun framþró-
unar í upplýsinga-
tækni hérlendis“. Lítið hefur sést
til skýrslunnar síðan og eitthvað
virðast atvinnutækifærin láta á sér
standa. Á þessu sviði sem og á svo
mörgum öðrum fara orð og athafn-
ir ríkisstjórnarinnar ekki endilega
saman.
Landsbyggðarskattur
Ég get tekið undir það að
skynsamleg notkun upplýsinga-
tækni og fjarskipta getur orðið til
þess að treysta byggð og jafna að-
stöðumun almennings og fyrir-
tækja í landinu. Nú um helgina
frétti ég hins vegar af sorglegu
dæmi sem virðist ætla að breyta
upplýsingahraðbrautinni í eina
allsherjar upplýsingahraðahindrun
á landsbyggðinni. I dag eru aðeins
fáein hátækni- og
tölvufyrirtæki starf-
andi í hinum dreifðu
byggðum landsins á
stöðum eins og Akra-
nesi, ísaflrði, Sauðár-
króki, Akureyri, Eg-
ilsstöðum og Vest-
mannaeyjum. For-
svarsmenn nokkurra
þessara fyrirtækja
hafa undanfarna mán-
uði átt í viðræðum við
Landssíma íslands
um gjaldlækkun fyrir
netþjónustu á lands-
byggðinni - nokkuð
sem skiptir sköpum
fyrir rekstrargrund-
völl og samkeppnis-
stöðu þessara fyrirtækja gagnvart
sambærilegri netþjónustu á höfuð-
borgarsvæðinu.
Staðreyndir málsins eru þær að
netþjónustufyrirtæki úti á landi
þurfa að greiða allt að 20 sinnum
meira fyrir leigulínur (afnot af ljós-
leiðara) Landssímans en fyrirtæk-
in í Reykjavík. Núverandi verðskrá
miðast við gamaldags kílómetra-
gjald sem nær auðvitað ekki nokk-
urri átt. Þannig greiða netþjón-
ustufyrirtæki á höfuðborgar-
svæðinu um 7.500-20.000 kr. fyrir
afnot af línum Landssímans á með-
Kristján
Möller
Upplýsingatækni
N etþjónustufyrirtæki
úti á landi þurfa að
greiða allt að 20 sinnum
meira fyrir leigulínur
Landssímans, segir
Kristján L. Möller, en
fyrirtækin í Reykjavík.
an sambærilegt fyrirtæki á ísafirði
á að borga rúmlega 250.000 kr. á
mánuði og á Egilsstöðum myndi
fjarskiptaflaggskip ríkisstjórnar-
innar rukka 372.000 króna mánað-
argjald. Nú er svo komið að aðeins
á þremur stöðum úti á landi er rek-
in internetþjónusta með hefð-
bundnu formi, aðrir hafa ýmist lagt
upp laupana eða flutt starfsemina
suður. Þetta er auðvitað ekkert
annað en landsbyggðarskattur.
Hver ræður?
Eftir því sem ég kemst næst
hafa tilraunir þessara frumkvöðla
og baráttumanna á landsbyggðinni
við að ná eyrum landssímatopp-
anna og samgönguráðherra staðið í
eina þrjá mánuði, reyndar án þess
að eitt einasta formlegt svar hafi
borist frá Landssímanum. Sam-
gönguráðherra, Sturla Böðvarsson,
og undirmenn hans virtust taka vel
í málið, enda ekki við öðru að búast
af landsbyggðarþingmanni. Raun-
ar fengu Landssímatopparnir bein
fyrirmæli frá handhafa hlutabréfs-
ins um að bregðast við þessu á að-
alfundi Landssímans í maí sl. En
Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri
Landssímans, virðist á öðru máli,
því hann hefur nú gefið netþjón-
ustufyrirtækjum á landsbyggðinni
þau svör að þau geti með engu móti
fengið „sérkjör“ af leigulínum
Landssímans og málið sé hér með
afgreitt. Nú á það svo eftir að
koma í ljós hvor þeirra ætlar að
úrskurða um framtíðarstarfsemi
hátækni- og tölvufyrirtækja úti á
landi, Þórarinn V. eða samgöngu-
ráðherra, sem er jú handhafi eina
hlutabréfs Landssímans.
Til samanburðar skal þess getið
að þessum málum er öðruvísi hátt-
að í ýmsum nágrannalöndum sem
við gjarnan berum okkur saman
við. I Danmörku er gjaldskráin
þannig að ekki er greitt kílómetra-
gjald af stofnlínum eftir að 75 kíló-
metra fjarlægð er náð. Þetta er
hreinlega gert til þess að koma til
móts við upplýsingatækni- og
fjarskiptafyrirtæki í hinum dreifð-
ari byggðum, þó varla sé hægt að
tala um dreifbýli í Danmörku í
samanburði við það sem við þekkj-
um hér á íslandi. Kröfur hátækni-
og tölvufyrirtækjanna á lands-
byggðinni taka mið af því hvernig
verðlagningu er háttað í öðrum
löndum. Landssíminn hefur nú al-
farið hafnað þessu sjálfsagða rétt-
indamáli til að jafna aðstöðumun
dreifbýlisfólks. Hann gerir jafnvel
enn betur í skjóli einokunar og
reiknar gjald sitt samkvæmt legu
línunnar en ekki samkvæmt loft- .
línu milli staða eins og norrænu
símafélögin gera. Þetta hækkar I
gjaldið út á land ennþá meira því
loftlínan milli Reykjavíkur og ísa- ’
fjarðar er rétt rúmlega 220 km e;j
línuleið Landssímans er um tvöfalt
Iengri eða 435 km. Svona fer
Landssíminn að því að fullyrða að
km-gjald sitt sé með þvi lægsta
sem gerist í Evrópu. Hver einasti
dalur og fjörður er skattlagður.
Framtíðarsýn
Við lifum í upplýsingaþjóðfélagi
og tækninni fleytir fram dag frá
degi. Margir halda því fram að það
sem mun skilja einstaklinga, þjóð-
félagshópa og landsvæði að í fram-
tíðinni sé aðgangur að upplýsing-
um og tölvulæsi. Það er því
óþolandi að ríkisstjórnin skuli enn
auka þann ójöfnuð sem íbúar
landsbyggðarinnar þurfa að búa
við með því að hindra aðgang að
sjálfsagðri nútímatækni og standa
þannig í vegi fyrir nauðsynlegri at-
vinnuuppbyggingu úti á landi. Á
meðan upplýsingatæknin og Netið
eru smám saman að eyða öllum
landamærum nær víðsýni ríkis-
stjórnarinnar ekki upp fyrir Elliða-
árnar.
Höfundur er alþingismaður fyrir
Samfylkinguna.
Hvað er þjóðkirkja
Islendinga?
ORÐIÐ þjóðkirkja
kemur iyrst fyrir opin-
berlega í stjómar-
skránni frá 1874 og er
bein þýðing á orðinu
folkekirke eins og það
er í dönsku stjórnar-
skránni frá 1849. Þá
þóknaðist íslendingum
af gildum ástæðum
ekki að láta hana yfir
sig ganga. Svokallað
þjóðkirkjufyrirkomu-
lag var á stefnuskrá
danskra þjóðfrelsis-
manna sem vildu að
kirkjan yrði annað og
meira en deild í ríkis-
kerfinu. Þeir vildu að
hún væri sjálfstætt afl þar sem er-
indi kristindómsins fengi að njóta sín
á öllum sviðum mannlífsins.
Um leið og hugtakið þjóðkirkja
var innleitt í stjórnarskrána var Is-
lendingum tryggt frelsi til að dýrka
og tilbiðja Guð á þann hátt sem sam-
ræmdist trúarsannfæringu hvers og
eins. Það er misskilningur að þar
með hafi leiðir ríki og þjóðar við
kirkju rofnað. Það er staðreynd að
með stjórnarskránni lýsir þjóðar-
samkoman því yfir skýrt og skorin-
ort að siðgæði, menning og þjóðlíf
byggi á kristnum gildum og ríkinu
beri því skylda til að vernda þjóð-
kirkjuna og sjá til þess að hún sem
stofnun geti sinnt erindi sínu. Um
leið er staðinn vörður um trú- og
samviskufrelsi einstaklinganna og
það er eitt af hinum kristnu gildum
sem evangelísk-lúthersk þjóðkirkja
vill vernda.
Þjóðkirkjan yfirheyrir ekki fólk
um trúarafstöðu áður en það kemur
til guðsþjónustu, þiggur blessun og
líknarþjónustu enda segir Kristur
konungur: Komið til mín allir. Þjón-
ar hennar eru til taks fyrir alla, hvar
sem er á landinu og hver svo sem
staða þeirra og skoðanir eru. Þegar
einstaklingar eiga við
harm að búa þá ber
þjónum kirkjunnar
skilyrðislaust að bregð-
ast við eins og þeir
væru staðgenglar
Krists. Þegar þjóðar-
sorg ríkir á kirkjan að
hugga heila þjóð, tala
skýrt um fyrirheit
fagnaðarerindisins og
gefa öllum von og trú á
framtíðina. í predikun
sinni á kirkjan að ala
þjóðina upp í kristnu
siðgæði og segja henni
til syndanna.
Hún á einnig að líta í
eigin barm og sífellt að
minna sig á að þjónusta hennar
byggir á eftirfylgdinni við Krist sem
sagði: Fylgið mér. Innan hennar
hljóta eðli málsins samkvæmt að
rúmast ólíkar skoðanir og því kemur
Trúmál
Það er staðreynd, segir
Pétur Pétursson, að ís-
lenska þjóðin leitar til
kirkju sinnar.
upp ágreiningur. Kirkjan verður að
vera vettvangur fyiár ólíkar skoðanir
og hún verður að leysa úr ágrein-
ingsmálum svo að til fyrirmyndar sé.
Hátíðir og menningarhagfræði
Ég ætla að minnast hér á annað
hlutverk þjóðkirkju sem þó er ná-
tengt þjóðaruppeldi. Það er að varð-
veita og miðla menningu þjóðarinn-
ar. Kirkjan á að hafa frumkvæði á
þessu sviði enda hefur íslensk menn-
ing orðið til, vaxið og dafnað í skjóli
hennar. Hún á að vera í fararbroddi
á þessu sviði og til fyrirmyndar. Það
sem er sýnt, sagt og gefið út á henn-
ar vegum á að vera í hæsta gæða-
flokki því í menningunni er fólgin
framtíðarvon hvers mannfélags sem
gerir þjóðfélagið mennskt því vegna
þess að hún laðar fram það besta í
manninum. Menningin gefur stofn-
unum og stjórn samfélagsins þann
grunn sem nauðsynlegur er til þess
að hún geti unnið heildinni til heilla.
Hvað kostai' menningin? Hvernig
á að verðleggja þetta „konsept“,
þessa ímynd eins og auglýsinga-
fræðingar myndu segja. í raun er
það ósköp einföld menningarhag-
fræði sem hér liggur undir og hún
gefur svarið undir eins.
Þetta er spurningin um lífið sjálft
og tilveru þjóðar. Það er ekki auðvelt
að vera manneskja, því fylgja þján-
ingar, vonbrigði en einnig hamingja
og ómældar gleðistundh'. Það besta í
sannri menningu hreinsar, bætir og
byggir upp og er trygging íyrir ham-
ingju. Kristin trúfræði kennir okkur
að þetta eru innviðimir hinnar góðu
sköpunar Guðs. Það fegursta sem
mannlegt vit og hæfileikar hafa
skapað er einmitt honum til dýrðar.
Ábyrgð fjölmiðla
Áður fyrr var kirkjan sú stofnun
sem treyst var á í sambandi við
fjölmiðlun hvers konar en nú er öldin
önnur, öld upplýsingar? Kristnihá-
tíðin á Þingvöllum 1.-2. júlí 2000 var
menningarviðburður af bestu gerð.
Alþingi, ríkisstjórn og kirkjan tóku
höndum saman og boðuðu til hátíðar
sem var til fyrirmyndar að öllu leyti.
Þar komu bestu listamenn fram og
frumflutt voru mjög athyglisverð
verk. Erlendir gestir og íslendingar
sem tóku þátt í þessari hátíð eiga
vart orð til að lýsa því hversu þeir
nutu þess sem þar var á dagskrá. En
við lesum enn greinar eftii' ábyrga
blaðamenn og jafnvel ritstjóra þar
sem hlakkað er yfir því að þjóðin hafi
ekki mætt í messuna. Neikvæð um-
Pétur
Pétursson
ræða í fjölmiðlum átti að hluta til
þátt í því að margir tóku þá ákvörð-
un að sitja heima - en nutu samt
dagskrárinnar í útsendingu sjón-
varps. í málflutningi og fréttum af
þessari hátíð og undirbúningi hafa
nokkrir fjölmiðlamenn afhjúpað al-
gjöra vanþekkingu sína á því hvað
um var að vera og segja má að þeir
hafi skemmt þessa hátíð fyrir fjölda
manns.
Hvert er hlutverk fjölmiðla? Hafa
þeir ekki skyldur við það fólk sem
þeir eru að skrifa fyrir og miðla til?
Auðvitað eiga þeir að vera gagnrýnir
en þeir eiga að kynna sér hvað þeir
eru að fjalla um og gefa réttar upp-
lýsingar, leita eftir þeim og taka þær
gildar. Það fjölmiðlafólk sem
skemmdi hátíðina fyrh' þjóðinni með
vanþekkingu sinni og fordómum
ætti að biðja hana opinberlega af-
sökunar.
Vill þjóðin kirkjuna?
Það er staðreynd að íslenska þjóð-
in leitar til kirkju sinnar, bæði sem
heild og sem einstaklingai- - á hátíð-
um, á gleðistundum og eins þegai'
sorg og áfóll steðja að. Ég hef áður
bent á það í grein í Morgunblaðinu
að tölur úr könnunum sem sýna að
þjóðin vilji losa sig við þjóðkirkjuna
eru rangar. Engu að síður hafa
ábyrgir aðilar klifað á talnafölsun í
þessu sambandi og gera enn. Það er
engu líkara en þeir sem hér um ræð-
V.
ir vilji viðhalda vanþekkingu sinni og
fordómum og þetta leiðir til þess að
fjölmiðlar verða ekki trúverðugir
þegar til lengdar lætur og þá eru
ekki aðeins fjölmiðlamenn í vondum
málum heldur þjóðfélagið og stofn-
anir þess.
Það er helst þegar einhveijir af
starfsmönnum kirkjunnar eiga í per-
sónulegum erfiðleikum að rætt er um
þjóðkirkjunna og dregnar ályktanir
af starfi hennar og hlutverki sem
stofnunar í íslensku samfélagi.
Fyrir þremur árum þegar um-
ræða af þessu tagi var komin á svo
lágt plan að fólki var farið blöskra
átti ég ásamt Endurmenntunar-
stofnun Háskóla íslands frumkvæði^-
að því að bjóða félögum í Blaða-
mannafélagi Islands upp á námskeið
um kristni og kirkjudeildir á íslandi.
Hugmyndin var kynna rannsóknar-
niðurstöður, skilgreiningar og upp-
lýsingar sem kæmu fjölmiðlafólki vel
þegar fjallað yrði um kristni og
kirkju á þúsund ára afmæli kristni
sem opinben-a trúarbragða á íslandi
- þ.e. koma umræðunni á það plan
sem henni sæmdi. Námskeiðið var
aldrei haldið því áhugi reyndist ekki
nægur. Ég vil nú ítreka boð mitt til
fjölmiðlafólks og boða til helgarnám-
skeiðs í Skálholtsskóla um áður-
greint efni.
Höfundur er prófessor og rektor f -
Skálholtsskóla.
Smiðjuvegi 9 • S. 564 1475
Brúðhjón
Allur borðbiínaður - Glæsileg gjaídvara - Briíðhjdnalistar
/vf;R/)y(V\V VERSLVNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.