Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÞORSTEINN
BRYNJÚLFSSON
+ Þorsteinn Bryi\j-
úlfsson fæddist í
Vestmannaeyjum 3.
desember 1947.
Hann lést 10. júlí sið-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Há-
teigskirkju 18. júlí.
Elsku Steini, það er
svo skrýtið að hugsa til
þess að hann sé farinn.
01;rúlegt að hann veikt-
iát skyndilega og yfir-
gaf okkur eftir svona
stutta sjúkrahúslegu.
Það er ekki langt síð-
an við vorum með þeim hjónum og
börnum í fríi á Flórída þar sem við
áttum yndislegar stundir saman.
Steini okkar sem átti sína Siggu,
Binna, Beggu og mömmu sína. Þetta
var hans kjarnafjölskylda sem hann
gerði allt fyrir og lifði fyrir. Nú sitja
þau eftir í sárum söknuði sem og við
hin. Steini hugsaði fyrst og fremst
um fjölskylduna sína og var alltaf að
passa upp á þau. Allt í einu er hann
hrifinn á brott þessi góði strákur.
Einmitt núna þegar þau voru að
kaupa sér hús og innrétta það eftir
sínum hugmyndum og þörfum svo
öllum liði vel.
Það voru bjartir tímar fram undan
en snögglega er þessi gleði tekin frá
þeim. Af hveiju fékk hann ekki að
vera lengur með börnunum sínum
sem elskuðu og dáðu hann. Hann var
mikill félagi barnanna og lagði
áherslu að vera mikið með þeim.
Segja má að hann hafi verið þeirra
aðalleikfélagi og var alltaf tilbúinn að
taka þátt í leikjum með þeim og setja
sigvelinníþá.
^ Steini var allt of ungur til að fara
og átti eftir að njóta svo margs með
sinni fjölskyldu. Elsku Sigga sem var
hans besti vinur er skilin eftir með
tvö ung börn.
Við höfum verið svo lánsöm að fá
að fylgja þeim á þessari lífsins leið og
fá tækifæri til þess að kynnast
Steina. Við höfum ferðast saman og
átt góðar stundir. Þau voru svo ham-
ingjusöm og ánægð með sitt. Það var
aldrei neitt vesen eða hik. Það var
yndislegt og þægilegt að vera með
þeim og alltaf gott að koma til þeirra.
Sigga frænka og Steini frændi eins
og þau kölluðu sig voru okkar böm-
um einstaklega góð enda bæði mjög
bamelsk.
Samvinna þeirra var alveg frábær,
'tSigga drífandi, alltaf hress og Steini
kom með góð ráð. Umhyggja og
hjálpsemi var í fyrirrúmi hjá honum.
Hann var ávallt tilbúinn að hlaupa til
og gera hlutina þegar á þurfti að
halda.
Elsku Sigga og fjölskylda, við
vottum ykkur samúð okkar og megi
góður Guð styrkja ykkur í þessari
miklu sorg. Sérstakar samúðar-
kveðjur sendir Jóhanna
Hildur Hauksdóttir.
Takk fyrir samver-
una elsku Steini, Guð
varðveiti þig. Hvíl í
friði.
Anna Lísa, Haukur
og börn.
Það er erfitt að trúa
því þegar menn á besta
aldri eru teknir burt í
blóma lífsins svo snögg-
lega, eins og gerðist
með Steina okkar.
Þú varst svo yndis-
legur og góður maður sem unni fjöl-
skyldu sinni svo heitt. Þegar við
hugsum um Steina fylgir Sigga alltaf
með. Þau vora sem eitt, alltaf svo
„krúttílegt kærustupar".
Þegar Binni og síðan Begga komu
inn í líf þeirra var yndislegt að fylgj-
ast með Siggu og Steina. Elsku
Steini, þú varst börnunum þínum
frábær faðir, alltaf svo þolinmóður,
blíður og góður.
Þú tókst alltaf svo notalega á móti
okkur þegar við komum í heimsókn
til ykkar, svo mikil ást og hlýja sem
kom alltaf frá þér.
Þessi missir verður alltaf sár sem
mun aldrei gróa, en við verðum að
læra að lifa með honum.
Elsku Sigga, Binni og Begga.
Megi guð veita ykkur styrk á þessari
erfiðu stundu.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vom grætir
þá líður sem leiftur af skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Við kveðjum þig með sáram sökn-
uði.
Berglind, Einara, Soffía, Berg-
þóra, Ingólfur og Magnús.
Deyrfé,
deyjafrændur,
deyrsjálfuriðsama.
En orðstír
deyraldregi
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál.)
Hann Þorsteinn okkar var elskað-
ur, dáður og virtur af öllum hérna.
Það segir allt sem segja þarf um
þennan mæta mann. Hans var sárt
saknað þegar hann hvarf til annarra
starfa hjá bankanum nú í vor og hans
er enn sárar saknað nú. En minning
hans mun lifa í hjarta okkar.
Við sendum Sigríði konu hans,
bömum hans og öðram vandamönn-
um innilegustu samúðarkveðjur.
Megi guð vera með þeim í þeirra
miklu sorg.
Starfsfólk íslandsbanka
f Lóuhólum.
ifisdrykkjur í Veislusalnum
I Sóltúni 3, Akógeshúsinu,
fyrir allt að300 manns.
HÁDEGISMATUR
EFTIR - SAMA VERD
EINNIG LETTUR
MEDKAFFI OG TERTIJ A EF
. sk°i i6
U/*al réth,
hJá »kkur
6 "eiinu!
VEISLAN
G3
Glœsilegar veitingar frá Veislunni
Austurströnd 12 • 170 SeHjarnarnes • Sími: 561 2031 • Fqx: 561 2008
VEITINGAELDHÚS
www.veislan.is _ _
cg
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útf ararþ j ónustu.
Sjáum um útfarír á allri landsbyggðinni.
Svcrrir
Einarsson
útfararstjóri,
sími 896 8242
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta aUan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
SIGRÍÐUR
PÉTURSDÓTTIR
BLÖNDAL
+ Sigríður Péturs-
dóttir Blöndal
fæddist í Reykjavík
5. september 1915.
Hún lést á Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu
Seljahlíð 29. júní síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Dómkirkjunni 4. júlí.
Elsku amma, nú
þegar þú ert dáin
þyrlast upp í huga
mínum margar af mín-
um bestu minningum.
Mig langar að staldra við og rifja
upp þær minningar sem upp úr
standa í gegnum tíðina. Ein af mín-
um fyrstu minningum úr bernsku
er af Ásbraut 7 í Kópavogi þar sem
þú bjóst. Ég hafði hlaupið út í
sandkassa með tennurnar þínar til
að moka og sýna hinum krökkun-
um, mamma var nú ekki par hrifin
af þessu uppátæki en þetta þótti
þér nú ekki vera neitt til að æsa sig
yfir. Ég fékk líka að klifra upp eftir
þér allri langt fram eftir aldri og
ýmislegt var brallað þegar ég fékk
að gista og þá var svo gott að fá að
kúra uppí hjá þér. Eitt skildi ég
ekki á sínum tíma, að þegar þú fót-
brotnaðir hvernig í ósköpunum
væri hægt að setja staur í fótinn á
þér því mamma sagði að þú hefðir
fengið staurfót. Ung að árum fór-
um við systkinin í sveit og varst þú
alltaf duglegust að senda okkur
bréf og pakka með nammi. Minn-
ingarnar um þig úr æsku eru ótelj-
andi og væri allt of langt mál að
fara að rifja þær allar upp hér því
stekk ég yífir í þann tíma þegar ég
flyt svo til þín á Hringbraut 39 en
þangað hafðir þú flutt nokkram ár-
um áður. Hringbrautin varð svo
okkar heimili um margra ára skeið
en til þín flutti ég á sextánda ald-
ursári. Þá um veturinn bjuggum
við systurnar báðar hjá þér og þeg-
ar þú skrappst til Danmerkur í
þrjá mánuði máluðum við hluta af
íbúðinni til að koma þér á óvart.
Við systkinin höfum reyndar öll
búið hjá þér um lengri eða
skemmri tíma í gegn-
um tíðina. Ein
skemmtilegasta minn-
ing þann veturinn hjá
mér og Möggu vin-
konu er að um hverja
helgi stífmálaði ég þig,
setti þig í fínan kjól og
svo fékkstu tyggjó og
tókst á móti vinum
okkar. Þetta varð
frægt og var mikið
sport að koma heim til
ömmu. Það var aldrei
talað um ömmu henn-
ar Ingibjargar heldur
bara ömmu á Hring-
braut. Þar kynntust vinir mínir því
að hjá þér var allt leyft og þá meina
ég allt leyft og ekkert bannað nema
eitt og það var að ekki mátti segja
neinum frá. Ein frægasta setningin
á Hringbrautinni var „Ingibjörg
mín, þú nefnir þetta ekkert við
hana mömmu þína“. Þó vinir mínir
kæmu á öllum tímum sólarhrings-
ins var aldrei sagt annað en gjörið
þið svo vel og gangið í bæinn. Yfir-
leitt vaknaði ég við það á morgnana
að þú færðir mér te og ristað brauð
og straukst mér um bakið, nú eða
við hlátrasköllin úr eldhúsinu þeg-
ar þú talaðir við vinkonur þínar í
símann. Það sem gerði tengsl okk-
ar svo sérstök var hvað okkur leið
alltaf vel saman, stundum gátum
við setið og spjallað um lífið og til-
veruna. Þú sagðir mér alltaf að
taka lífínu ekki of alvarlega og
ávallt að gera það sem hjarta mitt
segði mér. Við gátum líka setið
saman og ekki sagt neitt í langan
tíma, vorum bara saman. í gegnum
tíðina ferðaðist þú mikið og talaðir
mörg tungumál, þetta heillaði mig
og ákvað ég að feta í fótspor þín og
fór til Englands í enskunám. Er ég
kom heim fylgdi mér Lorenzo frá
Ítalíu og eftir að hafa verið hér á
landi í stuttan tíma giftum við okk-
ur en héldum áfram að búa hjá þér,
enda kom aldrei neitt annað til
greina. í þessa þriggja manna fjöl-
skyldu bættist síðan við hundurinn
Tína. Eftir að við hjónin fluttum til
Italíu komst þú og varst hjá okkur í
rúman mánuð. Ur þeirri ferð
fannst okkur spaugilegast þegar
við villtumst í Flórens, ég þú og
Tína og þurftum að ganga í marga
klukkutíma í yfir 30° hita. Mér var
ekki farið að standa á sama að láta
þig, gamla konuna, vera að ganga
svona langt. En síðan höfum við nú
hlegið mikið og oft að þessu upp-
átæki. Árið 1995 fluttum við Tína
aftur heim til þín á Hringbrautina
og bjuggum við þar þrjár saman. Á
þessum tíma fóram við oft með
leigubíl í Kringluna að kaupa föt í
tískuverslunum svo ekki sé minnst
á ferðirnar á Hard Rock en þar átt-
ir þú staðinn, því ekki koma marg-
ar áttræðar konur að fá sér ham-
borgara og franskar. Að sjálfsögðu
var Tína með í öllum þessum ferð-
um því ekki mátti skilja hana eina
eftir heima og beið hún úti í leigu-
bíl á meðan. Um þetta leyti varst
þú oftar en einu sinni lögð inn á
spítala, í eitt skiptið vildir þú að
Tína fengi að koma í heimskókn.
Flestum þætti fráleitt að ætla að fá
hund í heimsókn upp á fjórðu hæð
á Borgarspítalanum en með sér-
stöku leyfi fékkst þú að koma niður
í hjólastól ásamt hjúkrunarkonu og
heilsa upp á Tínu í anddyrinu. Oft
stalst ég líka með almennilegan
mat þangað að þínu áliti, sem voru
hamborgarar, kjúklingabitar,
franskar og ís í desert. Eftir að þú
fórst í Seljahlíð og Tína dó varð
minna um sprell en þó verð ég að
minnast á ferðina okkar frægu í
fyrrasumar. Þá fór ég á blæjulaus-
um rauðum sportbíl að ná í þig og
stóð starfsfólk Seljahlíðar á önd-
inni þegar við tættum af stað. Við
rúntuðum um allan bæinn og að
sjálfsögðu var keyptur ís. Þetta fíl-
aðir þú í botn. Nú í sumar stóð til
að þú kæmir í sumarbústaðinn með
mér og Garðari (sambýlismanni
mínum) en ekkert varð þó af þeirri
ferð vegna veikinda þinna. Tveimur
dögum fyrir andlát þitt var ég
stödd hjá þér, þú svafst mestallan
eftirmiðdaginn en vaknaðir þó öðru
hverju og spurðir hvort ég væri
ekki enn hjá þér. Þennan dag
kvaddir þú mig og við vissum báðar
hvert stefndi. Elsku amma, ég er
mjög þakklát fyrir að hafa ásamt
börnum þínum verið hjá þér kvöld-
ið sem þú kvaddir þennan heim og
notið þeirra forréttinda að hafa
haldið í mjúka hönd þína þar til yfir
lauk. Með þessum orðum kveð ég
þig með söknuði og þakka fyrir að
fá að hafa verið hluti af lífi þínu.
Guð geymi þig. Kveðja, þín
Ingibjörg.
ANNA ÞORBJORG
KRISTJÁNSDÓTTIR
+ Anna Þorbjörg
Kristjánsdóttir
fæddist í Reykjavík
6. desember 1923.
Hún lést á Land-
spítalanum 6. júlí síð-
astliðinn og fór útfór
hennar fram frá
Dómkirkjunni 18.
júlí.
Amma mín, Anna
Þorbjörg Kristjáns-
dóttir, er lögð í sína síð-
ustu ferð eftir langa
baráttu við illvígan
sjúkdóm. Við sem eftir
sitjum söknum og minnumst óvenju-
legrar konu í þessa orðs bestu merk-
ingu. Konu sem með glæsileik og
smekkvísi en enn frekar með mann-
Legsteinar
í Lundi
SÖfWtESFíAK vlí Nýbýlaveg, Kópavogi
Sími 564 4566
viti kom til skila til
samferðarmanna sinna
lífsviðhorfi sínu, gildum
og siðum. Að flíka til-
finningum sínum
heyrði ekki þar undh-
heldur bar meira á
virðuleika, jákvæðni og
virðingu fyrir sjálfum
sér og öðram, allt vel
kryddað með kald-
hæðni og lífsgleði.
Amma mín lifði lífinu
fram á síðasta dag og
gerði sökum veikinda
sinna aðeins nauðsyn-
legustu breytingar á
sínu daglega lífi. Til dæmis hélt hún
áfram ferðalögum sínum innanlands
sem utan en gaf upp á bátinn draum
sinn um að bæta Mexíkó við digurt
landasafnið sitt. Hún kvartaði aldrei
en sagði aðspurð í stuttu máli frá
nýjustu ósigram sínum við sjúkdóm-
inn og skipti svo fljótt um umræðu-
efni.
Amma mín þreyttist aldrei á því
að miðla af þekkingu sinni á því sem
var og því sem er og lagði metnað
sinn í því að segja okkur barnabörn-
um sínum sögur af eddum okkar og
áum. Gjafir til okkar valdi hún af ein-
stakri alúð og hugvitssemi og varða
þær veg barnabamanna frá bernsku
til fullorðinsára. Skírnargjöfin var
sálmabók, fermingarbörnin fengu
orðabók og brúðhjónin biblíu. Þess á
milli sá amma um að allir eignuðust
sitt eintak af Vísnabókinni, Passíu-
sálmunum, Hávamálum og Völuspá.
Umhyggja ömmu náði langt út fyrir
fjölskylduna. Þannig má nefna að í
hvert skipti sem hún ferðaðist til
Portúgal eða Spánar tók hún með
sér nokkra pakka af saltfiski til þess
að gefa ræstingakonunum á hótelun-
um sem þakklætisvott fyrir vel unn-
in störf.
Amma mín hefur skilið eftir sig
djúp spor í hugum okkar og margir
siðir hennar og venjur verða án efa
haldnir í heiðri innan fjölskyldunnar
um langa framtíð. Mig langar til að
kveðja hana með sparikveðju hennar
sjálfrar um leið og ég þakka fyrir allt
sem hún hefur verið mér.
Gangi þér allt að sólu!
Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir.
Formáli minningargreina
ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um
hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn,
um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks
hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að-
eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálf-
um.