Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 51 Einræði miðaldakirkj- unnar endurreist? , HIN EVANGEL- ÍSKA Þjóðkirkja hefur mikið verið í umræð- unni undanfarið. Ekki síst hin nýja stefna kirkjuyfirvalda á höfuð- borgarsvæðinu að koma á „festu“ og „aga“ innan kirkjunnar, eink- um meðal presta. Hörð „áminningarbréf" eru birt opinberlega gegn þeim, sem ekki hljóta náð kirkjuyfirvalda í Reykjavík og þykir mörgum nóg komið í miðaldahugsunarhætti. Þá eru kirkjuyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu að fækka mjög sóknum á landsbyggðinni. Hér er einnig um mikla borgaralega lág- kirkjustefnu að ræða, andstætt þeirri hákirkjustefnu, þar sem áhersla er lögð á, að allir landsmenn geti notið þjónustu kirkjunnar, sálgæslu og helgiþjónustu. I Það þarf ekki glöggt auga til að sjá að kirkjuyfirvöld í Reykjavík hafa á undanförnum árum og allt til dagsins í dag, róið öllum árum til að losna við „óæskilega" presta og guðfræðinga og hefur greinarhöfundur persónu- lega reynslu af slíkri kirkjupólitík í Reykjavík. Vísir að einræði mið- aldakirkjunnar í Evrópu virðist vera að komast á, þar sem ríkja skal „agi“ og „festa“. Það er oft skammt öfg- anna á milli og örþunnt er bilið á milli stjórnleysis og ógnarstjómar. Það er kaldhæðnislegt, að eitt af því sem hinn mikli siðbótarmaður Marteinn Lúther barðist gegn var sú ógnar- stjóm og kirkjupólitískar bannfær- ingar, sem einkenndu kirkjuyfirvöld á miðöldum. Svo langt ganga sumir í átt til einkennilegrar samblöndunar hugsunarháttar miðalda og kommún- isma, að forsætisráðherra réttarrík- isins íslands má ekki segja álit sitt á skoðunum biskups íslands, þar sem biskup vanþakkar rausnarleg fram- lög íslensku þjóðarinnar til hjálpar- starfa og „bannar“ þjóðinni að eiga far- síma; slíkt sé taumlaus græðgi. Minnir þetta óhugnanlega á viðhorf ýmissa kirkjuleiðtoga miðaldakirkjunnar, þar sem almenningur mátti ekki eiga neina verald- lega muni, slíkt var hin mesta ogversta synd. Það er fyllsta þörf á siðbót og siðvæðingu innan kirkjunnar og verður slíku ekki komið á nema með valddreif- ingu. Reykjavík er höf- uðborg Islands, en ekki Island, sem landsbyggðin fylgir síðan með sem einhvers konar nýlenda borgríkisins. Vinnum að því að jafn- vægi og eining myndist og haldist síð- an milli landsbyggðarinnar og höfuð- borgarsvæðisins. Þá sæmd á bæði landsbyggðin og höfuðborgin og ná- grenni hennar fyllilega skilið. Þá fyrst getur Reykjavík verið ein af menningarborgum Evrópu með þeirri sæmd, sem hún á skilið sem höfuðborg alls íslands. II Eitt af því, sem kirkjuyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu vinna að, er að fækka mikið sóknum innan prests- embætta á landsbyggðinni. Vafah'tið þarf að fjölga sóknum og prestsem- bættum á höfuðborgarsvæðinu, en það má ekki gera á kostnað lands- byggðarinnar. Á sama tíma og land- stjómin er að vinna að byggðamálum landsbyggðarinnar vinna kirkjuyfir- völd í Reykjavík markvisst gegn landsbyggðinni með því að leggja nið- ur fjölda sókna innan prestakalla þar, auk þess að miðstýra prestsembætt- um landsbyggðarinnar og tryggja sér þannig sem mest völd. Allar vald- stjórnir þurfa aðhald, því ella er mikil hætta á valdníðslu og því miður höf- um við ekki komist hjá því að sjá slíkt gerastinnan Þjóðkirkjunnar. Ef ekkert verður að gert situr landsbyggðin eftir og fær ekki þá lög- Þjóðkirkjan Það þarf ekki glöggt auga til að sjá að kirkju- yfirvöld í Reykjavík hafa róið öllum árum til þess, segir Ólafur Þórisson, að losna við „óæskilega“ presta og guðfræðinga. boðnu þjónustu, sem henni ber sam- kvæmt lögum og lagaákvæði stjóm- arskrárinnar, að hin evangebska lútherska kirkja sé Þjóðkirkja á ís- landi, sem þýðir vissulega að hún sé Þjóðkirkja allrar landsbyggðarinnar, en ekki bara höfuðborgarsvæðisins. Þá er slík mismunun, sem kirkjuyfir- völd í Reykjavík beita almenningi þessa lands eftir búsetu, í hrópandi mótsögn við jafnræðisákvæði stjóm- arskrárinnar. Hér þarf að koma til almenn sam- staða landsmanna allra til að spoma við þessarri óheillavænlegu þróun. Vinna þarf að því af fullum krafti, að landsbyggðin sitji ekki eftir hvað varðar hina lögboðnu prestsþjónustu. Hér er mikilvægt að þjóðin öll vakni af þymirósarsvefni og bregðist við þessu óréttlæti. Hin lögboðna prests- þjónusta á að nýtast öllum lands- mönnum, bæði landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Ella verður höfuðborgarsvæðið að nokkurs konar borgríki kirkjunnar, sem er öllum landsmönnum til skaða. Þá þarf að auka valddreifingu innan kirkjunnar, sem myndi tryggja sem jafnastan rétt allra landsmanna til hinnar lög- boðnu þjónustu prestsins. Þannig myndi jafnræðisákvæði stjórnar- skrárinnar ná til allra landsmanna. Höfundur hefur emhættispróf iguðfræði við HÍ. Ólafur Þórisson Fleiri stúdentaíbúðir SENN líður að hausti og stúdentar keppast um að finna sér húsnæði fyrir veturinn. Sú keppni er ekki auð- veld enda ljóst að afar margir era um þær fáu íþúðir sem lausar era. Ástandið var slæmt í fyrra og mörgum nem- endum tókst ekki að finna sér fast húsnæði úður en skóli hófst. Allt bendir til að ástandið verði enn verra í ár. Ljóst er að Alþingi og sveitarfélög verða að gripa til markvissra að- gerða til að snúa við þessari þróun sem stefnir í óefni. Aðsóknarmet á Stúdentagörðum Aldrei hafa jafnmargir stúdentar sótt um vist á Stúdentagörðum og í ár en alls bárust 835 umsóknir. Aðeins verður mögulegt að úthluta um 60% þeirra sem sóttu um íbúðum. Talið er að helstu ástæður fyrir aukningu á umsóknum um vist á Görðum í ár sé lítið framboð og hátt leiguverð á al- mennum markaði. Leiguverð á Stúd- entagörðum virðist mun lægra en á almennum markaði og því era Garð- arnir góður kostur fyrir stúdenta. Til að þessi góði kostur geti haldið áfram að vaxa og dafna er mikilvægt að markvissri uppbyggingu Stúdenta- garða verði haldið áfram en til þess þarf að skapa Félagsstofnun stúd- enta skilyrði til að svo megi verða. Nú stendur yfir endurskoðun á að- stoð hins opinbera í húsnæðiskerfínu en sérstök nefnd sem var skipuð af fé- lagsmálaráðherra til að rannsaka leigumarkað og leiguhúsnæði skhaði af sér nýverið. Margt er jákvætt í tillögum nefndarinnar, m.a. sú tillaga að veittir verði sérstakir stofnstyrkir til félagslegra bygg- ingaaðila svo sem Fé- lagsstofnunar stúdenta. Mikilvægt er að þessi tillaga verði sem fyrst að veraleikaenda er henni ætlað að koma til móts við vaxtahækkan- ir sem þegar eru komn- ar til. Það er óviðunandi aðstaða að vaxtahækkanimar skuli vera komnar í framkvæmd án þess að þær aðgerðir sem vega eiga upp á móti þeim séu orðnar að veraleika. Mikilvægt er að sveitarfélög komi að uppbyggingu húsnæðis fyrir stúd- enta enda hlýtur það einnig að vera á ábyrgð þeirra að sjá til þess að að- gangur að námi sé greiður. FS hefur um nokkurt skeið fengið bygginga- styrk frá Reykjavíkurborg en styrk- beiðnir fyrir síðustu tvö ár hafa ekki verið afgreiddar. Það er eindregin von mín að Reykjavíkurborg veiti umrædda byggingastyrki enda er það hagur borgarinnar að áfram rísi blómleg byggð ungs fólks við há- skólasvæðið. Auk þess geta ná- grannasveitarfélög komið til hjálpar við uppbyggingu húsnæðis fyrir stúd- enta líkt og Garðabær hefur kosið að gera með myndarlegum hætti. Það er fleira sem huga þarf að svo að uppbygging Stúdentagarða geti haldið áfram. FS á einungis eina lóð eftir ónýtta og stutt í að þar rísi bygg- Húsnæðisframboð Nauðsynlegt er, segir Eiríkur Jónsson, að stúdentar, Alþingi og sveitarfélög vinni í sam- einingu að því að auka húsnæðisframboð fyrir námsfólk. ing. Fulltrúar Stúdentaráðs munu því taka upp viðræður við Háskóla ís- lands um að FS fái fleiri lóðum út- hlutað til að uppbygging geti haldið áfram. Áframhaldandi upp- bygging mikilvæg Nauðsynlegt er að stúdentar, Al- þingi, sveitarfélög og Háskólinn vinni í sameiningu að því að auka húsnæð- isframboð fyrir námsfólk. í því sam- bandi eru Stúdentagarðar Félags- stofnunar stúdenta afar hentugur kostur enda era íbúðir Garðanna eft- irsóttur og ódýr kostur fyrir stúd- enta. Húsnæði á almennum markaði er af ny ög skomum skammti og stúd- entar eiga í miklum erfiðleikum með að finna sér húsnæði. Ég skora því á Alþingi og sveitastjómir að skapa þau skilyrði sem gera Félagsstofnun stúdenta kleift að halda áfram mark- vissri uppbyggingu Stúdentagarða, námsmönnum til hagsbóta. Höfundur er formaður Stúdentnráðs. Eiríkur Jónsson SKJÓL ORÐIÐ skjól lætur einkar hlýlega í eyr- um Islendinga sem hafa alist upp við vindbaming úr öll- um áttum. Island er kannski frekar óheppilega staðsett fyrir fólk sem þyrst- ir { skjól, svona rétt við farveg lægða sem hraða sér frá suð-vestri til norð- austurs og flytja með sér ferskan andblæ, svo ekki sé kveðið fastar að orði. Lengi vel veigruðu landsmenn sér við því að segja Kára stríð á hendur, hann blés óhindrað um tún og engjar, fjöll og fimindi, allt þar til örfáir sérvitringar köstuðu stríðs- hanskanum og gróðursettu tré. Það að gróðursetja tré er ekki mjög ógnvænleg stríðsyfirlýsing og er ekki laust við að samborgar- ar sérvitringanna hafi hlegið að þeim í laumi, jafnvel upp í opið geðið á þeim. En viti menn, trén lifðu og sannaðist þar hið forn- kveðna að sá hlær best sem síðast hlær. Nú geta landsmenn allir hlegið í kór í skjóli trjánna sem hafa vaxið og dafnað og þar með unnið fyrstu orastuna við Kára. Þegar gengið er um elstu hverfi Reykjavíkur finnur maður einmitt hversu mikil áhrif trén hafa haft á umhverfi sitt. Trén þar era orðin margra metra há og sameiginlega skapa þau skilyrði sem helst má finna í skóglendi. Þar er skjól, hár- greiðslan haggast ekki og hita- stigið er hærra en á bersvæði þar sem vindurinn ríkir. Stór tré ein og sér eiga þó ekki allan heiðurinn af skjólinu í þessum gömlu hverf- um, limgerði kringum hús og milli lóða koma í veg fyrir að vindurinn nái sér á strik fyrir neðan krónur trjánna. Heildaráhrifin verða því hagstæð fyrir mannskepnuna, hún fær skjól á allan kroppinn og þarf ekki að óttast að það næði um þá líkamsparta sem standa niður úr eða upp úr skjólinu. Hönnun garða hefur tekið mikl- um stakkaskiptum á síðustu ára- tugum. Hér áður fyrr hönnuðu ílestir sína garða sjálfir, þeir ákváðu hvaða víðitegund átti að vera í limgerðinu umhverfis lóð- ina, skelltu svo nokkrum reyni- trjám og birkihríslum meðfram gangstéttinni, skipulögðu gras- flötina og kórónuðu svo garðinn með eins og tveimur blómabeðum. I blómabeðin vora gróðursett venusvagn, silfursóley og gull- hnappur og kannski nokkrar stjúpur til að gefa lit allt sumarið. Garðhönnun í dag gengur út á allt aðra hluti. Nú er r litið á garðinn sem framlengingu af íbúðarhúsnæðinu, hann er dvalarsvæði og til að það gangi upp þarf skjól. Sól- pallar hafa sprottið upp við hvert hús og era þeir gjarnan um- luktir skjólveggjum úr timbri. Hefð- bundin limgerði hafa vikið fyrir stökum . rannum sem blómstra fallega og gefa garðinum hlý- legt útlit fyrir utan sólpallinn. Sólpallur- inn þjónar margvíslegum tilgangi, breytt matarmenning landans gerir það að verkum að á sólpallin- um er gert ráð fyrir útigrilli og húsgögnum svo hægt sé að njóta matarins utandyra. Ýmsir hafa komið fyrir heitum pottum á sól- pöllum sínum og svo eru þessir pallar auðvitað notaðir til sólbaða. Sólpallur verður því að blasa við sólu. Þessa nýju þróun í hönnun garða má sjá í nýjum hverfum höf- uðborgarinnar og öðram bæjum um landið, sólpallur við íbúðar- húsið og lágur skrautlegur ranna- gróður í kring. Stóra trén era ekki til staðar nema í litlum mæli því þau skyggja á sólina og eyðileggja þar með andrúmsloftið á sólpallin- um. Limgerði sjást þó enn og þá aðallega á lóðamörkum. Undanfarið hefur mikið verið rætt og ritað um sveppasjúkdóma sem herjað hafa á alaskaösp og gljávíði að ógleymdu asparfárinu mikla þegar það komst upp að illgjarnar aspir vinna markvisst að því að eyðileggja lagnir hjá húseigendum. Vissulega hefur sú umræða orðið til þess að almenn- ingur er ragari við það að gróður- setja þessar tegundir og aðrar ná- skyldar í garða sína. Heilu aspaskógarnir standa óhreyfðir í gróðrarstöðvum og sala á limgerð- isplöntum af víðitegundum hefur almennt dregist saman. Spurning- in er sú hvort samdráttur þessi sé títt umræddum sjúkdómum ein- um að kenna eða hvort nýr stíll í garðahönnun geri þessar tegundir óþarfar? Minnug þess að ösp og víðir era fljótsprottnustu tegundir sem völ er á í íslenska garða hljót- um við að spyrja okkur að því hve- nær íbúar nýrra hverfa geti átt von á sams konar áhrifum á sál og líkama og íbúar gömlu grónu hverfanna njóta nú þegar. Maður- inn fær ekki mikið skjól af birki- kvistinum einum saman... Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur. BLOM VIKUIVMR 436. þáttur IJmsjón Sigríður iijartar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.