Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
164. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Persónu-
upplýs-
ingar á
glámbekk
BRESKA rafmagns- og gasveitu-
fyrirtækið Powergen hefur stað-
fest að öryggisbrestur hafi orðið
með þeim afleiðingum að upplýs-
ingar um fjármál þúsunda við-
skiptavina fyrirtækisins kunni að
hafa legið á glámbekk. Breska rík-
isútvarpið, BBC, greinir frá þessu.
Kveðst fyrirtækið hafa haft sam-
band við lögreglu vegna málsins.
Powergen er eitt af stærstu fyr-
irtækjum Bretlands og varð ör-
yggisbresturinn á vefsíðu þess.
Það var viðskiptavinur, John
Chamberlain, sem komst á snoðir
um brestinn. Chamberlain vinnur í
tölvuiðnaði.
„Ég trúði ekki mínum eigin aug-
um,“ sagði hann í samtali við BBC.
„Þarna voru nöfn, heimilisföng,
krítarkortagreiðslur, númer á
bankareikningum og fleira. Ég
leitaði að mínu eigin eftirnafni, og
viti menn, það fannst ásamt heim-
ilisfangi, krítarkortinu mínu, gild-
istíma og fleiru. Ég trúði þessu
varla.“
Chamberlain sagðist hafa fundið
skjöl þar sem tilgreindar voru
debetkortagreiðslur rúmlega sjö
þúsund viðskiptavina Powergen
þegar hann fór inn á heimasíðu
þess til að greiða reikninga sína.
Powergen tjáði BBC í gær að
fyrirtækið myndi hafa samband
við hvern og einn viðskiptavin sem
hefði orðið fyrir barðinu á öryggis-
brestinum. Hefði það fyrst orðið
hans vart síðdegis á þriðjudag.
Hefði lögreglu, er rannsakar mál-
ið, verið veittar allar upplýsingar.
-----------------
Rúmenía
Barist
við miltis-
brand
Búkarest. Reuters.
EMBÆTTI dýralæknis í Rúmeníu
greindi frá því í gær að það væri
að reyna að hefta útbreiðslu milt-
isbrandsveiru er hefði þegar orðið
einum manni og tugum nautgripa
að bana við Dónárósa. Maðurinn
sem lést var bóndi og hafði borðað
sýkt svínakjöt.
Dýralæknir í Tulcea-héraði
sagði að grunur léki á að níu
manns væru smitaðir af veirunni
og hefðu þeir verið fluttir í sjúkra-
hús. Sagði dýralæknirinn að fyrir
hálfum mánuði hefði því verið lýst
yfir að um faraldur væri að ræða,
en þá hefðu hafist verstu þurrkar í
Rúmeníu í heila öld.
Helstu einkenni miltisbrands
eru hár hiti, stækkun miltans og
bólga í hálsi á sumum dýrum.
Veikin banar búpeningi þúsundum
saman í hitabeltislöndum á ári
hverju. Tilfelli eru mun færri og
breiðast sjaldnast út í heittempr-
uðum löndum.
„Kraftaverk“ þarf svo ár-
angur náist í Camp David
miðnætti í gær að Bandaríkjamenn
hefðu gert síðustu tilraun til að
bjarga viðræðunum með því að
leggja til að ísraelar og Palestínu-
menn myndu saman fara með
stjórn í hluta gamla borgarhlutans
í Jerúsalem, og að Palestínumenn
fengju yfirráð í sumum borgarhlut-
um utan landamæranna eins og
þau voru fyrir 1967 er ísraelar inn-
limuðu austurhluta borgarinnar.
Hefði sendinefnd Palestínu-
manna verið gefinn frestur til mið-
nættis að staðartíma, eða klukkan
fjögur síðastliðna nótt að íslensk-
um tíma, til að bregðast við tillög-
unni. Hefðu samningamenn sagst
reiðubúnir að íhuga hana.
Fregnir bárust af því síðdegis í
gær að Barak væri við það að yfir-
gefa Camp David og hefði sent
Clinton bréf þar sem hann kvart-
aði yfir því að Palestínumenn *,
tækju ekki þátt í samningaviðræð- ’
unum af heilindum, að því er
fréttastofan AP greindi frá.
Á meðan Lockhart ræddi við
fréttamenn í gærkvöld sat Clinton
á fundi með Arafat, en fyrr um
daginn hafði hann rætt við Barak.
Ekki hafði í gærkvöld verið hald-
inn fundur allra þriggja. Clinton
frestaði för sinni til Japan á fund
átta helstu iðnríkja heims, en upp-
haflega var áætlað að hann héldi af
stað í gærmorgun.
í fyrrinótt var tilkynnt að för
hans hefði verið frestað í um það
bil sólarhring og hefði Clinton
samkvæmt því átt að leggja af stað
síðastliðna nótt. Sagði Lockhart í
gærkvöld að ekki stæði til að
breyta þeirri áætlun.
VIÐRÆÐUR leiðtoga Palestínu-
manna og ísraela stóðu enn í
Camp David í Bandaríkjunum síð-
astliðna nótt með milligöngu Bills
Clintons Bandaríkjaforseta, og var
á fréttaskýrendum að skilja að ein-
hver skriður hefði komist á við-
ræðurnar í gærkvöld. Talsmaður
Clintons, Joe Lockhart, sagði á
fréttamannafundi að viðræðurnar
væru „mjög erfiðar", en forsetinn
væri staðráðinn í að halda þeim
áfram uns honum þætti einsýnt að
„öll sund væru lokuð".
ClW-sjónvarpsstöðin hafði í
gær eftir Hanan Ashrawi, óform-
legum talsmanni Palestínumanna,
að kraftaverk þyrfti til að viðræð-
urnar, sem fram fara í sumarbú-
stað Bandaríkjaforseta skammt frá
Washington, skiluðu tilætluðum
árangri.
Takmark viðræðnanna er endan-
legt samkomulag um frið milli
ísraela og Palestínumanna sam-
kvæmt rammasamkomulagi sem
gert var í Ósló árið 1993.
Frá því fundurinn hófst 11. júlí
hefur Clinton gengið á milli leið-
toganna og reynt að knýja fram
samkomulag um helstu deiluefnin,
framtíðarlegu landamæra palest-
ínsks ríkis, örlög nokkurra millj-
óna palestínskra flóttamanna og
stöðu Jerúsalemborgar, sem báðir
aðilar gera skilyrðislaust tilkall til.
Palestínumenn vilja að austur-
hluti borgarinnar verði höfuðstað-
ur sjálfstæðs ríkis þeirra og í gær
greindi arabíska blaðið Asharq a1-
Awsat frá því að Yasser Arafat,
forseti heimastjórnar Palestínu-
manna, hefði sagt við Barak og
Clinton: „Sá arabaleiðtogi sem
myndi afsala sér Jerúsalem hefur
enn ekki verið í heiminn borinn.“
Reuters-fréttastofan hafði eftir
palestínskum embættismanni um
Bill Clinton og Ehud Barak ræðast við í forsetabústaðnum í Camp David í gær.
N-Kórea mun hætta
eldflaugaframleiðslu
Seoul. AFP.
VLADIMÍR Pútín, forseti Rúss-
lands, sagði eftir fund sinn með Kim
Jong-Il, leiðtoga Norður-Kóreu, í
Pyongyang í gær að N-Kóreustjórn
hefði heitið því að hætta framleiðslu á
langdrægum eldflaugum gegn því
skilyrði að ríkinu yrði veittur aðgang-
ur að tæknibúnaði og þekkingu
tengdri geimeldflaugum.
Pútín sagði að á fundum sínum með
leiðtoganum n-kóreska hefðu þarlend
stjómvöld sagst myndu hætta eld-
flaugavarnaáætlunum sínum ef önnur
ríki myndu samþykkja að veita ríkinu
eldflaugahreyfla til geimrannsókna.
„Norður-Kóreubúar eru reiðubúnir
að nota aðeins eldflaugatækni ann-
arra ríkja ef þeir fá eldflaugahreyfla
sem nota má til friðsamlegra geim-
rannsókna,11 sagði Pútín í samtali við
Jnterfax-fréttastofuna rússnesku.
Lagði Pútín á það áherslu að auk
Rússlands gætu önnur ríki deilt
ábyrgðinni við að útvega N-Kóreubú-
um slíkan tæknibúnað. „Við teljum að
frumkvæði Rússa í þessu tilliti sé ekki
nægjanlegt. Allir, þ.á m. Suður-Kór-
eubúar auk Bandaríkjamanna, Kín-
verja og Japana, ættu að styðja við
bakið á þessu ferli,“ sagði Pútín í við-
tali við ITAR-TASS-fréttastofuna.
Joe Lockhart, talsmaður Banda-
ríkjaforseta, sagði að ekki væri að
vænta viðbragða við yfirlýsingu Pút-
íns fyrr en efnistök fundar leiðtog-
anna hefðu verið greind nánar. ,Aug-
ljóslega höfum við unnið mikið á
þessum vettvangi - hvað varðar eld-
flaugaáætlun N-Kóreu, en látið mig
sjá þessa skýrslu áður en ég tjái mig
um þetta,“ sagði Lockhart.
Stjómmálaskýrendur höfðu spáð
því að Pútín hygðist reyna að fá
stjórnvöld í Pyongyang til að láta af
eldflaugasmíði sinni með það fyrir
augum að auka alþjóðlega samstöðu
gegn eldflaugavamaáætlun Banda-
ríkjamanna sem fyrirhugað er að
reisa til að veijast hugsanlegum
árásum „útlagan'kja" líkt og
N-Kóreu.
Fram úr
ljóshraða
AP.
EÐLISFRÆÐINGAR hafa
um langan aldur talið að ekk-
ert geti farið hraðar en ljósið
fer um tómarúm. En í tilraun
sem gerð var í Bandaríkjun-
um nýverið sendu vísinda-
menn leysigeislabylgju í gegn-
um sesíumgufu í glerbúri og
fór hún svo hratt að hún var
komin út úr búrinu áður en
hún hafði fyllilega farið inn í
það. Fór bylgjan 310-falda þá
vegalengd sem hún hefði farið
ef búrið hefði verið lofttæmt.
Vísindamenn segja þetta
vera mest sannfærandi vitnis-
burð sem fram hefur komið
um að hægt sé að fara fram úr
ljóshraða, að minnsta kosti við
sérstakar aðstæður á rann-
sóknarstofu. Niðurstöðurnar
era birtar í vísindaritinu Nat-
ure í dag. Þær hafa enn sem
komið er ekkert hagnýtt gildi.
MORGUNBLAÐIÐ 20. JÚLÍ 2000
090000
6909C