Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Veitum ungum öku- mönnum aðhald EINS og komið hef- ur fram í fjölmiðlum að undanförnu eru það ungir ökumenn sem valda hlutfallslega flestum tjónum í um- ferðinni. Fram hefur komið að hættan á því að ökumaður á aldrin- um 17 til 20 ára valdi tjóni er sjö sinnum meiri en ökumaður sem er 30 ára. Hver er ástæðan fyr- ir því að ungir öku- menn eru í svona mik- illi hættu í umferðinni? Það liggur ljóst fyrir að eftir því sem reynsl- an eykst minnka líkurnar á því að ökumönnum verði á mistök og þá minnka líkurnar á því að ökumenn lendi í umferðaróhappi. Akstur Unglingur sem veit fyr- ir víst að ökuferill hans verður tekinn til sér- stakrar skoðunar eftir fyrstu tvö árin, segir Sumarliði Guðbjörns- son, hugsar væntanlega alvarlega um það. Það er ekki einungis reynslan sem ræður úrslitum varðandi það hversu illa fer hjá þessu unga fólki. Viðhorf þess til meðferðar á vélknúnum öku- tækjum er annað en hjá þeim sem eru eldri og þroskaðri. 17 ára gamall unglingur sem er nýkominn út úr grunnskóla hefur ekki sömu ábyi-gðartilfinningu og þeir sem eldri eru og gerir sér illa grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að stjórna vélknúnu ökutæki og vera þátttakandi í umferðinni sem ábyrgur ökumaður. I huga 17 ára unglinga er bifreiðin leikfang frekar en farartæki sem hefur það í för með sér að að meðferð þeirra á þessu hættulega farartæki einkennist af gáska og leikaraskap frekar en ábyrgð. Við ökunám og æfingaakstur hjá foreldrum er þessum unglingum veitt fræðsla um meðferð ökutækis- ins og þær reglur sem gilda um akst- ur bifreiða. í ökuprófi er þessi kennsla tekin út af prófdómara sem metur það hvort við- komandi unglingur hafi þá þekkingu sem til þarf, þannig að hann geti farið út í umferð- ina einn síns liðs, án eftirlits leiðbeinanda eða ökukennara. Það er á þessari stundu sem þessi óreyndi ungling- ur þarf í fyrsta skiptið að bera raunverulega ábyrgð og sýna að hann hafi réttu viðhorfin til þess að hafa samskipti við annað fólk sem stjórnandi ökutækis. Þá er eftirlitið tak- markað. Þegar 17 ára gamall unglingur tekur við ökuskirteininu fær hann í hendurnar bráðabirgðaökuskírteini sem gildir í 2 ár. Þessi tími er reynslutími og til þess er ætlast að viðkomandi einstaklingur komi aftur til lögreglustjóra að liðnum þessum tveimur árum til þess að fá útgefið fullnaðarökuskírteini sem gildir þar til hann verður 70 ára. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið frá dómsmála- ráðuneytinu hefur afar sjaldan eða nær aldrei verið synjað um fullnað- arökuskírteini við endurnýjun, þrátt fyrir að viðkomandi unglingur hafi gerst brotlegur við umferðarlög eða orðið valdur að umferðarslysi. Okuferill skoðaður Unglingur sem hefur ekki öðlast þá reynslu sem fylgir því að vera ábyrgur þjóðfélagsþegn vegna ungs aldurs og er á framfærslu foreldra, þar með talin greiðsla sekta fyrir umferðarlagabrot, þarf annað að- hald en þeir sem eru komnir til vits og þroska. Ef vilji þeirra sem ráða þessum málum í þjóðfélaginu er raunveru- lega sá að stemma stigu við þá óheillaþróun sem er hjá ungu fólki í umferðinni, þá tel ég að þeir eigi að láta verkin tala og nýta sér mögu- leikann á öflugu aðhaldi við þetta unga fólk með því að taka ökuferil hvers og eins sem sækir um fullnað- arökuskírteini til ítarlegrar skoðun- ar. Þá verði skoðað hvort lögreglan hafi þurft að hafa afskipti af viðkom- andi eða hvort vátryggingafélögin hafi þurft að bæta tjón sem hann hef- ur orðið valdur að á þessu tímabili. Hafi viðkomandi ekki staðið sig í samræmi við væntingar verði honum gert að taka próf að nýju og þá verði viðhorf hans til umferðar og hæfni til þess að hlíta settum reglum kannað sérstaklega. Það liggur ljóst fyrir að Sumarliði Guðbjörnsson unglingur sem veit fyrir víst að öku- ferill hans verður tekinn til sérstakr- ar skoðunar eftir fyrstu tvö árin sem ökumaður og má gera ráð fyrir því að hann þurfi að endurtaka ökupróf- ið ef hann stendur sig ekki, hugsar væntanlega alvarlega um það að hann þurfi að ganga aftur fyrir próf- dómara til þess að sanna hæfni sína. Með skýrum reglum og með sér- stöku eftirliti með ökumönnum með bráðabirgðaökuskírteini, þ.e. upp- lýsingum sé safnað saman frá öllum aðilum er hafa upplýsingar um öku- feril viðkomandi, þá virkar það til viðbótar við löggæslu og mun móta ökumenn er hafa bráðabirgðaöku- skírteini. Væntanlega getum við séð í framhaldinu fækkun á þeim fjölda umferðaróhappa sem ungir öku- menn lenda í. Einstaklingur sem hefur vanið sig á góða aksturshætti í 2 ár hefur að miklu leyti mótað fram- tíðina sem ökumaður. Höfundur er deildarsijóri ökutækja- tjóna. Iðnbúð 1,210Garðabæ sími 565 8060 S®* 1 UTIVISTAR ^HARKADUR við Faxafen £ Reykjavik ■m Ste**1, b500 Hjá okkur eru Visa- og Euro-raOsamningar ávísun á stafgreiCElu húsqöqn Ármúla 8 -108 Reykjavik Sími 581-2275 ■ 568-5375 Hægt er að fá "Stressless" borð við flesta stóla, hægt að draga til og frá og heldur stöðu sinni eftir stillingu stólsins. / / J_____________L j Hörpusilki, miðað við 10 lítra dós og hvíta liti HÖRPÖ 'SílkiA & Verð á lítra FIMMTUDAGUR 20. JULI 2000 SUMAR- TILBOÐ A ÚTIMÁLNINGU HARPA IMÁLNINGARVERSLUN, BÆJARUND 6, KÓPAVOGI. Sími 544 4411 HARPA MÁLNKNGARVERSLUN, SKEIFUNNI 4, REYKJAVÍK. Sími 568 7878 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, STÓRHÓFÐA 44, REYKJAVÍK. Sími 567 4400 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, DROPANUM, KiFLAVÍK. Sími 421 4790 MÁLHINOARVERSLAHIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.