Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 59 FÓLK í FRÉTTUM Filmundur vikunnar í Háskólabíói í kvöld og á mánudagskvöld Frá A til O Lúlú brúnni Paul Au Vinirnir Harvey Keitel og Paul Auster á góðri stundu. ■ ÁRBÆJARSAFN: Lækjargötutríóið spilar jazz með þjóðlegu ívafí laugardag kl. 14. Lækjargötutríóið skipa þeir Gunnar Gunnarsson, píanó, Jón Rafnsson, kontrabassa og Krist- inn Svavarsson, saxófón. ■ ÁSLÁKUR, Mosfellsbæ: Her- mann Ingi og Elísabet halda uppi fjörinu laugardagskvöld. Aðgang- ur ókeypis. 20 ára aldurstakmark. ■ BREIÐIN, Akranesi: Land og synir leika íostudagskvöld. ■ BREKKA, Hrísey: Rúnar Þór og co laugardagskvöld. ■ CAFÉ ROMANCE: Lifandi tónlist öll kvöld. Enski píanóleik- arinn og söngvarinn Miles Dowley skemmtir gestum á Café Romance og Café Operu alla daga nema mánudaga frá kl. 20-1 virka daga og_21-3 um helgar. ■ CAFÉ TÍMOR, Vestmannaeyj- um: Hljómsveitin Land og synir leikur laugardagskvöld. ■ CATALINA, Hamraborg: Stuðboltamir Svensen og Hall- funkel sjá um fjörið fóstudags- og laugardagskvöld. ■ EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Stúkan opin til kl. 3 fóstudags- og laugardagskvöld. ■ FÉLAGSHEIMILIÐ BLÖNDU- ÓSI: Sálin hans Jóns míns spilar laugardagskvöld. ■ GAUKUR Á STÖNG: Hin frá- bæra norðlenska hljómsveit 200.000 naglbítar og hin stór- skemmtilega Kanada fimmtu- dagskvöld. Strákasveitin Á móti sól klæðir sig í partýfötin föstu- dagskvöld. Atóm 6, atómkvöld. Samuel L. Session ásamt dj Frí- manni og dj Árna laugardags- kvöld. Allt í beinni á cocacola.is. ■ GRAND HÓTEL REYKJAVÍK: Tónlistarmaðurinn Gunnar Páll leikur og syngur öll fimmtudags-, fóstudags- og laugardagskvöld kl. 19.15 til 23. Gunnar leikur hug- ljúfa og rómantíska tónlist. Allir velkomnir. ■ GULLÖLDIN: Ari og Þröstur í Hljómsveitinni Jóni forseta halda uppi Gullaldarstuði föstudags- kvöld til 03:00. Ari og Þröstur í Hljómsveitinni Jóni forseta halda uppi Gullaldarstuði laugardags- kvöld til 3. ■ HERÐUBREIÐ, Snæfellsnesi: Sóldögg spila á Listahátið ungs fólks á Áusturlandi fóstudag- skvöld. 16 ára aldurstakmark. ■ HREÐAVATNSSKÁLI: 8-villt með stuð fram eftir nóttu laugar- dagskvöld. ■ INGÓLFSKAFFI, Ölfusi: Sálin hans Jóns míns spilar föstudags- kvöld. ■ KNUDSEN, Stykkishólmi: Pét- ur Kristjánsson og Gargið föstu- dagskvöld. ■ LEIKHÚSKJALLARINN: Tod- mobile spila laugardagskvöld. ■ NAUSTIÐ: Liz Gammon leikur fyrir matargesti kl. 22 til 3. Naustið er opið alla daga frá kl. Hljómsveitin Hot n’Sweet Ieikur á Kringlukránni um helgina. 18. Stór og góður sérréttaseðill. ■ NÆTURGALINN: Hljómsveit- in Sín fóstudagskvöld. Frítt inn til 23.30. Hljómsveitin Sín laugar- dagskvöld kl. 22. ■ ODD-VITINN, Akureyri: Rún- ar Þór og co. spila föstudagskvöld. Hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar skemmtir laugardagskvöld. ■ ORMURINN, Egilsstöðum: Bjössi Hall spilar fóstudagskvöld. 500 kr. inn eftir miðnætti. ■ PIZZA 67, Eskifirði: Tveir dansarar úr Reykjavík skemmta laugardagskvöld. Miðaverð 1.000 kr. ■ RÁIN, Keflavík: Fiðringurinn spilar um helgina föstudagskvöld. ■ RÉTTIN, Úthlíð: Paparnir spila í fyrsta sinn í Réttinni laug- ardagskvöld. ■ ROYAL, Sauðárkróki: Diskó- tekið og plötusnúðurinn Skugga- Baldur föstudagskvöld. Miðaverð 500 kr. ■ SJALLINN, Akureyri: Hljóm- sveitin Á móti sól spilar laugar- dagskvöld. ■ SJALLINN, ísafirði: Hin al- ræmda hljómsveit Skriðjöklar leikur föstudags- og laugardags- kvöld. Fyrstu dansleikir sveitar- innar á þessum slóðum til margra ára. ■ SKUGGABARINN: Patriot- partý í tilefni frumsýningar The Patriot fóstudagskvöld kl. 22.30. Eftir kl. 2 kostar 1.000 kr. inn. Aldurstakmark 22 ára. ■ SPOTLIGHT: Dj Droopy með hýra danstónlist föstudags- og laugardagskvöld kl. 23. Frjáls klæðnaður. ■ SÚLNASALUR, Hótel Sögu: Páll Óskar og Casino með dans- leik laugardagskvöld. Þetta verð- ur þeirra eina ball í sumar. ■ VALHÖLL, Eskifirði: Pétur Kristjánsson og Gargið laugar- dagskvöld. ■ VIÐ POLLINN, Akureyri: Túpílakarnir Siggi Illuga og Odd- ur Bjami ásamt hljómsveitinni Til baka fímmtudagskvöld kl. 22. Danssveitin KOS heldur uppi fjörinu fram eftir nóttu föstudags- og laugardagskvöld. ■ VÍKIN, Höfn: Sóldögg spilar laugardagskvöld. í kvöld og næstkomandi mánudags- kvöld ætlar Filmundur að sýna enn eina perluna. Mynd vikunnar heitir Lulu on the Bridge og er eftir hinn virta bandaríska rithöfund, Paul Auster. Auster er af mörgum talinn fremstur penna af sinni kynslóð og jafnvel þótt víðar væri leitað og hafa skáldsögur hans, jafnt sem leikrit og ljóð, notið gríðarlegra vinsælda um allan heim. Auster á að baki glæstan ritferil sem spannar orðið yfír 30 ár. Glæsi- leikinn ku þó hafa látið á sér standa í upphafi og Auster segir að hann hafi hangið á horriminni áratugum saman, alltaf við það að gef- ast upp og fara að vinna í fiski, eða hvað það er sem þeir gera í Ameríku þegar þannig stendur á. Sem betur fer beit hann á jaxlinn og fyr- ir vikið liggur eftir hann fjöldi frábærra verka. Lúlú á brúnni er hins vegar frumraun Austers sem kvikmynda- leikstjóra, fyrir utan samvinnu við Wayne Wang í kringum Blue in the Face. Hann setur mark sitt kröft- uglega á frábæra bíómynd sem hef- ur allt til að skarta. Þetta er spenn- andi ástarsaga en um leið ljóðrænt ævintýri sem rambai’ á barmi súr- realisma án þess að detta í fúlan pytt leiðinda sem beðið hefur margrar listrænnar kvikmyndar handan sleiprar brúnarinnar. Þungi myndarinnar hvílir á massívu handriti Austers sjálfs. Auster er ekkert súkkulaði þegar kemur að handritaskrifum og er eitt fremsta handrit síðasta áratug- ar eftir kappann. Sagan segir að handrit Smoke hafi verið svo magn- að að Blue in the Face hafi hrein- lega verið afgangs þegar búið var að klippa myndina. Smoke rakaði að sér verðlaunum út um allan heim þótt bandaríska akademían hafi ekki séð ástæðu til að blanda Ósk- ari frænda í málið. í „Lúlú á brúnni“ er leikstjórinn ritglaði studdur hópi frábærra listamanna, sviðshönnuða, tónlist- armanna, tæknimanna og síðast en alls ekki síst hópi framúrskarandi leikara. Harvey Keitel er að vanda eins og klettur í hafinu. Styrkur hans sem leikara virðist vaxa með hverri mynd og þær eru fáar stjörnurnar sem eru eins duglegar við að taka að sér „alvöru“ verkefni, hlutverk í góðum kvikmyndum sem vitað er að fá ekki milljarða- markaðssetningu og sjálfkrafa heimsdreifingu. Hér er hann í hlut- verki Izzy Maurer, jazzista sem er rændur lifibrauðinu þegar hann er skotinn í lungað uppi á sviði einn fúlan veðurdag. Hann er því ekkert sérlega kátur þegar hann rambar á lík úti á götu og hirðir pakka sem hjá því liggur. Fundurinn veldur töfrandi straumhvörfum í lífi hans og ævintýrið hefst. Mira Sorvino leikur Celiu Burns, unga gengilbeinu sem kolfellur fyr- ir Izzy þegar hann ryðst óvænt inn í líf hennar. Aðrir sem fiækjast inn í gáskafullan og ófyrirsjánlegan-f söguþráðinn eru Willem Dafoe, David Burn, Vanessa Redgrave, Stockard Channing og Lou Reed (sem leikur ekki Lou Reed). Lúlú á brúnni er bráðskemmtileg og hrífandi ástarsaga sem situr lengi eftir í huganum. Skemmtigildi kvikmyndarinnar, myndmál og táknsæi ljóðlistarinnar og nákvæm frásagnarbygging skáldsögunnar sameinast í yndislegri kvikmynd sem þið ættuð ekkert að vera að láta fram hjá ykkur fara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.