Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 20. J ÚLÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Cornelio Sommaruga, fráfarandi formaður Alþjóðaráðs Rauða krossins
Sæmdur
íslensku
fálka-
orðunni
I máli hans á Bessastöðum kom
fram að til íslands hefði hann fyrst
komið 1969 og oft hefði hann komið
síðan, einkum er hann var vara-
framkvæmdastjóri EFTA og tók
þátt í samningaviðræðum um inn-
göngu íslands í samtökin. Sem for-
maður Alþjóðaráðsins sótti hann
ísland nokkrum sinnum heim og
bar hann í gær sérstaklega lof á
Morgunblaðið/Kristinn
sendifulltrúa Rauða kross fslands,
sem hann sagði að væru ákaflega
hæfir. Minntist hann m.a. Jóns
Karlssonar sendifulltrúa sem var
veginn við störf í Afganistan.
Rdleg viðbrögð við hagstæðum viðbótarframlögum í lífeyrissparnað
Búist við aukningu
með haustinu
FORSETI íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, sæmdi í gær Comelio
Sommaruga, fráfarandi formann
Alþjóðaráðs Rauða krossins, stór-
riddarakrossi með stjörau hinnar
íslensku fálkaorðu, við athöfn að
Bessastöðum.
Sommaruga lét nýlega af emb-
ætti sínu hjá Alþjóðaráði Rauða
krossins, en hafði átt sæti í nefnd-
inni í þrettán ár og gegnt for-
mennsku í tólf ár. Nýr formaður Al-
þjóðaráðsins, Jakob Kellenberger,
tók við embætti um siðustu áramót.
Sommaruga fæddist 1 Rómaborg
árið 1932, en hefur svissneskt rfkis-
fang og doktorsnafnbót í lögum frá
Háskólanum í Ziirich. Hann starf-
aði Iengi í utanríkisþjónustunni í
heimalandi sínu, en gerðist síðan
varaframkvæmdastjóri EFTA og
síðar ráðherra efnahags- og við-
skiptamála í Sviss.
Hann tók við embætti formanns
Alþjóðaráðs Rauða krossins í maí
1987 af Alexandre heitnum Hay.
LAUNÞEGAR sem eiga samkvæmt
nýlegum kjarasamningum kost á
auknu viðbótarframlagi í lífeyris-
sparnað hafa farið rólega í að nýta
sér þann möguleika. Viðbótarfram-
lagið er þó verulega hagstætt og er
búist við að fólk taki við sér með
haustinu, þegar menn átta sig á hag-
stæðum möguleikum aukins fram-
lags atvinnurekenda.
I janúar 1999 var launþegum í
fyrsta skipti boðið upp á að draga frá
2% af laununum og leggja fyrir í við-
bótarlífeyrisspamað. Auk þess bætti
atvinnurekandi þá við 0,2%, en fékk
það síðan frádregið í trygginga-
gjaldi, þannig að í raun mátti segja
að ríkið legði þá fjárhæð til og var
litið á það sem ákveðna viðbótar-
hvatningu fyrir fólk að vera með.
Viðbrögð við þessu urðu þó dræmari
en búist var við fyrirfram, en sam-
kvæmt könnun sem fjármálaráðu-
neytið lét gera í ársbyijun 2000 hafði
þá innan við 30% launamanna nýtt
sér þessa viðbótargreiðslu í líf-
eyrisspamað.
Samkvæmt kjarasamningum sem
gerðir hafa verið á þessu ári hafa
heimildir launþega til lífeyrissparn-
aðar nú verið auknar úr 2% í 4%, auk
þess sem afsláttur ríkisins á trygg-
ingagjaldi fyrirtækja hefur hækkað
úr 0,2% í 0,4%. Þar að auki hefur
bæst við 1% framlag beint frá launa-
greiðanda og mun það framlag
hækka í 2% 1. janúar 2002.
Þetta gerir að verkum að viðbót-
arlífeyrisspamaður, sem er frádrátt-
arbær frá skatti, getur hækkað úr
2,2% í 6,4% hjá þeim sem kjósa að
nýta sér þann möguleika að leggja
fyrir 4% af laununum í lífeyrisspam-
að. Fyrh- einstakling með 150.000
króna mánaðartekjur þýðir þetta að
frá 1. janúar 2002 getur hann eignast
6.300 krónur í séreignarsjóði mánað-
arlega, þótt raunverulegt framlag
hans sé ekki nema 1.849 krónur á
mánuði, samkvæmt útreikningum
Breytingar á viðbótarlífeyris- sparnaði skv. nýlegum kjarasamningum
Áður Eftir
Framlag launþega 2% 4%
Mótframlag rikisins 0,2% 0,4%
Mótframlag launagreiðanda 0% 1-2% *
Alls 2,2% 5,4-6,4%
* 1 % frá 1. maí 2000 09 2% frá 1. janúar 2002
Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Þeir njóta ekki mótframlags
sem ekki leggja fyrir
Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið fékk hjá nokkmm
þeirra sjóða og banka sem bjóða upp
á þjónustu varðandi viðbótarlífeyris-
sparnað hefur fólk farið rólega af
stað eftir kjarasamninga, þó að
greina megi vissan stíganda í fyrir-
spurnum og áhuga á þessum mögu-
leika. Viðmælendur Morgunblaðsins
voru á einu máli um að fólk væri ekki
ennþá búið að átta sig á kostum
þessara auknu mótframlaga, því
dæmið liti þannig út að það væri
hreinlega of hagstætt til þess að
sleppa því að fara út í viðbótarlíf-
eyrissparnað. Enda missa þeir af
mótframlaginu sem ekki leggja
a.m.k. 2% af laununum í lífeyris-
sparnað.
Búist er við að fólk taki við sér í
auknum mæli með haustinu, því við-
bótarlífeyrissparnaður er orðinn það
hagstæður að flestum launþegum á
almennum vinnumarkaði er ráðlagt
að nýta sér hann. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Búnaðarbankanum -
Verðbréf er viðbótarlífeyrir hag-
stæðasta sparnaðarformið sem
býðst í dag vegna mótframlags
launagreiðanda og hagstæðrar
skattalegrar meðferðar lífeyris-
sparnaðar.
47 flötta-
menn hafa
snúið aft-
ur heim
AF þeim 75 Kosovo-Albönum sem
komu hingað til lands í fyrra hafa 47
snúið aftur heim, að sögn Hólmfríðar
Gísladóttur, deildarstjóra í alþjóða-
deild Rauða krossins á Islandi. „Allir
þeir flóttamenn sem fóru til Reyðar-
fjarðar hafa snúið aftur en þangað
fóru tuttugu og fjórir," sagði Hólm-
fríður, en einnig hefur sex manna
fjölskylda sem fór til Dalvíkur snúið
aftur. Sjö af þeim tuttugu og þremur
flóttamönnum sem fóru til Hafnar-
fjarðar hafa haldið heim á leið.
Að sögn Hólmfríðar lítur út fyrir
að þeir sem hafa ákveðið að vera eft-
ir á íslandi verði hér til frambúðar.
„Eins og staðan er í dag vitum við
ekki annað en að svo verði,“ sagði
Hólmfríður. „Flóttamönnunum er
auðvitað frjálst að fara ef þeir vilja,
en nokkrar fjölskyldur héldu heim í
sumarfrí og verður spennandi að fá
að heyra hvað þær segja þegar þær
koma til baka.“
Hólmfríður sagði að þeir flótta-
menn sem hafa ákveðið að ílengjast
hér hefðu látið vel af sér.
Víkingaskip-
ið Kvitserk
komið áleiðis
til Færeyja
SEX Norðmenn og einn íslend-
ingur eru í áhöfn Kvitserks,
sem lagði úr höfn í Noregi að-
faranótt miðvikudags, en það
er 16 metra langur knörr. Vík-
ingaskipið er væntanlegt til
Vestmannaeyja fyrir lok næstu
viku.
Tilgangur ferðarinnar er að
minnast siglingar Hjalta
Skeggjasonar og Gissurar
hvíta með gjafavið í stafkirkju í
Vestmannaeyjum. Síðdegis í
gær var knörrinn kominn um
80 mílur áleiðis frá Noregi og
stefndi á Færeyjar. Veður var
gott í gær en byr fremur lítill.
Stolið frá
Hróa Hetti
BROTIST var inn í veitingastaðinn
Hróa Hött við Hringbraut í fyrri-
nótt, en hann ber sama nafn og út-
laginn sem forðum daga stal frá
þeim ríku og gaf þeim fátæku. Við-
vörunarkerfi staðarins fór í gang en
þegar vaktmenn Securitas komu á
vettvang urðu þeir einskis varir.
Þegar framkvæmdastjórinn kom til
starfa um morgunin tók hann hins
vegar eftir því að búið var að brjótast
inn á skrifstofu staðarins en litlu
hafði verið stolið.
IHD
Hlkl. 21.00
á fimmfudegum!
í m /h
Þ H H 5 E M^H J fl H T H B StŒR
UPPLÝSINCASÍMI S88 7788 SKRIFSTOFUSÍMI 568 9200
Atvinnuleysi mældist 1,3% í júní
Atvinnulausum fækkar
mest í Reykjavík
MEÐALFJÖLDI atvinnulausra á höfuðborgarsvæðinu
í júni var 1.265 eða um 1,5% af áætluðum mannafla. At-
vinnuleysi er enn mest á höfuðborgarsvæðinu, en það
minnkaði þar um 34% frá því í júní í fyrra. Að meðaltali
voru 1.829 manns án atvinnu á landsvísu í júní í ár, en
atvinnulausum hefur fækkað að meðaltali um 816 frá því
á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi í mánuðinum mældist
1,3%, en í júní í fyrra var atvinnuleysi 1,8%. Þetta kem:
ur fram í yfirliti atvinnuástands Vinnumálastofnunar. í
maí síðastliðnum var 1,6% mannafla á höfuðborgar-
svæðinu án atvinnu, en atvinnulausum körlum fækkaði
um 92 að meðaltali í júní. Atvinnulausum konum hefur
hins vegar fjölgað um 25 frá því í maí. Hlutfallslegt at-
vinnuleysi karla var því 0,9% í júní, en var 1,2% í maí,
samkvæmt yfirlitinu. Hlutfallslegt atvinnuleysi kvenna í
júní var það sama og í maí eða 2,1%. Að meðaltali eru
um helmingi fleiri konur atvinnulausar en karlar, en
1.202 konur voru atvinnulausar í júní á móti 627 körlum.
Samkvæmt yfirlitinu var framboð af lausum störfum
á hjá vinnumiðlunum í lok júní síðastliðins nokkuð
meira en í lok maí, en störfum fjölgaði um 36 á milli
mánaða. Alls voru um 450 störf laus í júní í ár og þar af
voru ríflega 65% þessara starfa á höfuðborgarsvæðinu
samanborið við 69% í síðasta mánuði. Lausum störfum
fjölgaði hraðar á landsbyggðinni, en í lok júní hafði þeim
fjölgað um 27 miðað við 9 á höfuðborgarsvæðinu.