Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Rútubíl- stjóri - grunaður um ölvun LÖGREGLAN á Akureyri stöðvaði í gærmorgun ökumann hópferðabifreiðar grunaðan um ölvun við akstur. Bílstjórinn var á ferð á Hörgárbraut, rétt fyrir norðan Akureyri, en í rútunni voru nítján farþegar. „Ökumaður hópferðabifreið- arinnar mældist vel yfir leyfileg- um mörkum er tekin var mæling af honum með öndunarprófs- mæli,“ sagði Gunnar Rnutsen hjá lögreglunni á Akureyri, en eftir að bifreiðarstjórinn var lát- inn blása var farið með hann í blóðprufu og fenginn annar öku- maður. Nítján farþegar voru í rútunni. Að sögn Gunnars taldi lögreglan að bifreiðarstjórinn hefði neytt áfengis kvöldið áður og farið of snemma af stað um morguninn. Samningur Samskipa og Eimskips um Ameríkuflutninga rennur út 1. ágúst Vilja fá lengri frest hjá Samkeppnisstofnun FORRÁÐAMENN Samskipa íhuga nú hvernig haga megi í framtíðinni flutningum fyrirtækisins til Banda- ríkjanna. I byrjun árs 1997 sömdu Samskip og Eimskip um Ameríku- siglingar en samkeppnisyfirvöld töldu samninginn brjóta í bága við samkeppnislög og veittu fyrirtækj- unum undanþágu til 1. ágúst 2000. Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, tjáði Morgunblaðinu að til að byrja með yrði farið fram á að samkeppn- isyfirvöld veittu lengri frest vegna málsins. Samskip og Eimskip gerðu með sér samkomulag um að Samskip fengju flutningsrými í skipum Eimskips sem sigla til Norður-Am- eríku. Jafnframt hættu Samskip flutningum með eigin skipum á þessari leið. Flutningasamningurinn tók gildi í janúar 1997 og segir Ólaf- ur að samkeppni milli fyrirtækjanna hafi verið virk og bendir jafnframt á að fleiri aðilar hafi komið inn í sam- keppnina á þessari flutningaleið. Samkeppnisyfirvöld töldu samn- ing félaganna ekki í samræmi við samkeppnislög en veittu undanþágu til 1. ágúst í ár. Taldi samkeppnisráð samninginn fela í sér markaðsskipt- ingu og að hann væri ekki í sam- ræmi við samkeppnislög. Skipafé- lögin kærðu þá niðurstöðu samkeppnisráðs til áfrýjunarnefnd- ar samkeppnismála sem staðfesti hana en veitti áðurgreindan frest. Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, tjáði Morgunblaðinu í gær að nokkrir möguleikar væru í stöðunni varðandi framhald Ameríkuflutn- inga fyrirtækisins: Óbreyttur flutn- ingasamningur við Eimskip og óska mætti eftir framlengingu á undan- þágunni; að fá tímabundna undan- þágu meðan aðrir möguleikar yrðu athugaðir; að samið yrði við annan aðila eða siglingar teknar upp að nýju. Samningur skipafélaganna stend- ur þar til annað hvort félagið segir honum upp en Ólafur segir nauðsyn- legt að ákveða á næstu vikum með hvaða hætti framhaldið geti orðið vegna frestsins sem sé að renna út. Hann segir flutninga milli íslands og Bandaríkjanna hafa dregist mjög saman mörg undanfarin ár þótt samkeppnin sé enn fyrir hendi. Inn- flutningur matvæla frá Bandaríkj- unum hafi minnkað, m.a. vegna breyttra reglna um merkingar og fleira, mun færri bílar séu fluttir þaðan og flutningar fyrir varnarliðið séu nú einnig minni en áður var. Þá segir hann útflutning sjávarafurða til Bandaríkjanna hafa dregist sam- an. „En við eigum eftir að taka af- stöðu og ákvörðun um hvernig við ætlum að sinna þessum flutningum. Til að byrja með munum við fara fram á það að Samkeppnisstofnun veiti okkui- lengri frest til að finna þessum flutningum farveg," sagði Ólafur Ólafsson. Morgunblaðið/Auðunn Rostungurinn leit rólega til ferðamanna sem fylgdust undrandi með dýrinu. "þl ROSTUNGUR hefur gert sig heimakominn í Papey, úti fyrir Hamarsfirði, og vita menn ekki til að slík skepna hafi sést þar áður. Sigurður Guðjónsson, bóndi á Borg í Hornafirði, Sigurður Eymunds- son, tannlæknir á Höfn í Horna- firði, og dóttir hans urðu dýrsins fyrst vör. „Við vorum á göngu arna meðfram eynni í fyrradag og iá allt í einu blasti rostungurinn við okkur í fjörunni," sagði Sigurð- ur Guðjónsson í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær. „Hann var undir fjögurra metra háum klettum, þannig að við reyndum Rostung- ur dvelur í Papey ekkert að komast að honum. Það var heitt í veðri og bjart og hann bara lá þarna og manni fannst eins og hann hálfpartinn mókti. Við fengum hann þó til að líta aðeins upp, með því að klappa saman lóf- Ð U um og fleygja steinvölum í áttina að honum, en hann hafði annars ekki mikinn áhuga á að hreyfa sig. Líklega er þetta ungt dýr, hann er á stærð við góðan útsel.“ Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við Ingimar Sveinsson, fyrr- verandi skólastjóra á Djúpavogi, var hann nýkominn úr Papey og sagði hann að rostungurinn væri enn á sama stað. „Hann er um 100 metra norðvestur af Áttæringsvog- inum, höfninni norðan til á eynni, og liggur þar uppi á klöpp, hinn ró- legasti. Við náðum að skoða hann úr 10-15 metra fjarlægð. Hann er með stuttar tennur, afar skeggjað- ur, ljósgrár að lit og mjög feitur og sver. Hann liggur þarna enn á sömu klöppinni. Það eru nú ekkert lystugir pollar þarna, en mér var sagt að hann hefði verið að drekka úr þeim. Hvað það merkir veit maður svo sem ekki. Hann gæti allt eins verið eitthvað veikur, greyið.“ Ingimar, sem er fæddur og upp- alinn í Hamarsfirði, segist aldrei hafa heyrt minnst á rostungskomu í Papey eða þar um kring fyrr. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé svona skepnu. Ég hef aldrei heyrt talað um að rostungur hafi sést hér. Hins vegar var áður fyrr talað um kampseli inni á Hamarsfirði, en þeir voru samt frekar sjaldgæfir." Aðstoðarutanrfkisráðherra Þýskalands Evrópustoð op- in Islendingum ÍSLENDINGAR geta tekið þátt í starfi svonefndrar Evrópustoðar Atlantshafsbandalagsins, NATO, ef þeir vilja, að sögn Christophs Zöpels, aðstoðarutanríkisráðherra Þýskalands. Opinberri heimsókn ráðherrans hingað til lands lauk í gær en hann hefur rætt við innlenda ráðamenn, þ. á m. Ólaf Ragnar Grímsson for- seta og Geir Haarde fjármálaráð- herra sem einnig gegnir starfi for- sætisráðherra. Zöpel segir í samtali við Morgunblaðið að vilji íslending- ar ganga í Evrópusambandið verði herverndarsamningurinn við Bandaríkjamenn ekki til trafala. „Þið eruð velkomnir og Þjóðverjar myndu styðja aðild íslands ef þið sæktuð um hana,“ segir ráðherrann. Hann telur að næstu tvo til þrjá áratugi muni kjarnorkuvopn Bandaríkjamanna verða helsta trygging bandamanna þeirra í Evrópu í öryggismálum og vísar því á bug að Evrópustoðin geti valdið því að samstarfið yfir Atlantshafið rofni. Hann segir ennfremur að í framtíðinni geti farið svo að þrjú öfl- ug ríkjasambönd með evrópskar rætur, Bandaríkin, Evrópusam- bandið og Rússland, stofni nýtt varnarbandalag er taki við af NATO. ■ Ný ríki þurfa/34 Morgunblaðið/Sig Sigm Þrjár kynslóðir að vinnu við kartöfluuppskeru í Birtingaholti, Guðbjörg Björgvinsdóttir, María Magnúsdóttir og Guðbjörg dóttir hennar. Byrjað að taka upp kartöflur í Hreppum BÆNDUR í Hrunamannahreppi eru farnir að taka upp kartöflur og er uppskeran bærileg. Um er að ræða fljótsprottnar hvítar kartöfl- ur af tegundunum premiere og dore. Veruleg kartöflurækt er í Hrunamannahreppi þar sem vel lít- ur út með allan jarðargróður. Garðyrkjumenn eru t.a.m. farnir að senda margar tegundir grænmetis á markað og segja að ef fram held- ur sem horfir verði uppskera góð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.