Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 40
4fl FIMMTUDAGUR 20, JÚLÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Margrét Halldórsdóttir, Axel Jónsson,
Bergljót Halldórsdóttir, Leifur ísleifsson,
Ásdís Halldórsdóttir, Kristján Eyjólfsson.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
DAGNÝ JÓNSDÓTTIR,
Hraunbæ 58,
Reykjavík,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn
17. júlí sl. Jarðsungið verður frá Árbæjarkirkju
föstudaginn 28. júlí kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Minningarsjóð
Heiðar Baldursdóttur, KHÍ, sími 563 3800.
Hörður S. Óskarsson,
Ómar S. Harðarsson, Ingibjörg Kolbeins,
Harpa Harðardóttir,
Anna Borg Harðardóttir, Jón Gunnar Grjetarsson,
Óskar S. Harðarsson, Arndís Kristleifsdóttir,
Jón Hugi S. Harðarson, Elsa J. Björnsdóttir
og barnabörn.
Ragnhildur Jónsdóttir, Rúnar E. Geirsson,
Þórhildur B. Einarsdóttir, Sæmundur Guðmundsson,
Elsa G. Friedlander,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
" Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Ferjubakka,
síðast til heimilis á Miðbraut 1,
Seltjarnarnesi,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi föstudaginn
14. júlí síðastliðinn.
Jarðarförin fer fram frá Borgarneskirkju föstudaginn 21. júlí kl. 14.00
t
Elskulegur faðir, tengdafaðir og afi,
TRAUSTI MARINÓSSON
frá Vestmannaeyjum,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn 12. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11 -E á
Landspítalanum fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ómar, Marinó, Ólafur,
Guðrún, Matta og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KARL HJALTASON
handavinnukennari,
Einilundi 8D,
Akureyri,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
fimmtudaginn 13. júlí, verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju föstudaginn 21. júlí klukkan 13.30.
- Þeir, sem vilja minnast hans, láti líknarfélög njóta þess.
¥
Guðlaug Pétursdóttir,
Haraldur Karlsson, Aldís Jónsdóttir,
Sverrir Karlsson,
Anna Karlsdóttir, Anton Valgarðsson,
Sigurbjörg Karlsdóttir, Ómar Sigurðsson,
Elísabet Karlsdóttir,
Þóra Karlsdóttir, Rúnar Russel,
barnabörn og barnabarnabörn.
JOHANNA SIGRIÐUR
ÞORGEIRSDÓTTIR
+ Jóhanna Sigríð-
ur var fædd í
Hafnarfirði 3. júlí
1925. Hún lést á Elli-
heimilinu Grund 7.
júlí síðastliðinn. Hún
var dóttir hjónanna
Katrínar Markús-
dóttur, f. 29.3. 1900,
d. 31.3. 1967, og Þor-
geirs Sigurðssonar,
f. 24.6. 1902, d. 8.6.
1972. Systkini Jó-
hönnu: Markús, f.
14.8. 1924, d. 24.11.
1984; Alda, f. 24.10.
1929, d. 26.7. 1989;
Gestheiður, f. 27.2.
björg, f. 24.9. 1935;
brún, f. 27.9. 1942.
Jóhanna giftist 15.3. 1958 Jó-
hannesi B. Einarssyni, bifvéla-
1931; Ingi-
Edda Kol-
Það rennur margt í gegnum huga
minn þegar ég skrifa hér nokkur
kveðjuorð fyrir hönd systra minna
og mágkonu um Hönnu okkar.
Fimm ára barátta við illvígan sjúk-
dóm er á enda. Hanna var fremur
heilsuhraust, ég minnist þess varla
að hún hefði verið veik um dagana.
Hanna fór snemma að taka til hend-
inni og létta undir á heimili foreldra
sinna með pössun á yngri systrum,
þeim Öldu og Deddu, og með öðrum
verkum sem til féllu. Hanna systir
mín er 10 ára og nokkrum vikum bet-
ur þegar ég sem þetta skrifa fæðist.
Á þessum árum bjó fólk yfirleitt í litl-
um húsakynnum og var það svo hjá
foreldrum okkar. Þau höfðu eitt her-
bergi og eldhús og á þessum tímum
fæddu konur böm sín heima. Hanna
mundi þess vegna vel þegar ég kom í
þennan heim, fjórða systirin.
Hanna var einnig send í sveit á
sumrin og var í ýmsum snúningum,
bæði innandyra og einnig við úti-
störf. Hún var hjá móðurömmu okk-
ar sem bjó í Ystu-Görðum í Kol-
beinsstaðahreppi ásamt móður-
bræðrum okkar. Á þessum ámm
vom böm send í sveitina þegar skóli
var búinn á vorin og komu aftur þeg-
ar haustaði og skólaganga hófst að
nýju. I þessari sveitavem lærði ungl-
ingurinn að umgangast dýrin, þykja
vænt um þau og umgangast þau af
nærgætni, einnig að kynnast öllum
sveitastöram sem vora þroskandi og
líka mikilvæg fyrir alla að takast á
við og lærdómsrík. Hanna var tvö
sumur hér í Hafnarfirði í vist hjá
mjög góðum hjónum að passa tvö
börn þeirra, þá var hún 15-16 ára
gömul, og minntust þau oft á hana
við mig því ég kynntist þeim vel í
gegnum mína tengdaforeldra, því
þau voru miklir kunningjar þeirra.
Alltaf báðu þau mig að senda Hönnu
þeirra kveðju, svo vel líkaði þeim við
hana.
Hanna flytur úr foreldrahúsum
þegar hún er 18 ára gömul ogfór hún
þá til móðursystur sinnar, Ástu, og
Ólafs, manns hennar, og fær þar fæði
og húsnæði, því þá fer hún að vinna
hjá Kaffíbrennslu O. Johnson &
Kaaber í Reykjavík. Hanna vann í
Kaffibrennslunni í 13 ár. Þegar móð-
ir okkar veikist, orðin mikill sjúkling-
ur í kringum árið 1950, kom Hanna
systir alltaf til Hafnarfjarðar til að
hjálpa til heima með alla þvotta og
hreingerningar og taldi hún þetta
ekki eftir sér. Fannst mér alltaf gam-
an þegar Hanna kom og við hjálpuð-
umst að með verkin og þá var oft
mikið skrafað og hlegið.
Hanna er 26 ára þegar hún flytur
frá Ástu og Ólafi, þá fer hún til hjón-
anna Lóu og Gils sem þá bjuggu á
Kjartansgötu 8 í Reykjavík og þar
fær hún herbergi og fæði með því að
hjálpa þeim með þvotta og tiltekt í
íbúð þeirra, því þau hjón voru bæði
fötluð, Lóa var með skaddaða mjöðm
og Gils með fötlun á vinstri hendi.
Þessi hjón reyndust systur okkar
eins og foreldrar meðan hún bjó hjá
þeim og bjó Hanna í þeirra húsum
um fimm ára tímabil.
Hanna systir okkar hafði mjög
gaman af að dansa og stundaði mikið
gömlu dansana í Gúttó og í gömlu
virkja, f. 8.10. 1918,
d. 7.4. 1995. Synir
þeirra: 1) Flosi Már,
f. 1.5. 1958, kvæntur
Örnu Friðriksdótt-
ur, synir þeirra eru
Guðmundur, Eðvar
Már og Aron Freyr,
þau eiga tvær. son-
ardætur. 2) Gunnar
Þór, f. 12.3. 1962,
kvæntur Sigurborgu
Vilhjálmsdóttur,
dætur þeirra eru:
Helen og tvíbura-
systurnar Rebekka
Líf og Telma Sif.
Einnig á Gunnar dótturina
Dagnýju úr fyrra hjónabandi.
Utfor Jóhönnu Sigríðar fór
fram frá Frikirkjunni í Reykjavík
14. júlí.
Mjólkurstöðinni, þegar hún var ung
stúlka og uppá sitt besta. Ég minnist
þess þegar ég var 15 ára að þá bauð
hún mér með sér í Gúttó að sjá sýn-
ingu, því hún hafði verið valin í hóp
fólks sem sýndi dansinn lanser sem
þá var mikið dansaður og var þetta
meiri háttar dans, fágaður og falleg-
ur og vora fáir sem náðu að læra
þennan dans og alger unun á að sjá
systur mína taka þátt í þessu. Hanna
mín naut þess tíma þegar hún gat
stundað gömlu dansana.
Það var Mka gaman þegar þau tóku
danssporin saman, Markús bróðir og
Hanna, sjá þau sveiflast um gólfið í
léttum valsi. Síðast er ég sá þau svífa
í góðri danssveiflu systkinin var þeg-
ar fermdust hjá okkur fjórum systr-
um fimm systrabörn vorið 1976 og
var veislan í Iðnaðarmannahúsinu í
Hafnarfirði. Þetta var ógleymanleg
stund og held ég að þetta sé með síð-
ustu dönsum sem Hanna mín dans-
aði, en þetta geymist nú í minning-
unni.
Hanna var mikið fyrir útsaum og
prjón og saumaði mikið út, fallegar
myndir, púða, veggteppi og fallegu
rennibrautina sem prýddi heimili
hennar. Einnig fallegu útprjónuðu
peysurnar sem synir hennar, Flosi
og Gunni, klæddust, marglitar og
vora þeir alltaf svo fínir í þessum
flíkum. Hanna vann utan heimilis
alla tíð, hún var í skúringum hjá
Brunabótafélagi Islands í nokkur ár,
en árið 1977 byrjar hún að vinna hjá
Landsbankanum í Austurstræti og
vinnur þar til haustið 1994 að hún
hættir, þegar Jóhannes maður henn-
ar veikist.
Hanna hafði ávallt mikið síma-
samband við okkur systur og einnig
við Rakel, mágkonu sína, einnig
systkinabörnin sín, fá fréttir og líka
að fylgjast með hvernig öllum gengi í
því sem þau vora að fast við og þeim
íiði vel. Þessu hélt hún áfram eftir að
hún veiktist og var komin á Elliheim-
ilið Grand, því hún hafði þar símann
hjá sér. Þegar henni hrakaði fyrir
fimm vikum og var flutt á sjúkra-
deildina var skrítin tilfinning að fá
ekki fleiri hringingar frá Hönnu
systur og mágkonu.
Það var fallegur afmælisdagurinn
hennar, 3. júlí síðastliðinn, sól skein
inn um gluggann á sjúkrastofunni
hennar þegar við Dedda og ég kom-
um til hennar. Synir hennar og fjöl-
skyldur vora þar komin, falleg blóm
á borðinu hennar, sem hún var búin
að fá í tilefni dagsins. Hún var mjög
glöð og ánægð með að hafa okkur öll
þarna hjá sér, reyndi að gera að
gamni sínu þótt hún væri orðin mikið
veik. Hún þráði að verða 75 ára og
henni varð að ósk sinni, en fjóram
dögum síðar var lífsljós hennar út-
brannið. Hún lést í faðmi drengjanna
sinna og tengdadætra sem hafa sýnt
elsku móður og tengdamóður sinni
mikla ást og umhyggju í þessari
löngu rimmu við illvígan sjúkdóm
sem vora fimm löng ár.
Ég vil svo fyrir hönd okkar systra
og mágkonu og fjölskyldna okkar
þakka Hönnu okkar öll samvistarár-
in með henni, minningin lifir í hjarta
okkar.
Elsku Hanna okkar,
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Guð geymi þig.
Kæra Flosi og Gunnar og fjöl-
skyldur ykkai-, við vottum ykkur
innilega samúð við fráfall elsku móð-
ur, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu. Góður Guð styrki ykkur og
blessi.
Gestheiður, Ingibjörg,
Edda Kolbrún og Rakel.
KRISTIN
STEFÁNSDÓTTIR
+ Kristín Stefáns-
dóttir fæddist í
Gröf í Svarfaðardal
12. nóvember 1913.
Hún andaðist á Dal-
bæ Dalvík 7. júlí síð-
astliðinn. Hún var
dóttir hjónanna Stef-
áns Arngrímssonar
og Filippíu Sigur-
jónsdóttur í Gröf.
Voru foreldrar
Kristínar báðir
Svarfdælingar.
Systkini Kristínar
voru Anna Arnfríður
sem nú er látin og
Arngrímur Sigurjón bifvélavirki
á Dalvík sem lifir systur sína.
Kristín giftist 25. desember
1936. Eiginmaður hennar var Sig-
týr Sigurðsson bifr.stjóri og kaup-
maður á Dalvík, f. 5. október 1906,
d. 28 nóvember 1983. Börn Krist-
ínar og Sigtýs eru Sigurður Arn-
ar, f. 1938, og Sævar, f. 1939.
Útför Kristínar fór fram frá
Dalvíkurkirkju 14. júlí.
Síðasta dag lífs þíns hér á jörð sat
ég stund við rúmið þitt og strauk
smáa og æðabera hönd meðan þú
blundaðir. Þú hafðir svo fallegar
hendur, hvítar og fínlegar. Samt
vora þessar sömu hendur alltaf vinn-
andi. Þú sast aldrei með þær í skauti
þér verkefnalausar.
Synir þínir minnast þess að sitja
við hlið þér að læra að lesa. Prjón-
arnir þínir tifuðu jafnt og þétt og ef
ykkur rak í vörðurnar stoppuðu þeir
andartak til að fylgja
línunni sem lesin var
eða benda með léttum
áslætti á það sem betur
mátti gera.
Sem tengdadóttir á
heimili þínu man ég þig
horfandi á sjónvarpið
eða lesandi í bók á með-
an prjónarnir eða heklu-
nálin gengu. Barnabörn
þín bára vitni um mynd-
arskap þinn og í dag
prýða heimili þeirra
fagrir hlutir gerðir af
þessum fallegu höndum.
Þegar heilsan bilaði
og líkaminn þoldi ekkert hnjask
hélstu þó áfram að vinna handavinnu
og þá voru ekki fá barnasængurfötin
sem langömmubörnin fengu saumuð
af styrkum höndum og næmu auga
fyrir því sem fallegt var.
Löngu eftir að kraftar þínir voru
að mestu horfnir vann þinn sterki
vilji áfram að stjórna þessum hönd-
um. Verkin urðu smærri og einfald-
ari en ætíð jafn vel gerð.
Þú vaknaðir af blundinum og ég
spurði: „Viltu segja mér hvenær þú
áttir þína bestu daga?“ Þú horfðir á
mig stund og með þeirri reisn sem
alltaf prýddi þig svaraðir þú lágri en
styrkri röddu: „Ég átti alltaf gott
líf.“ Ég veit að við, fjölskylda þín,
voram hluti af þessu góða lífi og
gleðin í svip þínum, þegar við birt-
umst í dyranum þínum er dýrmæt
minning.
Kærar þakkir fyrir allt.
Málfríður Torfadóttir.