Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. JULI 2000
41
MINNINGAR
YNGVI
KJARTANSSON
+ Yngvi Kjartans-
son fæddist á Ak-
ureyri 7. aprfl 1962.
Hann lést á Akureyri
6. júlí síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Akureyrarkirkju
14. júlí.
Með fáeinum orðum
vil ég minnast góðs
kunningja og sam-
starfsmanns, þar sem
var Yngvi Kjartansson
blaða- og útvarpsmað-
ur er lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akur-
eyri 7. júlí sl.
Leiðir okkar Yngva lágu saman á
Akureyri um miðbik níunda áratug-
arins og það afréðst að hann tók að
sér ritstjórn Norðurlands og
gegndi því starfi um tveggja og
hálfs til þriggja ára skeið. I reynd
fólst í starfinu nánast allt sem því
viðkom að koma út blaði af því tagi
sem Norðurland þá var, pólitískt
landsmálablað með nokkuð reglu-
lega útkomu á hálfs mánaðar til
þriggja vikna fresti.
Yngvi var sem sagt allt
í senn ritstjóri, blaða-
maður, auglýsinga-
stjóri, ljósmyndari og
þar fram eftir götun-
um. Starfinu gegndi
Yngvi af stakri sam-
viskusemi og ávann
sér traust og vináttu
þeirra sem með honum
komu að verkefninu.
Helst minnist ég
þess að Yngva þætti
óþægilegt að hafa ekki
meiri tíma og betri að-
stæður til vandaðrar
efnisöflunar og úrvinnslu en slíkur
fátæktarbúskapur einyrkjablaðaút-
gáfu bauð uppá. Það beygðist því
snemma krókurinn hjá honum í átt
til vandvirkni og fagmennsku sem
átti eftir að einkenna hann sem
blaða- og útvarpsmann æ síðan.
Sérstaklega nutu þessir eiginleikar
hans sín vel í dagskrárgerð og þeg-
ar viðfangsefnið var þjóðlegur fróð-
leikur, náttúra og saga landsins eða
annað þvíumlíkt. Yngvi var vel les-
inn og glöggur og hefði hrein fræði-
mennska á þessum sviðum eflaust
legið vel við fyrir hann ef sú hefði
orðið raunin.
Á sama tíma og Yngvi starfaði að
útgáfu Norðurlands stofnaði hann
sína fjölskyldu, hann kynntist eftir-
lifandi eiginkonu sinni Bryndísi og
tvíburarnir fæddust. Við samstarfs-
fólk hans á þeim vettvangi fylgd-
umst því vel með því tímabili 1 lífi
fjölskyldunnar ungu. Ritstjórinn
var stundum lítt sofinn eftir and-
vökunætur yfir veiku barni þegar
drífa þurfti út blað, t.d. í kosninga-
baráttunni veturinn 1987, en það
gerði ekkert til því lífið blasti við.
Uppúr þessu fækkaði samveru-
stundum, Yngvi hvarf til frekara
náms og annara starfa. Alltaf hélst
þó samband á milli okkar og um nóg
var að spjalla þegar leiðir lágu sam-
an. Seinast hittumst við óvænt á
Reykjalundi á sl. ári og var Yngvi
ótrúlega samur við sig með gaman-
yrði á vörum þrátt fyrir allt sem
hann hafði mátt reyna í glímunni
við andstæðing sem nú hefur sigr-
að.
Eg minnist Yngva Kjartanssonar
með þakklæti og söknuð í huga og
votta eftirlifandi eiginkonu, börn-
um og öðrum aðstandendum samúð
mína og fjölskyldu minnar.
Steingrímur J. Sigfússon.
GUÐRUNS.
KONRÁÐSDÓTTIR
+ Guðrún Sigríður
Konráðsdóttir
fæddist í Reykjavík
4. nóvember 1919.
Hún lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 11. júlí síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Konráð
Benjamfn Oddsson
og Þuríður Gunn-
laugsdóttir. Guðrún
átti þijú systkini sem
öll eru látin. Eftirlif-
andi eiginmaður
Guðrúnar er Pétur
Jónsson vélvirki og
kennari við Iðnskólann í Reykja-
vfk til margra ára, fæddur 9. júní
1921. Hún giftist Pétri 8. maí 1942
og bjuggu þau í Reykjavík öll sín
hjúskaparár. Böm þeirra eru: 1)
Guðrún Margrét, f. 4.2. 1942,
maki Illugi Óskarsson, börn Pétur
Konráð, Eygló, Elín, Óskar. 2)
Kristín Thea, f. 15.2. 1945, dóttir
Guðrún Sigríður. 3) Þuríður Auð-
ur, f. 6.1. 1947, maki Gordon
Chumkian, böm Gordon Josef,
Danfel Pétur, Christa. 4) Iljördís,
f. 28.8. 1950, synir Pétur, Eirfkur,
Hilmar Freyr, samb.maður Bjöm
Hafsteinsson. 5) Hrönn, f. 24.5.
1952, maki Jóhann Ásberg Eiríks-
son, börn Sævar Þór, Jóhann Pét-
ur, Jóna Margrét. 6) Þóra, f. 12.12.
1953, maki Guðni Grétar Guðna-
son, d. 7.2. 1981, börn Ragnheið-
ur, Viðar Örn, Guðný Gréta,
samb.maður Ólafur Rögnvalds-
son, dóttir Dóra Björk. 7) Sigurð-
ur, f. 30.6. 1957, maki Jónfna Sig-
ríður Magnúsdóttir, synir Magnús
Guðberg, Konráð Vignir, Birkir
Þór. 8) Jón, f. 20.1.1959.
Guðrún var jarðsungin í kyrr-
þey frá Fossvogskapellu þriðju-
daginn 18. júlf.
sé orðin 46 ára - að
hugsa um það að enginn
kallar mig litlu stelpuna
sína aftur, en tmlega
var ég það í huga þínum
fram á síðasta dag.
Þú varst frábær móð-
ir, amma og langamma
og hugsaðir vel um
stóra hópinn þinn sem
er orðinn nokkuð fjöl-
mennur, alls 45 afkom-
endur sem allir fengu
sinn sess í hjarta þínu
sem alltaf virtist hafa
pláss fyrir einn í viðbót.
Hún amma í Árskógun-
um var í miklu uppáhaldi hjá öllum
barnabömunum og eiga þau mjög
erfitt núna, en tíminn læknar sárin og
minningin um þig kemur til með að
ylja okkur í framtíðinni. Elsku pabbi,
þú sem hugsaðir um mömmu af svo
mikilli natni og ást síðastliðin ár að
ekki var hægt annað en dást að því
hvað þú varst duglegur og um-
hyggjusamur. Hjónaband ykkar var
langt og farsælt og er missir þinn
mikill. Eg vona að Guð styrki þig og
systkini mín á þessum erfiða tíma.
Margseraðminnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margseraðminnast,
margseraðsakna
Guð þerri tregatárin stríð.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guðþérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Núna er hún elsku amma okkar
farin og söknum við hennar óskap-
lega mikið. Söknum litlu sætu ömmu
okkar sem var svo mikil puntrófa,
með bleika varalitinn og bleiku negl-
urnar. Söknum að sjá ekki brosið
hennar og hversu auðvelt var að
koma henni til að hlæja. Söknum
gullmolanna sem komu frá henni.
Söknum að fá ekki að koma við litlu
hendurnar hennar. Söknum þess að
sjá hana ekki sitja í eldhúsinu í Ár-
skógunum. Söknum þess að sjá ekki
unglingsástina sem var á milli afa og
ömmu, þau voru alltaf svo skotin
hvort í öðru.
En við eigum minningarnar um
þig, elsku amma, sem okkur þykir
svo vænt um.
Elsku amma, við vitum að núna líð-
ur þér betur en undanfarið og að ást-
vinir þínir hafa tekið vel á móti þér,
bless elsku amma.
Elsku afi, Guð styrki þig og börnin
ykkar í sorginni.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
ogallterorðiðrótt,
núsællersigurunninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að stójja,
enþað erGuðsaðvilja,
og gott er allt, sem Guðí er frá.
(V. Briem.)
Þín bamabörn,
Ragnheiður,
Viðar Öm,
Guðný Gréta
og Dóra Björk.
Þín dóttir,
Þóra.
Elsku mamma mín, mig langar að
kveðja þig með nokkrum orðum, en
hjarta mitt er fullt af sorg og söknuði
og það er undarleg tilfinmng þótt ég
H
H
Erfisdrykkjur
P E R L A N
H
H
Sími 562 0200
iiiiiiriiiixiii£
Þegar andlát
ber að höndum
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Önnumst alia þætti útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
7' sólarhringinn.
í ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF,
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
+
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og
afi,
VALTÝR JÓNSSON,
Gautlandi 9,
Reykjavík,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn
19. júlí.
Ósk Jónsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
SIGURÐUR JAKOB MAGNÚSSON,
Aðalgötu 15,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstu-
daginn 21. júlí kl. 14.00.
Kristborg Níelsdóttir,
Guðlaug Rósa Sigurðardóttir, Magnús Níels Sigurðsson.
+
Okkar ástkæri
JÓHANN ST. GUÐMUNDSSON,
Hæðargarði 38,
Reykjavík,
lést á heimili sínu mánudaginn 10. júlí.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Sérstakar þakkir færum við heimahlynningu
Krabbameinsfélagsins.
Þökkum vinarhug og samúð.
Ingigerður Helgadóttir,
Vilborg Jóhannsdóttir, Guðmundur Sigurðsson,
Þorgerður Jóhannsdóttir,
Herdís Jóhannsdóttir, Einar M. Nikulásson,
Gunnar Már Jóhannsson, Helga J. Steindórsdóttir
og fjölskyldur.
+
Frændi minn,
JÓN THEODÓR LÁRUSSON,
sem lést mánudaginn 17. júlí sl., verður
jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn
21. júlíkl. 15.00.
Lárus H. Bjarnason.
-I-
+
Við fráfall og útför
GUÐMUNDAR HALLDÓRS
GUNNLAUGSSONAR,
Móavegi 11,
Njarðvík,
viljum við þakka þeim fjölmörgu, sem sýndu
minningu hans virðingu og fjölskyldunni hlý-
hug og samúð. Sérstakar þakkir til sr. Baldurs
Rafns Sigurðssonar og söngfólks Ytri-Njarðvíkurkirkju
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Ruth Vita Gunnlaugsson.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýnt hafa okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður
og ömmu,
ÁSTU SIGRÍÐAR ÞORKELSDÓTTUR,
Lækjarsmára 6,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11E á
Landspítalanum og líknardeild Landspítalans í
Kópavogi.
Einar Karlsson og fjöiskyldur.