Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 31 Hreinn og látlaus leikur TONLIST liis(asaI n Sigurjóns Ólafssonar SELLÓTÓNLEIKAR Frumraun Ólafar SigursveinsdcStt- ur á selló, ásamt Agnieszka Bryn- dal á sembal og píanó en continuo rödd lék Nora Kornblueh. Flutt voru verk eftir J.S. Bach, Hinde- mith, Vivaldi og Schumann. Þriðju- dagurinn 18. júlí, 2000. LÍKLEGA eru svonefndir „debut“-tónleikar hvers listamanns erfiðustu tónleikar hans og geta haft afgerandi áhrif á það hversu tekst til um framhaldið. Auk þess að reyna að spá í í framhaldið er verið að gera upp allan námsferil- inn en um leið að hasla sér völl sem sjálfstæður listflytjandi. Ung listakona, Ólöf Sigursveinsdóttir, þreytti frumraun sína sem selló- leikari, sl. þriðjudag, í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Hún hóf tón- leikana á fyrstu sellósvítunni í G- dúr eftir J.S. Bach. þetta sólóverk er mikið eftirlæti allra sellista og eins konar vígsluverk. Ólöf Sigur- sveinsdóttir sýndi að vel hefur hún lagt grunn að góðri tækni, hefur fallegan tón og lék verkið á köflum nokkuð vel og tónhreint. Fyrsti kaflinn var vel mótaður þó nokkuð vantaði á krafttökin undir lokin. Allemande og Courante kaflarnir voru nokkuð órólega leiknir en slíkt fylgir því að vera ungur. Sara- bönduna í þessum einleiksverkum vilja margir telja besta þáttinn til að dæma um hæfni hvers flytjanda og þar var leikur Ólafar góður og vel mótaður. Aftur var það hrað- inn, sem var nokkuð mikill í menú- ettunum, svo minni munur var á þeim og Gigue, þættinum, gikkn- um, undir lokin. I tvenndarformi, sem er formgerð allra kafla verks- ins, að undantekinni prelúdíunni, á að endutaka báða hluta hvers kafla, en stundum er því sleppt í seinni hlutanum og styttir slík ráð- stöfun verkið verulega og raskar einnig formskipan þess. Hvað sem þessu líður var flutningur Ólafar góður og á köflum mjög fallega og látlaust mótaður. Annað verk tónleikanna var til- brigðaverk eftir Paul Hindemith en hann er sagður hafa samið einleiksverk fyrir öll hljóðfæri sin- fóníuhljómsveitarinnar, frá flautu niður í kontrabassa. Tilbrigðin eru um skondnar barnavísur og áttu tilbrigðin að vera lýsing á karakt- erum ljóðsins, sem er hégómlegur froskur, lítil mús, músafrændi og kötturinn Gamli-Tommi, sem bind- ur enda á gleðskap þeirra fyrr- nefndu, eða eins og síðasta vísan segir „That is the end of one two three, The frog, the mouse and the bumble-bee“. Þrátt fyrir að verkið væri skýrlega flutt, vantaði leikinn í þetta stutta en skondna verk. Sellósónata í g-moll, sem er sögð nr. 9, eftir Vivaldi, var næst á efn- isskránni, en meistarinn mun hafa samið tíu slíkar, samkvæmt tón- verkaskrá Breitkopfs en ein er glötuð. Sex eru númeraðar VI, 1-6 en þrjár eru ótölusettar og þar í er sú í g-moll og sögð nr. 42 í sónötu- safni Vivaldis. Upprunalega mun verkið hafa verið flutt með „basso continuo", þ.e. að leikið var með á selló og sembal og kom Nora Kornbiueh þar til leiks en píanist- inn Iék á sembal. Það var ekki nægilegt jafnvægi í styrk og var „continuo" röddin einum of sterk en semballinn í staðinn of veikur, svo að vart mátti greina hljóm hans. Yfirleitt eru sónötur frá þessum tíma einfaldlega leiknar með píanóundirleik, nema þar sem reyna á að líkja eftir upprunaleg- um flutningi. Þrátt fyrir þetta mis- ræmi í hljómstyrk var leikur Ólaf- ar vel útfærður og auðheyrt að hún er góður kammermúsikant. Loka- verkið á tónleikunum var Fantasie- stiicke, op. 73 eftir Schumann og þrátt fyrir öruggan leik, vantaði hina rómantísku ástríðu í verkið, sem þó var í heild fallega flutt. Ólöf Sigursveinsdóttir er efnilegur sellisti, ræður yfir góðri tækni, hef- ur þýðan og fallegan tón. Leikur hennar var hreinn en helst til lát- laus, en þó framfærður af öryggi og mátti heyra, að samspil hennar við píanistann Agnieszku Bryndal var gott, er gefur fyrirheit um að hér sé á ferðinni efni í góðan kammermúsikant, svo sem ráðið verður af þessum „debut“-tónleik- um. Jón Ásgeirsson Gylfí Æ^is- son sýnir í Egilsbúð GYLFI Ægisson opnar mál- verkasýningu í Egilsbúð, Neskaupstað, á morgun, föstudag, kl. 18. Öll málverkin eru til sölu ásamt geisladiska- og kassettusafni af lögum sem Gylfi hefur gefið út sjálfur. Sýninguni lýkur á sunnu- dagskvöld kl. 22. Sýningar- og reynsluakstursbílar Á STÓRLÆKKUÐU VERÐI FYRSTIR K0MA FYRSTIR FA Þeir sem hafa hraðar hendur geta nú tryggt sér bíl af bestu gerð á enn lægra verði. í nokkra daga seljum við með góðum afslætti nokkra bíla sem notaðir hafa verið á sýningum og í reynsluakstri. Fyrstir koma, fyrstir fá. Ekki missa af þessu tækifæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.