Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 31
Hreinn og látlaus leikur
TONLIST
liis(asaI n Sigurjóns
Ólafssonar
SELLÓTÓNLEIKAR
Frumraun Ólafar SigursveinsdcStt-
ur á selló, ásamt Agnieszka Bryn-
dal á sembal og píanó en continuo
rödd lék Nora Kornblueh. Flutt
voru verk eftir J.S. Bach, Hinde-
mith, Vivaldi og Schumann. Þriðju-
dagurinn 18. júlí, 2000.
LÍKLEGA eru svonefndir
„debut“-tónleikar hvers listamanns
erfiðustu tónleikar hans og geta
haft afgerandi áhrif á það hversu
tekst til um framhaldið. Auk þess
að reyna að spá í í framhaldið er
verið að gera upp allan námsferil-
inn en um leið að hasla sér völl
sem sjálfstæður listflytjandi. Ung
listakona, Ólöf Sigursveinsdóttir,
þreytti frumraun sína sem selló-
leikari, sl. þriðjudag, í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar. Hún hóf tón-
leikana á fyrstu sellósvítunni í G-
dúr eftir J.S. Bach. þetta sólóverk
er mikið eftirlæti allra sellista og
eins konar vígsluverk. Ólöf Sigur-
sveinsdóttir sýndi að vel hefur hún
lagt grunn að góðri tækni, hefur
fallegan tón og lék verkið á köflum
nokkuð vel og tónhreint. Fyrsti
kaflinn var vel mótaður þó nokkuð
vantaði á krafttökin undir lokin.
Allemande og Courante kaflarnir
voru nokkuð órólega leiknir en
slíkt fylgir því að vera ungur. Sara-
bönduna í þessum einleiksverkum
vilja margir telja besta þáttinn til
að dæma um hæfni hvers flytjanda
og þar var leikur Ólafar góður og
vel mótaður. Aftur var það hrað-
inn, sem var nokkuð mikill í menú-
ettunum, svo minni munur var á
þeim og Gigue, þættinum, gikkn-
um, undir lokin. I tvenndarformi,
sem er formgerð allra kafla verks-
ins, að undantekinni prelúdíunni, á
að endutaka báða hluta hvers
kafla, en stundum er því sleppt í
seinni hlutanum og styttir slík ráð-
stöfun verkið verulega og raskar
einnig formskipan þess. Hvað sem
þessu líður var flutningur Ólafar
góður og á köflum mjög fallega og
látlaust mótaður.
Annað verk tónleikanna var til-
brigðaverk eftir Paul Hindemith en
hann er sagður hafa samið
einleiksverk fyrir öll hljóðfæri sin-
fóníuhljómsveitarinnar, frá flautu
niður í kontrabassa. Tilbrigðin eru
um skondnar barnavísur og áttu
tilbrigðin að vera lýsing á karakt-
erum ljóðsins, sem er hégómlegur
froskur, lítil mús, músafrændi og
kötturinn Gamli-Tommi, sem bind-
ur enda á gleðskap þeirra fyrr-
nefndu, eða eins og síðasta vísan
segir „That is the end of one two
three, The frog, the mouse and the
bumble-bee“. Þrátt fyrir að verkið
væri skýrlega flutt, vantaði leikinn
í þetta stutta en skondna verk.
Sellósónata í g-moll, sem er sögð
nr. 9, eftir Vivaldi, var næst á efn-
isskránni, en meistarinn mun hafa
samið tíu slíkar, samkvæmt tón-
verkaskrá Breitkopfs en ein er
glötuð. Sex eru númeraðar VI, 1-6
en þrjár eru ótölusettar og þar í er
sú í g-moll og sögð nr. 42 í sónötu-
safni Vivaldis. Upprunalega mun
verkið hafa verið flutt með „basso
continuo", þ.e. að leikið var með á
selló og sembal og kom Nora
Kornbiueh þar til leiks en píanist-
inn Iék á sembal. Það var ekki
nægilegt jafnvægi í styrk og var
„continuo" röddin einum of sterk
en semballinn í staðinn of veikur,
svo að vart mátti greina hljóm
hans. Yfirleitt eru sónötur frá
þessum tíma einfaldlega leiknar
með píanóundirleik, nema þar sem
reyna á að líkja eftir upprunaleg-
um flutningi. Þrátt fyrir þetta mis-
ræmi í hljómstyrk var leikur Ólaf-
ar vel útfærður og auðheyrt að hún
er góður kammermúsikant. Loka-
verkið á tónleikunum var Fantasie-
stiicke, op. 73 eftir Schumann og
þrátt fyrir öruggan leik, vantaði
hina rómantísku ástríðu í verkið,
sem þó var í heild fallega flutt.
Ólöf Sigursveinsdóttir er efnilegur
sellisti, ræður yfir góðri tækni, hef-
ur þýðan og fallegan tón. Leikur
hennar var hreinn en helst til lát-
laus, en þó framfærður af öryggi
og mátti heyra, að samspil hennar
við píanistann Agnieszku Bryndal
var gott, er gefur fyrirheit um að
hér sé á ferðinni efni í góðan
kammermúsikant, svo sem ráðið
verður af þessum „debut“-tónleik-
um.
Jón Ásgeirsson
Gylfí Æ^is-
son sýnir
í Egilsbúð
GYLFI Ægisson opnar mál-
verkasýningu í Egilsbúð,
Neskaupstað, á morgun,
föstudag, kl. 18. Öll málverkin
eru til sölu ásamt geisladiska-
og kassettusafni af lögum sem
Gylfi hefur gefið út sjálfur.
Sýninguni lýkur á sunnu-
dagskvöld kl. 22.
Sýningar- og
reynsluakstursbílar
Á STÓRLÆKKUÐU
VERÐI
FYRSTIR K0MA FYRSTIR FA
Þeir sem hafa hraðar hendur geta nú tryggt sér bíl af
bestu gerð á enn lægra verði. í nokkra daga seljum við
með góðum afslætti nokkra bíla sem notaðir hafa verið
á sýningum og í reynsluakstri.
Fyrstir koma, fyrstir fá. Ekki missa af þessu tækifæri.