Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Akureyringar ánægðir með að búa á Akureyri AKUREYRINGAR telja stöðuna á húsnæðismarkaðnum betri í sínu bæjarfélagi en íbúar höfuðborgar- svæðisins. Þeir eru hins vegar óánægðari með launamálin, atvinnu- tækifærin og vöruúrvalið, en telja barna- og fjölskylduvænt umhverfí, rólegheit og nálægð við náttúruna til kosta þess að búa á Akureyri. Þetta er meðal þess sem kemur fram í sam- anburðarkönnun á ánægju og óánægju fólks á Akureyri og höfuð- borgarsvæðinu sem Gallup og Ráð- garður unnu fyrir atvinnumálanefnd. Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu hefur Akureyrarbær ákveðið að verja 13 miHjónum króna á næstu tólf mánuðum til markaðs- átaks í atvinnumálum, því að sam- kvæmt könnun Gallups og Ráðgarðs vega atvinnu- og launamál einna þyngst þegar fólk ákveður að flytjast frá Akureyri. Um 52% Akureyringa sem þátt tóku í könnuninni nefna at- vinnu- og launamál sem helstu ástæðu óanægju sinnar með lífskjör á Akureyri. Til samanburðar má geta þess að 18,4% íbúa höfuðborgarsvæð- isins telja atvinnutækifærin helsta kost þess að búa í Reykjavík. Akur- eyringar virðast hins vegar ánægðir með bæinn sinn þegar á heildina er litið því 73,7% segjast mjög ánægðir með að búa þar og 18,5% segjast frekar ánægðir. Aðeins rétt um 2% segjast frekar eða mjög óánægðir með að búa á Akureyri. Það sem Akureyringar nefndu sem helstu kosti þess að búa á Akureyri er. barna- og fjölskylduvænt umhverfi, en tæp 19% svarenda nefndu það, og 13,6% nefndu gott veðurfar og töldu þá margir til tekna að hafa mikinn snjó og hafa væntanlega haft vetrar- íþróttir í huga. Höfuðborgarbúar nefna úrval vöru og þjónustu og at- vinnutækifæri sem helstu kosti þess að búa á höfuðborgarsvæðinu. Staðan á húsnæðis- markaðinum góð Akureyringar telja stöðuna á hús- næðismarkaðnum góða, um 78% sögðu hana vera mjög góða eða frek- ar góða, en 12% töldu hana frekar slæma eða mjög slæma. íbúar á höf- uðborgarsvæðinu telja stöðuna á hús- næðismarkaðnum þar vera heldur verri. Um 52% telja stöðuna þar vera frekar slæma eða mjög slæma, en um 36% töldu hana góða eða mjög góða. Akureyringar eru einnig bjartsýnni á að eignast eigið húsnæði. Af þeim sem áttu ekki húsnæði og sýndu áhuga á að eignast slíkt töldu rúm 60% möguleika sína mjög góða eða frekar góða, samanborið við rúm 46% á höfuðborgarsvæðinu. Valur Knútsson, formaður at- vinnumálanefndar Akureyrarbæjar, sagði að það væri greinilegt að fólk væri að mörgu leyti ánægt á Akur- eyri. „Það er reynslan að íbúafjölgun er mest hér þegar það er kreppa hér og kreppa í Reykjavík, en minnst þegar það er þensla í Reykjavík. Það virðist vera svo að fólk vilji hafa tæki- færin fyrir framan sig, þó að það nýti þau ekki alltaf,“ sagði Valur. Hann sagði það einnig merkilegt að fólk á Akureyri telur möguleika sína betri á að eignast gott húsnæði, samanborið við svarendur á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er eitthvað sem við munum hamra á í viðleitni okkar að fá fyrir- tæki til að setjast að hér í bænum,“ sagðiValur. Héraðsdómur Norðurlands eystra Maður dæmdur fyrir fjárdrátt FYRRVERANDI formaður stjórnar og trúnaðarráðs Dval- arheimilis aldraðra sf. á Húsa- vík og prófkúruhafi félagsins hefur í Héraðsdómi Norður- lands eystra verið dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt, skilorðsbundið til þriggja ára. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa á tímabilinu 2. október 1991 til 23. nóvember 1994 dreg- ið sér fé úr sjóði félagsins, sam- tals rúmar 3,8 milljónir króna, með því að gefa út og innleysa átta tékka á reikninga félagsins og nýta allt andvirði eða hluta tékkanna í eigin þágu. Ennfrem- ur kemur fram í dómnum að ákærði hafi leitast við að leyna fjárdrætti sínum með með því að láta endurskoðanda félagsins í té tilhæfulaus gögn og rang- færa þannig bókhald félagsins. Fyrir dómi viðurkenndi mað- urinn skýlaust sakargiftir sam- kvæmt ákæruskjali og var játn- ing hans í samræmi við rannsóknargögn málsins. Þótti og sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hon- um er gefin að sök í ákæru. Ákærði sagðist fyrir dómi hafa notað nefndar peningafjárhæðir til eigin þarfa, m.a. til greiðslu opinberra gjalda, víxilskulda, skuldabréfalána og annarra reikninga. í dómnum kemur fram að til þess beri að líta að ákærði end- urgreiddi þegar á árinu 1994 inn á bankareikninga dvalarheimil- isins rúma eina milljón króna. Hann játaði undanbragðalaust brot sín við rannsókn málsins og endurgreiddi á árunum 1997 og 1998 að fullu þá fjárhæð sem sakarefni þessa máls tekur til ásamt vöxtum og öllum kostnaði sem leiddi af rannsókn kæranda og ríflega það. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Minningarskákmótið um Steinberg Friðfínnsson Olafur sigraði aftur FIMMTA minningarskákmótið um Steinberg Friðfinnsson var haldið á Baugaseli í Barkárdal, fæðingarstað Steinbergs, um síðustu helgi. Alls tóku 9 keppendur þátt í mótinu en sigurvegari varð Ólafur Kristjáns- son sem hlaut 12 vinninga af 16 mögulegum. Þetta var jafnframt annar sigur Ólafs á mótinu á jafn mörgum árum. Þór Valtýsson hafnaði í öðru sæti með 11 vinninga og Jón Björgvins- son í því þriðja með 10,5 vinninga. Keppt var um farandbikar sem Ferðafélagið Hörgur gaf til mótsins. Skákfélag Akureyrar stóð fyrir útihraðskákmóti á dögunum í sam- vinnu við Bókabúð Jónasar en þar var keppt um farandbikar sem gef- inn er af bókabúðinni. Gylfi Þórhalls- son sigraði, vann allar níu skákir sín- ar. Útihraðskákmót við höfnina Á morgun, föstudag, kl. 10 verður haldið útihraðskákmót vestan við Oddeyrarskála við Strandgötu, svo- kallað Hafnarmót. Það er Hafnasam- lag Norðurlands sem stendur fyrir mótinu í samvinnu við Skákfélag Ak- ureyrar. Þar sem skemmtiferðaskip verða við bryggju og á Pollinum má búast við að erlendir ferðamenn verði á meðal þátttakenda. Djasskvartettinn Peanut Factory. Djass í Deiglunni DJASSKVARTETTINN Peanut Factory leikur á heitum fimmtudegi í Deiglunni í kvöld og hefjast tón- leikarnir kl. 21:30. Kvartettinn var stofnaður í október árið 1999 af Hauki GröndaI,Stefan Pasborg og Jesper Lovdal. í honum eru auk Hauks Gröndals á saxófón þeir Jesper Lövdal saxafónleikari, Jeppe Skovbakke kontrabassaleikari og Stefan Pasborg á trommur. Aðgangur á tónleikana er ókeyp- is og er fólki bent á að koma tíman- Iega til að ná sór í sæti. Þess má geta að þeir félagar leika einnig í Gamla bænum á Hótel Reynihlíð föstudag- inn 21. júlí og laugardaginn 22. júlí. FímmtudagskvöU tónlcíkar kl.22. Túpflakarnír, Síggíllluga og Oddur Bjantí ásamt Wjómsveítínní Tíl baka. Föstudags-og laugardagskvöld dansWjómsveítín KOS GROHE Eldhústæki Grohe-vatn og vellíðan Grohe eldhústækin eru með keramic blöndunarhylki OPH) ÖLL KWðLD Tll KL 21 JWiMETRO Skeifan 7 • Sími S2S 0800 Framkvæmdir við fyrstu nýbyggingu Háskólans á Akureyri komnar vel á veg Stærstur hluti hússins í notkun í næsta mánuði Morgunblaðið/Kristján Fyrsta nýbygging Háskólans á Akureyri hefur risið á háskólasvæðinu á Sólborg. Á myndinni eru Sigurgeir Arngrímsson hjá SJS verktökum og Ólafur Búi Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri. FRAMKVÆMDIR við fyrstu nýbyggingu Háskólans á Akureyri á Sólborg eru komnar vel á veg. Nýja húsið er um 2.000 fermetrar að stærð og sögn Ólafs Búa Gunn- laugssonar, framkvæmdastjóra HA, er stefnt að því að taka stærst- an hluta þess í notkun í síðustu viku ágústmánaðar nk. og hefja þar kennslu. í nýja húsnæðinu verða kennslu- stofur, vinnuaðstaða fyrir kennara og skrifstofur. Kennsluhúsnæðið er í þremur álmum með átta kennslu- stofum, sérhæfðu húsnæði fyrir kennslu í hjúkrun og iðjuþjálfun auk hópherbergja og tengjast álm- urnar gangi sem tengir allt húsnæði skólans saman. SJS verktakar sjá um byggingu hússins én fyrirtækið átti lægsta tilboð í verkið sem boðið var út fyrir rúmu ári. Tilboð SJS verktaka hljóðaði upp á rúmar 247 milljónir króna. Sigurgeir Arngrímsson hjá SJS verktökum sagði verkið hafa gengið nokkuð vel en þegar mest er hafa, með undirverktökum, um 25 manns verið að vinna í byggingunni. Sigurgeir sagði að nýbyggingin væri nokkuð nýtískulegt hús í fram- kvæmd. Það væri með álgluggum, veggir væru sandsparslaðir, sem væri ódýrara og að allar lagnir væru utanliggjandi, í köplum og rennum. Framkvæmdir fyrir rúman hálfan milljarð SJS verktakar eru einnig að byggja 7 hæða fjölbýlishús með 29 stúdentaíbúðum við Drekagil, fyrir Félagsstofnun stúdenta á Akureyri, steinsnar frá háskólasvæðinu á Sól- borg. Uppsteypu hússins er lokið og framkvæmdir innanhúss komnar vel á veg, að sögn Sigurgeirs en þar hafa allt að 30 manns verið að störf- um. Ráðgert er að Félagsstofnun stúdenta fái 20 íbúðir í húsinu, sem keyptar voru á þessu og síðasta ári, afhentar í lok næsta mánaðar. Þá hefur Félagsstofnun stúdenta for- gangsrétt á leigu þeirra 9 íbúða sem eftir eru en stefnt er að því að stofn- unin eignist þær í framtíðinni. I húsinu, sem er samtals um 2.200 fermetrar að stærð, eru 14 þriggja herbergja íbúðir, jafnmarg- ar tveggja herbergja íbúðir og ein einstaklingsíbúð. Þá er kjallari í húsinu. Kostnaður við bygginguna er um 200 milljónir króna. Félagsstofnun stúdenta á fyrir 28 íbúðir og 26 einstaklingsherbergi í fjórum húsum í bænum, þannig að hér er um gríðarlega viðbót að ræða í húsnæðismálum námsmanna. Heildarkostnaður við nýbyggingu HA og stúdentaíbúðirnar er áætlað- ur vel á sjötta hundrað milljónir. Þá hefur verið auglýst eftir ráð- gjafa til að undirbúa útboð vegna byggingar rannsóknarhúss við Há- skólann á Akureyri. Stærð hússins og framkvæmdatími hefur þó ekki verið endanlega ákveðin. Hug- myndin er að rannsóknarhúsið verði ekki í eigu ríkisins, heldur einkaaðila, sem mun þá leigja það undir starfsemi HA og aðra rann- sóknarstarfsemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.