Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 35
34 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÍSLENZK ERFÐAGREINING Á MARKAÐ s SLENZK erfðagreining hf. er ekki aðeins frumkvöðull á sviði erfðarannsókna á Islandi heldur hefur fyrirtækið rutt brautina með öðrum hætti. Vel heppnað hlutafjár- útboð móðurfélags Islenzkrar erfða- greiningar, deCode genetics Inc. á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum á Wall Street er til marks um, að nýir tímar geta verið í vændum í íslenzku atvinnulífi. Það hefur verið fróðlegt og lær- dómsríkt að fylgjast með aðdrag- anda þessa hlutafjárútboðs. Utboðslýsingin, sem kynnt var rækilega hér í Morgunblaðinu á sín- um tíma var eins konar kennslubók fyrir íslenzk fyrirtæki og hlutabréfa- markaðinn hér í því, hvernig á að standa að slíkum útboðum og hvers konar upplýsingar fyrirtæki þurfa að leggja fram áður en þau geta boðið fjárfestum að leggja fé í hlutabréfa- kaup. í aðdraganda útboðsins sjálfs efndu forráðamenn Islenzkrar erfða- greiningar til kynningafunda með fjárfestum beggja vegna Atlants- hafsins, þar sem þeir kynntu áform sín og svöruðu spurningum. Nú er ljóst, að hlutafjárútboðið sjálft hefur heppnast mjög vel og fyrirtækið hefur tryggt sér töluvert á annan tug milljarða í starfsfé. Islenzk erfðagreining er orðið að stórfyrirtæki á íslenzkan mæli- kvarða. Markaðsvirði fyrirtækisins á Nasdaq er u.þ.b. tvöfalt meira en þess fyrirtækis, sem hæst er metið á Verðbréfaþingi íslands, sem er Is- landsbanki-FBA eða um 90 milljarð- ar króna. Þetta er meiriháttar afrek og á engan hallað þótt sagt sé að fyrirtækið sé fyrst og fremst sköpunarverk Kára Stefánssonar. Það er til marks um þá stöðu, sem Kári Stefánsson hefur skapað sér á þessu sviði, að í síðustu viku var hann beðinn að mæta á fund nefndar bandarísku öldungadeildarinnar til þess að ræða um genarannsóknir pg málefni þeim tengd og er fyrsti Is- lendingurinn, sem verður þess heið- urs aðnjótandi. Það er alveg ljóst, að íslenzk erfðagreining er áhættufyrirtæki og enginn getur fullyrt neitt um það hvaða árangur verður af starfsemi þess. Hið sama á við um öll fyrirtæki í heiminum, sem starfa á þessu sviði. Það er til marks um þau áhrif, sem íslenzk erfðagreining hefur haft á ís- lenzkt viðskiptalíf að í samtali við Morgunblaðið í gær um fjárfestingu bandarísks banka í Landsbanka Is- lands, segir Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðsins m.a.: „Án þess þó að þarna séu bein tengsl á milli, hefur umfjöllunin um fyrirtækið og það að bréf deCode eru komin á markað bæði í Evrópu og Bandaríkjunum beint sjónum manna erlendis í auknum mæli að Islandi. Hvort hér séu til fleiri fjárfestingar- kostir. Ég tel því, að þetta sé rétt upphafið að stórum erlendum fjár- festingum hérlendis." Áhrifin af vel heppnuðu hlutafjár- útboði deCode genetics Inc. eiga eft- ir að verða víðtæk. Auk þess að festa starfsemi Islenzkrar erfðagreining- ar í sessi má gera ráð fyrir að íleiri íslenzk fyrirtæki fari að kanna mögu- leika á skráningu á hlutabréfamörk- uðum í öðrum löndum. Það er eftir- sóknarvert og æskilegt m.a. vegna þess, að það mun auka erlendar fjár- festingar í íslenzku atvinnulífi. SAMGÖNGUBYLTING í LOFTI IMorgunblaðinu í gær var frásögn af mikilli reiði farþega, ekki sízt spænskra farþega vegna þess, að flugi frá Madrid hafði seinkað um sólar- hring eða meir og farþegar orðið fyrir margvíslegum óþægindum af þeim sökum. Það er skiljanlegt að farþegar verði reiðir, þegar þeir hafa verið vaktir og kallaðir út á flugvöll um miðja nótt en í kjölfar þess verði enn frekari tafir. Atvik af þessu tagi mega þó ekki verða til þess að menn missi sjónar af því stórmerkilega uppbyggingar- starfi, sem forráðamenn og starfs- menn Flugleiða hafa unnið á nokkrum undanförnum árum við að byggja upp svo fullkomið samgöngukerfi, að undrun og aðdáun vekur. Flugleiðir fljúga nú til svo margra staða beggja vegna Atlantshafsins og ferðatíðnin er orðin svo mikil, að það er alveg augljóst, að það hefur greitt verulega fyrir viðskiptum og sam- skiptum íslendinga við önnur lönd. Nú er auðvelt fyrir fólk að fljúga til annarra landa að morgni, ljúka erind- um sínum og koma heim aftur að kvöldi. Þetta er bylting en ekki breyting miðað við það, sem áður var, þegar viðskiptaferðir og ferðir stjórnar- erindreka tóku marga daga vegna þess hvernig stóð á áætlunum flugfé- laga. Þessi samgöngubylting í lofti á milli íslands og annarra landa hefur orðið til þess að allt viðskiptalífið er starf- hæfara en áður og öll samskipti auð- veldari. Þessu samgöngukerfi hefur ekki verið komið á á vegum ríkisins, heldur einkafyrirtækis. Við íslendingar eigum mikilla hags- muna að gæta í því að starfsemi Flug- leiða gangi vel. Flugrekstur gengur misjafnlega í öllum löndum. Aðstæður á þessu ári hafa verið mjög erfiðar og fjölmörg flugfélög gripið til margvís- legra aðgerða af þeim sökum. Þegar árar erfiðlega hjá Flugleiðum á þjóðin að slá skjaldborg um félagið vegna þess, að þær samgöngur, sem félagið hefur byggt upp fyrir þessa fámennu og einangruðu þjóð eru ómetanlegar. Flugleiðir hafa gott af þeirri er- lendu samkeppni, sem félagið býr við á flugleiðinni milli íslands og annarra landa. En gleymum því ekki, að það voru ekki þessi erlendu félög, sem byggðu upp þetta víðtæka samgöngu- net í lofti, sem skiptir okkur svo miklu máli heldur hið íslenzka fyrirtæki. Aðstoðarutanríkisráðherra Þýskalands um samrunaferlið í ESB Morgunblaðið/Amaldur Dr. Christoph Zöpel, aðstoðarutanríkisráðherra Þýskalands, segist geta séð fyrir sér að eftir fáeina áratugi muni Bandaríkin, Evrópusambandið og Rússland sameinast í nýju öryggis- og varnarbandalagi. Ný ríki þurfa s veigj anleika Christoph Zöpel, aðstoðarutanríkisráð- herra Þýskalands, segir í samtali við Kristján Jónsson að Bandaríkin eigi sem fyrr að vera forysturíkið í Atlants- hafsbandalaginu og Evrópustoðin svo- nefnda muni ekki sundra bandalaginu. Hann segir að breyta eigi reglum Evrópu- sambandsins til að auðvelda nýjum ríkjum að laga sig að samstarfínu. JÓÐVERJAR vilja bæta samskipti sín við Rússa en líta ekki svo á að um sé að ræða sérstakt samband þjóðanna tveggja heldur sé mark- miðið að efla tengsl allra þjóða Evrópusambandsins (ESB) við grannann í austri. Að sögn dr. Christophs Zöpels, aðstoðarutanrík- isráðherra Þýskalands, þurfa smærri þjóðir Áustur-Evrópu ekki að óttast að hagsmunum þeirra verði fórnað til að þóknast Rússum. Hann segir ennfremur að vegna mismun- andi þarfa væntanlegra aðildarþjóða verði að auka sveigjanleika við að- lögun að skilyrðtun sambandsins. Um varnarmál segir hann að vænt- anlegri Evrópustoð í Atlantshafs- bandalaginu (NATO) sé eingöngu ætlað að bæta verkaskiptingu í vam- arsamstarfinu við Bandaríkin og Kanada. Næstu áratugi verði það sem fyrr lqamorkuvamir Banda- ríkjanna sem tryggi öryggi Evrópu- þjóða. Ráðherrann kom hingað til lands í opinbera heimsókn um helgina í til- efni af því að Þjóðverjar tóku nýlega við forsæti í Eystrasaltsráðinu og hefur rætt við íslenska ráðamenn um samskipti landanna sem hann segir í góðum farvegi. Hann hélt síð- an heimleiðis í gær. Zöpel er liðs- maður jafnaðarmannaflokks Ger- hards Schröders kanslara, SPD, en utanrfldsráðherra Þýskalands, Joschka Fischer, er úr röðum Græn- ingja. Tveggja hraða samruni Zöpel er spurður um samrunaþró- un og stækkun Evrópusambandsins. Schröder og Jacques Chirac Frakk- landsforseti ræddu nýlega um svo- nefnda tveggja hraða þróun í sam- runaferlinu. Hvað verður um þær þjóðir sem fara sér hægar en hinar, Breta til dæmis? Hann svarar því til að mikilvægasta verkefnið sé nú að semja um nauðsynlegar breytingar á skipulagi, reglum og stjóm sam- bandsins til að það verði reiðubúið að taka við nýjum aðildarþjóðum á næstu 5-6 árum. „Aðildarþjóðimar era nú 15 en um miðbik áratugarins geta þær orðið 25 ef ekki fleiri. Ég vil frekar tala um mismunandi hraða en tveggja hraða samrana, ég sé ekki fyrir mér tvo ríkjahópa, fremur að reynt verði að gefa hverju ríki aukin færi á að laga sig með sínum hætti að samstarfinu. Schröder og Chirac ræddu um sveigjanleika sem beita þyrfti. Sumt í stefnunni og sumar reglur gætu orðið að veraleika hjá ákveðnum aðildarþjóðum en ekki öllum. Við beitum þegar slíkum sveigjanleika, ég nefni evrasvæðið sem nokkur aðildarríki eiga ekki að- ildað. Ég vil ekki á þessu stigi málsins ræða hvort Bretar verði ekki með í sumum þáttum samvinnunnar. Blair forsætisráðherra er nú að undirbúa hvemig og hvenær tekin verði ákvörðun en ég tel að Bretar verði innan fimm ára að gera upp hug sinn og álít að þeir muni taka upp evruna. En sveigjanleikinn gæti birst með ýmsum hætti, t.d. í því að reglur um umhverfismál væra með einum hætti í Eystrasaltslandi en öðrum í Alpalandi. Það er að sjálfsögðu mik- ill munur á aðstæðum á fleiri sviðum, nefna má innflytjendamál og reglur um frjálst flæði vinnuafls milli landa. Til greina kæmi að þær yrðu mis- munandi og nýju rfldn fengju langan aðlögunartíma." Zöpel segist aðspurð- ur efast um að Bretar geti sleppt því að taka þátt í gjaldeyrissamvinn- unni og auknum sam- rana ESB-landanna og í staðinn tryggt stöðu sína í heimsvið- skiptum með aðild að NAFTA frí- verslunarsamstaríinu sem Banda- rfldn, Kanada og Mexíkó hafa tekið upp-. „Ég kannast við þessar umræður sem vora nokkuð áberandi fyrir tveim áram,“ segir hann. „Sumar mikilvægar staðreyndir era ekki alltaf ofarlega í vitund almennings. Tvær helstu kauphallir í Evrópu era í London og Frankfurt og þær sam- einuðust fyrir nokkrum mánuðum. Umsvifin verða mest í London. Er hægt að ímynda sér að land sem hýs- ir mikilvægustu verðbréfaviðskiptin í álfunni muni til lengdar vera utan við evrasvæðið? Núna þuríúm við sameiginlegan gjaldmiðil til að vera samkeppnis- færir við Bandarfldn, síðar til að geta einnig keppt við Kína og Ind- land.“ Nýtt risaveldi? Hann er spurður hvert sé mark- miðið með Evrópusamrunanum, nýtt risaveldi? Zöbel svarar að ef menn ræði um að gera Evrópu að risaveldi verði þeir að skilgreina hugtakið. „Núna er risaveldi ríki sem getur varið sig og bandamenn sína íyrir kjamorkuárás. Bandarík- in, ein Vesturlanda, geta þetta núna. Allt önnur spuming er hve öflugt ríki eða ríkjasamtök með mikinn efnahagslegan mátt getur verið. Evrópusambandið reyn- ir sem stendur að keppa á jafnréttisgrundvelli við Bandaríkin á eftia- hagssviðinu en sam- bandið er ekki risaveldi. Ef menn velta fyrir sér hvaða rfltí verði risaveldi framtíðar- innar era það auk Bandaríkjanna Kína og Indland sem augljóslega koma helst til greina vegna þess að þau era svo fjölmenn en ekki Evrópa." Hann er spurður um áformin um aukna og sjálfstæðari þátttöku Evrópuþjóða í vömum Atlantshafs- bandalagsins, Evrópustoðina. Getur niðurstaðan orðið sú að hálfrar aldar vamarsamstarfi yfir hafið verði rift? Hver yrði þá staða Islendinga, myndu þeir verða að gera upp á milli annars vegar að halda áfram að njóta bandarískrar hervemdar eða ganga til liðs við Evrópusambandið og taka með einhverjum hætti þátt í varnarviðbúnaði þess? „Islendingar era enn háðari vemdinni sem NATO veith' en önn- ur Evrópurfld. Ég get því vel skilið áhyggjurnar sem Islendingar og reyndar fleiri þjóðir hafa af því að Evrópustoðin geti magnað deilur milli Évrópusambandsins og Banda- ríkjanna en það mun ekki gerast. Rússar munu aldrei geta ógnað neinu aðildan-íki NATO og öllu skiptir að bandalagsrfldn muni sem fyrr standa saman undir bandarískii forystu. Um þetta ætti enginn vafí að ríkja. En svara verður þeirri spurningu hvort Evrópuríkin geti sjálf leyst staðbundinn, afmarkaðan vanda sem kemur upp vegna hættuástands í álfunni eða í gi’ennd við hana, hvort þau hafi til þess nægilega öflugan búnað. Hlutverkið sem ætlunin er að sinna með Evrópustoðinni var rætt og skil- greint á svonefndum Petersberg- fundi. Herverndarsamningur engin hindrun íslendingar gætu orðið þátttak- endur í þessu ferli í þeim mæli sem þeir vilja. Ef þeir vilja leggja fram liðstyrk í borgaralegum aðgerðum, þ. e. án þess að herliði sé beitt, geta þeir ávallt verið með þar sem Evrópusambandið ákveður að hafa afskipti af einhvers konar hættu- ástandi. Og ef íslendingar gengju í Evrópusambandið myndu herstöðv- ar Bandaríkjamanna hér á landi ekki valda neinum vanda eða torvelda starf Islendinga innan sambandsins. Ég bendi auk þess á að Bandaríkja- menn era með herstöðvar í mörgum öðram ESB-ríkjum og þær munu heldur ekki valda neinum vanda í framtíðinni. Þið eruð velkomnir og Þjóðverjar myndu styðja aðild ís- lands ef þið sæktuð um hana.“ Hann segir að menn hafi farið fyr- ir alvöru að velta íyrir sér framlagi og getu Evrópuríkjanna í varnar- málum eftir Kosovo-átökin. „í hnatt- rænum skilningi var þar ekki um stórmál að ræða en Evrópa þurfti samt aðstoð frá Bandaríkjamönnum. Nú era Evrópurfldn að byija að koma sér upp búnaði og skipulagi sem dugar til að koma í veg fyrir eða stöðva átök þar sem kjamavopn koma ekki við sögu. Markmiðið er fyrst og fremst að nýta betur þann búnað og mannafla sem við höfum til ráðstöfunar. En næstu 30-40 árin verða Evrópumenn að treysta á Bandaríkin komi til kjarnorkuátaka. Og ég get ímyndað mér að eftir tvo eða þrjá áratugi muni verða lögð meiri áhersla á samvinnu í varnar- málum milli þriggja öflugra aðila, Bandaríkjanna, Evrópusambands- ins en einnig Rússlands ásamt bandamönnum þess. Allir hafa samningsaðilar rætur í Evrópu og menningu hennar og ef til vill tekst þeim að búa til ný vamarsamtök er taki við af NATO.“ Pútín Rússlandsforseti talaði í Þýskalandsheimsókn sinni um að samskiptin við Þjóðverja væru mik- ilvægari en við öll önnur Evrópuríki. Er að myndast einhvers konar sér- stakt samband milli Rússa og Þjóð- veija og ættu smærri grannþjóðir þeirra, sem hafa mis- jafna reynslu af afleið- ingum slíkrar vináttu íyrir þær, að vera á varðbergi? „Þjóðveijar hafa ekki hug á neinu sérstöku sambandi við Rússa, vilja að Evrópa öll eigi góð samskipti við þá. Én Evrópusambandið er samband sjálf- stæðra ríkja og meðan svo er hlýtur að vera ljóst að forseti Rússlands heimsækir fyrst stærri þjóðirnar. Og svona í framhjáhlaupi, þegar minnst er á sérstakt samband er rétt að minna á að Pútín fór í sína fyrstu opinbera heimsókn til Bretlands. Við lítum á það sem skyldu okkar að reyna eftir megni að bæta sam- skipti Rússa við Evrópusambandið og væntanlega aðildarríki sam- bandsins í Austur-Evrópu. Við höf- um því samráð við fulltrúa þeirra, skýram þeim frá stöðu mála og segj- um þeim frá því hvernig sambúð okkar og Rússa er háttað. Stundum verða menn að viðurkenna að sögu- legu ferli er lokið og nú er verkefnið að efla viðskiptaleg og menningarleg tengsl í nútímanum við Rússa. A þessum sviðum getur ekki verið um nein sérstök tengsl að ræða heldur samskipti á jafnréttisgrandvelli milli allra. Varðandi hugsanlega hættu sem Pólverjum eða íbúum Eystra- saltsríkjanna gæti stafað af kjarn- orkuvopnum Rússa era það einvörð- ungu Bandarfldn sem geta veitt þeim raunhæfa vernd.“ En er ekki hætta á að ofuráhersla á bætt samskipti blindi menn, þeir sætti sig við Tsjetsjníu-hemað Rússa til að friða þá? Stundi frið- kaup og haldi uppteknum hætti jafn- vel þótt Rússar fari að ógna Eystra- saltsríkjunum? „Margs konar ríkjasamstarf er stundað í Evrópu, í efnahagsmálum, mannréttindamálum, vamar- og öryggismálum og á fleiri sviðum. Við getum ekki sætt okkur við hernaðinn í Tsjetsjníu, stefnan og aðferðimar sem Rússar beita era ekki í samræmi við evrópsk gildi. Evrópuráðið fjallar um mannrétt- indi og fordæmdi stefnu Rússa í Tsjetsjníu. En engin þjóð, hvorki ís- lendingar né aðrir, leggur til að reynt sé að þvinga Rússa með vopnavaldi, það segir sig sjálft. Miklu sldptir að Rússar eru nú smám saman að viðurkenna að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, og Evrópuráðið hafi rétt á að senda fulltrúa til Tsjetsjníu til að meta ástandið og geti jafnvel haft milligöngu um sættir. Eina færa leiðin er að efla efnahagsleg og önn- ur tengsl við Rússa, fordæma þætti í stefnu þeirra eins og Tsjetsjníuhern- aðinn en reyna að vinna að friðsam- legri lausn.“ Hvar era mörk Evrópu, við Úral- fjöll í austri, við Marmarahaf og Gí- braltar? Eða era þau ekki landfræði- leg þegar fjallað er um stækkun Evrópusambandsins? „Einu raunveralegu mörk Evrópu era sameiginleg gildi, þar finna menn landamæri álfunnar. Ef þjóð vill ganga í Evrópusambandið verð- ur hún að virða evrópsk gildi sem eiga rætur í Upplýsingarstefnunni, frelsi, mannréttindi og mannúð. Nú- verandi aðildarþjóðir fullnægja allar þessu skilyrði. Sama gera þrjár Evrópuþjóðir utan sambandsins, ís- lendingar, Svisslendingar og Norð- menn en þær hafa kosið að vera fyrir utan. Sagt hefur verið að Norðmenn eigi of mikla olíu, Islendingar of mik- ið af fiski og Svisslendingar of mikið afpeningum! En á komandi áratug munu um 130 milljónir manna geta gengið í sambandið ef þeir vilja og fullnægja skilyrðunum. Éftir 2010 kemur svo í ljós hvort Rússar, Úkraínumenn og Hvítrússar fylgja í kjölfarið." Hann segir að breyta þurfi mjög skipulagi og stjórnháttum í sam- bandinu ef aðildarþjóðunum fjölgi svo mjög. „Ég ætla að vitna í Chirac forseta sem hefur sagt að brýnt sé að setja sambandinu stjórnarskrá. í fyrsta lagi til að hafa skýr ákvæði um skiptingu valdsins milli sam- bandsins annars vegar og aðildarrík- isins hins vegar. Sambandið þarf einkum að hafa gjaldeyrismálin, evr- una, í sínum höndum en einnig sam- eiginleg vamar- og ör- yggismál sambandsins. Til að annast þessi mál þarf stofnanir sem sæta lýðræðislegu aðhaldi og era lýðræðislega kjörn- ar. Eg á við þingdeild sem kjörin er beint af fólld í aðildar- ríkjunum og þar sem fjöldi fulltrúa fer í aðaldráttum eftir íbúafjölda í hveiju landi. Við þurfúm aðra þing- deild sem gæti orðið svipuð öldunga- deildinni bandarísku og hvert aðild- arrfld hefði sömu réttindi, sama fjölda þingmanna. Við þmfum ríkis- stjórn sem þingið kysi. Stóra verk- efnið yrði síðan að slá því föstu hvaða mál ætti að útkljá í þingdeildunum og hver ættu að vera á valdi hverrar aðildarþjóðar," segir Christoph Zöp- el. Aðeins Banda- ríkin geta varið grann- þjóðir Rússa. ESB sjái um sameiginleg öryggismál og evruna. FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 35 Málþing um ævisögur í heimspekilegu ljósi haldið í JL-húsinu á föstudaginn Góðar heim- spekilegar ævi- sögur sjaldséðar RAY MONK, forseti heim- spekideildar í Sout- hampton-háskóla, flytur fyrirlestur um heim- spekilegar ævisögur á málþingi Heimspekistofnunar Háskóla ís- lands og Reykjavíkurakademíunn- ar. Monk er höfundur ævisagna Ludwigs Wittgensteins og Bert- rands Russells en báðar þessar sögur hafa vakið mikla athygli bæði innan og utan heimspekinnar. James Conant, prófessor í heim- speki við háskólann í Chicago, flyt- ur fyrirlestur sem hann nefnir „Heimspeki og ævisögur“ og fjall- ar þar um tengsl heimspeki og ævi- söguritunar og að hve miklu leyti ævisaga heimspekinga er nauðsyn- leg til þess að skilja verk þeirra og heimspeki. Morgunblaðið hitti Conant að máli og spurði hann meðal ann- ars út í fyrirlest- ur hans á föstu- daginn og önnur verk hans. Conant er höf- undur fjölda greina um Witt- genstein, Kierke- gaard, Érege og Nietzsche sem sumar hverjar hafa valdið straumhvörfum í heimspeki. Hann hefur getið sér gott orð fyrir að túlka verk heim- spekinga að hluta til með því að skoða þætti úr lífi þeirra og má í því sambandi nefna túlkanir hans á verkum Kierke- gaards og Nietzsches. Fyrstu fjórtán ár ævi sinnar bjó Conant með foreldrum sínum í Japan og viðar í Asíu. Hann fluttist síðan með þeim til heimalands síns, Bandaríkjanna. Conant lagði stund á eðlisfræði við Harvard-háskóla en áhugi hans á heimspeki vaknaði þegar hann aðstoðaði við kennslu námskeiðs um vísindasögu og vís- indaheimspeki fyrir Thomas Kuhn. Það varð til þess að síðar sneri hann sér alfarið að greininni. Að sögn Conants myndu flestir segja að innan heimspekinnar hafi hann sérhæft sig í málspeki, vís- indaheimspeki og þekkingarfræði. „Ég hef sjálfur ekki mikla trú á því að sérhæfing á sviði heimspeki sé af hinu góða. Ein ástæðan fyrir því að ég kaus að leggja fyrir mig heimspeki er sú að ég vildi komast hjá sérhæfingu. Ég held að þeir sem sérhæfa sig of mikið á vissum sviðum heimspekinnar einangrist frá öðrum sviðum hennar. Það er slæmt vegna þess hversu mikil- vægt það er að þekkja vel til hinna ólíku sviða heimspekinnar. Að mínu mati er of mikil áhersla lögð á sérhæfingu í háskólum. Það er ef til vill besta fyrirkomulagið í ein- hverjum greinum, á sviði raunvís- inda til dæmis, en ómögulegt fyrir aðrar greinar og er heimspekin þar með talin,“ segir Conant. Góð ævisaga eykur skilning á verkum heimspekings En hvað telur Conant að góð heimspekileg ævisaga þurfi að hafa til að bera? „Heimspekileg ævisaga á að segja frá lífi heimspekings á þann hátt að hún auki skilning les- anda á heimspeki hans. Þrátt fyrir að til séu fjölmargar ævisögur heimspekinga eru því miður aðeins „Ævisögur í heimspeki- legu ljósi“ er yfirskrift málþings sem fer fram á föstudaginn á vegum Heimspekistofnunar Háskóla íslands og Reykj avíkurakade- míunnar. Þar munu tveir erlendir fyrirles- arar fjalla um heim- spekilegar ævisögur. örfáar sögur þannig úr garði gerð- ar að þær geti kallast vel heppnað- ar heimspekilegar ævisögur,“ segir Conant. „Hingað til hafa ævisögur heim- spekinga einkennst af tvenns kon- ar viðhorfi til efnisins og ég tel að það standi heimspekilegri ævi- sagnaritun fyrir þrifum. Annars vegar er það viðhorf sem ein- kennist af smættarhyggju. Full- trúar þessa viðhorfs reiða sig í of miklum mæli á ævi heimspekings í túlkun á verkum hans og heim- speki. Þeir trúa því að líf hans sé lykill að heimspeki hans og skoða heimspekina í ljósi ákveðinna stað- reynda úr lífi hans, til dæmis því að hann hafi verið samkynhneigður, misst foreldra sína, átt í fjölmörg- um ástarsamböndum eða tilheyrt öfgasamtökum. Sumar ævisögur hafa verið samdar með þetta sjón- armið smættarhyggjunnar að leið- arljósi og þær hafa því miður til- hneigingu til þess að reyna að þröngva kenningum um hvað sé mikilvægt í verkum heimspekings- ins upp á lesandann. Hitt viðhorfið til ævisagna heim- spekinga er í raun andsvar við túlkun smættarhyggjunnar og felst í því að líf heimspekings og verk hans séu álitin óskyldir hlutir sem ekki ætti að rugla saman. Þannig komi líf mannsins heim- speki hans ekkert við. Þessi kenn- ing er að mínu mati ófullnægjandi. Það nægir að benda á Sókrates sem var frábær heimspekingur en skildi ekkert eftir sig í rituðu máli. Það er ekki hægt að segja að skrif hans hafi verið eitt og líf hans ann- að þar sem eina leiðin til þess að kynnast heimspeki Sókratesar er í gegnum skrif annarra og frásagn- ir,“ segir Conant. „En Sókrates er í hugum margra ímynd heimspek- ingsins á Vesturlöndum," bætir hann við. Þegar Conant er spurður að því hvort til séu margar ævisögur” heimspekinga sem bæta einhverju við skilning á verkum þeirra sjálfra svarar hann því til að góðar heim- spekilegar ævisögur séu allt of sjaldgæfar. „I fyrirlestri mínum tala ég um ævisögur sem Ray Monk hefur ritað um Ludwig Witt- genstein og Bertrand Russell. Það má segja að Monk sé einn af örfá- um sem hafa ritað vel heppnaðar heimspekilegar ævisögur. Hann fellur ekki í þá gryfju að skýra verk heimspekinganna með atburðum eða aðstæðum úr lífi þeirra en samt sem áður lítur hann á líf heimspek- ings og verk hans sem órofa heild. Hann reynir að skilja líf heimspek- ingsins út frá - heimspeki hans en ekki öfugt. Hann skrifar þannig að les- andinn fær tækifæri til að glíma við spurn- ingar og leita svara sem leiða hann ekki að- eins nær skiln- ingi á lífi heim- spekingsins heldur einnig á~ verkum hans. Ævisögur Monks um Wittgenstein og Russell eru mjög ólíkar enda era þarna á ferð ólíkir heimspekingar. í sögu Wittgen- steins sjáum við einingu milli ævi hans og heimspeki enda væri ekki auðvelt að skilja heimspeki Witt- gensteins án þess að vita eitthvað um það hvernig hann kaus að lifa lífinu. Ævi hans og verk kallast á, þegar eitthvað gekk upp hjá hon- um í heimspeki má oft rekja það tiÞ þess að honum tókst að láta eitt- hvað ganga upp í eigin lífi. Saga Monks um Bertrand Russ- ell sýnir hins vegar fram á hvernig brestirnir í lífinu og heimspekinni geta varpað ljósi hverjir á aðra. Yf- irborðsmennska í hugsun og óheið- arleiki hafði bæði áhrif á líf hans og verk,“ segir Conant. Möguleiki á nýrri byrjun í heimspeki Spurður um stöðu heimspekinn- ar í dag segir Conant að margt spennandi sé að gerast á sviði heimspeki. „Þegar ég byrjaði að fást við heimspeki fyrir 25 árum var meira um að menn teldu sig hafa svörin við því hvernig ætti að skilja heimspeki. Það var nokkurs konar samkomulag um hvaða skilningur væri réttur og hvaða að- ferðir bestar. Vissir háskólar voru þekktir sem bestu skólarnir og ákveðnir heimspekingar voru við- urkenndir sem mikilvægustu höf- undar heimspekirita. í dag hefur þetta breyst og kannski mætti segja að heimspekin sé brota- kenndari en nokkru sinni fyrr. Það er ekki samkomulag, meðal þeirra sem leggja stund á heimspeki, um hvað sé góð heimspeki, hvaða* kenningar séu réttar eða sannar og hvaða höfunda sé mikilvægt að lesa. Hins vegar hefur fólk sem starfar á sviði heimspeki nú tæki- færi til þess að taka þátt í að móta framtíð heimspekinnar. Við eygj- um möguleika á nýrri byrjun og það er bæði spennandi og krefjandt að taka þátt í því,“ segir Conant. Morgunblaðið/Amaldur James Conant, heimspekingur, tekur þátt í málþingi í Reykjavfk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.