Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ 38 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 * ■■ ......... Zidane og Nasdaq Slegist er um vörumerkin Figo ogZid- ane um þessar mundir, eftir glœsileg milliuppgjör „fyrirtœkjanna “sem að þeim standa. Ekki sérfyrir endann á því hve hátt fótboltamannavísitalan fer. Nasdaq-vísitalan féll í gærmorgun, eftir að ársírjórðungstölur frá Microsoft og Apple ollu fjárfestum vonbrigðum, sam- kvæmt fréttavef CNN, sem ég villtist inná um miðjan dag. Eg treysti mér þess vegna ekki til að fyllyrða að ég hafi sofið vel í nótt. Veit það væntanlega um það bil sem blaðið kemur til áskrif- enda. Zidane-vísitalan virðist hins vegar á hraðri uppleið. Mjög hraðri. Einhver kynni lika að tapa svefni þess vegna. Eftir áfallið með Nasdaq verð ég að játa að mér létti stórum strax í næstu málsgrein þessarar frásagnar á fréttavef CNN, Dow ífinunoE Jones-vísitilan VIÐHORF reis nefnilega. Það hlýtur að vera gott. Salaá Eftir Skapta Hallgrímsson hlutabréfum í deCODE Genetics, móðurfyrirtæki íslenskrar erfða- greiningar, mun hafa gengið vel bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Þau höfðu hæst farið í 25,85 á evrópska Easdaq-markaðnum í gærmorgun og lokagengi bréf- anna í Bandaríkjunum í gær var 25,4375. Hæst fór gengið þar í 31,5. Ég býst líka við að það sé gott. Nema kannski fyrir þá sem keyptu mikið af bréfum á genginu rúmlega 60 á sínum tíma. En svona er bisnessinn. Maður veit aldrei. Evrópskir knattspymumenn birtu sín milliuppgjör í Hollandi og Belgíu fyrir nokkrum vikum og það var einmitt í framhaldi þess sem vísitala þeirra rauk upp úr öllu valdi. Flestir eru sammála um að stórfyrirtækið Zinedine Zidane, franskur almúgastrákur af al- sírskum ættum, hafi komið best út og það kom auðvitað engum á óvart. Zidane hefur þótt eitt best rekna einkafyrirtækið í knatt- spymuheiminum síðustu misseri. Portúgalska vörumerkið Luis Fi- go hefur og verið í uppáhaldi hjá mörgum og í keppninni kom glögglega í ljós að rekstur samn- efnds íyrirtækis gengur einnig af- skaplegavel. Mörg smærri fyrirtæki uxu mjög í áliti meðan mótið stóð yfir. Gömul og rótgróin kompaní ollu hins vegar sum hver vonbrigðum. Fulltrúar Þýskalands, sem gjam- an hafa þótt bera af fyrir hreysti- mennsku og viljastyrk, áttu ekki upp á pallborðið að þessu sinni og ljóst að einhverjar afskriftir eru framundan á þeim bæ. Eftir þessa stórskemmtilegu Evrópukeppni - og hér á ég við boltaleikina sem sýnt var frá í ís- lenska ríkissjónvarpinu, sé ein- hver ekki alveg viss - kom mikið rót á vinnumarkað knattspymu- manna í álfunni eins og jafnan eft- ir slíkar hátíðir. Enda hefur verið kostulegt að fylgjast með í knattspymuheimin- um í útlandinu upp á síðkastið. Ekki síst á Spáni. Eins og alvöru fjárfestar og aðrir knattspymuáhugamenn vita fór fram forsetakjör í íþróttafé- laginu Real Madrid um síðustu helgi og sama athöfn er á döfinni hjá erkifjendunum í Barcelona. Nýr forseti var kjörinn hjá Real, þrátt fyrir að í stuttri valda- tíð Lorenzo Sanz hafi Madridar- liðið tvívegis sigrað í Evrópu- keppni meistaraliða. Fyrirkomulagið í kosningunum hjá spænsku stórliðunum tveimur er þannig að það er fjöldinn sem kýs; meðlimir félaganna. Og fólkið vildi breyta til hjá Real. Sanz þótti víst of merkilegur með sig, sagði einhvers staðar. Of leiðinlegur, eiginlega. Arangurinn skipti ekki máli. Annað sem kann að hafa haft áhrif er að sá, sem náði kjöri, byggingaverktakinn Florentino Perez, gaf fólkinu óvenjulegt lof- orð. Perez lýsti því yfir að hann væri búinn að semja við Figo áð- umefndan. Næði Perez kjöri kæmi portúgalski snillingurinn til Real. Ef það brygðist hins vegar, af einhverjum undarlegum ástæð- um, myndi hann endurgreiða hverjum einasta ársmiðahafa hjá félaginu andvirði miðans. Val margra hefur því líklega verið auðvelt: atkvæði greitt Perez tryggði annaðhvort Figo til liðsins eða frítt á völlinn í allan vetur! Þetta mun að vísu kosta hinn nýja forseta dágóðan skilding - þar sem engar líkur era á að Figo komi - en félagið er sagt skulda andvirði tæpra 19 milljarða króna, þannig að hann þarf hvort eð er að kafa djúpt í vasa sína til að laga fjárhag þess. Sem hann segist auðvitað ætla að gera. Góður knattspymumaður hefur löngum kostað sitt, en verðið hef- ur rokið upp á við hin síðari ár. Það var fyrir fimm eða sex áram að ungur leikmaður hjá franska félaginu Bordeaux vakti athygli Hollendingsins Johans Crayffs, þáverandi þjálfara Barcelona á Spáni. Crayff vissi (ogveit) lengra en nef hans nær þegar kemur að knattspyrnunni, og vildi fá forseta sinn til að fjármagna kaup á leik- manninum. En Nunes forseti, sem seinna rak Crayff úr starfi þrátt fyrir ótrúlega sigurgöngu liðsins árin á undan, hélt nú ekki. Hann færi ekki að eyða sem svar- ar til 190 milljóna króna á núvirði í strákinn. Fréttir herma að sami leikmaður gæti hugsanlega verið á leið til Barcelona - en vísitalan hefur hækkað svo mikið að nú færi hann líklega ekki á minna en andvirði um það bil sjö milljarða króna - tæplega 37-falt meira en Cruyff gat fengið hann á um árið! Hér ræðir nefnilega um hinn eina sanna Zidane. Frakkinn leikur nú fyrir Ju- ventus á Ítalíu og hefur gert und- anfarin fjögur ár. Þrátt fyrir að talsmaður félagsins haldi því staðfastlega fram að leikmaður- inn sé ekki á föram, hafa borist af því fregnir að það vilji fá rúma sjö milljarða fyrir Zidane, ef hann verður seldur. Sem hann verður að vísu að öllum líkindum ekki. Ekki strax. En eiginkona frönsku þjóðhetj- unnar er spænsk og vitað er að þau vilja gjarnan flytjast þangað. Því er ekki ólíklegt að sá dagur renni upp að hann verði seldur til Barcelona eða Real. Svona er fótboltinn nefnilega líka. Maður veit aldrei. MINNINGAR HULDA PALINA VIGFÚSDÓTTIR + Hulda Pálína Vigfúsdóttir fæddist að Vorhúsum í Garði 20. júlí 1918 en ólst upp í Reykja- vík. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur í Fossvogi þann 7. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jensína Valdi- marsdóttir og Vigfús Þorkelsson. Foreldr- ar Jensínu voru Ást- ríður Benónýsdóttir, er kennd var við Eiði og Norðmaður, Vald- imar Jensen. Foreldrar Vigfúsar voru Þuríður Ögmundsdóttir og Þorkell Jónsson, er kenndur var við Flekkuvík á Vatnsleysuströnd. Jensína og Vigfús áttu fimm börn. Auk Huldu áttu þau Aðal- stein, Þorkel og Ástríði sem öll eru nú látin, en eftir lifir Guðný. Vigfús eignaðist síðar soninn Sæ- mund sem er á lífi. Hulda giftist Valdimari Björns- syni 20.7.1949. Valdimar var son- ur Björns Markússonar og Mar- grétar Jóhannsdóttur frá Gafli í Flóa. Þau eignuðust tvö börn, Kristínu Vigdísi, f. 18.10. 1952 og Eftir um hálfrar aldar kynni mín af Huldu Vigfúsdóttur langar mig að setja á blað nokkur orð. Lyndiseinkunn Huldu einkenndist af glaðværð og léttleika. Hún var fé- lagslynd og naut þess að vera innan um fólk. Ég man eftir því að hún átti, í hópi fjölskyldunnar, til að þylja ljóð og syngja. Höfðu viðstaddir mikla ánægju af. Alltaf var Hulda til í að skreppa í sumarbústaðinn og var þá oft búin að baka stóran stafla af pönnukökum á meðan ég var á leið- inni að sækja hana. Hulda hlustaði mikið á ríkisútvarp- ið og hafði mikla ánægju af ýmsum þáttum sem þar era, t.d. viðtalsþátt- um um ýmislegt frá gömlum tíma, svo og sögum og söngvum. Hún spurði mig oft hvort ég hefði ekki hlustað á þennan þáttinn eða hinn. Hún vissi að ég hafði gaman af ýmsu því sama og hún og ljómaði þá af ánægju yfir því hvað hún hefði skemmt sér vel. Einstakt var hvað Hulda hélt mik- illi tryggð við vinkonur sínar, jafnvel þær sem hún hafði kynnst á unglings- árum. Hún hafði samband við þær í síma fram á síðasta dag. Bömum sín- um og bamabömum fylgdist hún vel með og átti þá ósk að þeim famaðist vel. Ef eitthvað bar út af í þeim efnum kom það við hennar viðkvæma hjarta. Hún reyndist þá hin góða amma sem með kærleika sínum veitti skjól og breiddi yfir allar misgjörðir. Hulda giftist Valdimari Bjömssyni togarasjómanni árið 1949. Hann var traustur, sterkur og heiðarlegur vinnuþjarkur. Hann var maður af gamla skólanum, eins og sagt var stundum. Skaffaði heimilinu vel og var sívinnandi. Valdimar þekkti tím- ana tvenna á toguranum. Til dæmis áður en vökulögin komu og menn urðu að standa meðan þeir gátu. Valdimar var á toguram í stríðinu sem sigldu með fisk til Bretlands. All- ir vissu hver áhætta var því samfara. Hann hætti til sjós eftir að hann fékk heilablóðfall við störf sín um borð í togara. Eftir að Valdimar dó bjó Hulda áfram í íbúð sinni að Eskihh'ð 10. Þá íbúð höfðu þau hjónin keypt og flutt í árið 1959. Hulda átti oft við veikindi að stríða og þurfi að leita til lækna. Síðustu ár- in naut hún einstakrar aðstoðar hjá heimahjúkran borgarinnar og ber að þakka því ágæta starfsfólki sem þar vinnur. Þá komst Hulda í kynni við lítinn hóp kvenna, sem á vegum starfsfólks við Háteigssöfnuð komu saman einu sinni í viku í kirkjunni til bænalesturs og spjalls. Þessir sam- fundir vora Huldu mikið hjartans mál og reyndi hún að komast í kirkjuna á meðan kraftar leyfðu og var afar þakklát þeim sem fyrir þessu stóðu. Þegar þrekið fór að minnka og van- mátturinn að aukast reyndist Nanna Björn, f. 9.1. 1955. Hulda átti þá fyrir tvær dætur, Guð- rúnu Erlu Skúla- dóttur, f. 27.7. 1935 og Jensínu Nönnu Eiríksdóttur, f. 15.12. 1940. Valdi- mar var ekkjumað- ur og átti hann dótt- urina Maigréti Birnu, f. 8.8.1938. Maki Margrétar Birnu er Valur Sí- monarson og eiga þau soninn Valdi- mar Örn. Maki Guð- rúnar Erlu er Jóhannes Gíslason frá Súgandafirði. Eiga þau þrjár dætur; Huldu, Guðrúnu og Sig- rúnu. Jensína Nanna var gift Sæ- mundi Jónssyni og áttu þau tvo syni; Sæmund Þór og Eirík. Maki Kristínar Vigdísar er Halldór Kjartansson. Börn þeirra eru Valdimar Páll, Bjarni Ingvar, Björk og Dögg. Maki Björns er Mariska van der Meer. Börn þeirra eru María Petra og Markús Rómeó. Útför Huldu Pálínu fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. dóttir hennar henni afar vel. Hún annaðist hana af einstakri umhyggju og alúð fram til síðustu stundar. Ég vil að lokum þakka fyrir þessi löngu og góðu kynni af tengdamóður minni. Jóhannes Gíslason. Þegar ég var htill og var settur í pössun var það mitt fyrsta verk að stinga af og hlaupa heim til ömmu, ég varð svo þreyttur eftir hlaupin að ég sofnaði í fanginu á henni. Þetta var víst í fyrsta og eina skiptið sem ég var settur í pössun meðan mamma var að vinna. Ég var svo heppinn þegar ég var að alast upp að búa í næstu götu við ömmu. Amma var heimavinnandi sjómannskona og var alltaf heima til þess að taka á móti okkur bræðran- um. Ég held að amma hafi eignast sjónvarp á undan mörgum, a.m.k. man ég að við bræðumir horfðum stundum á kanann og þótti mikið til koma að horfa á amerískar teikni- myndir og „kabbój“ hjá ömmu. Ég man hvað mér fannst gaman þegar amma var að baka pönnukökur. Þeg- ar amma bakaði pönnukökur bakaði hún fyrir heila fermingarveislu - að mér fannst. Ekki þýddi að spyija um uppskriftina af því hún var bara slatti af hinu og smá slatti af þessu. Svo var það kælirinn hennar. Hann var eins og heill heimur útaf fyrir sig. Afi fór stundum í siglingar og kom heim með allskonar útlent góðgæti, svo sem spýtubrjóstsykur. Þegar ég svaf hjá ömmu man ég þegar hún fór með bænimar fyrir mig og líka eftir stóra Jesú-myndinni sem var fyrir ofan rúmið hennar. Svo varð ég unglingur og þá var ég stundum erfiður og gerði ýmislegt af mér. Þá varð amma stundum reið en var alltaf jafn fljót að fyrirgefa og stundum gátu þessir gjömingar mín- ir verið einhveijum allt öðram að kenna - vinir hans fengu hann til þess. Amma var alltaf góð og ef eitt- hvað var þá var hún of góð. Takk fyrir allt, amma mín. Guð geymiþig. Vertu nú yfir og allt um kring með eilíffi blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginniyfirminni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Eiríkur. Elsku amma mín er dáin. Ég hef lengi kviðið því er að því kæmi, oft fundist ég ekki muni geta lifað án hennar. Ég minnist æsku okkar bræðranna, hversu gott þá var að koma til hennar, þiggja góðgerðir en umfram allt að njóta ástar hennar og umhyggju. Hún þerraði tárin mín, sýndi mér skilning og ást. I bemsku minni vora tíðar ferðir í sumarbústaðinn í Borgarfirði með foreldram mínum. Þá átti ég það til að ærslast mikið og æða jafnvel út í ána. Var áminntur fyrir óþekktina. En þú þerraðir mig, gafst mér nýbak- aðar pönnukökur og sagðir: „Farðu varlega elskan mín.“ Æskan leið og unglingsárin tóku við. Ég fór til sjós, fannst ég sterkur og fullfær um allt. Ég fór geyst en þú kysstir mig og baðst mig að fara var- lega. Fullorðinsárin tóku við. Mér reyndist erfitt að feta beina veginn, villtist oft af leið. Þá varst þú mér skjól og skjöldur. Þú veittir mér af umburðarlyndi þínu, brostir við mér og fyrirgefandi kærleikur þinn var óþijótandi. Þú breiddir yfir misgjörð- ir mínar og sagðir: „Farðu varlega elskan mín.“ Ávallt varst þú veitandi en ég þiggjandi. Þú krafðist ekki neins þér til handa af mér. Síðast þegar ég var hjá þér varst þú ósköp veik og orðin nánast lítið annað en skinn og bein. Við skildum bæði að þetta væri skil- naðarstundin. Þú umvafðir mig og baðst Guð að leiða mig um ókomin ár. Nú ert þú farin, en ástin sem þú veittir mér og kveðjuorðin: „Farðu varlega elskan mín“ munu fylgja mér að leiðarlokum. Elsku amma mín. Kærar þakkir frá mér. Sæmundur Þór Sæmundsson. Okkur langar, við fráfall ömmu okkar, að minnast hennar með nokkram orðum. Amma fæddist 1918. Hún ólst upp við fátækt og bág kjör, yngst fimm al- systkina. Á unglingsárum, aðeins 17 ára gömul, eignaðist hún sitt fyrsta bam. Það var erfitt fyrir svo unga stúlku en hún naut öruggrar aðstoðar móður sinnar og sagði reyndar síðar að það, að hafa eignast þetta bam, hafi verið ein mesta gæfa lífs síns. Æsku- og uppvaxtarár ömmu vora erfið og mörkuðu djúp spor í líf henn- ar allt. En þrátt fyrir það og ýmsan líkamlegan krankleika, sem hrjáði hana gegnum árin, var lífsgleði henn- ar óbilandi og lund hennar létt. Lífs- gleðin kom skýrt fram í fallegum augum hennar. I þeim var alla tíð ákveðinn glampi og úr þeim skein fjör lífsglaðrar ungrar stúlku sem bíður þess spennt að mæta þeim tækifæram og ævintýram sem lífið hefur upp á að bjóða. Þessi glampi lýsti úr augum hennar til hinstu stundar. Hún var, eins og hún orðaði það sjálf, með flökkueðli, var einstak- lega félagslynd og hafði unun af ferðalögum alls konar, uppákomum og mannamótum. Allt flakk var henni að skapi, ferðir í sumarbústaðinn, í húsmæðraorlof, ferðir með Félagi eldri borgara o.s.frv. Hvenær sem við hringdum í hana með tillögu um til- breytingu var viðkvæðið: „Til er ég, verð tilbúin á tröppunum eftir fimm mínútur.“ Við minnumst tíðra bæjarferða hennar með vinkonum sínum, m.a. þegar komið var við á kaffihúsum og skrafað um heima og geima. Síðustu árin kom vist á hjúkranarheimili oft til umræðu vegna heilsubrests henn- ar en hún gat ekki hugsað sér þann kost. Henni tókst að stjóma því, var áfram eigin herra, frjáls á eigin heim- ili. Hún hélt, þar til yfir lauk, einstak- lega snyrtilegt og fallegt heimili. Hún var alltaf tilbúin að leggja hönd á plóg, var greiðvikin og hjálp- aði okkur hvenær sem eftir var leitað. Hún vildi fylgjast með högum okkar og lét sér annt um velferð okkar fjöl- skyldna. Hún eignaðist fjölmörg bamabörn sem hrifust af henni og sakna hennar nú sárlega. Við dáð- umst að lífsgleði hennar, góðvild og sáttfýsi og þeim eiginleika hennar til að skapa glaðværð í kringum sig. Hún umbar allt þeim sem hún unni, breiddi yfir misgjörðir þeirra, trúði og vonaði. Eða eins og segir í kær- leiksboðskap Páls postula: „Kærleikurinn breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kær- leikurinn fellur aldrei úr gildi.“ Við kveðjum ömmu með innilegri þökk fyrir samfylgdina á lífsins gönguför. Hulda, Guðrún og Sigrún Jóhannesdætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.