Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Afkoma ríkissjóðs betri en áætlanir gerðu ráð fyrir HEILDARTEKJUR ríkissjóðs íyrstu sex mánuði ársins eru 10,6 milijörðum króna umfram gjöld, sam- anborið við 8,6 milljarða króna afgang á sama tíma í fyrra og 3,6 milljarða afgang árið 1998, að því er fram kem- ur í mánaðaryfirliti um fjárreiður rík- issjóðs sem ijármálaráðuneytið sendi frá sér í gær. Hreinn lánsfjárjöfnuður var jákvæður um 10,7 milijarða króna, tvöfalt meira en á sama tíma árin 1998 og 1999, en þessi stærð gef- ur til kynna hvaða fjármagn ríkissjóð- ur hefur til ráðstöfunar tO að greiða niður skuldir. Á fyrstu sex mánuðum ársins námu afborganir eldri lána ríkissjóðs 20,6 mUljörðum en nýjar lántökur 9,5 milljörðum. Var greiðsluafkoma rík- isins því neikvæð um tæplega hálfan milljarð króna, sem er 4,5 mUljörðum hagstæðari niðurstaða en í fyrra. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að í mánaðaryfirlitinu kæmi fram að af- koma ríkissjóðs væri um það bil 6,3 mUljörðum betri heldur en áætlanir hefðu gert ráð fyrir á grundvelli fjár- laganna. Það sem væri sérstaklega ánægjulegt væri að breytingin frá þeim áætlunum væri fyrst og fremst tekjumegin en gjöld væru nokkum vegin skv. áætlun. „Stærsti hluti þessa tekjuauka er síðan vegna tekjuskatta og það er líka mjög athyglisvert, því það sýnir að aukningin er ekki fyrst og fremst veltuskattar eða virðisaukaskattur. Hann er að vísu umfram áætlun en þó ekki jafn mikið og í fyrra. Það er tákn um að það sé heldur að draga úr þenslu, sem við sjáum líka af ýmsu öðru, minni bUainnflutningi og öðru þess háttar," sagði Geir. Sýnir að því fer fjarri að ólag sé á ríldsfjármálunum „Ég tel nú að þetta sýni að allt þetta tal í mönnum, sem stendur hér upp úr alls kyns fólki, að það sé eitt- hvert ólag á ríkisfjármálunum, það er einfaldlega rangt,“ sagði Geir. Bætti hann því við að þetta fengist staðfest í yfirliti yfir endanlega afkomu rOds- sjóðs á síðasta ári sem senn yrði gert opinbert. Fjármálaráðherra tók þó fram að ýmsa fyrirvara þyrfti að setja varðandi mánaðaryfirlitið, bæði þýddu þessar tölur ekki að hægt væri að fullyrða að þetta skUaði sér í betri afkomu fyrir árið í heild. Jafnframt væri rétt að gera sér grein fyrir því að þessar tölur væru á greiðslugrunni og því ekki sambærilegar við fjárlög, en þau eru sett fram á rekstrargrunni. I mánaðaryfirlitinu kemur annars fram að heUdartekjur rUdssjóðs námu alls 100,7 mUljörðum fyrstu sex mánuði ársins, samanborið við 90,6 milljarða á sama tíma í fyrra og 79,3 milfjarða árið 1998. Nemur hækkunin frá fyrra ári 11%, samanborið við 15% árið áður. HeUdarútgjöld námu um 90 mUijörðum á fyrstu sex mánuðum ársins og hækka um tæplega 8 milij- arða, eða 9,9%, frá sama tíma í fyrra. Ljósmynd/Jón Sig. Gæsir fangaðar til merkinga Grunur um fölsun LÖGREGLAN hyggst rannsaka hvort málverk sem boðið var til sölu hjá galleríi í Reykjavík og eignað Ás- grími Jónssyni sé falsað. Ólafur Ingi Jónsson forvörður telur að svo sé og segir að heldur klaufalega hafi verið að verki staðið í þeim efnum. Ólafur vakti fyrst athygli á mál- verkinu í gær, en á því er ártalið 1903. ,;Það ber engin höfundarein- kenni Ásgríms að mínu mati og nafn- skrift þess ber sömu einkenni og er sömu gerðar og á öðrum málverkum sem eignuð eru Ásgrími Jónssyni, en talin eru fölsuð,“ segir hann. „Allur annar umbúnaður hnígur í þá átt að hér sé um fölsun að ræða. Myndin hefur verið skorin á hliðum, nýlega römmuð inn og ber þess ekki merki að hafa verið undir kartoni eða ramma,“ segir Ólafur Ingi ennfrem- ur og segir sterkar líkur á að Einar Jónsson, alþýðumálari frá Fossi í Mýrdal, hafi málað myndina, en hann var samtímamaður Ásgríms. Eigandi málverksins hafði sótt það þegar lögreglan reyndi að skoða það í gær, en um er að ræða vatns- litaverk sem metið var á 850 þúsund krónur. Málið er enn í rannsókn og mun lögreglan hafa óskað eftir að fá mál- verkið afhent til nánari skoðunar. HÓPUR manna undir forystu Arn- órs Þóris Sigfússonar fuglafræð- ings hjá Náttúrufræðistofnun Is- lands smalaði saman 170 gæsum á Flóðinu í Vatnsdal í gær til merk- ingar. Þetta er liður í og jafnframt lokaár fimm ára samstarfs við Breta í merkingum á grágæs og að sögn Arnórs er þetta besti árangur í smölun gæsa á Flóðinu fram til þessa. Allar gæsirnar voru merktar á fótum og eldri gæsirnar fengu hálsmerki. Leiðangursmenn gerðu ráð fyrir því að fara til Blönduóss í dag og reyna að fanga og merkja gæsir, því þar hefur grágæsum fjölgað mikið undanfarin ár. Ölvunarakstur árla dags í Reykjavík Þrír ökumenn stöðvaðir fyrir hádegi LÖGREGLAN stöðvaði þrjá öku- menn vegna gruns um ölvunarakst- ur í gærmorgun. Allir voru þeir á miðjum aldri. Lögreglan segir það sé fremur sjaldgæft að svo margir séu stöðvaðir vegna gruns um ölv- unarakstur í miðri viku. Það sé ennfremur óvenjulegt að ökumenn séu undir áhrifum svo snemma morguns en sá fyrsti var stöðvaður þegar klukkan var um fimmtán mínútur gengin í tíu. Lögreglan segir að erfitt sé að meta hvort áfengið í blóði ökumannanna hafi verið þar næturlangt eða hvort þeir hafi sest að drykkju svo árla morguns. Það sé hins vegar ekki of oft brýnt fyrir ökumönnum að aka ekki bifreið hafi þeir minnsta grun um að enn leynist áfengi í blóði þeirra. Lögreglan hefur í framhaldi af tíðum ölvunarakstri að undanförnu ákveðið að herða eftirlit með öku- mönnum með það að markmiði að fækka þeim sem aka ölvaðir. -------------- Brenndist illa á andliti og höndum MAÐUR á sjötugsaldri brenndist illa á andliti og höndum í sumarbú- stað í Seldal í Norðfirði í fyrrakvöld. Hann var fluttur á Fjórðungssjúkra- húsið í Neskaupstað og í kjölfar þess með sjúkraflugi á gjörgæslu Land- spítalans. Maðurinn hlaut annars og þriðja stigs brunasár. Líðan mannsins var eftir atvikum góð í gær, að sögn vakthafandi sér- fræðings. Að öllu óbreyttu lítur út i fyrir að hann verði fluttur á lýta- lækningadeild Landspítalans í dag. Að sögn lögreglu í Neskaupstað virðist sem maðurinn hafi verið að skerpa á eldi í kamínu í bústaðnum með steinolíu. Út frá þessu kviknaði í bústaðnum. íbúum í nærliggjandi bústöðum og eiginkonu mannsins tókst þó að ráða niðurlögum eldsins áður en slökkvilið kom á staðinn. Bústaðurinn er talsvert skemmdur. Farþegar frá Madríd fá bætur frá Flugleiðum Ferðin verður endurgreidd FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að greiða farþegum félagsins bætur vegna þeirra óþæginda sem þeir urðu fyrir þegar flugvél á vegum félagsins tafðist á flugvelli í Madríd frá mánudegi fram á þriðju- dag. Farþegarnir komu heim í fyrrakvöld og voru margir lúnir eftir langa bið og vökur. Að sögn Einars Sigurðssonar, framkvæmda- stjóra stefnumótunar- og þróunarsviðs Flugleiða, fá farþegarnir ferðina endurgreidda kjósi þeir það en að öðrum kosti fá þeir annan farseðil sér að kostnaðarlausu. Auk þess mun félagið greiða kostnað sem farþegar urðu fyrir vegna tafanna. „Þetta er í rauninni táknrænt og kemur ekki í staðinn fyrir þær hremmingar sem fólk lenti í en við vonum að þetta sýni að minnsta kosti að fyrir- tækinu er annt um farþegana.“ Að sögn Einars takmarkast ábyrgð flugfélaga við þær kringumstæður sem þau ráða við, þannig falla atburðir eins og tafir vegna bilana eða verk- falla utan þeirra ábyrgðar. Hins vegar hafi Flug- leiðir það sem reglu að greiða tilfallandi kostnað vegna gistingar, fæðis og annarra þarfa þegar far- þegar að heiman lendi í töfum. Einar segir að ákveðið hafi verið að ganga lengra og endurgreiða fargjaldið vegna óþæginda sem farþegar urðu fyrir. „Við gerum þetta að þessu sinni vegna þess að við teljum að eitthvað hafi farið úrskeiðis í upplýsingaveitu til farþega og töfin því verið þeim erfiðari en ella,“ segir Einar. Vélin sem tafðist var leiguvél frá Islandsflugi. ----hh---- * Islendingur lagður af stað VÍKINGASKIPIÐ íslendingur og fylgdarskip hans lögðu af stað frá Narssaq á Grænlandi til L’Ans aux Meadows á Nýfundnalandi klukkan sex í gærmorgun. Áður en siglingin hófst kom áhöfnin saman í kirkju Þjóðhildar og baðst fyrir og íhugaði áður en lagt var af stað til Nýfundna- lands með viðkomu í Narssaq. Sigl- ingin til Nýfundnalands er tæpar 700 sjómílur. Búist við góðu skori á St. Andrews/C4 ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• KR var ekki í vandræðum með Birkirkara/C2 álmmttináafípirði ssSmk Viðskiptablað Morgunblaðsins Sérblad um vidskipti/atvinnnlíf Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.