Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Borgarráð samþykkir nýtt deiliskipulag fyrir vesturhluta Laugardals
Ahersla á
að opna
dalinn fyrir
almenning
Laugardalur
BORGARRÁÐ samþykkti í
fyrradag nýtt deiliskipulag
fyrir vesturhluta Laugardals,
en markmið skipulagsins er
að stuðla að frekari uppbygg-
ingu í dalnum með áherslu á
íþrótta- og tómstundastarf, en
jafnframt opna dalinn fyrir al-
menning eins og kostur er
með auknum gróðri og gerð
stíga og útivistarsvæða. Þá er
skipulaginu ætlað að koma á
formlegri lóðaskiptingu fyrir
helstu mannvirki.
Deiliskipulagið var unnið af
Landslagi ehf. fyrir Borgar-
skipulag Reykjavíkur og var
lögð sérstök áhersla á að
missa ekki sjónar af þeirri
heildarsýn sem mörkuð var í
upphafi með skipulagi Laug-
ardalsins sem samhangandi
garðsvæðis með fjölbreyttum
útivistarmöguleikum.
Sundlaug og
heilsuræktarstöð
Skipulagsreitur deiliskipu-
lagins er um þrjátíu hektarar
að flatarmáli og afmarkast af
Reykjavegi að vestan, Sund-
laugavegi að norðan og Suð-
urlandsbraut og gamla Múla-
vegi að sunnan.
Hulda Gústafsdóttir, lands-
lagsarkitekt hjá Landslagi
ehf., sagði að helsta frávikið
frá gamla deiliskipulaginu
væru ný lóðamörk og nýr
byggingarreitur fyrir yfir-
byggða sundlaug og heilsu-
ræktarstöð við Laugardals-
laugina. Gert væri ráð fyrir að
lóðin fyrir sundlaugina og
heilsuræktarstöðina yrði ein
og óskipt.
Hulda sagði að almennt
væri verið að opna dalinn bet-
ur fyrir fólki. Hún sagði að
hinir afgirtu stóru íþróttavell-
ir, Laugardalsvöllur og Val-
bjarnarvöllur, lokuðu leiðum í
vesturhluta Laugardalsins
þannig að gangandi umferð úr
Laugarneshverfi og frá sund-
lauginni yrði að krækjavestur
fyrir Laugardalsvöll á leið
sinni um garðinn.
Nýir
göngustígar
Hulda sagði að í nýja deili-
skipulaginu væri reynt að
bæta aðgengið með því að
gera ráð fyrir nýjum göngu-
stíg á milli Laugardalsvallar
og Valbjamarvallar. Gert
væri ráð fyrir að garðsvæði
við Reykjaveg opnaðist til
austurs að opnu svæði á milli
Laugardalsvallar og sund-
laugar og tengdist nýju
I 1 Byggingarreitur
REYKIAVÍK
"•i.
Laug&rdalshöll
gönguleiðinni á milli Laugar-
dalsvallar og Valbjarnarvall-
ar. Þá sagði Hulda að einnig
væri gerð tillaga um að opna
gönguleið norður og austur
fyrir Valbjarnarvöll en sú til-
laga fæli í sér að vestur-,
norður- og austurmörk vallar-
ins yrðu afmörkuð með sér-
stakri girðingu.
Að öðru leyti gerir deili-
skipulagið ráð fyrir óbreyttu
vega- og stígakerfi í grund-
vallaratriðum en að vegir og
stígar verði í eigu og umsjá
Reykjavíkurborgar sem og
bílastæðin við sundlaugalóð-
ina, Laugardalsvöll, Valbjam-
arvöll, Þróttheima og Laugar-
dalshöll, en þau em um 1.850
talsins og verða samnýtanleg
fyrir gesti dalsins.
Fjölnotahiís við
Laugardalshöllina
Hulda sagði að í nýja deili-
skipulaginu væru lóðir skil-
greindar skýrar en áður hefði
verið gert. Samkvæmt skipu-
laginu er möguleiki á að
stækka stúku Laugardalsvall-
ar, þannig að hún nái um-
hverfls allan völlinn og einnig
er gefinn möguleiki á því að
stækka stúkuna við Valbjam-
arvöll. Ennfremur er gert ráð
fyrir nýjum inngangi og miða-
sölu við Laugardalsvöll.
Hulda sagði að í deiliskipu-
laginu væri búið að skilgreina
byggingarreit fyrir fjölnota-
hús yið Laugardalshöllina og
stærð reitsins gæfi möguleika
á því að byggja húsið hvort
heldur sem er austan Laugar-
dalshallar eða sunnan. Ef val-
ið verður að byggja húsið að
sunnaverðu er gert ráð fyrir
að húsið verði grafið inn í
brekkuna.
8.000 fm lóð,
vestan við ISI
í deiliskipulaginu er mal-
bikuðu svæði vestan við gervi-
grasvöllinn ráðstafað sem
fjölnotasvæði, sem nota má
t.d. fyrir bílastæði, boltaleiki
og ýmsar uppákomur, s.s.
sýningar, sirkus o.s.frv. Gert
er ráð fyrir að svæðið verði
umlukt trjágróðri til skjóls og
prýði. Þá er búið að skilgreina
lóð vestan við ÍSÍ og ÍBR, en
hún er um 8.000 fermetrar og
er gert ráð fyrir að byggja
megi 2.000 fermetra grunn-
flöt á tveimur hæðum. Á lóð-
inni er gert ráð fyrir 50 opn-
um bílastæðum og 64
bílastæðum í bílageymslum
neðanjarðar.
Mikil aukning á gæludýra- og hrossahaldi á höfuðborgarsvæðinu
Morgunblaðið/Arnaldur
Nýr dýraspítali
byggður í Víðidal
Víðidalur
FYRSTA skóflustunga að
byggingu nýs dýraspítala á
Vatnsveituvegi 4 í Víðidal
var tekin í gærdag.
f fréttatilkynningu segir
að þörfin fyrir sérhannaðan
nútímalegan dýraspítala
hafi aukist verulega á und-
anfornum árum og að lengi
hafi staðið til að reisa nýjan
dýraspítala á höfuðborgar-
svæðinu. Þar komi fyrst og
fremst til að gæludýra- og
hrossahald á höfuðborgar-
svæðinu, sem og landinu
öllu, hafi aukist mikið. Enn-
fremur kalli aukin sérhæf-
ing í dýralækningum á betri
aðstöðu.
Einnig segir að tilgangur-
inn með byggingu nýs dýra-
spitala sé að taka það skref
inn í 21. öldina sem nauðsyn-
legt sé, svo heilbrigðisþjón-
usta við dýr geti talist sam-
bærileg við það sem þekkist í
nágrannalöndum okkar. í
því sambandi sé ætlunin að
nýr dýraspítali uppfylli þá
staðla sem settir eru um slík-
ar stofnanir erlendis.
Nýi spitalinn verður á
tæpum hektara lands á horni
Breiðholtsbrautar og Vatns-
veituvegar. Dýraspítalinn er
teiknaður af arkitektastof-
unni Glámu-Kím og er tæpir
500 fermetrar að stærð.
Byggingin samanstendur af
tveimur húsum, öðru fyrir
smádýr og hinu fyrir stór-
gripi, aðallega hesta. Húsin
tvö tengjast með glerbygg-
ingu sem í verður móttaka
og skrifstofa. Áætlað er að
spítalinn taki til starfa eftir
næstu áramót.
Eigandi væntanlegs dýra-
spítala er fyrirtækið Dýra-
spítalinn í Víðidal ehf. sem
að standa fimm dýralæknar,
Steinn Þ. Steinsson, Þor-
valdur H. Þórðarson, Helgi
I. Sigurðsson, Katrín Harð-
ardóttir og Ólöf Loftsdóttir.
Þorvaldur H. Þórðarson,
dýralæknir, segir nýja hús-
næðið bjóða upp á þó nokkra
nýja möguleika en fyrst og
fremst betra starfsumhverfi
og þægilegri aðstöðu fyrir
dýrin. f mörg ár hafi dýra-
spítalinn búið við aðstöðu-
leysi þar sem núverandi hús-
næði spitalans sé löngu orðið
oflítið.
Morgunblaoið/Jim omart
Búið er að koma upp staurum fyrir umferðarljós á gatna-
mótum Hagamels og Hofsvallagötu þrátt fyrir að borgar-
yfirvöld hafí enn ekki samþykkt staðsetningu Ijósanna.
Umferðarljós
án samþykkis
Vesturbær
ÞRÁTT fyrir að borgairáð
hafi enn ekki samþykkt að
setja upp umferðarljós við
Hofsvallagötu og . Hagamel
eru framkvæmdir þar löngu
hafnar og lítið á eftir að gera
annað en að koma ljósunum á
staurana og kveikja.
Framkvæmdir við uppsetn-
ingu ljósanna hófust í lok júní
og birtist þá mynd af þeim í
Morgunblaðinu. Málið var
hins vegar ekki tekið fyrir hjá
skipulags- og umferðarnefnd
fyrr en í síðustu viku og í
borgarráði var það ekki tekið
fyrir fyrr en á þriðjudaginn.
Skipulags- og umferðamefnd
samþykkti uppsetningu ljós-
anna, en borgarráð frestaði
afgreiðslunni á fundi sínum í
fyrradag.
Kristbjörg Stephensen,
fulltrúi borgarstjórnar, sagði
að málinu hefði verið frestað
þar sem borgarráð hefði viljað
fá frekar upplýsingar frá
embætti borgarverkfræðings,
m.a. arðsemisútreikninga.
Hún sagði að málið yrði ekki
afgreitt fyrr en þær upplýs-
ingar myndu berast.
Kostnaður um
15 milljónir
Auk tillögu um að setja upp
umferðarljós við Hagamel og
Hofsvallagötu liggur fyrir
borgarráði tillaga um að setja
upp umferðarljós á þremur
öðrum stöðum í borginni. Við
Strandveg-Hallsveg, Búst-
aðaveg-Ósland og Mýrargötu-
Ægisgötu. Ætla má að upp-
setning allra ljósanna kosti
um 15 milljónir króna.