Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 ?---------------------- UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Leiður laugardagur FYRIR skömmu samþykkti borgarráð að heimila lokun bíla- umferðar í miðbænum á laugardögum í júlí og ágúst. Hugmyndin er sú að skapa „karni- valstemmningu" í mið- bænum á góðviðris- dögum og stuðla þannig að blómlegri verslun og auðugra mannlífi um helgar. Þessi hugmynd er í tijálfu sér góðra gjalda verð en forsenda „karnivalsins" hlýtur að vera sú að gott samráð sé á milli borg- aryfirvalda og hagsmunaaðila á svæðinu, þ.e. verslunareigenda og annarra þjónustuaðila. Þá er ekki verra að gott veður sé á „karnivalinu“ og fólk á svæðinu til að mynda umrædda stemmningu. Öllum ætti að vera ljóst að það er mjög vandmeðfarið að loka heilu verslunarhverfi fyrir bílaumferð og þegar það er gert þarf að kynna staðsetningu og notkun bílastæða og bflageymsluhúsa rækilega fyrir almenningi. Slæm byrjun Fyrsta lokun miðbæjarins fyrir bílaumferð sl. laugardag var í einu orði sagt stórslys. Rétt er að minna á að þennan dag ríkti slagveður í miðbænum vegna krapprar lægðar sem gekk yfir landið. Strax snemma um morguninn var útséð um „karnivalið“ enda hafa fáar slík- ar hátíðir verið haldnar í roki og rigningu. Þetta gat hvert mannsbarn sagt sér en eigi að síður var búið að loka 'ítórum hluta miðbæjarins eld- snemma á laugardagsmorgun, löngu áður en fólk lét almennt sjá \ sig í bænum. Kaupmenn þekkja af reynslu að á slíkum dögum er lítið um gangandi umferð í miðbænum en þeim mun meiri bflaumferð. En þennan dag var því ekki að heilsa þar sem búið var að loka stórum hluta bæj- arins fyrir bflum. Fólk leitaði annað í staðinn en verslunareigendur í miðbænum urðu af miklum viðskiptum enda er laugardagur- inn oft besti dagur vik- unnar. Allsherjarklúður R-listans Samkvæmt upplýs- ingum frá Laugavegs- samtökunum mætti þessi hugmynd mikilli andstöðu meðal hags- munaaðila í miðbæn- um. Bentu fjölmargir kaupmenn á mikilvægi þess að ekki yrði rasað um ráð fram og undirbúa þyrfti slíka hugmynd vel áður en í hana yrði ráðist. Ekki mætti undir nokkrum kringumstæðum loka miðbænum fyrir bflaumferð nema í góðviðri og að undangenginni kynn- ingu á opnum bílastæðum og bíla- geymsluhúsum. Verslunareigendur í miðbænum ættu að vita hvað þeir eru að tala um enda hafa þeir beinan hag af því að sem flestir komi í bæinn og þar sé sem líflegast. Margir þeirra hafa stundað þar viðskipti áratugum saman og gjörþekkja því þarfir við- skiptavina sinna. Þrátt fyrir þessar ábendingar ákváðu borgaryfirvöld að loka stór- um hluta Laugavegarins og fleíri götum sl. laugardag hvað sem það kostaði. Ekki var horfið frá þessari ákvörðun þrátt fyrir slagveður og ausandi rigningu. Verslunareigend- um var tilkynnt með valdhroka hvað til stæði en um raunverulegt samráð var ekki að ræða. Tómur miðbær Afleiðingin varð sú að verslun í miðbænum „hrundi" þennan dag og fjöldi verslunareigenda sat eftir með sárt ennið. Er reyndar ekki bætandi á vandræði margra versl- Miðbær Miðbær Reykjavíkur, segir Kjartan Magnússon, á í mikilli samkeppni við önnur hverfi og sveitarfélög. ana í miðbænum sem hafa þurft að horfast í augu við minnkandi við- skipti að undanförnu. Því miður eru mörg nýleg dæmi um að verslanir þar hafi lagt upp laupana eða flutt í önnur hverfi og þar sem verslunin hopar er önnur starfsemi fljót að hlaupa í skarðið, ekki síst skemmt- anarekstur af ýmsum toga. Blómleg verslun í miðbæ er sómi hverrar höfuðborgar. Miðbær Reykjavíkur á í mikilli samkeppni við önnur hverfi og sveitarfélög og má ekki við ótímabærum lokunum eða öðrum vanhugsuðum aðgerðum borgaryfirvalda. Borgarstjóri ætti að bregða sér út í Austurstræti og ganga jafnvel upp Laugaveginn og eiga raunverulegt samráð við versl- unareigendur. Borgarstjóri ætti að biðja borg- arbúa og hagsmunaaðila í miðbæn- um afsökunar á því allsherjarklúðri sem hlaust af lokun miðbæjarins fyrir bílaumferð sl. laugardag og sjá til þess að slíkt endurtaki sig ekki í framtíðinni. Miðbærinn hefur hingað til verið skemmtilegur vettvangur iðandi mannlífs, menningar og blómlegrar verslunar. Hann hefur alla burði til að vera það áfram og á svo sannar- lega betra skilið en það hálfkák og flumbrugang sem einkennt hefur stjórn R-listans í málefnum mið- bæjarins. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Kjartan Magnússon Jarðgöng og samgöngu- bætur um Tröllaskagann ~r NÚ á vordögum samþykkti Alþingi til- lögu um gerð jarð- ganga á norðanverðum Tröllaskaga sem myndu tengja Siglu- fjörð og norðaustan- verðan Skagafjörð bet- ur við Ólafsfjörð og Eyjafjarðarsvæðið. Þetta getur orðið mikil- væg samgöngubót ekki aðeins fyrir Siglfirð- inga, Ólafsfirðinga og nærliggjandi byggðir í Skagafirði og Eyjafirði heldur allt Mið-Norð- urland. Tekið hefur »|verið af skarið um að jarðgöngin skulu gerð og er nú verið að ákveða endanlega legu þeirra og aðra vegagerð. Hér eru nokkrir möguleikar fyrir hendi sem verið er að rannsaka og búa í umhverfismat. Mikilvægt er menn bindi sig ekki að- eins við eina lausn í þeirri vinnu því að reynist hún ófær af einhverjum sökum þurfa aðrir valkostir að vera tilbúnir þannig að framkvæmdin tefj- ist ekki. Valáleið ___ Nú eru uppi fjórar megintillögur í ■"Yamgöngubótum um norðanverðan Tröllaskaga. Tvær þeirra gera ráð fyrir því að tengja saman Siglufjörð og Ólafsfjörð í gegnum Héðinsfjörð sem er eyðifjörður á milli þessara tveggja staða. Það yrði gert með tvennum göngum. Annars vegar yrði borað frá Siglfirði inn í Héðinsfjörð ujíí svo þaðan inn til Ólafsfjarðar. Ef tórið verður í gegnum Héðinsfjörð standa tveir verkmögu- leikar til boða. Annar gerir ráð fyrir 6,6 km jarðgöngum og 20 km heildarvegalengd á milli Siglufjarðar og Ól- afsfjarðar. Hinn gerir ráð íyrir 10,2 km jarð- göngum og 15 km heild- arvegalengd á milli þessara tveggja staða. Til viðbótar þessum tveimur tillögum liggja fyrir tvær aðrar verk- áætlanir um jarðgöng frá Siglufirði til annarr- ar áttar eða inn í Fljót- in, nyrst í Skagafirði. Þá væri annars vegar hægt að gera önnur göng úr Fljótum til Ólafsfjarðar og hins vegar bvggja upp veginn yfir Lágheiði til Ölafs- fjarðar. Fyrri kosturinn um Fljótin felst því í tvennum göngum sem yrðu samanlagt þrettán km löng og leiðin milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar yrði um 33 km. Seinni kosturinn felst í einum stuttum göngum (4,7 km) en síðan talsverðum vegabótum á Lág- heiði. Vegalengdin á milli þessara tveggja staða styttist þá niður í lið- lega 40 km. Núverandi leið milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um Öxnadalsheiði er 233 km en um Lág- heiði er hún aðeins 62 km. Lágheiðin er ekki rudd og því ófær meginhluta vetrar. HéðinsQörður eða Fyót Kostir Héðinsfjarðarleiðarinnar eru að með henni styttist vegalengd- in mest á milli Ólafsíjarðar og Siglu- fjarðar og vegurinn mun liggja að Samgöngur Jarðgöng og vegagerð um norðanverðan Tröllaskagann varða samgöngur um allt Mið- Norðurland, segir Jón Bjarnason, en einskorð- ast ekki við göng milli tveggja staða. mestu í jarðgöngum en mikil snjó- flóðahætta er á þessu svæði. Kostir Fljótaleiðanna tveggja eru hins veg- ar þeir að þar opnast jarðgöngin beggja megin í byggð og náttúru- perlan Héðinsfjörður verður áfram ósnortin. Jafnframt yrðu samgöngur á milli Skagafjarðar og Siglufjarðar mun öruggari en núverandi vegur þar á milli er oft þungfær og mjög erfiður í viðhaldi. Ljóst er að tenging með jarðgöngum bæði úr Siglufirði og Ólafsfirði inn í Fljót og áfram inn í Skagafjörð tryggir betur allar sam- göngur milli Skagafjarðar og Eyja- fjarðar um norðanverðan Trölla- skagann. Núverandi tenging um Lágheiði er mjög snjóþung þótt nýtt vegastæði og endurgerður vegur gæti bætt þar miklu um. Lágheiðin Mikilvægt er að öllum undirbún- ingi verði hraðað en aksturshæf jarð- göng úr Siglufirði inn til Ólafsfjarðar Jón Bjarnason Bannið eykur vandann ÞAÐ ER sorglegt þegar ungmenni missa stjórn á lífi sínu og leið- ast út í vímuefnaneyslu og þá glæpastarfsemi sem henni fylgh’ gjarn- an. Sum þeirra eiga ekki afturkvæmt, sama hvað skyldmenni leggja á sig. Harmur þeirra hlýtur að vera mikill. Þess vegna verðum við að leita allra ráða til að lágmarka fíkniefna- bölið. Það hefur verið reynt, hér á landi sem víðast annars staðar, með hertum aðgerðum og refsingum við fíkni- efnaafbrotum. En er sú leið rétt? Undanfarið hafa verið kveðnir upp harðir dómar yfir tugum ungra manna fyrir innflutning og sölu fíkni- efna, en þrátt fyrir það hefúr fram- boð eiturlyfja að sögn sjaldan verið meira á markaðnum. Stærsti dómurinn Því er nefnilega þannig farið, að allar tflraunir lögreglunnar til að ráða við fíkniefnavandann eiu dæmdar til að mistakast. Kannski er það stærsti dómurinn í „stóra fíkni- efnamálinu". Fólk mun ávallt neyta fíkniefna, sama hvað lögreglan gerir. Stór hluti fíkniefnabölsins, og kannski stærsti, er hinir ýmsu óæski- legu fylgifiskar bannsins við eitur- lyfjum. I kringum sölu og neyslu efn- anna hefur myndast neðanjarðar- heimur, þar sem glæpir eru daglegt brauð. Vegna hins háa verðs efnanna verða fíklar að fjármagna neyslu sína með glæpum og fíkniefnasalar grípa til glæpa til að vemda hagsmuni sína. Margir þessara glæpa eru aldrei kærðir og koma ekki upp á yftrborð- ið. Fíkniefnaneytandi er til að mynda frekar ólíklegur til að kæra líkams- árás til lögreglunnar, ef árásarmað- verða ekki að veruleika fyrr en eftir fimm ár. Aðrar samgöngubætur mega ekki sitja á hakanum á þessum tíma. Vegurinn um Lágheiði milli Fljóta og Ólafsfjarðar er nú mikil- væg samgönguleið ekki síst að sum- arlagi fyrir ferðaþjónustuna á þessu svæði. En með góðum vegi um norð- anverðan Tröllaskagann milli Skaga- Qarðar og Eyjafjarðar stækkar Norðurland sem ferðamannasvæði. Nú er unnið að endurbótum á vegin- um um Lágheiði. Mikilvægt er að þeim framkvæmdum verði flýtt, veg- urinn styrktur og endurbættur niður í byggð beggja megin, líka Ólafs- fjarðarmegin. Þetta eru ekki dýrar framkvæmdir og skynsamlegt er að flýta þeim og ljúka eigi síðar en á næsta ári. Lágheiðarvegurinn þarf að koma sem fyrst að fullum notum svo samgöngur batni og umferð örv- ist um svæðið. Einnig mætti taka upp reglulegan snjómokstur um Lágheiðina þannig að hún nýtist sem samgönguleið lengstan hluta ársins. Ákvörðunin varðar allt Mið-N orðurland Nú eru jarðgöng um Héðinsfjörð efst á blaði en mikilvægt er að binda sig ekki aðeins við eina leið fyrirfram heldur meta alla þessa valkosti. Vissulega ræður kostnaður við jarð- gangagerðina miklu. En taka þarf fullt tillit til berghruns, snjóa og ann- arrar áhættu og meta áhrifin á nátt- úruverðmæti, umhverfi, atvinnulíf og aðra samfélagsþætti. Líta verður til búsetunnar og umferðarinnar beggja megin Tröllaskagans í heild og teng- inguna milli Skagafjarðar og Eyja- fjarðar en þessi tenging varðar allt Mið-Norðurland. Markmiðið er að ávinningurinn af þessum samgöngu- bótum verði sem mestur þegar til lengri tíma er litið. Höfundur er þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar græns framboðs Norðurlandi vestra. urinn er fíkniefnasali og ástæða árásarinnar óuppgerð skuld. Þar við bætist að fíkniefnaneytandinn er nánast búinn að segja sig úr samfélaginu. Hann á mjög erfitt með að snúa blaðinu við; hætta í dópinu og fá sér almennilega vinnu, ef hann hefur hlotið dóma vegna fíkniefnaafbrota. Andlát vegna fíkni- efnaneyslu eru lang- flest vegna óhreinna efna eða mismunandi styrkleika þeirra. Fíkniefnaneytandinn getur aldrei verið viss um að varan sem hann kaupir sé sú sem selj- andinn segir hana vera. Fíkniefnasal- Fíkniefni Bannið við fíkniefmim gerir aðeins illt verra. ívar Páll Jónsson legg- ur til að leitað verði annarra leiða. ar drýgja efnin, og auka þar með gróðann, með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum fyrir neytandann. Fíkniefnaneytandinn getur heldur ekki verið viss um að styrkleiki efnis- ins sé hinn sami og síðasta skammts. Því getur ein pilla í dag valdið sömu eitrunaráhrifum og þrjár pillur í gær. Hvað myndi gerast ef fíkniefni yrðu allt í einu leyfð? Verðið myndi hrapa. Starfsgrundvellinum yrði kippt undan fíkniefnasölunum. Framleiðslan myndi færast yfir til lyfjafyrirtækja sem hægt væri að hafa eftirlit með. Hið sama myndi gilda um öll lyf; neytandinn gæti treyst því að þau væru framleidd af ábyi’gum aðilum, líkt og til að mynda gildir um parasetamól nú. Glæpir yrðu ekki lengur framdir, að minnsta kosti ekki í sama mæli og nú, til að fjármagna fíkniefnaneyslu, eða verja ólöglega hagsmuni fíkniefnasalans. Glæpum myndi því fækka mikið. Bannið á að gilda um börn Þó ber að taka fram, að ekki er ver- ið að hvetja til þess að fólki undir lög- aldri verði leyft að neyta fíkniefna. Eflaust yrði ennþá til ólöglegur fíkni- efnamarkaður fyrir unglinga, en þó án margra áðumefndra fylgifiska. Það er augljóst að margt hefur breyst á því eina og hálfa ári sem liðið er síðan einna fyrst var ljáð máls á þeim möguleika að lögleiða fíkniefni. Þeir sem það gerðu voru úthrópaðir sem brjálæðingar og jafnvel vændir um fíkniefnaneyslu. Nú hefur hins vegar æ fleirum orðið ljóst, að barátt- an gegn fíkniefnum hefur verið háð með röngum formerkjum. Gríðarleg- um fjármunum hefur verið varið til löggæslu um allan heim, en þrátt fyr- ir það er vandamálið meira en nokkru sinni fyrr. Því er aðeins tímaspursmál, hve- nær fíkniefni verða lögleidd í heimin- um. Bandaríkjamenn reyndu að banna áfengi á sínum tíma, sem leiddi til glæpaöldu á hinum svoköll- uðu bannárum. Glæpum fækkaði stórlega eftir að áfengi var leyft aft- ur. Þeim hefur svo farið sífjölgandi, eftir því sem meira hefur verið lagt í stríðið gegn fíkniefnum. Með þetta í huga er rétt að skora á íslensk stjórnvöld að flýta fyrir þró- uninni og taka málið upp á alþjóða- vettvangi. Sennilega væri ekki skynsamlegt fyrir íslendinga að leyfa fíkniefni á meðan þau eru bönn- uð í löndunum í kringum okkur, en við eigum að hafa frumkvæði í þessu máli og gera hvað við getum til að binda enda á þetta árangurslausa og dýrkeypta stríð gegn eiturlyfjum. Höfundur er háskólanemi og ritstjóri minimalstate.com. Ivar Páll Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.