Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ofskynjunarsveppur notaður af neytendum kannabisefna
Langvarandi neysla veldur
varanlegum heilaskemmdum
UNGMENNI sem neyta kannabisefna nota
gjarnan ofskynjunarsveppi meðfram annarrí
neyslu segir Guðbjörn Björnsson, læknir á sjúkra-
húsinu Vogi. Hann segir sveppinn, sem vex hér á
landi, innihalda virk ofskynjunarefni. „Þetta er
raunverulegt vímuefni." Dæmi eru um að einstakl-
ingur hafi borðað allt að 110 sveppi í eitt og sama
skiptið.
Ofskynjunarsveppir hafa
verið flokkaðir sem eitraðir
„Það eru yfir 30 tegundir af ofskynjunarsvepp-
um til á Islandi og þeir hafa sennilega flestir verið
til hérna frá ómunatíð. Þeir hafa verið flokkaðir
sem eitraðir og eru nú ekki beint lystugir. Menn
verða bara veikir af þeim og því lítið gert af því að
misnota þá sem eiturlyf, nema gamla berserkja-
sveppinn," segir Guðbjörn Bjömsson, læknir á
sjúkrahúsinu Vogi.
Sveppurinn, sem hvað mest er notaður til vimu-
gjafar um þessar mundir, barst hingað til lands
fyrir um 15-16 árum. Hans varð fyrst vart á túnum
Reykjavíkur en hefur nú breiðst út um allt land.
„Þetta er voðalega lítill og ræfilslegur og ljótur
sveppur," segir Guðbjöm. „Hann inniheldur raun-
vemlegt ofskynjunarefni sem heitir psilocybin."
Sveppurinn veldur ofskynjunaráhrifum og jafnvel
tímabundnu geðveikiástandi. „Sumir verða
hræddir og skelfingu lostnir,“ segir Guðbjörn.
Algengur hjá þeim sem neyta kannabisefna
Guðbjörn segir neyslu á ofskynjunarsveppum
nokkuð algenga hjá þeim sem neyta kannabisefna.
Það sé afar fátítt að fólk neyti eingöngu ofskynj-
unarlyfja þar sem líkaminn er fljótur að mynda
mótefni gegn þeim. Sveppurinn sé því aðallega
notaður meðfram annarri fíkniefnaneyslu. I
sveppnum er psilocybin en það er flokkað með
öðrum ofskynjunarlyfjum, s.s. englaryki og LSD.
Guðbjörn segir afar erfitt að fylgjast með efnis-
magni í sveppnum. Það sé mjög misjafnt hversu
mikið psiloeybin sé í hverjum sveppi. Stundum
nægi 1-2 til að mynda ofskynjunaráhrif en Guð-
björn segir dæmi um að einstaklingur hafi borðað
allt að 110 ofskynjunarsveppi 1 einu.
Langvarandi eiturlyfjanotkun
veldur varanlegum heilaskaða
Guðbjörn segir að rannsóknir sýni æ betur fram
á skaðsemi eiturlyfja. „Langvarandi neysla á þess-
um efnum veldur óafturkræfum skaða á taugaend-
um og boðefnum í heila. Þetta er miklu alvarlegra
en menn héldu fyrir nokkrum árum,“ segir Guð-
björn. Rannsóknir hefðu staðfest það sem margan
grunaði. Guðbjörn segir að nokkuð beri á því að
ungmenni komi á Vog sem hafi neytt ofskynjunar-
sveppsins. Þau séu þá jafnan ringluð og það taki
nokkurn tíma fyrir þau að ná sér. Einnig hafi
nokkrir þurft að leita á slysadeild eftir sveppa-
neyslu.
Flugleiðir
færa Rauða
krossinum
gömul ein-
kennisföt
FLUGLEIÐIR afhentu Rauða
krossi íslands um 2.000 gömul ein-
kennisföt til hjálparstarfs. Nýverið
voru ný einkennisföt tekin í notk-
un og að frumkvæði starfsmanna
var ákveðið að gefa þau gömlu til
hjálparstarfs. „Það er mjög
ánægjulegt, að gömlu ein-
kennisfötin kunni að koma að
gagni að nýju, eins og þau hafa
nýst Flugleiðum til margra ára en
allar merkingar sem tengjast
Flugleiðum munu verða fjarlægð-
ar,“ sagði Sigurður Helgason, for-
stjóri Flugleiða, við tækifærið.
„Allur fatnaður sem berst til
Rauða kross Islands kemur sér vel
fyrir skjólstæðinga félagsins og vil
ég þakka Flugleiðum fyrir þessa
fatagjöf. Hún mun koma sér vel í
Athuga-
semd frá
Almanna-
vörnum
MORGUNBLAÐINU hefur borist
athugasemd frá Hjalta Sæmunds-
syni, aðalvarðstjóra í stjórnstöð
Landhelgisgæslunnar, vegna um-
mæla Jóns Baldurssonar, yfir-
læknis á slysadeild, í Morgunblað-
inu 18. júlí sl. um rútuslysið á
Hólsfjöllum.
I yfirlýsingunni segir: „Jón full-
yrðir m.a.:
1. að almannavarnakerfið hafi
verið virkjað fyrir tilviljun,
2. að vaktmaður Landhelgis-
gæslunnar hafi frétt af þessu slysi
vegna þess að þyrla Gæslunnar
hafi verið kölluð út.
Hið rétta er að vakthafandi
varðstjóri í stjórnstöð Landhelgis-
gæslunnar ákvað í ljósi umfangs
slyssins að virkja Almannavarnir
ríkisins, stjórnstöð Almannavarna
mun hafa orðið virk innan einnar
klukkustundar frá útkalli varð-
stjórans. Sú töf hafði.engin áhrif á
gang björgunaraðgerða, enda hafði
varðstjórinn gert allar þær ráð-
stafanir sem honum bar í ijósi
verkefnisins.
Varðstjóri í stjórnstöð Land-
helgisgæslunnar ákveður í umboði
forstjóra LHG útkall þyrlu í hvert
skipti og kallar hana út. Þar með
er honum væntanlega fullljóst að
þyi’lan hafi verið kölluð út, og
hvers vegna.
Ég verð að lýsa vonbrigðum
með að maður í stöðu Jóns Bald-
urssonar láti hafa eftir sér þvílíkar
rangfærslur og útúrsnúninga, sér-
staklega í ijósi áralangs samstarfs
Jóns við stjórnstöð LHG. Jóni ætti
að vera fullljóst hvernig stjórnstöð
LHG starfar, sérstaklega í ljósi
formennsku sinnar í nefnd sem
skipuð var um útkallsreglur á
þyrlu LHG, sem skilað hefur áliti.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
er mönnuð allan sólarhringinn árið
um kring, þar eru að störfum
varðstjórar með áratuga reynslu
af leitar- og björgunarstörfum. Ég
leyfi mér að segja að störf þeirra
stjórnist ekki af tilviljunum eða
handahófi.
Stöðin er ávallt tilbúin til að-
gerða með eða án utanaðkomandi
aðstoðar.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Björg Jónasdóttir, Guðný Hansdóttir, Ólafur R. Gunnarsson, Sigurður Helgason, Hannes Birgir Hjálmarsson
og Ólafur Arnason við afhendinguna.
starfi Rauða krossins, sem mun sjá
til þess að gjöfin nýtist þeim sem á
þurfa að halda,“ sagði Sigrún
Árnadóttir, framkvæmdastjóri
Rauða kross fslands.
Einkennisfótin hafa þegar verið
seld til fataflokkunarstöðvar í
Hollandi þar sem þau verða annað-
hvort seld eða gefin fátækum.
Yfírleitt gengur vel að manna kennarastöður framhaldsskólanna
Vantar aðallega
raungreinakennara
FREMUR gott hljóð er í yfirmönn-
um framhaldsskólanna í landinu um
komandi haust og vetur, en flestir
eru sammála um að erfitt sé að fá
kennara í raungreinum, einkum eðl-
is- og efnafræði, líffræði og stærð-
fræði, og mun erfiðara en áður. At-
hygli vekur að það vandamál er ekki
einskorðað við landsbyggðina, held-
ur virðist það sama upp á tening-
num á höfuðborgarsvæðinu.
Morgunblaðið hafði samband við
nokkra framhaldsskóla og spurðist
, fyrir um það, hvernig almennt hefði
gengið að manna kennarastöðurnar.
„Það hefur gengið vel,“ sagði Ragn-
heiður Torfadóttir, skólameistari
Menntaskólans í Reykjavfk. „Það
hefur auðvitað hjálpað til, nú eins og
fyrr, að skólinn er í hjarta borgar-
innar og stendur á gömlum merg og
er kunnur, þannig að okkur hefur
alltaf gengið vel að fá kennara hing-
að.“
í máli Péturs Rasmussen, aðstoð-
arskólameistara Menntaskólans við
Sund, kvað við annan tón, en hann
sagði hafa gengið fremur illa að ná í
kennara. „Ég held reyndar að við
séum einna verst stödd, af einhverj-
um ástæðum. Ég var nú frekar
vondaufur þar til fyrir stuttu, þegar
birti skyndilega til með eðlisfræð-
ina, en við sitjum uppi með ein-
hveijar hörmungar í stærðfræði.
Raungreinarnar eru vandamálið og
það er ekkert nýtt vandamál. Það er
mjög oft svo, að þegar við erum
nýbúin að krækja í einhvern dregur
hann umsóknina jafnskjótt til baka,
þegar hann frétth' launakjörin. I
raungreinum, þar sem er svo mikil
eftirspurn eftir fólki á öðrum stöð-
um, eru kennaralaunin einfaldlega
ekki samkeppnisfær."
Allir með réttindi nema einn
Þorsteinn Þorsteinsson, skóla-
meistari Fjölbrautaskólans í Garða-
bæ, sagði hins vegar að ráðningar
kennara hefðu gengið vel. „Við höf-
um alltaf átt gott með að ráða fólk.
Allir kennarar við skólann eru með
réttindi, nema sá sem kennir tré-
smíðar. Þó gæti verið að ég þyrfti að
auglýsa einhvern tímann með
haustinu eftir kennurum í raun-
greinum, einfaldlega vegna fjölgun-
ar í skólanum."
Á ísafirði sagði Guðmundur Ein-
arsson, varamaður í skólanefnd
Framhaldsskóla Vestfjarða, að
menn þar væru alls ekki í slæmum
málum, en ástandið hefði þó oft ver-
ið betra. „Síðast þegar ég vissi vant-
aði a.m.k. dönskukennara," bætti
hann við. Og Magnea Guðmun-
dsdóttir, varaformaður skóla-
nefndar, tók í sama streng: „Ég var
á fundi fyrir tveimur eða þremur
vikum og þá var ekki allt frágengið.
En ég veit ekki hvað hefur gerst síð-
an; e.t.v. hefur skólameistara tekist
að manna það sem upp á vantaði."
Við Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra á Sauðárkróki varð Jón F.
Hjartarson skólameistari fyrir svör-
um: „Það gengur mjög vel hjá okk-
ur. Það er ekki oft sem við höfum
fengið fleiri en eina umsókn um
hverja stöðu, en það gerðist núna.
Þannig að við erum ánægð.“
Og Jón Már Héðinsson, aðstoðar-
skólameistari Menntaskólans á Ak-
ureyri, var einnig glaður í bragði.
„Það hefur gengið vel. Við erum
með stöðugan og traustan kjarna og
það gekk vel að ráða í þær fáu stöð-
ur sem losnuðu I vor. Það má
kannski segja að við höfum verið
heppin, því það er erfitt að ná í
kennara, og launin spila þar stórt
hlutverk. Það er búin að vera upp-
sveifla í samfélaginu svo að ríkis-
stofnanir, eða a.m.k. skólarnir, eiga
erfitt með að keppa við hinn al-
menna markað hvað það varðar."
Valgerður Gunnarsdóttir, skóla-
meistari Framhaldsskólans á Laug-
um, sagði að ennþá vantaði dönsku-
kennara, en að öðru leyti væri
skólinn vel í stakk búinn fyrir kom-
andi haust og vetur.
Svipuð laun og krakki
fær í sjoppu
I Gunnari Baldurssyni, aðstoðar-
skólameistara Framhaldsskólans á
Húsavík, var ekki eins góður tónn.
„Okkur vantar í tvær heilar stöður,
þ.e.a.s. eina í stærðfræði og tvær
hálfar í sálfræði og námsráðgjöf.
Stærðfræðin er aðalvandamálið, og
mér skilst að svo sé víða um land.
Það er ekkert auðvelt að fá menn
menntaða í stærðfræði, með fjög-
urra ára háskólanám, og bjóða þeim
svo rétt rámlega hundrað þúsund
krónur á mánuði; það eru svipuð
laun og krakki fær í sjoppu ef hann
tekur nokkrar aukavaktir. Enda
hefur enginn ansað þessum auglýs-
ingum okkar. Það hafa þó verið fyr-
irspurnir um sálfræðina. Samt bjóð-
um við niðurgreitt húsnæði og
flutningsstyrk, þannig að menn
flytja hingað sér að kostnaðarlausu.
Það ýtir ekkert á. Launin eru
vandamálið.“
Helgi Omar Bragason, skóla-
meistari Menntaskólans á Egils-
stöðum, sagði að það ætti bara eftir
að ráða einn kennara. „Það er að
vísu líffræðikennari, svo að það get-
ur verið þrautin þyngri að ráða
fram úr því. Þetta er samt svipað og
verið hefur undanfarin ár. Við erum
ekki samkeppnisfær við hinn al-
menna markað, sérstaklega hvað
snertir raungreinafólkið."
Þenslan í samfélaginu og
sóknin á liöfuðborgarsvæðið
Og á Heimaey var til svara Ólafur
H. Sigurjónsson, skólameistari
Framhaldsskólans í Vestmannaeyj-
um. „Það gengur nú frekar illa að
ráða í þær stöður sem lausar eru.
Eflaust spilar þenslan í samfélaginu
hér inn í; nú er um mörg störf að
velja, fleiri en oft áður. Og sóknin á
höfuðborgarsvæðið á líka einhvern
þátt í þessu. Maður verður var við
það, að fólk er ekki jafn tilbúið og
stundum hefur verið að fara út á
land. Mig vantar t.d. kennara í líf-
fræði og efnafræði. Þegar slíkar
stöður hafa verið auglýstar hafa yf-
irleitt borist ein eða tvær umsóknir,
en það var ekki núna.“