Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Amaldur Gústav Geir Bollason segir hugsanlegt að einn þáttur verka sinna sé að skoða möguleika málverksins gagnvart tækninni. Landslag kvik- myndao með blaði og blýanti ✓ I Nýlistasafninu stendur yfír sýning á ljósmyndum, teikningum og málverkum eftir Gústav Geir Bollason. Landslag úti og inni við setur svip á sýninguna. Þorvarður Hjálmarsson heimsótti safnið og__________ tók listamanninn tali. GÚSTAV Geir Bollason heldur einka- sýningu í Súmsalnum í Nýlistasafn- inu þessa dagana. Þetta er fyrsta einkasýning Gústavs Geirs í Reykjavík frá árinu 1989, en það ár hélt hann sýningu í Listasafhi AS.Í. Sama vor lauk hann námi frá MyndMsta- og handíðaskóla Islands. Að námi loknu lá leið Gústavs til megin- lands Evrópu, þar sem hann menntaði sig enn frekar í listsköpun sinni. Hann dvaldi árlangt í Búdapest í Ungverjalandi og þaðan lá leiðin til Parísar þar sem hann var við nám og störf um nokkurra ára skeið. Gústav Geir hefur tekið þátt í samsýningum erlendis, þeirra á meðal Auroru Norrsken, sem var samsýning listamanna sem skipulögð var af norrænu listamiðstöðinni Suom- enlinna í Sveaborg í Finnlandi og Listasafni Gautaborgar í Svíþjóð. Aurora 6 var flutt á milli landa og sýnd í Finnlandi, Svíþjóð, Eistlandi og í Noregi. Þá hefur Gústav tekið þátt í einum þrem- ur samsýningum í Frakklandi. Um listamannin sjálfan er það helst að segja að Gústav Geir ólst upp á hinu fomfræga höfuðbóli og kirkjustað Laufási við Ejjaíjörð. Hann gekk í menntaskóla á Akureyri og í Mynd- og hand í Reykjavík áður en hann lagði land undir fót eins og áður segir en hefur nú snúið aftur tíl heima- haganna og komið sér íyrir ásamt franskri eigin- konu sinni og ungum syni þeirra hjónakoma á Hjalteyri við Eyjaförð, þeim íyrrum ævintýra- ljóma slegna stað sem virðist óðum vera að ganga í endumýjun lífdaganna og nú fyrir tilstilli lista- manna. Handan fjarðaiins, á ströndinni hinum megin, blasa æskuslóðir Gústavs Geirs við sjón- um. Á sýningu Gústavs í Nýlistasafninu em þijú verk frá umliðnum áram sem byggja öðrum þræði að sögn listamannsins á rannsókn hans á möguleikum málverksins gagnvart öðrum miðl- um svo sem ljósmyndum og kvikmyndum. Fyrsta verkið sem við nemum staðar við heitir Landslag 360° og er frá árinu 1996. Gústav beitir þeirri að- ferð að sýna gestum inn í vinnuferli verka sinna. Til hliðar við verkið sjálft hanga skissur og ljós- myndir af þeim stöðum sem hann glímir síðan við í myndverkum sínum en í þeim leitar hann frekar eftfr heildaráhrifum en nákvæmum eftirmynd- um. Á Ijósmyndunum sér maður ýmislegt sem orðið hefur út undan í teikningunni, ýmis atriði sem hið nákvæma auga linsunnar nemur. Aðferð- in er sú að listamaðurinn tekur ljósmyndir af við- fangsefninu þar sem hann beitir aðdráttarlinsu til að ná fram smáatriðum, byggingum og arkitektr úr af ýmsu tagi sem vill hverfa inn í heildarmynd- ina þegar myndir era rissaðar hratt upp. Þá mál- ar hann viðfangsefni ljósmyndanna og sameinar í eina mynd, svo úr verður að því er virðist nokkurs konar hreyfimynd af landslagi. Allavega birtist sama landslagið manni á veggjunum á tvennan ef ekki þrennan ólíkan hátt fyrir bragðið. „í rauninni er meiningin kannski sú að kvik- mynda landslagið, en án tökuvélar, bara með blaði og blýanti,“ segir Gústav og heldur áfram: „Þá er ég ef til vill að velta því íyrir mér hvemig maður skoðar og skynjar hlutina, annars vegar í gegnum miðla og síðan hvemig hlutimir horfa við manni á staðnum. Héma dreg ég upp vatnslita- myndir af landslaginu og síðan ljósmynda ég staðhætti, og þetta er að einhveiju leyti saman- burður milli hinnar hefðbundnu sýnar miðilsins, þ.e. málverksins og teikninganna, og þess sem maður sér kannski oftast í nútímanum sem er landslag í panorama." Möguleikar málverksins gagnvart tækninni Næsta verk á sýningunni er „Walking“ frá ár- inu 2000, málverk í þremur hlutum sem sýnir vinnustofu listamanns frá ólfkum sjónarhomum. Ljósmyndir af herberginu fylgja ekki en augljóst er að verkið er unnið út frá nokkram ljósmyndum sem skeytt er saman. Máfverkið virðist þó opin- bera mun fleiri hliðar á herberginu en nokkur ljósmynd gæti gert. „Þetta var vinnustofa mín í París til skamms tíma,“ segir Gústav. „Þrengslin vora mikil og það var erfitt að ná einhverri mynd þama inni sem sýndi allt landslagið eða rýmið. Þetta er eins kon- ar gönguferð, myndimar era teknar út í homin þannig að fjarvíddin verður svolítið brengluð. Síð- an raða ég saman tveimur myndum sem skarast og ná kannski ekki vel saman. Það má segja sem svo að þetta sé ef til vill svona samanburður á eig- inleikum Ijósmyndar og málverks. Ljósmyndin er alltaf þannig að hún afmarkast við stærð linsunn- ar, byijar á útjöðrunum og færist inn að miðj- unni. Málverkið byrjar í rauninni, ef maður hugs- ar það á klassískan hátt, innan frá. Maður byijar á miðjunni og vinnur sig út á jaðrana. Þetta mál- verk hér byijar þar sem ljósmyndimar skarast eða ná saman, þar byijar málverkið í rauninni. Þetta er gönguferð um herbergið, maður sér hreyfingu og ýmislegt annað í herberginu svo sem hlutí sem þama era. Sumt sér maður óljóst og ekki er augljóst heldur hvaða hlutverki hver hlutur gegnir í myndinni. Þegar ég var að vinna við þetta verk las ég „Walking11 eftír nítjándu ald- ar heimspekinginn og skáldið Henry David Thor- eau sem ijallar um gönguferðir í náttúrunni og þetta er kannski svona rómantísk pæling þar sem maður er að skoða og fjarlægjast þennan strúkt- úr allan.“ Þriðja verkið á sýningunni heitir „Landslag/ Þoka“ og er frá árinu 1996. Myndimar í báðum landslagsverkunum era úr Skagafirði, nánar til- tekið Hjaltadal þar sem Gústav Geir hefur haft vinnuaðstöðu. „Þetta verk tengist fyrra landslagsverkinu þai’ sem þetta er frá sama stað nema þetta er tekið upp á fjalli og horft niður í lítinn dal. Þegar ég tók þessa mynd var ég ef til vill meiia að hugsa um augnablikið og ferlið sem á sér stað þegar maður tekui' mynd. Það kemur kannski fram í þessari speglun sem á sér stað í verkinu. Með því að hugsa þannig tengdi það mig atvikinu, raunvera- leikanum og stemmningunni. Verkið sýnir mynd- bygginguna líka í leiðinni en ekki bara teikning- una eða Ijósmyndina. Þama er ég að undirstrika eða sýna eitthvað sem minnir meira á ferlið, eða augnablikið sem maður ýttí á hnappinn. Þetta er allt sama landslagið en ég færði vélina til og síðan kemur þokan inn í myndina. Ég hiífst að þessum speglunum sem gerast í tökunni. Þetta verk fjall- ar um speglanir en kannski fjallar þetta líka um það að hverfa frá einum heimi í annan eins og í sögunni af Lísu í Undralandi." En Gústav hefur líka flutt úr einum heimi í annan ef svo má segja, alla leið frá París til Hjalteyrar. „Þegar ég kom heim fluttumst við fyrst til Hofsóss og ég vann þar við ýmislegt, lagði með- al annars stund á sjómennsku, en við voram jafnframt að leita að aðstöðu fyrir okkur og firndum hana á Hjalteyri. Ég kynntist konu minni þegar ég var í námi í París. Hún er frá Norður-Frakklandi og er myndlistarmaður líka og fæst aðallega við Ijósmyndir og myndbönd. Á Hjalteyri líður okkur vel, við eigum saman lítinn strák og allt er í lukkunnar velstandi.“ Þegar litið er yfir sýninguna er ástæðulaust annað en hrífast af þeim öguðu vinnubrögðum og þeim hugsunum sem hún birtir. Ef reynt yrði að draga saman aðalatriðin er landslagið, þá jafnt úti sem inni við, og gönguferðir í náttúr- unni að hætti Thoreaus innanhúss sem utan- húss það viðfangsefni sem sækir mest á Gústav? „Ég er mikið að velta fyrir mér landslagi, hreyfingunni í landslaginu og svo eru það fleiri hlutir sem ég er að hugsa um, í rauninni allt það sem málari þarf að gera. Auðvitað má ekki taka það svo að ég sýni allt það sem ég er að vinna að hér, þetta er svona hluti þess sem ég er að fást við sem ég sýni núna. Málverkið og miðlamir sem ég vinn með eiga sér mun lengri sögu en nýju miðlamir, ljósmyndin og kvikmyndimar. Listin er orðin svo tæknileg nú til dags. Hugs- anlega er einn þáttur verka minna sá að skoða möguleika málverksins gagnvart tækninni." Ferðir til Prag 4. ágúst: Vikuferð til Prag í beinu leiguflugi, örfá sæti laus. 25. ágúst: Vikuferð til Prag í beinu leiguflugi. 4., 11., 17., 24. og 31. október: 7 og 8 daga ferðir til Prag Flogið verður til Frankfurt og ekið þaðan samdægurs (ca 8 tíma akstur) til Prag. Par verður svo gist næstu 6 nætur (5 nætur í ferðinni 11. okt.) en á næst síðasta degi veröur ekið áleiðis til Frankfurt með viðkomu í Karlovy Vary, sem er einn þekktasti og fegursti heilsubaðstaður (Tékklandi. Gist verður síðustu nóttina í Pýskalandi. Ferð til Nepal 14. október: Nepal/Everest 23ja daga gönguferð að rótum hæsta fjalls í heimi. Ferð á IAA 23. september: Fimm daga ferð á atvinnubílasýninguna í Frankfurt. Leitið nánari upplýsinga hjá utanlandsdeild okkar. eða á vefsíðu www.gjtravel.is Guðmundur Jónassson ferðaskrifstofa, Borgartúni 34, sími 5111515. Trompet og orgel á hádegistónleikum Á HÁDEGISTÓNLEIKUM í Hall- grímskirkju í dag, fimmtudag, kl. 12 koma fram tveir íslenskir tónlistar- menn, trompetleikarinn Guðmundur Hafsteinsson og organistinn Eyþór Ingi Jónsson. Á efnisskránni eru bæði verk frá barokktímabilinu og frá 20. öld. Tónleikarnir hefjast með tveimur þáttum úr Sónötu í g-moll eftir Loeillet de Gant sem þeir leika sam- an en svo leikur Eyþór Tokkötu í C- dúr eftir JS Baeh. Eftir bandaríska tónskáldið Alan Hovhaness leika þeir hið kunna verk, Bæn heilags Gregors, og eftir 18. aldar tónskáldið William Boyce hljómar Trumpet Voluntary. Finnska tónskáldið Jean Sibelius er fulltrúi norrænnar tón- listar með Intrödu op. llla og tón- leikunum lýkur með Sóntötu a 4 í g- moll eftir Pavel Josef Vejvanovský sem var uppi á 17. öld. Guðmundur Hafsteinsson er fæddur 1972. Hann nam við Tónlist- arskólann í Reykjavík og í janúar 1998 lauk hann meistaraprófi í trompetleik frá State University of New York, Purchase College Con- servatory of Music undir handleiðslu Vincent Penzarella trompetleikara Fílharmóníusveitar New York borg- ar. Guðmundur var í framhaldsnámi í Vínarborg veturinn 1998-99 en síð- astliðinn vetur kenndi hann m.a. við Tónskóla Sigursveins auk þess sem hann tók þátt í tónlistarlífi höfuð- borgarinnar. Eyþór Ingi Jónsson er fæddur 1973, ólst upp í Dalasýslu en bjó um tíma á Akranesi þar sem hann kenndi við Tónlistarskólann á Akra- nesi ogstjórnaði Grundartangakóm- um og Kór FVA. Vorið 1998 lauk hann kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar þar sem aðalkennari hans var Hörður Áskelsson. Hann stundar nú framhaldsnám í kirkjutónlist við Tónlistarháskólann í Piteá í Svíþjóð þar sem orgelkenn- ari hans er Hans Ola Ericsson. Sýningum lýkur Listasafn Reykjavikur SÝNINGUNNI Garðhúsa- bænum sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur, Kjar- valsstöðum, lýkur nú um helgina. Gallerí Stöðlakot Sýningu Steinþórs Marinós Gunnarssonar lýkur á sunnu- dag. Stöðlakot er opið daglega kl. 14-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.