Morgunblaðið - 23.07.2000, Page 21

Morgunblaðið - 23.07.2000, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 21 „Kirkjugarðar Reykjavíkur tóku upp nýjar aðferðir í heilsu- eflingu starfsmanna fyrir nokkrum árum. Þeir hafa kerf- isbundið séð til þess að starfs- mönnum h'ði sem best bæði and- lega, félagslega og líkamlega. Það gera þeir með reglu- bundnum fundum, þar sem farið er í gegnum vinnuferlið og allir þessir þrír hlutir ræddir. Einnig veita þeir öllum starfsmönnum aðgang að sálfræðingi, lækni, hjúkrunarfræðingi, þannig að vilji starfsmaður ekki ræða and- lega vanlíðan á vinnustaðnum, þá getur hann fengið aðstoð þessara sérfræðinga sér að kostnaðarlausu, án þess að það komi upp á borð hjá fyrirtæk- inu.“ „Ungur háskólanemi vinnur í tölvufyrirtæki, þar sem honum er útvegaður farsími til þess að hann geti alltaf verið til taks þegar vinnuveitandinn þarfnast hans. Honum finnst starfið skemmtilegt en pressan við að vera aldrei frjáls er óþægileg. Hann veit að einhver annar er kallaður inn ef ekki næst í hann. Komi það fyrir í nokkur skipti er hann hræddur um að missa vinnuna. Á tímum farsxma og tölvupósts er í rauninni búið að taka frá fólki, að það sé komið í frí þegar það er komið heim úr vinnu.“ með hverju fótmáli þeirra. Varðandi það hvort streita utan vinnu fær- ist yfir á starfíð, þá hafa rannsóknir á vinn- uskipulagi og líðan starfsmanna sýnt, að séu ytri aðstæður einangraðar, þ.e. þegar bomir em saman hópar sem búa við sams konar að- stæður utan vinnu, kemur í ljós að orsaka- valdur vanlíðanar er miklu frekar í vinnunni en utan hennar. Sérfræðingar telja jafnvel að vinnan hafi meiri áhrif á andlega líðan manna nú en fyrir tuttugu ámm vegna þess að sjálfsmynd bæði karla og kvenna sé svo samofin velgengni í starfi. Það hvernig okkur líður í lok vinnudags virðist skipta meira máli fyrir almenna líðan heldur en það sem við gemm utan vinnu.“ Ánægja og depurð „Margar rannsóknir hafa sýnt, að einstakl- ingur, sem vinnur einhæft starf og er dapur eða gírast niður í vinnu, bætir sér það ekki upp með frjóum frítíma. Hann drífur sig ekki í leikfimi, kvikmyndahús eða annað. Innst inni hefur hann kannski áhuga en fær sig ekki til þess. Aftur á móti er því öfugt farið með þann sem vinnur frjóa vinnu og kemur heim fullur orku og áhuga. Fari þessi sami maður aftur á móti í einhæft starf, þar sem engar andlegar kröfur eru gerðar og hann fær ekki að hafa nein áhrif, þá verður hann smám saman dof- inn í vinnu sem og utan hennar." - Hafa aðrar rannsóknir ekki sýnt, að þeir sem eiga gott líf utan vinnu yfírfæra ánægjuna á vinnuna? „Jú, það er rétt og auðvitað er þetta allt ein- staklingsbundið líka. En vinnuskipulagið skiptir það miklu máli, að atvinnurekendur eða stjómendur mega ekki leyfa sér að hugsa sem svo, að menn séu bara átta klukkustundir í vinnu og síðan geti þeir farið heim og gert eitthvað skemmtilegt. Ástæðan er sú sem ég greindi frá áðan, þ.e. að við tökum vanlíðanina heim með okkur og það ástand verður að víta- hring. Ef við komum óhamingjusöm í vinnuna vegna þess að eitthvað gengur illa heimafyrir erum við mun næmari fyrir vondu vinnuum- hverfi. Að sama skapi tekur einstaklingur, sem er mjög hamingjusamur utan vinnustað- ar, síður inn á sig vont vinnuumhverfi.“ Fleiri sjálfsvíg meðal kvenkyns en karl- kyns lækna og presta - Er afleiðing vinnustreitu kynbundin? „Því hefur verið haldið fram, að karlmenn hafi meiri tilhneigingu til að fá hækkaðan blóðþrýsting en konur frekar vöðvabólgu, höf- uðverk og bakverk. Hins vegar hefur komið upp í umræðunni um kulnun, að konum sé hættara en körlum við að taka vinnuna inn á sig. Svíar hafa til dæmis skoðað hvernig standi á því, að sjálfsmorðstíðni er hæm með- al lækna og presta af kvenkyni en meðal karla í sömu starfsgreinum. Eitt af því sem fram kom var að kvenkyns læknar kvörtuðu yfir því hversu leitt þeim þætti að geta ekki læknað sjúklingana. Þær voru enn að hugsa um sjúkl- inginn sem þær þurftu að yfirgefa, en karlarn- ir virtust frekar geta aðskilið vinnu og heimili. Sama var með kvenkyns presta, þær tóku starfið meira inn á sig. Fólk verður að læra að setja múr á milli sjálfs sín og starfsins. Sumir hafa einmitt áhyggjur af nútímafjár- málamarkaði, þar sem menn vinna langan vinnudag og leggja sig fram í samkeppni við annað ungt fólk sem er að koma inn með nýja vitneskju um markaðinn. Við vitum að margir karlmenn sem vinna á fjármálamarkaði hætta vegna þess að þeir kikna undan álaginu. Til að draga úr vinnustreitu og kulnun verða menn meðal annars að læra að hætta að hugsa um vinnuna að loknum vinnudegi." - Hvernig á að fara að því? „Mikilvægt er að gefa starfshópum aðgang að fólki sem getur kennt slíkt eða að starfs- hóparnir sjálfir séu meðvitaðir um þennan vanda. Eg veit til þess, að fjármálafyrirtæki í grannlöndum okkar hafa komið sér upp föst- um fundum, þar sem menn setjast niður og ræða álag og streitu enda er ein forvörn vinnustreitu að fá stöku sinnum tækifæri til að ræða hvað er erfitt og hvernig er hægt að breyta því. Það getur til dæmis verið enda- laust álag, þannig að menn vita aldrei hvenær þeir komast heim til sín. Ef ekki er hægt að breyta því er að minnsta kosti búið að ræða það og menn orðnir sammála um að því verði ekki breytt. Sé hægt að breyta ástandinu, þá eru meiri líkur á að það verði gert, ef starfs- menn koma saman einu sinni í viku eða mán- uði til að fylgja því eftir.“ - Konur gætu að jafnaði verið tilbúnar að ræða slíkt, en hvaðmeð karlmenn? „Þegar þeir hafa gengið í gegnum slíkt ferli fer þeim að finnast það eðlilegt. Við höfum dæmi af því hér á landi meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sem vinna undir miklu álagi. Áður fyrr þótti ekki mikil karlmennska að vera miður sín yfir því að hafa komið að al- varlegu slysi eða lent í erfiðum brana. Eftir að hafa fengið námskeið, þar sem farið er í gegn- um streituviðbrögð, viðurkenna þeir nú, tíu árum síðar, að mjög mikilvægt sé að ræða þetta álag.“ - Ef vinnustreita veldur ekki auknum fjar- vistum starfsfólks, það skiptir ekki um vinnu og vinnuveitendur viija kannski hafa hraða starfsmannaveltu, hver er þá akkur þeirra í að velta þessum málum fyrir sér? „Starfsmaður sem þjakaður er af vinnu- streitu sýnir ekki eðlileg afköst og gæði og er því ekki eins góður starfsmaður og ella. Og það er rétt, sumir vilja hraða starfsmanna- veltu. Ég hef til dæmis talað við starfsmann- astjóra í fiskvinnslufyrirtæki sem hefur haldið því fram, að hann vilji frekar fá Pólverja í vinnu sem stoppa stutt, vinna þegjandi og hljóðalaust og fara svo, heldur en íslendinga, sem eru „vælandi og veinandi" og hafa verið í vinnu í mörg ár. Það er hins vegar grátlegt ef stjórnendur hugsa svona, því þrátt fyrir allt er fólk víða um land sem hefur ekki um margt annað að velja og það á heimtingu á því að vinnuum- hverfið sé heilsusamlegt. Sömuleiðis kveður vinnulöggjöfin á um, að starfsmenn eigi ekki að þurfa að verða fyrir andlegu eða líkamlegu tjóni í vinnunni.“ Fullorðinsmiði: 3.500^i^Uj Unglingamiði: 3.000 ‘*‘ÍÉl||í FORSALAN: Á ESSO bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og suður- og vesturlandi. Á netinu hjá Bókunarmiðstöð íslands; www.discovericeland.is Afmælisafsláttur í forsölu mbl.is \LLTXkf= &/TTHVX\£? A/YTT UTIVISTAR við Faxafe lsgra verð n í OP® Virka daga Vri-- ^ ^ugardag MARKAÐUR Reykjavík Veður og færð á Netinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.