Morgunblaðið - 23.07.2000, Qupperneq 34
34 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÞÓRA
HAFSTEIN
+ Þóra Hafstein
fæddist á Akur-
eyri 12. júlí 1919.
Hún lést á Landspíta-
lanum í Possvogi
hinn 9. júlí siðastlið-
inn. Þóra var dóttir
hjónanna Júh'usar
Havsteen, sýslu-
manns á Húsavfk og
Þórunnar Jónsdótt-
ur. Systkini Þóru
eru: Ragnheiður
Lára, látin; Jakob
Valdemar, látinn; Jó-
hann Henning, lát-
inn; Jón Kristinn;
Soffía Guðrún; Þórunn Kristjana,
Iátin og Hannes Þórður, látinn.
Hinn 31. desember 1939 giftist
Þóra Bárði Jakobs-
syni hrl. og eignuð-
ust þau tvo syni, Ja-
kob Jóhann,
lögfræðing, f. 26. ap-
ril 1941, kvæntur
Ragnheiði Eggerts-
dóttur og Július,
skipstjóra, f. 15.
september 1942, sem
er látinn. Þóra og
Bárður skildu. Síðar
giftist Þóra Gunnari
Þorsteinssyni hrl.
Þau skildu. Þóra
giftist Sigurði Jóns-
syni framkvæmda-
stjóra og skildu þau.
Útför Þóru Hafstein hefur farið
fram í kyrrþey.
Faðir okkar lagði alla tíð áherslu
á þá dyggð að rækta samband við
sína nánustu. Foreldrar hans
kenndu honum að þar væri að
vænta bestu gjafa sem lífið hefði
að gefa. En þær gjafir kæmu ekki
af sjálfu sér heldur yrði maður að
gefa af sjálfum sér líka. Við syst-
kinin verðum víst seint talin föður-
betrungar hvað varðar frænd-
rækni. En við höfum alla tíð notið
OSWALDS
simi 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AOAI S I RITI -ÍB • 101 RIA KJAVÍK
Davið Inger Ólafur
Utfiirarstj. Utfrtrarstj. Utfararstj.
L.J IvKi STUVÍNNIJST OFA
EYVINDAR ÁRNASONAR
þess að eiga að góðan frændgarð.
Föðursystir okkar sem við
kveðjum nú var skírð Thora Ema-
lie Marie í höfuðið á föðurömmu
sinni. Hún var dóttir Júlíusar
sýslumanns á Húsavík og Þórunn-
ar, ein úr stórum hópi litríkra
systkina. Þau voru Ragnheiður
Lára, Jakob Valdemar, Jóhann
Henning, Jón Kristinn, Soffía Guð-
rún, Þórunn Kristjana og Hannes
Þórður faðir okkar. Nú eru eftir-
lifandi Jón frændi og Soffa.
Þóra, „systir hans pabba“ eins
og við kölluðum hana jafnan, var
um margt sérstök kona og ógleym-
anleg þeim sem henni kynntust.
Hún var stórbrotinn persónuleiki
sem gustaði af, glæsileg, stórlát og
tilfinningarík. Ur bernsku okkar
minnumst við þess að hún hafði yf-
ir sér ævintýraljóma. Þóra var fall-
eg kona og glæsileg í klæðaburði
þannig að eftirtekt vakti. Hún
hafði ríka kímnigáfu og sagði
skemmtilega frá. Við systkinin nut-
um væntumþykju hennar og áttum
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
Vesturhlíð 2
Fossvogi
SfmiSSI 1266
www.utfor.is
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Utfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarír á allrí landsbyggðinni.
Sverrir
Einarssoti
útfararstjóri,
sími 896 8242
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
V_______________________________ i
Sverrir
Olscn
útfararstjóri.
I Baldur
I Frcderikseti
mx a útfararstjóri,
II Æsími 895 9199
með henni margar góðar stundir.
En það fór ekki heldur fram hjá
okkur að hún sigldi fráleitt lygnan
sjó. Þá átti til að hvína í rá og
reiða. Þóra fór oft sínar eigin leiðir
og voru ekki alltaf allir sammála
um að það væru réttar leiðir.
Þóra var engin venjuleg kona.
Slík eftirmæli hefðu henni líkað vel
enda nægilegt svigrúm til túlkunar
fyrir hvern og einn. Okkur „börn-
unum hans Hannesar og Sigrúnar"
þykir vænt um minningu Þóru, því
ekki aðeins fundum við væntum-
þykju hennar heldur er hún ein af
þeim sem er ómetanlegt að hafa
kynnst. Á lífsleiðinni hittir maður
ólíkt fólk sem á þátt í að móta við-
horf manns og viðmið. Þóra frænka
lagði þar skerf til mála með sínum
litríka hætti.
Þóra átti tvo syni, Júlíus sem dó
fyrir mörgum árum, og Jakob Jó-
hann. Þóra bjó ekki við góða heilsu
síðustu æviár sín. Hún naut um-
hyggju Jakobs sonar síns og konu
hans Ragnheiðar sem reyndust
henni afskaplega vel. Við minn-
umst Þóru föðursystur okkar með
hlýhug og biðjum henni Guðs
blessunar.
Stefán Jón, Þórunn Júní-
ana, Sigrún Soffía, Hildur
Björg og Hannes Július.
Elsku Þóra mín. Mér brá mikið
þegar mér var sagt að þú værir
búin að kveðja þennan heim þrátt
fyrir að innst inni vissi ég að bráð-
um kæmi að því, en þegar stundin
kom, fann ég fyrir miklum söknuði,
því nú hafði ég misst góða vinkonu.
Eg man ég hugsaði þá, æ nei nú á
ég aldrei eftir að heyra frá eða sjá
Þóru aftur. Elsku Þóra mín, mig
langar til að þakka þér fyrir okkar
ánægjulegu samverustundir. Alltaf
tókst þú á móti mér með bros á vör
og lést mig alltaf finna það að þú
værir ánægð að sjá mig og hvað
mér fannst notalegt að finna þann
hlýhug sem streymdi frá þér í
minn garð. Þessum samverustund-
um okkar mun ég aldrei gleyma,
heldur geyma í hjarta mínu. Ég
kveð þig með söknuði, en eitt er ég
alveg viss um; nú ert þú hjá Guði
og hefur hitt þitt fólk. Ég sé þig
fyrir mér alveg fríska, sátta og
geislandi af gleði.
Þín vinkona,
Áslaug Borg.
Það er tæplega hægt að segja að
andlátsfregn Þóru vinkonu minnar
kæmi á óvart, og þó. Einhvern veg-
inn er það svo að dauðinn kveður
ætíð dyra óvænt, jafnvel þó búist
hafi verið við því. Skóhljóð dauðans
heyrist ekki, en það má finna þyt-
inn af færð hans í fjarlægð.
Lífsganga minnar góðu vinkonu
er á enda. Frá því ég fyrst man
eftir mér var Þóra hluti af æviferli
mínum, að vísu með ofurlitlum
hléum inn á milli í dagsins önnum,
en svo þegar um hægðist nú á
seinni árum voru samverustundir
okkar hjóna með henni margar og
góðar hér heima og einnig á henn-
ar huggulega heimili, einnig hjá
börnum okkar á þeirra heimilum.
Á milli Þóru, barna okkar og
barnabarna var mjög gott og hlýtt
samband sem allir aðilar mátu
mikils. Ég ætla ekki að rekja ævi-
feril vinkonu minnar, það gera þeir
sem henni voru nánari. Þetta eiga
aðeins að vera nokkur kveðjuorð
og brot úr minningasjóði.
Þóra var ung kona afskaplega
glæsileg með einstaklega bjart og
glaðlegt yfirbragð, sem hún hélt
vel alveg fram á efri ár. Vinkona
mín var fljót til að rétta hönd til
hjálpar, ef hún vissi að þörf væri
fyrir, og afskaplega gjafmild. Það
var henni ekki síður ánægja og
gleði að gefa, heldur en þeim sem
gjöfina þáði. Hún var ákaflega
hamingjusöm ef hún gat glatt aðra.
Já, öll erum við á lífsins leið að
leita hamingjunnar hver og einn
með sínum hætti, og hvað veitir
mesta hamingju er afstætt og mat
hvers og eins. Eitt sinn lærði ég
vísu og þar stóð að Hamingjan býr
í hjarta manns, höpp eru ytri gæði.
Trúlega er það satt og rétt, að sá
sem sæll er í hjarta sínu er ham-
ingjusamur. Ánægjustundir átti
Þóra margar á lífsleiðinni, þótt hún
færi heldur ekki varhluta af mót-
lætinu, eins og annað fólk. Það
skiptast á skin og skúrir á langri
leið, en glaða brosið hennar var
sjaldan langt undan. Stundum
brugðum við okkur í leikhús, á tón-
leika, eða farnir voru bíltúrar, vítt
og breitt um bæinn til að dást að
fegurð umhverfisins, fjallasýn og
litauðgi ljósa. Himinhvolfið með
norðurljós og stjörnur og sól og
mána, allt þetta fangaði augað. Öll
þessi fegurð sem við blasti var
Þóru mikið aðdáunarefni og kunni
hún vel að njóta, því hún var mikill
fagurkeri og listunnandi. Söfn og
sýningar sótti hún þegar færi gafst
og bar gott skynbragð þat á. Þóra
ferðaðist mikið bæði innanlands og
erlendis og einnig þar voru söfn og
listviðburðir henni hugleikin.
Nokkrum kvöldum áður en hún
veiktist núna síðast, fór ég og son-
ur minn í heimsókn til hennar á
Dalbrautina. Þegar hún sá okkur
varð andlitið eitt sólskinsbros sem
minnti á geisla hinnar hnígandi
kvöldsólar.
Ekki datt mér þá í hug að þetta
yrði okkar síðasta samverustund.
Núna, þegar ævisólin hennar Þóru
vinkonu minnar er hnígin, finnst
mér þetta vera einkar táknræn
mynd í minningunni.
Þóra mín! Ég vil þakka þér sam-
fylgdina allt frá bernskudögum,
brosið þitt bjarta og hlýtt viðmót.
Sérstaklega síðasta kvöldið sem við
áttum saman, það verður lengi í
minnum haft, þú varst svo glöð og
ánægð og sæl í hjarta þínu.
Að leiðarlokum eru þér færðar
kveðjur og þakkir frá fjölskyldunni
í Heiðargerði.
Guðs friður fylgir þér.
Samúðarkveðjur til aðstandenda.
Guðrún Jóhannsdóttir
(Stubba).
GUÐFINNA
G UÐMUNDSDÓTTIR
+ Guðfinna Guð-
mundsdóttir
fæddist í Túni í
Hraungerðishreppi
3. september 1912.
Hún lést á Ljósheim-
um á Selfossi 8. júh'
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Gaulverjabæjar-
kirkju 19. júlí.
Okkur langar í fáum
orðum að minnast
ömmu okkar Guðfinnu
eða ömmu í Vorsabæ
eins og við ávallt kölluð-
um hana. Amma var
yndisleg kona. Aldrei kom maður svo
að Vorsabæ að ekki biðu hlýjar mót-
tökur. Amma og afi voru mjög gest-
risin og gáfu sér góðan tíma til að
spjalla við okkur krakkana. Borið var
á borð heimabakaða brauðið hennar
ömmu svo og hafrakex eða kleinur
ásamt öðru góðgæti. Það var alltaf
snyrtilegt í bænum hjá ömmu. Margt
af þeim hlutum sem
skreyttu heimili hennar
og afa var það sem
amma hafði sjálf búið til.
Hún var sérstaklega
snjöll að skera út í tré og
prjóna. Vettlingamir frá
ömmu hafa yljað okkur
krökkunum margan
veturinn.
Amma var bóndakona
af Guðs náð. Auk þess
að sjá um heimilisstörfin
fór hún í fjósið tvisvar á
dag til að mjólka kýrn-
ar. Amma hugsaði sér-
staklega vel um hæn-
umar sínar og verptu
þær alla jafna mjög vel. Að auki eyddi
amma miklum tíma í blómagarðinum
og eigum við margar góðar minning-
ar úr garðinum með ömmu.
Það mikilvægasta sem amma gaf
okkur var þó tvímælalaust léttleikinn.
Amma virtist alltaf vera glöð og
ánægð og sátt við Guð og menn. Hlát-
urinn hennar var oftast skammt und-
LEGSTEINAR
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar eða
fáið sendan myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
an. Aldrei var hún með svartsýnistal
eða að kvarta yfir hlutunum. Sama
gilti allt fram á hennar síðustu stund
þrátt fyrir hríðversnandi sjón svo og
ómældar kvalir og vanlíðan sem hún
mátti þola sökum veikinda sinna
þessa síðustu mánuði og ár. Elsku
amma, nú ertu komin til himna og
laus við verki og veikindi. Við þökkum
þér innilega íyrir allt sem þú varst
okkur og biðjum Guð að blessa þig um
alla framtíð. Elsku afi, Guð gefi þér
styrk í sorginni.
Eyrún, Stefán, Fanney og
Guðmunda, Ólafsböm á
Hurðarbaki.
Frágangur
afmælis-
ogminning-
argreina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (5691115)
og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er,
að símanúmer höfundar/send-
anda fylgi.
Um hvem látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðu-
grein af hæfilegri lengd, en aðr-
ar greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og hæfi-
lega línulengd, - eða 2.200 slög
(um 25 dálksentimetra í blað-
inu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þrjú er-
indi. Greinarhöfundar em
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.