Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 1
171. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússar breyta um stefnu í Tsjetsjníu Reiðubúnir til viðræðna við skæruliða hafa margoft skorað á Rússa að binda enda á átökin með samningum við fulltrúa Tsjetsjena. Rússar hafa jafnan svarað slíkum áskorunum með því að þeir eigi ekkert vantalað við hryðjuverkamenn. Engin opinber staðfesting af hálfu Tsjetsjena hafði í gær fengizt á því að samningaumleitanir væru hafnar. Kazantsov sagði ekkert um hver stýrði samningaumleitununum né hvar þær færu fram. ---------------- Concorde-slysið Rannsókn- in beinist að hjól- börðum París, Washington. Reuters. LEITARMENN fundu í gær lík í rústum hótelsins sem Concorde-þota Air France brotlenti á síðastliðinn þriðjudag og er talið að hinn látni hafi verið gestur á hótelinu. Tala lát- inna í slysinu er þá komin í 114. Þar af fórust 109 með vélinni. Rannsóknamefnd flugslysa í Frakklandi (BEA) greindi frá því í gær að svo virtist sem eldurinn, er kviknaði undir bakborðsvæng þot- unnar í flugtaki, hefði ekki átt upptök sín í hreyflunum undir vængnum og að sprungið hefði á einum eða jafnvel tveimur hjólbörðum á vélinni. Hefði það hugsanlega sett af stað örlaga- ríka keðjuverkun. í yfirlýsingu frá BEA segir m.a.: „Ekkert brak hefur fundist úr innvið- um hreyflanna. Svo virðist sem eld- urinn hafi komið upp fyrir utan hreyflana, en þetta hefur ekki verið staðfest." NTSB varaði við hættu af hjólbörðum Belfast. Reuters. FJÖLDA fanga, sem voru að afplána dóma fyrir skelfilega ofbeldisglæpi, var í gær sleppt úr Maze-fangelsi ut- an við Belfast á Norður-írlandi og var það liður í friðarsamningnum sem kenndur er við föstudaginn langa. Er þar með svo gott sem búið að tæma þetta alræmda fangelsi. Nokkrir nafntoguðustu hryðjuverka- menn sambandssinna og kaþólikka voru á meðal þeirra 86 fanga sem leystir voru úr haldi - 78 úr Maze- fangelsinu og 8 úr öðrum fangelsum í héraðinu, og höfðu margir þeirra að- eins afplánað brot af refsingartíma sínum. Á meðal þeirra var James McAr- dle, sem dæmdur hafði verið til 25 ára fangelsisvistar vegna aðildar að Docklands-sprengjutilræðinu í Lundúnum árið 1996. Þá var 45 öðr- um vígamönnum írska lýðveldishers- ins (IRA), sem staðið hafa að baki morðum á brezkum lögreglumönnum og sambandssinnum á óróatímanum á N-írlandi, sleppt úr haldi. Föngum úr röðum sambandssinna var gert að yfirgefa fangelsið allir í einum hóp á undan fjendum þeirra úr hinni álmu fangelsisins til að koma í veg fyrir möguleikann á að í brýnu slægi milli hópanna. Reynslulausn Alls var 53 kaþólikkum sleppt, þar af 46 liðsmönnum IRA. Hinir 33 voru liðsmenn ýmissa öfgahópa sam- bandssinna. Nú sitja aðeins 14 fangar eftir í Maze-fangelsinu, en þegar hryðjuverkabylgjan á N-írlandi var í hámarki um miðjan níunda áratuginn voru um 800 dæmdir menn vistaðir þar. Til stendm- að loka því fyrir næstu áramót. David Trimble, leiðtogi heima- stjómarinnar á N-írlandi, sem er samstjórn bæði sambands- og lýð- veldissinna, lagði áherzlu á það í gær að lausn fanganna væri háð ströng- um skilyrðum. Peter Mandelson, Norður-írlands- málaráðherra brezku ríkisstjómar- innar, varaði fangana fyrrverandi við því að brjóta aftur af sér og að hann myndi ekki hika við að senda þá sem svo gerðu aftur í fangelsið. „Ekki er verið að gefa mönnum eins og McAr- dle og öllum hinum sem leystir verða úr haldi í dag sakaruppgjöf. Þeim er sleppt samkvæmt sérstakri heimild sem háð er því að þeir munu ekki eiga aðild að neinum ofbeldis- eða hi-yðju- verkum," sagði Mandelson í BBC- viðtali. Ian Paisley, leiðtogi róttæks sam- bandssinnaflokks sem óttast að frið- AP Liösmanni írska lýðveldishers- ins (IRA) fagnað eftir að honum var sleppt úr fangelsi í gær. arsamkomulagið grafi undan brezk- um yfirráðum á N-írlandi, fordæmdi lausn fanganna. Hún væri ekkert annað en „uppgjöf fyrir hryðjuverk- um“. Paisley lýsir sjónarmiðum sín- um í viðtali í sunnudagsblaði Morg- unblaðsins, þar sem enn fremur verður fjallað ítarlega um stöðu mála í friðarumleitunum á N-írlandi. Bandaríska samgönguöryggisráð- ið (NTSB) greindi frá því í gær að það hefði varað við þeirri hættu sem stafaði af því er hjólbarðar springa á Concorde í kjölfar fjögurra slíkra at- vika fyrir um tuttugu árum. I hinu al- varlegasta þessara atvika skutust málmbrot, sem losnuðu er tveir hjól- barðar sprungu við flugtak, í gegn um vænginn, eldsneytisgeyma og inn í hreyfii. Áttu atvikin sér stað í Bandaríkjunum og var um að ræða þotur frá Air France í öllum tilfellum. ■ Air France neitar/19 MORGUNBLAÐIÐ 29. JÚLÍ 2000 690900 090000 Moskvu, Magas. Reuters, AP. VIKTOR Kazantsev, sérskipaður fulltrúi Vladimírs Pútíns Rúss- landsforseta í hinum ólgusömu Kákasushéruðum rússneska sam- bandsríkisins, sagðist í gær reiðu- búinn til að hefja viðræður við leiðtoga skæruliða í Tsjetsjníu um leiðir til að binda enda á stríðið í sjálfstjórnarlýðveldinu, sem nú hef- ur staðið yfir í tíu mánuði. En Sergej Jastrzembskí, talsmað- ur forsetans í málefnum Tsjetsjníu, sagði að grundvöllurinn fyrir slíkum viðræðum stæði óbreyttur; þær gætu ekki snúizt um annað en skil- mála skilyrðislausrar uppgjafar skæruliða. Nú er svo komið að átökin tak- markast við skæruhernað í fjalllendi Suður-Tsjetsjníu. Rússar hafa enn aðeins ótraust vald yfir þeim lands- hluta og flestir hermennimir þar um slóðir halda sig innan virkisveggja sem skæruliðar gera tíðar árásir á. Takmarkið er friður Kazantsov, sem er fyrrverandi yf- irmaður hersveita Rússa í Tsje- tsjníu, sagði að samningaumleitanir við leiðtoga skæruliða væru þegar komnar í gang og til greina kæmi að þær næðu til Aslans Maskhadovs, forseta aðskilnaðarríkis Tsjetsjena, og skæruliðaforingjans Ruslans Gelajevs. „Við sjáum aðeins eitt takmark fyrir okkur hér - að binda enda á stríðið," hafði rússneska einkasjón- varpsstöðin NTV eftir Kazantsov. Vestrænir ráðamenn og talsmenn alþjóðasamtaka á Vesturlöndum Umdeildum þætti friðarsamkomulagsins á N-írlandi hrint í framkvæmd Fjöldi dæmdra öfga- manna látinn laus Reuters Mótmæli gegn Fujimori MIKIL mðtmæli voru í gær í Lima, höfuðborg Perú, er Alberto Fuji- mori sór embættiseið sem forseti landsins þriðja fimm ára kjörtíma- bilið í röð. Hér hleypur mótmæl- andi frá byggingu hæstaréttar Perú, þar sem eldur brennur eftir að benzfnsprengju var varpað að húsinu. Er embættistökuathöfnin fór fram í öldungadeild þingsins gerðu þingmenn stjórnarandstöð- unnar hróp að Fujimori og stjórn- arandstöðuleiðtoginn Alejandro Toledo fór fyrir fylkingu þúsunda mótmælenda um götur Lima. Mót- mælendum lauzt saman við óeirða- lögreglu, sem beitti táragasi og þrýstivatnsdælum. Toledo bauð sig fram gegn Fuji- mori í forsetakosningunum 1 maf sl., en hvatti sfðan kjósendur til að sniðganga þær þar sem ekkert yrði að marka úrslitin. Þrátt fyrir harð- sljórnarorðstír nýtur forsetinn skv. skoðanakönnunum stuðnings um 43% landsmanna, sem telja honum til tekna að hafa komið á stöðug- leika í efnahagsmálum og náð yfir- höndinni í baráttunni gegn skæru- liðum byltingarsinna. Samtök sjávar- útvegsins í Noregi Stöðva skuli olíu- leit í Bar- entshafí Ósló. Morgunblaðið. NORGES Fiskarlag, öflugustu hagsmunasamtök í sjávarútvegi í Noregi, hafa farið þess á leit við olíumálaráðuneytið að stöðva tafarlaust tilraunabor- anir í Barentshafinu. Óttast samtökin að af oh'uleitinni kunni að hljótast umhverfisslys sem valdið geti óbætanlegu tjóni á hinni viðkvæmu náttúru á þess- um mikilvægu aflamiðum. Nýlega var veitt heimild fyrír tilraunaborunum eftir olíu á þremur stöðum á botni Bar- entshafs. Fyrir viku náðu deilur um olíuleitina hámarki er norskir nátturuvemdarsinnar beittu skipinu M/S Osan undan strönd Lofoten til að hindra drátt olíborpallsins Transocean Arctic út á nýja olíuleitarsvæð- ið. Eftir ítrekaðar áskoranir lögreglu hætti náttúruvemdar- fólkið, félagar í samtökunum Bellona og Natur og Ungdom, aðgerðum sínum hinn 22. júlí sl. Olíufélögin Norsk Hydro, Stat- oil og Agip nota nú Transocean Arctic til að bora þrjár tilrauna- boranir þar sem olíulinda er vænzt undir botni Barentshafs. Umhverfismálayfirvöld í Nor- egi bönnuðu fjórðu áformuðu tilraunaborunina vegna meintr- ar hættu á umhverfisspjöllum. Að mati Norges Fiskarlag brýtur heimildin fyrir tilrauna- borununum þremur í bága við skilyrði sem Stórþingið hefur sett fýrir því að opnað sé fyrir olíuleit í Barentshafinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.