Morgunblaðið - 29.07.2000, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 29.07.2000, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 45 FÓLK í FRÉTTUM Móa & the Vinylistics frumflytja nýtt efni á Futurice Gray. Calvin vildi eingöngu hafa tónlistarkonur í auglýsingarher- ferðinni og fyrirsæturnar fengu frí. „Tónlistarmenn standa nátt- úrulega fyrir einhverja ákveðna stefnu og fötin hafa meira gildi ef einhver hugsun er á bak við þau og Calvin Klein veit þetta enda mikill markaðshyggjumaður." Örlítill útúrdúr sterk ítök.“ Kristinn sjálfur virðist í það minnsta vera harður fylgis- maður þeirrar tísku og stekkur ekki bros á vör þegar hann rennir fingrunum í gegnum Elvis-legt, glólitt lokkaflóðið. Móa þekkir fyr- irsætuheiminn líka frá fyrstu hendi því tískukóngurinn Calvin Klein fékk hana til að sitja fyrir á auglýsingamyndum í fyrra. Þar var hún í fríðum flokki rokkgyðja og tónlistarkvenna, m.a. tálkvend- isins Shirley Manson úr Garbage og rámu dásemdardísinnar Macy Aðra helgina í ágúst verður haldin risastór alþjóðlegur tísku- og tónlistarviðburður, Futurice, í Bláa lóninu. Jóhanna K. Jóhann- esdóttir hitti systkinin Móeiði og Kristin Júníusbörn yfír rjúkandi kaffí og forvitnað- ist um þeirra framlag til hátíðarinnar. AU KOMA saman inn á kaffihúsið, næstum hönd í hönd, kappklæddar ævintýraverur í funheitu I sumrinu og sú tilfinning læðist að manni að þau séu bara gestir í hvunndeginum, þeirra veröld sé í öðrum tíma og jafnvel rúmi. Móa er fínleg, lág vexti og hreyfir sig mjúklega eins og liðug- ur hefðarköttur og þegar hún brosir, sem hún gerir oft, kemur svolítill stríðnispúkasvipur á and- litið. Hún svarar spurningum | blaðamanns seiðandi röddu og það Ier stundum nauðsynlegt að halla sér örlítið nær til að grípa orðin af vörum hennar. Kristinn tyllir sér á vínilklædd- an bekkinn, krossleggur fæturna og tendrar í sígarettu sem hann heldur á milli langra og grannra fingranna. Hann rennir ísbláum, haukfráum augunum yfir salinn áður en hann dýfir tungubroddin- um örsnöggt ofan í bleksvart kaff- ið til að athuga hita og bragð bruggsins. Það stenst prófið svo hann kemur sér betur fyrir, en er þó enn með hnausþykkan, loðfóðr- aðan ullarfrakkann hnepptan upp í háls. „Kiddi er eins og Arabarnir, hann klæðir af sér hitann“ segir Móa og brosir þessu hrekkjulega brosi, „annars á það reyndar við um okkur bæði, við kunnum ekk- ert að klæða okkur eftir veðri." Það kann vel að vera að veðrið sé ekki þeirra sterkasta hlið en Iþegar talið berst að tónlist eru þau á heimavelli. Móa söng í fyrsta skipti opinberlega frammi fyrir al- þjóð í söngkeppni framhaldsskól- anna. Það vissi enginn að stúlkan gæti sungið, ekki einu sinni nán- ustu ættingjar, og því brá mörgum þegar þessi grænklædda álfkona hóf upp raust sína, rödd sem virt- ist hafa ferðast í gegnum tímann frá frumdögum blússins og tekið með sér þroska, þrautir og reynslu kynsystra hennar. Móa hafði fund- I ið réttu röddina og hefur aldrei síðan hætt að syngja. Hljómsveitin Vínill kom úr allt annari átt, i-okk- ið var það eina sem skipti máli og lífið var ýmist flókið eða einfalt. Móa og Vínill verða eitt Leiðir tónlistamannanna lágu oft saman, þau spiluðu til dæmis á tónleikaferð með Moby í fyrra og þegar því ævintýri var lokið gerð- ist hið óumflýjanlega, þau fóru í al- gjört samstarf. „Það var eiginlega engin ákvörðun um samrunann, við leyfðum tónlistinni bara að ráða og þetta gerðist mjög eðlilega,“ segir Kristinn yfirvegað. Sveitin Móa & the Vinylistics samanstendur því nú auk Móu og Kristins af Guð- laugi Júníussyni, Arnari Guðjóns- syni og Þórhalli Bergmann. „Við höfum svo haldið okkur á dimmum stöðum í um það bil ár við að semja og erum núna að vinna að plötu saman sem kemur út árið 2001“ segir Móa og Krist- inn tekur við orðinu: „við komum auðvitað úr mismunandi áttum, við bræðurnir beint úr bílskúrnum í Kópavoginum og Móa svo af Borg- inni þannig að það var spennandi að sjá hvernig útkoman yrði.“ Það er greinilega ekki siður systkin- anna að fara hljótt þvi Futurice er stærsti viðburður sinnar tegundai- á íslandi og það er þar sem fyrstu tónar tilraunarinnar verða lýðnum ljósar. Þegar Móa er spurð hver sé stærsti munurinn á Vínilnum og fyrri verkefnum er hún fljót til svars „ég hef aldrei starfað með gítarleikara áður, einhvern veginn aldrei heyrt í neinum sem hefur kveikt í mér. Gítarinn er náttúru- lega mjög sterkt sólóhljóðfæri og það er heilmikil ögrun fyrir söngv- ara að berjast við það. Núna finnst mér mjög spennandi og skemmti- legt að vinna með gítarnum því hann er eins og önnur rödd í með- förum Arnars gítarleikara. Það er líka alltaf gott þegar maður hefur skapað sér reglu og framfylgt henni um tíma að brjóta hana og gera eitthvað alveg nýtt sem held- ur manni ferskum og jafnvel barnslegum." Tíska, tónlist og Elvis eru eitt En hvers vegna skyldu þau hafa kosið Futurice til að koma úr híð- inu? „Okkur fannst þetta flott tækifæri til að frumflytja tónlist- ina. Þetta er mjög glæsileg uppá- koma þar sem lögð er áhersla á mikilvægi tísku annars vegar og tónlistar hins vegar en þessar tvær greinar eru orðnar ofboðslega samofnar í dag. Maður fyllist líka stolti að sjá hvað öll framkvæmdin á Futurice er í góðum höndum og öll undirbúningsvinna vel unnin,“ segir Móa. Kristinn er með á hreinu að tónlistin hafi fyrir margt löngu farið að hafa áhrif á tískuna: „strax á sjötta áratugnum var hár- greiðslan á Elvis Presley farin að hafa áhrif á tískuna og hefur enn Út frá auglýsingaumræðunni fer samtalið á lágflug og viðstaddir gleyma sér um stund í sjóðheitum rökræðum um hvort allt umtal, gott og slæmt, sé af hinu góða. Það hafa auðvitað allir sinn lesendahóp ^ en siðprýði Móu stendur í vegi fyr- ir öllu spilltari Kristni sem sér ekkert að því að auglýsa í soraleg- um og allt að því ólöglegum tíma- ritum. Þetta er þó allt í góðu og engar líkur á að hugmyndir Krist- ins verði nokkurn tímann að veru- leika, það er bara gaman að láta hugann reika um stund út fyrir raunheiminn. Móa snýr sveimhug- unum aftur inn á kaffihúsið með skynsemi og festu. Talið berst aft- ur að Futurice og Móa segist hlakka mikið til helgarinnar. „Ég hef mikla trú á íslensku hönnuðun- um og er spennt að sjá sýningarn- ar þeirra. Eg hef líka fylgst lengi með Jeremy Scott og það verður gaman að sjá hvað hann er með en"1 hann er frægur fyrir umfangsmikl- ar og skrautlegar sýningar sínar. Annars langar mig bara að fylgjast með þessu öllu, þetta verður eigin- lega verlunarmannahelgin okkar í ár sem við höldum með öllu þessu skemmtilega og hæfileikaríka fólki.“ „Þetta er líka fínt tækifæri til að fá sér sundsprett í Lóninu og pylsu á eftir,“ segir Kristinn, með forgangsatriðin á hreinu. En hverju skyldu tónlistarmennirnir sjálfir klæðast þegar stóri dagur- inn rennur upp? „Ég er mikil kjólamanneskja og hef oftast feng- ið íslenska hönnuði til að gera eitt- hvað spennandi fyrir mig og það verður örugglega líka þannig núna“ segir Móa. Kristinn hins vegar veltir upp hugmyndinni um samstilltan hljómsveitarbúning sem gæti jafnvel verið úr dagblöð- um, hverfur jafnóðum frá þeirri hugmynd og spyr systur sína blíð- lega eins og bræðrum einum er lagið hvort hann megi ekki bara fá intemetplastgallan hennar allgóða lánaðan. Með ráðsnilld sem stórum systrum einum er lagið segist hún hugsa málið og klárar svo síðasta sopann af ítalska froðukaffinu. Kristinn þarf bara að bíða enn um ** sinn með krossaða putta eftir svari. Nœturgatinn simi 587 6080 í kvöld leika Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms. fyrir dansi. Móa & the Vinylistics eru tilbúin fyrir Futurice. Morgunblaðið/Þorkell Tilboðsblll Ford Econoline E 350 - árg. 1997 - sjáifskiptur Ekinn 49.000 km - Verð kr. 2.250.000, TILBOÐ 1.980,000,- Opið: mán.-fös. kl. 09-18 lau. kl. 12-17 BILAHUSIÐ Sævarhöfða 2 - Sími 525 8096 BORGARBÍLASALAN 1 1 ■ Sirnl íifili J.MOfi Ath. Dansleikur sunnudags- kvöld. Opið frá 21.30-1.00. V el klætt V ínilfólk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.