Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 29. Meðganga Nýtt rafpróf segir til um hríðimar Mannlíf Hjónabandið sagt vanmetinn heilsuvaki JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Öldrun Heilann má styrkja með ýmsu móti Rannsóknir sýna að bregðast má við minnistapi og andlegri hnignun Heilinn þarfnast þjálfunar ekki síður en vöðvar Washington. AP. HEILINN er líkastur vöðva; ef hann er ekki notaður rýrnar hann. Sífellt fleiri rannsóknir vísindamanna gefa til kynna að lélegt minni og minni andleg árvekni séu ekki óhjákvæmilegir fylgifiskar aldursins. Og fólk getur gert ýmislegt til að „verja og vemda heilann" ef svo má að orði komast eða öllu heldur heilastarfsemina. Aldrei of seint að byrja Svo virðist sem andleg iðja sé algjörlega nauðsynleg í þessu viðfangi. Þetta ferli hefst strax í bamæsku þegar foreldrar lesa fyrir afkvæmi sín og yfir allan vafa er hafið að andleg árvekni á efri ámm er tengd menntun. Hins vegar segja vísindamenn að það sé aldrei of seint að „koma heilastarfseminni í form“ með andlegum æfingum. Eldri borgarar mega hins vegar ekki gleyma líkamshulstrinu alveg. Lélegt minni er tengt hjartveiki, sykursýki og óhollu mataræði. Við þessum ógnum geta allir bragðist með heilbrigðum lifnaðarháttum. Vísindamenn telja jafnvel að menn geti eflt vamir sínar gegn sjúkdómum á borð við alz- heimer með andlegri áreynslu og líkamsæfmg- um. Þetta er að vísu umdeilt mjög en dr. Amir Soas, sem starfar við læknadeild Cleveland- háskóla, segir að fólk, sem tilheyrir ættum þar sem alzheimer sé algengur, geti ýmislegt gert til að efla vamir sínar gegn þessum vágesti áður en það tekur að reskjast. Þessi ráð eigi einnig við um alla þá sem þjálfa vilji heilann ekki síður en skrokkinn. Lesið, lesið, lesið „Lesið, lesið og lesið,“ segir dr. Soas. „Leys- ið krossgátur, dragið fram manntaflið eða Skraflið. Lærið erlend tungumál eða takið upp nýtt áhugamál. Gerið allt það sem krefst starf- semi hugans og þar með heilans," segir hann. Hann varar ennfremur við athæfi sem hafi hið gagnstæða í för með sér. „Minnkið sjónvarpsgláp. Þegar horft er á sjónvarp fer Ný verkefni og áhugamál halda huganum í formi. Associated Press heilinn í hlutlausan gír,“ segir dr. Soas og bæt- ir við að vísindamenn við Cleveland-háskóla hyggist nú rannsaka tengsl sjónvarpsnotkunar og alzheimer-sjúkdómsins. Kannað verði hvort þeir sem horfa mikið á sjónvarp séu frekar í hættu en aðrir á að fá þennan illvíga sjúkdóm. Nýjar rannsóknir á heilanum hafa gjör- breytt þeirri mynd sem menn höfðu áður af starfsemi hans. Nú er vitað að heilinn endur- nýjar sig með ýmsum hætti og að mótun hug- arstarfseminnar lýkur ekki á bamsaldri. Að auki hefur aðlögunarhæfni heilans reynst mun meiri en áður var talið. Kannanir hafa leitt í Ijós að fólk sem hefur litla menntun er í meiri hættu en hinir mennt- uðu þegar alzheimer-sjúkdómurinn er annars vegar. Hins vegar er hér ekki aðeins um form- lega menntun að ræða. Svo virðist sem lestrar- venjur á milli 6 og 18 ára aldurs geti ráðið miklu um hvemig heilastarfsemi viðkomandi verður háttað mörgum áratugum seinna. Þessar niðurstöður hafa því getið af sér eft- irfarandi kenningu: Heilinn líkist um margt vöðva. Hann þarf að fá verkefni þegar viðkom- andi er ungur að áram til að hann geti byggt upp „andlegan forða“ eða „heilastyrk“ til að mæta þeirri rýmun sem verður þegar einstak- lingurinn tekm- að reskjast. REUTERS Hdfíð sýnist best í kaffidrykkju eins og flestu öðru. Hvað er liðagigt? Mikil kaffi- drykkja tengd liðagigt? New York. Reuters. SVO virðist sem fólk er drekkur mikið af kaffi fái frekar liðagigt en þeir sem teljast til hófsemdar- manna að þessu leyti. Þessi er nið- urstaða rannsókna sem vísinda- menn í Finnlandi gerðu opinberar í vikunni. í rannsókn sem dr. Maarku Heliovaara gerði ásamt félögum sínum er starfa við Finnsku heil- brigðisstofnunina í Helsinki kom fram að þeir sem drekka fjóra bolla eða meira af kaffi á degi hverjum vora tvöfalt líklegri til að fá liða- gigt en aðrir. Grimmir kaffi- drykkjumenn, þeir sem drekka 11 bolla eða meira á dag, era, sam- kvæmt finnsku rannsókninni, í 15 sinnum meiri hættu en þeir sem gæta hófs í þessu efni. Liðagigt leggst fremur á konur en karla og hennar verður yfirleitt vart á aldrinum 36 til 50 ára. Talið er að reykingar, blóðfitumagn, ofeldi og ýmsir aðrir þættir er varða mataræði fólks geti aukið lík- ur á að menn fái þennan sjúkdóm. Rannsókn finnsku vísindamann- anna var víðtæk, tók til 19.000 heil- brigðra karla og kvenna og náði yf- ir 15 ára tímabil. Niðurstaða þeirra er sú að þessar rannsóknir réttlæti þá tilgátu að kaffineysla sé á ein- hvern hátt orsakatengd liðagigt. Hins vegar sé ekki ljóst hvers vegna þetta efni hafi þessi áhrif. Þeir telja hins vegar hugsanlegt að efnið óþekkta í kaffinu sem tengist liðagigt hverfi úr því við síun en þeir sem þátt tóku í rann- sókninni drakku almennt ósíað kaffi sem naut mikilla vinsælda í Finnlandi á áram áður en heyrir nú sögunni til. Tenglar Annals of the Rheumatic Dis- eases: http://ard.bmJjournals.com/ Liðagigt eða iktsýki einkennist af því að liðir líkamans bólgna upp en mismargir í einu og getur þetta bólguástand leitt til þess að liðbijóskið eyðileggist. Sömuleið- is geta komið skemmdir í bæði beinið undir liðbijóskinu og liðpokann í kring. Helstu einkenni eru morgun- stirðleiki, verkir, liðbólgur og minnkuð hreyfigeta. Iktsýki er svokallaður fjölkerfasjúkdómur, þ.e. sjúklingurinn fær oft ein- kenni frá öðrum líffærum og vefj- um líkamans. Um það bil 0,5-1% af öllum fullorðnum íslendingum þjást af iktsýki þ.e. 1500-2500 íslending- ar era með sjúkdóminn og um 160 manns veikjast af iktsýki árlega. Þrisvar sinnum fleiri konur en karlar fá sjúkdóminn og þá oftast á aldrinum milli 30 og 50 ára. Oft- ast leiðir iktsýki til þess að við- komandi liðir aflagast og stirðna og missa þannig hreyfigetu sína. Sjúkdómurinn er ólæknanleg- ur en hægt er að seinka fram- gangi hans og halda honum svo- lítið í skefjum með þverfaglegri samvinnu sérfræðinga. Orsök iktsýki er óþekkt. Það er líklegt að ýmsir utanaðkomandi þættir eigi hér hlut að máli hjá fólki sem af einhveijum ástæðum er sérlega móttækilegt (t.d. sterk fjölskyldusaga, þ.e. erfðaþáttur). Einkenni • Liðverkir: Á fyrstu stigum sjúkdómsins eru hvíldarverkir þegar sjúkdómurinn er í virk- um fasa. Síðar meir fer svo að bera meir á liðverkjum við all- ar hreyfingar sem má þá rekja til skemmda sem eru komnar í liðbijóskið. • Stirðleiki: Eitt aðaleinkenni iktsýki er morgunstirðleiki sem verður vegna vökvasöfn- unar í og kringum liðina þegar þeir hafa verið í hvfld yfir nótt- ina. Þessi stirðleiki minnkar svo þegar líður á daginn þegar þessi vökvi rennur af við hreyfingar liðanna. • Hindruð hreyfigeta: Orsakast bæði af verkjum og bólgu í lið- unum sem og skemmdum sem hafa orðið á liðbrjóskinu og liðpokanum. • Almenn einkenni: Margir liða- gigtarsjúklingar þjást af þreytu og slappleika. Stundum eru þeir með smáhitavellu, einkum ef sjúkdómurinn er i virkum fasa. Allir liðir líkam- ans geta orðið fyrir barðinu á iktsýki. Sjúkdómurinn fer oft- ast rólega af stað þar sem áðurnefnd einkenni þróast á vikum eða mánuðum lið íyrir lið. í færri tilfellum kemur sjúkdómurinn skyndilega og í enn öðrum byija einkennin í aðeins einum lið. Einkennin eru mismikil og ganga í bylgjum með góðum og slæmum tímabilum. í einstaka tilfellum virðist sjúkdómurinn leggjast alveg í dvala. • Nánará Netinu: www.netdoktor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.