Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 41 MESSUR Á MORGUN KIRKJUSTARF Þorlákskirkja í Þorlákshöfn. Guðspjall dagsins: Réttlæti faríseanna. (Matt 5.) ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Hjörtur Hjartarson messar. Sókn- arnefnd. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Fermdur verður Jökull Sól- berg Auöunsson frá Brussel, aðsetur Miðvangi 55, Hafnarfiröi. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matt- híasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11:00. Félagar úr Dómkórnum syngja. Organisti Kjartan Sigurjóns- son. Prestur sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson. Sögusýning opin á kirkjuloft- inu fyrir og eftir messu, einnig á virkum dögum kl. 10-17. VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14:00. Þema: Lífsfögnuður - veisla skap- arans. Félagar úr Dómkórnum syngja sálma og söngva nýrra tíma. Kjartan Sigurjónsson leikurá orgelið. Prestur sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Staðar- skoðun eftir messu. í skólahúsinu er opin sýningin Klaustur á íslandi. Sér- stök bátsferö fyrir kirkjugesti úr Sundahöfn kl. 13:30. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10:15. Organisti Magnús. Sr. Sigurpáll Óskarsson messar. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Kirkjukór Grensáskirkju syng- ur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Fermdur veröur Einar Kári Bogason frá Lundi í Svíþjóð. Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti Ágúst Ingi Ágústsson. Sr. Siguröur Pálsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10:00. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð brands biskups. Messa kl. 11:00. Guðríður Valva Gísladóttir og Garöar Thor Cortes syngja einsöng og leiða söng. Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftirmessu. LAUGARNESKIRKJA: Vegna sumar- leyfis starfsfólks Laugarneskirkju er bent á guösþjónustu í Áskirkju. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Organisti Reynir Jónasson. Sr. Halldór Reynisson. SELTJARNARNESKIRKJA: Helgi- stund kl. 11:00. Halldór Árnason leiðir stundina. Verið öll hjartanlega velkominn. SAFNKIRKJAN ÁRBÆ: Messa kl. 14. Kristinn Friðfinnsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11 árdegis. Organleikari Pavel Smid. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Kirkjan verður lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks og framkvæmda við kirkjuna til ágústloka. Bent er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum prófastsdæmisins. DIGRANESKIRKJA: Lokað vegna sumarleyfa íjúlímánuöi ogfyrstu viku ágústmánaðar. Næsta messa er sunnudaginn 13. ágúst kl. 20.30. Vegna prestsþjónustu er vísað á sóknarprest Kársnessóknar. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 20.30 í umsjón Lilju G. Hall- grímsdóttur djákna. Organisti Pavel Smid. Kórfélagar úr kór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng. Prest- arnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón usta kl. 11. Prestur sr. Sigurður Arn- arson prédikar og þjónar fyrir altari. Fermdur verður Snorri Snorrason frá Lúxemborg, heimilisfang á íslandi er Búagrund 15, 116 Reykjavík. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti Sigrún Þórsteinsdóttir. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónustur í Hjallakirkju falla niður í júlímánuði. Fólki er bent á helgihald í öðrum kirkjum prófastsdæmisins. Bæna- og kyrrðarstundir verða áfram á þriöjudögum kl. 18. KÓPAVOGSKIRKJA: Helgistund kl. 11:00. Organisti Guðmundur Sig- urðsson. Að henni lokinni hefst safn- aðarferö Kársnessóknar. Farið verð- ur um Krýsuvík til Herdísavíkur og að Strandarkirkju í Selvogi. Þaðan til Þorlákshafnar, Hveragerðis og heim. Allir eru hjartanlega velkomnir og er fólki bent á að hafa með sér nesti. Leiösögumaður í feröinni verður Guð- mundur Guðbrandsson. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 16:00 í Hjúkrunarheimilinu Skógar- bæ. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Hermann Ingi Hermannsson flytur tónlist. Organisti erSigrún Þorsteins- dóttir. Kvöldguðsþjónusta kl. 20:00 í Seljakirkju. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Hermann Ingi Hermann- sson flytur tónlist. Organisti er Sigr- ún Þorsteinsdóttir. Sóknarprestur. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Sam- koma kl. 20:00 Mikil lofgjörð, vitnis- buröir og fyrirbænir. Allir hjartanlega velkomnir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Samkoma kl. 20:00 Helga Zidermanis prédikar. Allir hjartanlega velkomnir. BOÐUNARKIRKJAN: Samkoma kl. 11:00 Næstu laugardaga verða sam- komurnar með aðeins breyttu sniði. Söngur og biblíufræðsla en prédikun sleppt. í dag sér Ragnheiður Ólafs- dóttir Laufdal um bibltufræðsluna. Á laugardögum starfa barna- og ungl- ingadeildir. Allir hjartanlega velkomn- ir. KLETTURINN: Samkoma kl. 20:00 Prédikun orðsins og mikil lofgjörð og tilbeiðsla. Allirvelkomnir. KEFAS, Dalvegi 24: Samkomur falla niður í ágúst vegna sumarleyfa. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur sunnudaga kl. 10:30, 14:00 Messa kl. 18:00 á ensku. Laugardaga og virka daga messur kl. 18:00 MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11:00 Messa laugar- dag (á ensku) og virka daga kl. 18:30. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10:30. Miðvikudag messa kl. 18:30. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8:30.Messa laugardaga og virka daga kl. 8:00. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Skólavegi 38. Messa sunnudag kl. 14:00. CHAPEL of Light, Keflavíkurflug- velli: Messa sunnudag kl. 9:30 og laugardag kl. 17:30. AKRANES: Messa laugardag kl. 18:00. BORGARNES: Messa laugardag kl. 11:00. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10:00. Messa laugardag og virka daga kl. 18:30. ÍSAFJÖRÐUR: Engin messa vegna sumarleyfa. AKUREYRI, Péturskirkja: Messa sunnudag kl. 11:00. Laugardag kl. 18:09. RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag kl. 17:00. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 15:00. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 13.20 vígsluhátíö Stafkirkjunnar sem hefst meö lúörablæstri við kirkjuna og skrúðfylkingu frá Skans- virkinu til kirkju meö helgigriþi henn- ar. Sjá nánar um háttðarhöldin við Hringskersgarö í fréttum blaðsins. Mikið af hátíðarhöldunum ferfram ut- an dyra og vígslan sjálf mun heyrast í hátalarakerfi á svæðinu. Allir hjartan- lega velkomnir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11:00. Sr. Gunnar Björnsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kirkjukór Hafnarfjarðarkirkju leiða söng. Organisti Kári Þormar. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11:00. Barn borið til skírnar. Félagar úr kór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng. Org- anisti Jóhann Baldvinsson. Prestarn- ir. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11:00. Morguntíö er sungin í kirkjunni kl. 10:00 frá þriöjudegi til föstudags. Foreldramorgnar eru t safnaðarheimili á miövikudögum kl. 11:00. Sóknarprestur verður fjarver- andi til næstu mánaöamóta. Á meö- an þjónar Selfosssöfnuöi sr. Úlfar Guðmundsson á Eyrarbakka. Sókn- arprestur. ÞORLÁKSKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 20:00. Ath. kvöld- messa. Séra Svavar Stefánsson kveður söfnuð sinn. Hann prédikar og þjónar fyrir altari ásamt settum sóknarpresti. Minnst verður 15 ára vígsluafmælis kirkjunnar en Þorláks- kirkja var vígð 28. júlí 1985. Organ- isti Hilmar Örn Agnarsson. Kaffiveit- ingar á eftir. Sóknarprestur og sóknarnefnd. KELDNAKIRKJA á Rangárvöllum: Messa kl. 21:00. minnst verður 125 ára afmælis kirkjunnar. Sóknarprest- ur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnudag kl. 17:00. Tónlistarstund hefst í kirkjunni 20 mínútum fyrir messuna. í messunni flytja Kammer- hópurinn Caput og einsöngvararnir Marta G. Halldórsdóttir sópran, Finn- ur Bjarnason tenór og Benedikt Ing- ólfsson bassi þætti úr Skálholts- messu eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson. Margrét Bóasdóttir sópran syngur stólvers úr sönghandr- iti. Organisti er Hilmar Örn Agnars- son. Presturersr. Egill Hallgrímsson. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa Og alt- arisganga kl. 11:00. Kór ísafjarðar- kirkju syngur undir stjórn Huldu Bragadóttur. Sóknarprestur. BAKKAGERÐISKIRKJA á Borgarfirði eystra: Messa kl. 14:00. Prestur sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir. Organisti Kristján Gissurarson. Safnaðarstarf Námskeið - kyrrðardagar í Skálholti DAGANA 10.-12. ágúst verður fr. Thomas Keating með námskeið á kyrrðardögum í Skálholti. Efni nám- skeiðsins verður þjálfun í hugleiðslu á grundvelli kristinnar klausturhefð- ar. Fr. Thomas Keating er virtur leið- beinandi í andlegum kristnum fræð- um vestanhafs og fyrrverandi ábóti í Trappistaklaustri í Massachusetts. A áttunda áratugnum þegar áhugi á austrænni andlegri iðkun var sem mest áberandi tók hann ásamt fleiri klausturmönnum sér fyrir hendur að kynna andlega iðkun klausturmanna og sníða að hentugleikum almenn- ings. Þeir kynntu þetta form and- legrar iðkunar undir heitinu Center- ing-prayer, eða miðlæg bæn, seinna einnig sem bæn hjartans. Þetta framtak var vel þegið af kristnu fólki og fleirum reyndar og er fr. Thomas nú vel þekktur fyrirlesari og leið- beinandi á þessu sviði og höfundur margra bóka um andleg fræði. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa lagt nokkra stund á andleg fræði, eru áhugasamir um kristna bænahefð og andlega rækt. Skráningu annast skrifstofa Skál- holtsskóla, sími 486 8970, og er fólk hvatt til að láta vita af sér sem fyrst því rými er takmarkað. Námskeiðið kostar 11.000 kr. Fr. Thomas verður einnig með fyrirlestra í Viðey 9. ágúst kl. 20:30 og í St. Jósefskirkju í Hafnarfirði laugardaginn 19. ágúst kl. 10. Hann prédikar við guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni 13. ágúst og ræðir við við- stadda yfir léttum hádegisverði á eftir. Nanari upplýsingar veitir sr. Jak- ob Ágúst Hjálmarsson, dómkirkju- prestur í Reykjavík, í síma 5622755. Hallgrímskirkja. Hádegistónleik- ar kl. 12-12.30. Andrea Macinanti r frá Bologna leikur á orgel. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 10-13: Sóknarbörn eru hvött til að mæta til lokafrágangs við hreins- un á Skanssvæðinu fyrir vígslu Stafkirkjunnar. Kl. 16: Skírnarguðs- þjónusta í Landakirkju. Verið hjart- anlega velkomin. KEFAS, Dalvegi 24. Samkomur falla niður í ágúst vegna sumarleyfa. Þri. 1. ágúst: Brauðsbrotning og bænastund kl. 20.30. Mið. 2. ágúst: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Föst. 4. ágúst: Bænastund unga fólksins kl. 19.30. Allir hjartan- lega velkomnir. Skálholtskirkja. Sýningin Samskipti opnuð í Fjarskipta- safni Símans FARANDSÝNINGIN Samskipti verður opin almenningi í Fjar- skiptasafni Símans í gömlu loft- skeytastöðinni við Suðurgötu frá sunnudeginum 30. júlí til loka október nk. Meðal þess sem gestir farand- sýningarinnar Samskipti geta kynnt sér er hvernig stafrófið hljómar á ólíkum tungumálum Evrópubúa og hvernig mælt mál breytist í stafræn merki. Markmið Samskipta er að gefa gestum færi á að kynna sér hina byltingarkenndu þróun sem átt hefur sér stað í samskipta- og fjarskiptatækni á undanförnum árum og hvert hún muni leiða í framtíðinni. Lögð er áhersla á að fólk fái að upplifa tæknina og sjá hvernig hún virkar í stað þess að lesa um hana. Til dæmis er hægt að sjá hvaða áhrif mismunandi bandbreidd hefur á myndgæði, kynna sér hina fjölmörgu mögu- leika margmiðlunar og sjá áhrif mismunandi lengdar og tíðni hljóðbylgna. Sýningin, sem kemur frá finnska tækni- og vísindasafninu Heureka er liður í dagskrá Reykjavíkur, menningarborg Evrópu árið 2000. Hún verður sett upp í öllum menningarborgum Evrópu á þessu ári. Fjarskiptasafn Símans er opið á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum. Ef um hópa er að ræða er hægt að hafa samband við safnvörð til að skoða sýninguna utan þess tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.