Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000
VIKU
JMi
MORGUNBLAÐIÐ
Vísindavefur Háskóla íslands
Hvers vegna vaxa ekki
nýir útlimir á menn?
VISINDI
Sffellt bætist við Vísindavefinn þó
að nú sé sumar og sól.
Mikið hefur birst af svokölluðum laggóðum svörum á síðustu vikum
en einnig svör um málvísindi, líffræði, heimspeki og sitthvað fleira.
í síðasta pistli, laugardaginn 22. júlí, urðu þau leiðu mistök að svar
við spurningunni „Hvað er greind?" var ranglega eignað Jörgen
Pind, prófessor í sálarfræði, en það er hins vegar eftir starfsbróður
hans, Sigurð Júlíus Grétarsson dósent. Við biðjum þá félaga og les-
endur blaðsins afsökunar á þessu.
www.opinnhaskoli2000.hUs
Heimild/Newt and Salamander’s Homepage
Á þessari samsettu mynd má sjá útlim vaxa á salamöndru.
Hvers vegna vaxa ekki nýir
útlimir á menn?
SVAR: Spuming þessi er í raun
ein af grundvallarspumingum
þroskunarfræðinnar og hafa marg-
ir leitað svara við henni. Einn vís-
indamaður hefur sagt að hann
mundi fórna hægri handlegg sínum
fyrir að vita hvernig útlimir
geta endurnýjast.
Myndun útlima er flókíð
ferli sem fer fram á
ákveðnum stað og tíma í
þroskun einstaklingsins. I
ferli þessu er ákveðið
hvað snýr fram, hvað aft-
ur, hvað upp og hvað niður og
myndast þannig til dæmis tær
af mismunandi stærð, hæll og il
á hverjum fæti. Talsvert er nú
vitað um hvernig þetta ferli fer af
stað og hvaða gen og sameindir
stjórna fyrstu skrefum í myndun
útljma.
í fyrstu em frumurnar sem
mynda útlimina fremur ósérhæfðar
en eftir því sem á líður sérhæfast
fmmurnar og verða að húð-
fmmum, vöðvafrumum, beinfmm-
um og svo framvegis, og hefja
myndun eiginlegra vefja útlimanna
svo sem vöðva, húðar og beins.
Einnig á sér stað sérhæfíng vefj-
anna í upphandlegg, framhand-
legg, hendur, fingur og þar fram
eftir götunum. Sérhæfing þessi er
oftast óafturkræf, það er að segja
að vöðvafmma getur ekki snúið við
og orðið aftur að ósérhæfðri út-
limafrumu en slíkt væri í raun for-
senda þess að útlimir gætu endur-
nýjast. Frá þessu em þó
athyglisverðar undantekningar
sem læra má af.
Sum froskdýr búa yfir
þeim eiginleika að geta
endurnýjað útlimi sína.
Ef útlimur er skorinn
af salamöndra
geta frumurnar
sem eftir verða
myndað nýjan útlim. Það sem
meira er, hinir mismunandi hlutar
útlimanna verða til á réttum stað.
Ef skorið er af við fót endurnýjast
einungis fóturinn en ef skorið er
við hné endurnýjast bæði leggur-
inn og fóturinn og tærnar snúa
rétt og em á réttum stað. Fyrst
eftir að útlimur salamöndra hefur
verið skorinn af vex þunnt lag af
útlagsframum yfir sárið og lokar
því. Eftir nokkra fjölgun þessara
fmmna hefst afsérhæfing fmmn-
anna beint undir sárinu, þær losna
hver frá annarri og genatjáning
þeirra breytist. Fmmurnar hafa í
raun fengið aftur einkenni fóstur-
framnanna og geta því hafið
myndun vefja á ný.
Ljóst er að ákveðinn fjöldi
taugafmmna verður að vera fyrir
hendi til að endurmyndun vefja
geti átt sér stað en minna er vitað
um það hvernig þessu ferli er
stjórnað. Enn minna er vitað um
það af hverju froskdýr búa yfir
þessum eiginleika en ekki önnur
hryggdýr. Ljóst er þó að rann-
sóknir á endurmyndun útlima í
salamöndram munu hjálpa til við
að skýra þetta ferli og hugsanlega
leiða í ljós hvers vegna það gerist
ekki í öðmm hryggdýmm.
Eiríkur Steingrímsson, rann-
sóknaprófessor við læknadeild HÍ.
Er þetta spurning?
SVAR: Einfalt svar gæti verið:
Ef þetta er spurning, þá er þetta
svar.
Flóknara svar: Það fer að sjálf-
sögðu eftir því, til hvers ábending-
arfornafnið „þetta“ vísar. En þar
sem ekki er gefið í skyn hér að
það vísi til neins annars en orð-
anna „er þetta spurning?“, skulum
við gera ráð fyrir að svo sé.
Nú geta „orð“ verið ýmist a)
orðagerðir, þ.e. tegundir ákveðinna
orða, í þeim skilningi sem „bíll“ og
„bíll“ eru sama orð, skrifað tvisvar,
eða b) einstök dæmi um orð, í
þeim skilningi sem „bíll“ og „bíll“
em tvö mismunandi orð. Ennfrem-
ur má líta á orð sem ákveðna hluta
tungumáls, án tillits til þess hvort
þau era notuð til að segja eitthvað,
eða þannig að þau séu notuð í
ákveðnu tilfelli í samskiptum
manna á milli. Við skulum gera ráð
fyrir að í þessu tilfelli sé um að
ræða orðagerð, sem notuð er til að
spyrja spumingar, þeirrar spurn-
ingar, hvort þau sjálf, eins og þau
era notuð í þessu tilfelli, myndi
spurningu. Hér er því um að ræða
svokallaða sjálfstilvísun, svipaða og
þegar sagt er „ég er að Ijúga
núna“ (þetta er dæmi um hina
frægu þversögn, sem gengið hefur
undir nafninu „lygarinn").
En sjálfstilvísunin hefur hér
enga sérstaka erfiðleika í för með
sér, gagnstætt því sem gildir um
„lygarann" (þar veldur hún mikl-
um heilabrotum, sem heimspeking-
ar hafa ekki enn fengið einhlíta
niðurstöðu á), það hefði alveg eins
mátt spyrja, hvort til dæmis „er
kalt úti?“ sé spurning. Þá vaknar
auðvitað spurningin: „hvað er
spurning?" Algengustu not tungu-
máls em þau að fullyrða eitthvað,
segja að eitthvað sé satt, til dæmis
eins og þegar sagt er „það er hlýtt
úti núna“. Hér er tilgangurinn að
koma ákveðnum upplýsingum til
skila til þess sem orðunum er
beint til. En líka má nota málið til
dæmis til að skipa fyrir, eins og í
„bónaðu bílinn fyrir mig núna!“,
eða lofa, eins og í „ég lofa að bóna
bílinn á morgun!“, eða skíra, eins
Draumurinn um Hollywood
Draumstafir Kristjáns Frímanns
KVTKMYNDIRNAR spegla
drauminn um annarskonar líf en
raunveran er hjá flestum. Þar er
raðað upp þeim táknum sem
kveikja þörfina fyrir ímyndaðan
vemleika, eitthvað sem „alla
dreymir um“ og ef vel tekst til sóp-
ast fólk í bíó til að sjá sjálft sig sem
hetjuna í MI-2 og Pokémon eða
öðmm þeim myndum sem spenna
tilvemna. Hetjan samsvarar hug-
myndum okkar um kraft, áræði,
fegurð, fimi, greind, vinsældir og
hæfileikann til að töfra aðra upp úr
skónum. Formúlan „blífur“ ef
blandan er góð og þá fylgir auð-
urinn sem einnig er draumur en
samt bláköld staðreynd og gerir
drauminn að áþreifanlegum vera-
leika. Kvikmyndin höfðar líka til
fíknar mannsins í annars konar
spennu eins og hroll, hlátur eða
grát en fíknin í dag er ólík þeirri í
gær þegar menn undu klútinn
hvern af öðmm yfir Ali McCraw í
Love Story, eða í fyrradag þegar
salurinn lá í kasti vegna kumpán-
anna Laurel og Hardy. Sé grannt
skoðað era allar þessar ímyndir
ekkert svo fjarri veraleikanum,
bara svolítið ýktar og í sjálfu sér
gætu menn skapað sinn drauma-
heim dagsins ef geta og vilji væri
fyrir hendi. Þegar við sofnum og
dreymum kviknar ímyndin og verð-
ur „raunveraleg“. Þá sköpum við
hetjuna úr okkur sjálfum, upplifum
tilverana sem kvikmynd og myndir
draumsins verða raunveralegri en
veraleikinn sjálfur því þar era
tæknibrögðin ekta, pælingin sönn
og auðurinn lifandi sál, en fíknin er
að finna sjálfan sig í þessum tObúna
heimi.
Draumur „Díu“
Mig dreymdi að við hjónin voram
með annarri dóttur okkar og manni
hennar og öðrum manni sem við
voram ekki kynnt fyrir, en áttum
trúlega að vita hver var. Við voram
stödd í sal þar sem ekki var fleira
fólk og settumst við langborð og
var dóttir okkar við annan endann
á borðinu. Við höfðum fyrst farið
upp tröppur og stiga áður en við
komum í salinn. Dóttir okkar dró
upp lítinn krans úr stóra veski sem
hún var með, hann var lagður lár-
viðarlaufum og í honum héngu
langir mjóir silkiborðar, hann var
greinilega ætlaður til að setja á höf-
uðið. Hún segir: „Sjáið þið hvað S
(maður hennar) keypti á írlandi?11
Eg spurði strax: „Ætlar Dísa (dótt-
ir þeirra) að fara að gifta sig?“
Dóttir mín kinkaði kolli til svars og
ég spurði: „Á þessu ári?“ Hún kink-
aði aftur kolli og ég spurði: „Hve-
nær?“ Þá sagði hún: „Égveit nú
ekki hvort ég segi það.“ Ég sagði
þá: „Mér fyndist nú púkalegt ef ég
sem amma hennar fengi ekki að
vita það.“ Þá sagði hún: „Það er 16.
september.“ Maðurinn sem var
með þeim sagði þá: „Það er fæðing-
ardagur föður míns.“ Ég sagði þá
að mér fyndist viðeigandi að nota
þann dag. Mér fannst í draumnum
að þetta væri bróðir tengdasonar
okkar, á svipuðum aldri og hann og
minnti mig á föður hans sem er lát-
inn. Tengdasonur okkar á ekki
bróður. Þá tók dóttir okkar upp
rauða hettu sem var úr prjónlesi og
þá flaug í gegnum huga mér: „Svo
ég fæ þá ekki að sjá hana skarta
hvítu.“ Hettan virtist því hafa vald-
ið mér vonbrigðum örstutta stund
en þegar ég snerti hana fannst mér
hún undurfalleg og mjúk viðkomu
og eins og hægt væri að láta hana
fara vel á fleiri en einn veg. Dísa
var svo allt í einu komin þama og
hettan var látin á höfuðið á henni til
að við gætum betur virt þetta fyrir
okkur og varð mér þá að orði:
„Mikið er þetta fallegt og fer þér
svo vel, svo falleg sem þú líka ert.“
Ég sé þá tár renna niður kinnar
henni og hún þakkar mér og faðm-
ar mig. Mamma hennar sagði:
„Þetta er svo fallegt að ég gæti dá-
ið“, en maður hennar sagði: „Vertu
ekki að því.“ Ég sagði: „Ekki segja
svona.“ Svo spurði ég hvort það
ætti að láta blóm á kransinn, ég
man ekki svarið en spurði: „Hvem-
ig vissi S um hvað hann ætti að
spyrja þegar hann keypti þetta?“
Dóttir mín svaraði: „Hún mamma
hans hefur nú vitað það manna best
og fyrst ekki er lengur hægt að fá
þetta keypt á Þjóðminjasafninu
varð að sækja þetta til írlands það-
an sem þetta kemur upprunalega."
Ráðning
Þessi draumur Díu er einn af
þrem sem bárast til Draumstafa en
þar sem hinir tveir tengjast á eng-
an hátt þessum bíðaþeir betri tíma.
Við fyrstu yfirreið virðist draumur-
inn fjalla um fjölskylduna en þegar
betur er að gáð reynist fjölskyldan
heil þjóð. Ég veit ekki hvemig
tengslum þínum við Irland er hátt-
að en draumurinn ber þess öll
merki að fjalla um írsku þjóðina og
á sinn furðulega hátt gera því