Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 11
FRÉTTIR
Okuhraði aukist
stöðugt sl. ár
UMFE RÐARHRAÐI hefur vaxið
stöðugt á undanfömum árum ef
marka má árlegar mælingar Vega-
gerðarinnar. Það sem er mælt er
ökuhraði svonefndrar frjálsrar um-
ferðar, þ.e.a.s. stakra bíla sem eru
ekki í bílalest. Mælt er á beinum köfl-
um þar sem eru ekki innákeyrslur.
Mælingin segir því ekki til um meðal-
hraða á þjóðvegunum. Mælt er á um
fimmtán stöðum út um allt land.
Hreinn Halldórsson, framkvæmda-
stjóri hjá Vegagerðinni, segir að
meginniðurstaða mælinganna núna
sé sú að ökuhraðinn sé heldur vax-
andi alls staðar. Hefur þessi þróun
verið stöðug ár frá ári. Vegagerðin
hóf mælingar af þessu tagi 1983 sem
lið í rannsókn í vegamálum.
Svo tekin séu dæmi úr mælingu
Vegagerðarinnar var 15% bíla á
hringveginum við Sandskeið yfir 104
km hraða á klst. Hraðast mældust
bílar aka þar 130-140 km hraða á
klst. A Sandskeiði er meðalhraði bfla
í frjálsri umferð 98 km hraði. Mæl-
ingin er gerð með nákvæmum bfla-
radar.
Hreinn segir að vegirnir séu hann-
aðir fyrir ákveðinn hraða og tilgang-
urinn með mælingunum er m.a. sá að
leiða í Ijós hvort umferðarhraðinn sé
meiri en hönnun veganna leyfir.
Hreinn segir ljóst að hraðinn sé orð-
inn of mikill á mörgum stöðum miðað
við mælingarnar. Almennt ætti þessi
staðreynd að kalla á aðgerðir til að
ná niður hraðanum.
Hreinn segir að bílalestirnar sem
myndast á þjóðvegunum séu ekki
síður vandamál því þær skapi fram-
úraksturinn. Oftast sé það bfll númer
Ökuhraði á hringveginum 1983-2000
tvö og þrjú í lestinni sem mynda lest-
ina.
Hann segir að hjól- og feliihýsa-
eign hafi aukist mikið á undanfórn-
um árum og umferð þeirra flokkist
einnig undir umferðaröryggismál.
Bflar með tjaldvagna hafi verið
mældir á allt að 120 km hraða en ekki
er leyfilegt að aka hraðar með þá en
á 80 km hraða á klst, samkvæmt um-
ferðarlögum. Vegagerðin kannaði
nýlega fjölda bíla með aftanívagna,
þ.e. tjaldvagna og fellihýsi, og var 8%
af umferðinni með slík tæki í drætti.
Þar af voru aðeins 10% ökutækjanna
með sérstakan speglaútbúnað.
LÖGREGLAN verður með aukinn
viðbúnað um allt land vegna um-
ferðareftirlits um verslunarmanna-
helgina. Ríkislögreglustjóra-
embættið sendir tvær ómerktar
lögreglubifreiðir sem búnar eru
hraðamyndavélum og radarbyssum
út á land og einnig er fyrirhugað að
lögreglan hafi til umráða þyrlu sem
mæli ökuhraðann á þjóðvegum
landsins þessa helgi.
Hjálmar Björgvinsson, lögreglu-
s
Omerktir bílar og þyrla
við hraðaeftirlit
maður hjá Rfkislögreglustjóra-
embættinu, segir að bflarnir tveir
verði sendir út til umdæmanna og
verða þeir viðbót við þann viðbúnað
sem hvert lögregluembætti um sig
hefur.
Samstarf verður milli embætt-
anna á Norðurlandi, Vestfjörðum
og Suðurlandi. I samstarfinu felst
að lögreglumenn fara lengra út frá
sinni starfsstöð og lögreglumenn
frá mismunandi embættum eru
saman í lögreglubflum. Til dæmis
gætu lögreglumenn á Akureyri og
Hólmavík verið saman í bfl og er
eftirlitssvæði þeirra mun stærra en
vanalega. Segja má að varðsvæði
þeirra stækki við samstarf af þessu
tagi.
Hjálmar segir að ekki verði kall-
að út aukalið um verslunarmanna-
helgina en reynt að stilla því þannig
upp að ekki verði vandræði við
mönnun vegna sumarleyfa.
Laun
handhafa
forseta-
valds tvö-
faldast
ÞÓKNUN handhafa forseta-
valds rúmlega tvöfaldast í kjöl-
far ákvörðunar Kjaradóms um
hækkun launa forseta íslands.
Samkvæmt 7. gr. laga um laun
forseta íslands skulu þeir sam-
anlagt njóta jafnra launa og
laun forseta eru þann tíma sem
þeir hverju sinni fara með for-
setavald um stundarsakir.
A heimasíðu Jóhönnu Sigurð-
ardóttur alþingismanns kemur
fram að hefði nýleg ákvörðun
Kjaradóms um laun forsetans
gilt á síðasta ári hefði rúmlega
1.500 þúsund króna greiðsla til
handhafa forsetavalds tvö-
faldast. „Samkvæmt auglýsing-
um um fjarveru forseta Islands,
sem birtar eru í A-deild Stjóm-
artíðinda á árinu 1999, var for-
setinn erlendis samtals 77 daga
á sl. ári. Hefðu breytingarnar á
launakjörum forseta Islands,
sem nú hafa verið ákvarðaðar,
gilt á árinu 1999 hefðu handhaf-
ar forsetavalds fengið 3.164 þús-
und krónur í stað 1.559 þúsunda
króna sem samanlagt komu í
þeirra hlut fýrir árið 1999.“
Morgunblaðið/Ami Sæberg
ÓIi Jóhann Danielsson og Eygló Sif Steindórsdóttir, eigendur Gull-
smiðju Óla, virða fyrir sér skemmdimar.
Innbrotsþjófarnir fóru inn um
þetta gat á glugganum.
Stolið fyrir 4-5 millj.
kr. á 2 mínútum
Islensk barnateikning
á búlgörsku frímerki
FRIMERKJASYNIN GIN DIEX
2000 stendur nú yfir á Kjarvalsstöð-
um. Á sýningunni kom í ljós að
teikning eftir Ingibjörgu Davíðs-
dóttur skreytir frúnerki frá Búlgar-
íu, en sjálf hafði hún ekki hugmynd
um það. „Þetta kom mér mjög á
óvart og ég vissi fyrst í fyrradag að
teikningin væri á þessu frímerki,"
sagði Ingibjörg. Ingibjörg var átta
ára þegar hún teiknaði myndina og
er tuttugu og níu ára í dag. „Mynd-
in birtist fyrst í bók sem var gefin út
af menntamálaráðuneytinu,“ sagði
Ingibjörg. Bókin var gefin út árið
1980, sem var alþjóðaár barnsins,
og inniheldur bamasögur skrifaðar
af eldri systur Ingibjargar. Ingi-
björg sagði að hún hefði ekki séð
myndina síðan. „Mig langar mikið
til þess að vita hvernig það kom til
að myndin endaði á búlgörsku frí-
merki,“ sagði Ingibjörg. „Ég gaf
aldrei leyfi. Það væri gaman að vita
hvort einhver annar hafi gefið það
og hveraig framleiðendur frímerk-
isins komust yfir teikninguna."
Verðgildi frímcrkisins er 13 stó-
tinki, en 100 stótinki eru í einu
Lewi, sem er gjaldmiðill Búlgaríu.
Sendiferðabifreiðin lenti á annarri bifreið, ók niður ljósast aur og bruna-
hana áður en hún valt.
Sendibifreið rann
stjórnlaus 125 metra
BROTIST var inn í Gullsmiðju Óla í
Hamraborg í Kópavogi í fyrrinótt
og höfðu þjófarnir á brott með sér
skartgripi fyrir andvirði á milli fjög-
urra til fimm milljóna króna. Einnig
voru mikil spjöll unnin í versluninni
en þjófarnir notuðu sleggju og öxi
til að brjóta sér leið inn í verslunina
og í skartgripakassa.
Óli Jóhann Daníelsson er eigandi
verslunarinnar ásamt eiginkonu
sinni Eygló Sif Steindórsdóttur. Óli
segir að aðkoman hafi verið hræði-
leg. „Við vorum vakin hér heima um
kl. hálfsex í morgun af Seeuritas.
Þetta er í fimmta sinn sem reynt er
að brjótast inn hjá okkur og í fjórða
sinn sem það heppnast frá því við
opnuðum 1993. Við vorum fyrst í
litlu plássi hinum megin við götuna
en fluttum verslunina í nóvember
þar sem við erum núna. Við höfum
innréttað hana með nýjum innrétt-
ingum og gert hana glæsilega. Það
hræðilegasta var að þjófarnir fóm
inn í verslunina en létu sér ekki
nægja að brjóta bara glugga og
teygja sig eftir munum,“ segir Óli.
Brotið var stórt gat á glugga og
farið inn um það. Allt var á rúi og
stúi inni og innréttingar eyðilagðar.
Glerbrot vom út um alla verslun en
þjófarnir skildu eftir í versluninni
sleggjuna sem þeir notuðu til að
brjóta þykkt öryggisglerið í versl-
uninni og öxi sem þeir notuðu til að
komast að mununum innandyra.
Skildu eftir hring
upp á 200.000 kr.
„Þeir tóku munina í bökkunum og
hafa líklega haft poka með sér sem
þeir settu þá í. I fátinu hafa þeir
misst nokkra bakka sem lágu á gólf-
inu. Þeir hafa farið hring í búðinni
og tekið það sem við fyrstu sýn virt-
ist dýrast af mununum. Þeir tóku
meðal annars þykkar og miklar
hálsfestar, alla armbandabakka,
bakka með herrahringjum og bakka
með demantshringjum. Þeir létu
hins vegar vera hring sem stóð rétt
hjá bökkunum og kostar um 200
þúsund kr. Þeir hafa haft tak-
markaðan tíma því öryggiskerfið
var á og bjallan í gangi,“ segir Óli.
Hann sagði að lögreglan hefði
verið stödd á Nýbýlavegi þegar
Securitas hafði samband við hana.
Óli hefur það eftir lögreglunni að
innan við ein og hálf mínúta hefði
liðið frá því þeir fengu tilkynning-
una þar til þeir vom komnir í versl-
unina. Þá voru þjófarnir á bak og
burt. Óli telur að þjófarnir hafi ver-
ið innan við tvær mínútur inni í
versluninni. Hann telur líklegt að
tveir til þrír menn hafi verið að
verki.
„Ég sé það fyrir mér í framtíðinni
að koma þarna upp myndavélakerfi
eða rimlum fyrir gluggana,“ segir
Óli.
Hann telur fljótt á litið að út-
söluverð þeirra muna sem hafi verið
stolið sé á bilinu 5-6 milljónir kr.
Líklegt finnst honum að þeir sem
hér hafi verið að verki séu
fíkniefnaneytendur eða í fíkniefna-
viðskiptum og skartgripirnir þá
notaðir sem gjaldmiðill í fíkniefna-
viðskiptum. „Það getur enginn
komið með svona mikið magn til
gullsmiðs hérlendis. Gullsmiðum
eru í mesta lagi boðnir til sölu stak-
ir giftingarhringar þegar fólk er að
slíta sambúð.“
Verslunin er tryggð fyrir þjófnaði
og fær endurgreitt kostnaðarverð
fyrir hlutina.
SENDIBIFREIÐ rann stjórnlaus
rúmlega 125 metra aftur á bak og
valt við Kleppsveg í gær, að sögn
lögreglu. Ökumaður bifreiðarinnar
var að bakka niður halla við Kambs-
veg þegar bremsur hennar biluðu
með fyrrgreindum afleiðingum.
Sendibifreiðin lenti á annarri bifreið,
ók niður ljósastaur og brunahana áð-
ur en hún valt við Kleppsveginn og
lenti annar helmingur hennai- á
Sæbrautinni. Engin slys urðu á fólki
en það varð að fjarlægja bifreiðirnar
tvær með krana.