Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 15
LANDIÐ
Viðbygg,ing‘ grunnskólans á Vopnafírði tekin í notkun
Tónlistarskóli og hóraðs
bókasafn í brúnni
Morgunblaðið/Helgi Bjamason
Efri hæð viðbyggingar Vopnafjarðarskóla lítur út eins og brú á skipi og neðri hæðin eins og stefni. Aðalbjörn
Björnsson skólastjóri stendur á skipinu og brúin sést á bak við hann..
Aðstaða nemenda og
starfsfólks Vopnafjarð-
arskóla batnar mjög við
upphaf skólastarfs í
haust þegar tekin verð-
ur í notkun ný álma. Öll
kennsla verður á einum
stað og námið samfellt.
Þar verður auk þess
aðstaða fyrir tónlistar-
skóla og héraðsbóka-
safn, Helgi Bjarnason
skoðaði aðstöðuna og
ræddi við skólastjórann.
VERKTAKI hefur skilað af sér
viðbyggingu grunnskólans á
Vopnafirði. Eftir er að raða inn
húsgögnum og tækjum og verður
nýi skólinn tekinn í notkun við
upphaf skólastarfs í haust. Bygg-
ing grannskólans hefur staðið yfir
í tvö ár og annast trésmiðjan
Mælifell ehf. á Vopnafirði verkið.
Arkitekt viðbyggingarinnar er
Þorsteinn Geirharðsson. Byggingin
á að minna á sjóinn. Neðri hæðin
er eins og stefni á skipi sem snýr
til sjávar og efri hæðin er hins
vegar eins og brú á skipinu og af
báðum hæðum er fallegt útsýni út
á fjörðinn.
Á eftir að reyna
á starfsemina
Nýja álman er um 1100 fermetr-
ar að stærð. A efri hæðinni er
sameiginleg aðstaða fyrir nemend-
ur, mötuneyti, tónlistarskóli, að-
staða fyrir skóla- og héraðsbóka-
safn, sýórnunarálma og kennara-
stofa. A neðri hæðinni eru fimm
kennslustofur fyrir yngstu nem-
endur skólans, aðstaða fyrir hús-
vörð og góðar geymslur. í fram-
haldi af byggingu nýju álmunnar
hefur verið unnið að endurbótum á
eldri hluta skólans sem byggður
var 1967. Þar verða kennslustofur
fyrir eldri nemendur skólans auk
sérgreinastofa.
„Það er varla hægt að hugsa sér
betri aðstöðu. Enn á eftir að reyna
á starfsemina en ég get ekki séð
annað en að hún eigi að ganga
vel,“ segir Aðalbjöm Björnsson
skólastjóri. Nú verður skólastarfið
á einum stað en undanfarin ár hef-
ur þurft að kenna á þremur stöð-
um í þorpinu. „Hér verður einset-
inn samfelldur skóli þar sem
nemendur fá hádegismat og fara
ekkert heim fyrr en námi er lokið
þann daginn. Jafnvel er hugsan-
legt að allir nemendur ljúki nám-
inu á sama tíma að deginum en
það er kostur þar sem í skólanum
eru einnig börn úr sveitinni sem
þarf að aka heim,“ segir Aðalbjörn.
Hinum megin götunnar er leik-
skóli Vopnfirðinga og fá leikskóla-
börnin mat úr mötuneyti grunn-
skólans.
Nemendum líði vel
Tónlistarskóli Vopnafjarðar
verður í grunnskólanum og þar
verður einnig sameiginlegt skóla-
og héraðsbókasafn. Aðalbjörn seg-
ir að eftir sé að þróa samskipti
grunnskólans og tónlistarskólans
og athuga hvort stundatöflur
þeirra verði tengdar beint saman.
Hugmyndin með sameiginlegu
bókasafni er að þar verði eins kon-
ar upplýsingamiðstöð hreppsbúa.
Vopnfirðingar hafa notað bókasafn
sitt tiltölulega mikið, kannski
vegna landfræðilegrar einangrunar
héraðsins. Hugmyndin er að þar
geti fólk einnig komist í tölvu og
inn á Netið.
Með því að taka tónlistarskóla
og bókasafn inn í grunnskólann er
verið að opna skólahúsnæðið meira
fyrir fólk á öllum aldri því að nem-
endur tónlistarskólans eru eins og
gestir bókasafnsins á öllum aldri.
Þá er tölvuver með myndfunda-
búnaði í eldri hluta hússins og er
sú aðstaða mikið notuð af fólki ut-
an skólans, meðal annars við nám-
skeiðahald og fundi.
Nemendum fækkar
„Ég vonast til að þessi góða
aðstaða skili betra og markvissara
skólastarfi. Að betri árangur náist
og ekki síður að nemendum og
starfsfólki líði betur. Það skiptir
mestu máli að nemendunum líði
vel,“ segir skólastjórinn.
Bygging nýju álmunnar kostar
um 160 milljónir kr. að sögn Þor-
steins Steinssonar sveitarstjóra.
Við þá upphæð bætist kaup á bún-
aði í húsnæðið og endurbætur og
breytingar á eldri hluta hússins.
Má búast við að þegar upp verður
staðið verði kostnaðurinn hátt í
200 milljónir kr. Er þetta töluvert
mikið fyrir 770 manna sveitarfélag
þar sem íbúum og þar með nem-
endum hefur farið fækkandi um
árabil. Þorsteinn segir að Jöfnun-
arsjóður sveitarfélaga greiði 15-
20% kostnaðar. Sveitarfélagið hef-
ur selt hlutafé til að standa undir
byggingarkostnaði auk þess fram-
kvæmdafjár sem það hefur sam-
kvæmt fjárhagsáætlun en það sem
upp á vantar er fjármagnað með
lánsfé.
Nemendum hefur fækkað úr 130
niður í rúmlega 100 á tveimur ár-
um og með sömu íbúaþróun má
búast við enn færri nemendum á
næstu árum. Sautján nemendur
voru í fjölmennasta árgangi skól-
ans á síðasta ári og þrír í þeim fá-
mennasta. „Byggingin er vissulega
stór og hugsanlega hefði mátt hafa
sumt minna. En það verður að
hafa í huga að hver skóli þarf
ákveðna aðstöðu hvort sem nem-
endurnir eru 200 eða 100,“ segir
Aðalbjörn skólastjóri þegar hann
er spurður að því hvort ekki hefði
verið hægt að sleppa því að byggja
við skólann vegna fækkunar nem-
enda.
Þorsteinn sveitarstjóri segir að
góður grunnskóli og leikskóli á
staðnum sé ein af grunnforsendum
þess að byggðin dafni. „Það má
ekki gefast upp þótt á móti blási.
Sókn er besta vörnin,“ segir hann.
Hann getur þess jafnframt að
hreppsnefnd Skeggjastaðahrepps
þar sem Bakkafjörður er þéttbýlis-
kjarninn hafi óskað eftir samvinnu
í skólamálum. Muni elstu nemend-
urnir úr hreppnum ganga í skóla á
Vopnafirði en þeir verða reyndar
aðeins þrír í vetur.
S Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson.
A góðri stund
Grundarfirði - Um helgina verð-
ur haldin fjölskylduhátfð hér i'
Grundarfirði undir heitinu „Á
góðri stund í Grundarfirði“.
Ibúarnir eru búnir að vera á
fullu við að fegra hús sfn og
garða.
Á myndinni eru Elís Gfslason
og dóttir hans Hugrún að setja
nýja girðingu við heimili sitt.
/*f Boegán
V ^ (m\
Hátíð jarðar við Úlfarsfell í dag kl. 1Í
Fjölbreytt upplifun fyrir alja fjölskylduna
• Géstir taka þátt í uppgræðsju svæðisins
• Tónlist, myndlist og uppákomur í skjóli fjalli
Smökkun á nýrri uppskeni if jarðeplum ój
í • Gönguferðir undir leiðsögn Sérfræðinga
I Svifdrekamenit svífa til jarðar við tónlist.
r
i
JÍr.i
R EYKJAVlK
AM*ononynO^u
MINMIMO,
X
r
L.
by-gg ingah lutar-byggi ngalausnir
Borgartúni 31 • s. 575 0000 • www.sindri.is