Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Tímamótasamningur Liverpool FC og Granada Meint innherjaviðskipti í Skeljungi Nútíma upplýs- ingamiðlun Sigriður Dögg Auðunsdottir komst að því að aðdáendur knattspyrnuliðsins Liverpool víðs vegar um heiminn munu nú geta fylgst með helstu mörkum liðsins á WAP-símun- um sínum. FYRIRTÆKIN tvö, Liverpool FC og Gran- ada Media Group, hafa sammælst um að stofna sameiginlegt íyrirtæki, Liverpool FC breiðband, með það að markmiði að nýta nýj- ustu fjölmiðlatækni á alheimsvettvangi til út- sendinga á viðburðum er tengjast leikjum liðs- ins. Þar á meðal er réttur til að sýna alla úrvaldsdeildarleiki liðsins um breiðband um allan heim, en þó ekki í beinni útsendingu, því réttur á beinum útsendingum frá úrvalsdeild breska fótboltans er í höndum Sky í Bretlandi en CSI annars staðar. Samningurinn miðast við að ná til sem stærsta hluta hinna 12,5 millj- óna aðdáenda Liverpool um heim allan og nota til þess WAP-farsímatækni, stafræna sjónvarpstækni, einkatölvur og lófatölvur. Hann gerir aðdáendunum kleift að fylgjast með og heyra lýsingu á öllum úrvalsdeildar- leikjum liðsins. Enskukennsla með aðstoð uppáhaldsleikmannsins Útsendingarnar verða á alþjóðavísu en jafn- framt sérsniðnar að hveiju einstöku landi. Lýsingar á leikjunum verða á fjölda tungumála sem áhorfendur geta valið úr. Auk þess geta aðdáendur keypt ýmsan vaming tengdan lið- inu með beinlínuviðskiptum og á sama hátt veðjað á úrslit leikja. Efni sem hefur kennslufræðilegt gildi stend- ur áhugasömum einnig til boða og gerir fólki kleift að læra ensku með fótboltastjörnum á borð við Michael Owen. Notuð verður til þessa breiðbandstækni sem býður upp á milli tíu og fjörutíu sinnum hraðari tengingar en hefð- bundnar nettengingar nú um stundir og geta skilað sömu hljóð- og myndgæðum og sjónvarpsútsendingar. Granada Media, sem á fimmtíu prósenta hlut í nýja fyrirtækinu, greiddi Liverpool 20 milljónir sterlingspunda fyrir sýningarréttinn. Peningarnir fara beint til félagsins og þeim verður varið til þess að auka framgang liðsins á knattspymuvellinum. Á síðasta ári greiddi Granada 2,2 milljónir sterlingspunda eða um 260 milljónir íslenskra króna fyrir 9,9% hlut í Liverpool í kjölfar árangurslausrar tilraunar EYECATCHERS Rick Parry, framkvæmdastjóri Liverpool og Steve Morrison, framkv.sljóri Granada. Rupert Murdoch til þess að kaupa Manchester United. Fleiri samningar í kjölfarið? Sérfræðingar spá því að samningur Liver- pool og Granada sé sá fyrsti í röð margra sams- konar samninga milli knattspyrnufélaga og fjölmiðlafyrirtækja sem keppast um að nýta sér hina nýju fjölmiðlatækni. Framkvæmdastjóri Granada sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri ekki útilokað að hann gerði álíka samninga við önnur knatt- spymufélög, en þau þyrftu þá að vera á svipuð- um mælikvarða og Liverpool. „Þjónustan verður sniðin við þarfir hvers svæðis,“ sagði hann jafnframt. „Til að mynda er líklegt að sala á ýmsum varningi verði stór þáttur í þjónustunni innan Bretlands en í Aust- urlöndum fjær gætu veðmál hins vegar orðið vinsælasti hlutinn." Talsmaður úr herbúðum Liverpool sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri spennandi samningur fyrir félagið sem og aðdáendur liðsins. „Fyrir þá sem búa í Reykjavík og dá knattspymu þýðir þessi samningur að þeir geti átt von á því í framtíð- inni að geta hlustað á beina útsendingu frá leikjunum á íslensku og auk þess fylgst með helstu mörkum og aðalviðburðum leiksins. Fyrir okkur þýðir samningurinn jafnframt það að við eigum 20 milljónum sterlingspunda meira á bankabókinni okkar sem við getum varið til uppbyggingar liðsins.“ Netsíðum Liverpool hleypt af stokkunum Fyrsti áfangi samningsins kveður á um að netsíðunni www.LiverpoolFC.net verði hleypt af stokkunum að nýju. Hið sama gildir um netsíðuna www.LiverpoolFC.com þar sem nýj- um tenglum hefur verið bætt við og þjónusta aukin verulega. Meðal annars verður hægt að veðja á úrslit leikja með beinlínusambandi og hægt að kaupa miða á leiki. Þjónustan mun standa aðdáendum liðsins víðs vegar um heim- inn til boða, m.a. í Skandinavíu. Málinu vísað tii rík- islögr eglustj ó ra FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur vísað máli Gunnars Sch. Thorsteinsson, stjórnarmanns í Skeljungi, til efnahagsdeildar ríkislög- reglustjóra og óskað eftir að kannað verði hvort Gunnar hafi brotið lög með viðskiptum sem áttu sér stað sjöunda júlí árið 1999 en það voru MP Verðbréf ehf. sem sáu um við- skiptin. Gera má ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið hafi vísað málinu áfram á grunni 27. greinar laga 1. málsgreinar um verðbréfaviðskipti frá árinu 1996 en þar segir að „aðila, sem býr yfir eða hefur aðgang að trúnaðarupp- lýsingum skv. 2 málsgrein 26. gr. vegna eignaraðildar, aðildar að stjórn, rekstri eða eftirliti á vegum útgefenda verðbréfa eða vegna starfs síns, stöðu eða skyldna sé óheimilt að nýta sér upplýsingarnar, beint eða óbeint, nema það sé gert í eðlilegu sam- bandi við starf, stöðu eða skyldur þess sem upplýsingarnar veitir“. Málið úr höndum Fjármálaeftirlitsins Að sögn Páls Gunnars Pálssonar, for- stöðumanns Fjármáleftirlitsins, er það nú ríkislögreglustjóra að taka ákvörðun um það hvort kæra verði gefin út eða ekki, málið sé nú úr höndum Fjármálaeftirlitsins. Aðspurð- ur segir Páll að gengisþróun á bréfunum eft- ir að viðskiptin áttu sér stað þurfi ekki endi- lega að breyta stöðunni, það sé ekki refsiskilyrði samkvæmt lögunum að gengið hafi hækkað heldur hitt hvort menn hafi nýtt sér trúnaðarupplýsingar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Fjármáleftirlitið skoðað allmörg mál af þessu tagi en aðeins tveimur þeirra hefur síðan verið vísað áfram til ríkislögreglu- stjóra. Að sögn Jóns Snorrasonar hjá efnahags- deild ríkislögreglustjóra hefur ríkislögreglu- stjóri og áður ríkissaksóknari aldrei gefið út ákæru í slíkum málum. Jón sagði að málið væri nú til skoðunar hjá efnahagsdeildinni en hann vildi ekki tjá sig um hvenær niður- stöðu væri að vænta. Skeljungur á engan hlut að máli í yfirlýsingu frá Gunnari Sch. Thorsteins- son segir orðrétt: „Innherjaviðskipti þau sem fjallað var um í DV föstudaginn 28. júlí síðastliðinn snúast um kaup Gunnars Sch. Thorsteinsson, stjórnarmanns í Skeljungi, þann 7. júlí 1999 á hlutabréfum í Skeljungi hf. fyrir krónur 3.055.000 að kaupverði. Kaupin voru gerð með milligöngu löggilts verðbréfafyrirtækis og koma Skeljungi ekk- ert við.“ í samtali við Morgunblaðið sagðist Gunn- ar vera agndofa á þessu öllu saman, hann hafi einfaldlega keypt bréfin hjá löggiltu verðbréfafyrirtæki og hefði síðan selt hluta þeirra í byrjun vetrar. Gengi bréfanna hafi hækkað en það hafi líka gilt um bréf í fjöl- mörgum ef ekki flestum hlutafélögum sem skráð voru á markaði á þessum tíma enda miklar almennar hækkanir á hlutabréfa- markaðinum árið 1999. Gengi bréfa í mörg- um fyrirtækjum hafi hækkað enn meira en bréfa Skeljungs. Aðspurður sagði Gunnar að hann hafi keypt bréfin á þessum tíma vegna þess að hann hafi fengið greiddar örorku- bætur frá Sjóva-Almennum rétt áður, en Fjármálaeftirlitinu hafi ekki þótt það viðhlít- andi skýring. Þá tekur Gunnar fram að engar sérstakar breytingar hafi orðið á rekstri Skeljungs á þessum tíma, engar sameiningar hafi staðið fyrir dyrum né heldur framleiðsla eða sala á nýjum afurðum. Reksturinn hafi að öllu leyti verið í eðlilegu horfi og það hafi ekki hvarfl- að að sér að hann hafi verið að gera eitthvað rangt með kaupunum í júlí árið 1999. Engar hömlur á viðskipti með bréf Skeljungs Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, segir að sér hafi skilist að rannsaka eigi til- tekin viðskipti með hlutabréf í Skeljungi. Það gildi hins vegar sama um Skeljung og önnur fyrirtæki á verðbréfamarkaði að eng- ar hömlur séu með viðskipti með bréf Skelj- ungs og hjá Skeljungi viti menn ekki hvenær bréf eru keypt eða seld í félaginu. Kristinn segist ekki vera alveg viss um hvaða viðskipti sé nákvæmlega verið að rannsaka, en hitt sé alveg ljóst, að rann- sóknin beinist að tilteknum viðskiptum með bréf í félaginu, en ekki að fyrirtækinu Skelj- ungi hf. „Eg lít svo á, að þetta mál sé Skelj- ungi hf. algerlega óviðkomandi og það er fyrst og fremst leitt til þess að vita, að okk- ar góða nafn skuli lenda í slíkri dómadags- umfjöllun eins og sjá mátti í DV í gær.“ Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Skeljungs, sagði að hann vonaði að þetta mál yrði til lykta leitt á sem skemmstum tíma enda nokkuð um liðið síðan það kom til kasta Fjármáleftirlitsins. Hann minnti einn- ig á að engin kæra hafi verið gefin út og það væri grundvallaratriði að menn væru sak- lausir uns sekt sé sönnuð. Sér hefði þótt einkar leitt að heyra lesin upp nöfn allra stjórnarmanna Skeljungs í tengslum við málið, ekki hefði einu sinni verið haft sam- band og spurt hver ætti í hlut. Gengi bréfa í Skeljungi lækkaði um 7,4%, úr 8,75 í 8,10, á Verðbréfaþingi íslands í gær. Rúmlega 6 milljóna króna viðskipti voru með bréf félagsins. Samningar undirritaðir um kaup Svínabúslns Brautarholti á Sfld og fiski Markmiðið er aukin hagræðing AFSAL var undirritað í gær vegna kaupa Svínabúsins Brautarholti ehf. á Kjalamesi á % hlutafjár í Síld og fiski ehf. Með í kaupunum eru allar fasteignir félagsins að Dalshrauni og á Minni-Vatnsleysu, en kaup- samningar voru gerðir í júní síðast- liðnum. Kaupendur, eigendur Svínabúsins Brautarholti, og seljendur, erfingjar Þorvaldar Guðmundssonar, boðuðu til blaðamannafundar í gær að við- stöddum fulltrúm Búnaðarbankans og Islandsbanka-FBA, sem höfðu milligöngu um kaupin. Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdastjóri svínabúsins Brautarholti, sem jafn- framt verður framkvæmdastjóri Síldar og fisks, sagði á blaðamanna- fundinum að markmið eigenda Svínabúsins Brautarholti með kaup- um á Síld og fiski væri að auka hag- ræðingu í svínabúskap og fullvinnslu svínaafurða. Verðmætin liggja i Ali vörumerkinu „Við erum mjög ánægðir með þessi kaup,“ sagði Kristinn Gylfi. „Þetta er mjög sterk viðbót við okk- ar landbúnaðarrekstur, sem hefur verið í alifugla og svínarækt. Við gerum okkur alltaf betur grein fyrir því hvað Ali vörumerkið frá Síld og fiski er sterkt, en það hefur að okkar mati bestu stöðu í vinnslu úr svína- kjöti.“ Kristinn Gylfi sagði að eftir þessi kaup ræki hið sameinaða fyrirtæki tvö stærstu svínabú landsins, á Kjal- arnesi og á Minni-Vatnsleysu. „Sam- tals verða þessi tvö svínabú með yfir 30% af framleiðslu svínakjöts hér á landi. Mjög mikil hagkvæmni næst með því að vera með þetta umfangs- mikinn rekstur. Við sjáum einnig ýmsa möguleika á því að samnýta ýmsa þætti milli búanna, innkaup á fóðurhráefnum, stjórnun á mann- skap, kynbætur, ýmis aðföng og fleira.“ Kristinn Gylfi sagði einnig ýmsa nýtingarmöguleika vera fyrir hendi varðandi sláturhús Síldar og fisks á Minni-Vatnsleysu, en Svína- búið Brautarholti hefði ekki verið með eigið sláturhús. „Verðmætin liggja hins vegar að okkar mati fyrst og fremst í hinu verðmæta vöru- merki sem Ali vörumerkið er og því góða starfsfólki sem hefur unnið við þetta fyrirtæki. Margir starfsmenn hafa unnið allan sinn starfsaldur hjó fyrirtækinu og þar er fólk með ára- tuga starfsreynslu. Það skiptir mjög miklu máli fyrir vörugæðin. Við telj- um einnig að það séu miklir sóknar- möguleikar í framtíðinni fyrir að selja meira undir vörumerkjum Ali, því yfirleitt hefur frekar vantað vör- ur frá fyrirtækinu til að anna eftir- spum en hitt.“ Kristinn Gylfi sagði að fólk vildi alltaf meira af fullunnum matvælum. Fólk keypti ekki lengur heilu skrokkana til heimilanna eins og áð- ur var. Hann sagði að Sfld og fiskur hefði þá sterku stöðu sem Svínabúið Brautarholti vantaði í áleggsvörum og öðru sem væri í verslunum. Svínabúið Brautarholti væri hins vegar sterkt á mötuneyta- og veit- ingahúsamarkaðnum og inni í kjöt- borðum verslana. Engar breytingar á rekstri Sildar og fisks Engar breytingar eru fyrirhugað- ar á rekstri Síldar og fisks og verður það rekið sem sjálfstætt félag, að sögn Kristins Gylfa. „Við viljum að fyrirtækið vaxi á eigin forsendum og nýti samþættingu með öðrum okkar fyrirtækjum þar sem það er fyrir hendi. Engar breytingar verða varð- andi einstaka starfsmenn og allir halda sinni vinnu.“ Síld og fiskur ehf. var stofnað af Þorvaldi Guðmundssyni árið 1944. Systkinin Katrín Þorvaldsdóttir og Skúli Þorvaldsson seldu eigendum Svínabúsins Brautarholti sína hluta í fyrirtækinu. Geirlaug Þorvaldsdótt- ir, systir þeirra Katrínar og Skúla, heldur hins vegar sínum þriðjungs hlut. Að Brautarholti á Kjalamesi hefur verð stunduð svínarækt í ára- tugi. Egendur búsins em feðgamir Jón Ólafsson, Ólafur, Kristinn Gylfi, Bjöm og Jón Bjarni Jónssynir. Áuk þess að fást við svínarækt eiga þeir og reka Nesbú á Vatnsleysuströnd, sem er stærsta eggjabú landsins, og em að hálfu eigendur kjúklingabús- ins að Móum. Heildarfjöldi starfs- manna fyrirtækisins, eftir kaupin á Síld og fiski er um 130 talsins. Fyrirtækin tvö saman eiga framtíðina fyrir sér Skúli Þorvaldsson sagði á blaða- mannafundinum að menn þyrftu ávallt að velja og hafna í lífinu. Áhugi hans væri nú á öðm. Hann hefði viljað að eigendur Svínabúsins Brautarholti tækju við Síld og fiski og hann væri mjög ánægður með að samningar hefðu tekist. Geirlaug Þorvaldsdóttir sagðist verða áfram hjá fyrirtækinu. Það væri mikilvægt að fyrirtæki föður hennar yrði áfram í eigu fagfólks. Íslandsbanki-FBA annaðist sölu á eignarhlutum Katrínar Þorvalds- dóttur og Skúla Þorvaldssonar og Búnaðarbanldnn-Verðbréf var ráð- gjafi Svínabúsins Brautarholti við kaupin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.