Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 URVERINU ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Helgi Bjamason Guðni Ásgrímsson aðstoðar Guðbjörgu Garðarsddttur við að landa vænum þorski rétt utan við þorpið á Vopna- firði og ekki má á milli sjá hvort er ánægðara. Býður ferðafólki á hákarlaveiðar „ÞAÐ er ekkert annað að gera í kvótaleysinu, maður verður að gera eitthvað og mig langaði að bjóða upp á þessa þjónustu," segir Guðni Asgrímsson trillukarl á Vopnaíirði. Hann býður ferðafólki að fara með sér á hákarlaveiðar og býður einnig upp á sjóstangaveiði. Guðni hefur verið smábátasjó- maður í tuttugu ár og á nú tveggja ára gamlan ellefu brúttólesta bát, Ólöfu NS-69. Hann er á netaveið- um á vetrum og grásleppu á vorin. Kvótinn klárast snemma og er bát- urinn því verkefnalítill á sumrin, eða þar til nýtt kvótaár hefst. Guðni ákvað að gera tilraun með að gera út á ferðamenn í júlí og reikn- ar með að tilraunin standi eitthvað fram í ágúst. Skemmtileg upplifun Hákarlaveiðin er nýstárlegasta þjónustan hjá Guðna. Hann er með hákarlalínu í mynni Vopnafjarðar og vitjar um einu sinni í viku, á laugardagskvöldum. Ákvað hann að gefa ferðafólki kost á að fara með í vitjun í júlí. Hann getur ekki lofað veiði, fékk þó hákarl í fyrstu ferð- inni í júlí en því miður höfðu gest- irnir afboðað þátttöku og naut hann því ævintýrisins einn. Hákarlaveiði- ferðirnar hafa verið að spyrjast út Verkefnalítill trillusjómaður á Vopnafirði og reiknar Guðni með að halda þeim áfram eitthvað fram í ágúst. Þótt ekki sé hægt að tryggja að hákarl veiðist getur Guðni lofað skemmtilegri upplifun. Lagt er í hann klukkan níu á laugardags- kvöldi og tekur ferðin fímm til sex klukkutíma. Hann segir að oftast sé rennisléttur sjór á kvöldin og þótt tilgangurinn sé ekki að skoða hvali bregðist það varla að fjöldi háhyrninga og hrefna sjáist í ferð- inni. Þegar komið er á hákarlaslóð- ina segir Guðni að spennandi sé að vita hvort hákarl sé á, fólkið fylgist með hvort eitthvað grátt sé að koma upp. Og þótt enginn sé há- karlinn sé alla vega hægt að bjóða gestunum upp á verkaðan hákarl og brennivínssnafs með. Á heim- leiðinni segist Guðni fara inn með Suðurlandinu svo fólkið geti skoðað landið og rennt fyrir fisk. „Mér fínnst alveg rosalega gaman í þess- um ferðum og þegar ég er einn tími ég varla að fara heim, ég tala nú ekki um ef hákarl er á,“ segir Guðni. Meira hefur verið að gera á sjó- stönginni og segist Guðni vera búinn að fá inn fyrir stöngunum sem hann keypti í vor. Meiri kröfur hafí hann ekki gert. Hann fer rétt út fyrir höfnina á Vopnafirði og þar er alls staðar hægt að fá þorsk. Áll- ir gestirnir hafi verið ánægðir og sumir lent í svo mikilli veiði að hann hafi haft áhyggur af heilsu þeirra. Það er mikil breyting fyrir trillu- karl að fara út í þjónustu við ferða- fólk. Guðni segist hafa gaman af þessu starfi. Þarna sé hann í góð- um félagsskap með kátu fólki sem komið er til að njóta lífsins. Hann gaf sér júlímánuð til að láta reyna á hvort þetta gengi og er ákveðinn í að veita þjónustuna áfram næsta sumar. Ferðafólk af Héraði Guðni telur að byggja ætti ferða- þjónustuna í Vopnafirði einkum á því að fá ferðafólk frá Egilsstöðum og Héraði til að koma í dagsferðir. Margt fólk sé þar í sumarbústöðum sem vanti eitthvað skemmtilegt að gera í sumarfríinu. Það geti til dæmis komið yfir Hellisheiðina, notið þar útsýnisins, farið í sund í Selárdal og í hákarlavitjun að kvöldi og svo til baka um nóttina. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ólöf NS-69 siglir inn til hafnar í Vopnafirði eftir vel heppnaða sjóferð með ferðafólk. Mo Mowlam í vanda „Ráðherra- kassinn“ á glámbekk London. The Daily Telegraph. MO Mowlam, fyrrverandi Norður- Irlandsmálaráðherra bresku stjóm- arinnar, viðurkenndi í fyrrakvöld að hún hefði skilið ráðherrakassa sinn eftir á glámbekk í apríl - um það leyti sem nokkrum minnisblöðum stjóm- arinnar var lekið í fjölmiðla. Mowlam kvaðst hafa skilið „rauða kassann“ svokallaða, sem er fyrir trúnaðarskjöl stjómarinnar, eftir í lestarklefa sínum um stund þegar hún hefði þurft að fara á salemið. Hún neitaði hins vegar staðhæfingu farþega í lestinni um að hún hefði skilið eftir trúnaðarskjöl á sæti sínu. „Endram og eins þegar ég er á löngu lestarferðalagi getur salemis- ferð þýtt að ég og ráðherrakassinn minn séum ekld alltaf óaðskiljanleg," sagði Mowlam í bréfi til JamesGray, þingmanns íhaldsflokksins. „Ég hef aldrei skilið rauða kassann eftir op- inn. Öll trúnaðarskjöl era alltaf læst tryggilega niður og ég get fullvissað þig um að engar öryggisreglur vora brotnar." Embættismaður sem var í lestinni með Mowlam staðfesti þetta. „Við skildum kassann eftir í stutta stund og bratum engar öryggisreglur. Kassinn var læstur. Ég fór til að fá mér kaffi; Mo fór á salernið." Mowlam sendi Gray bréfið eftir að einn af kjósendum hans hélt því íram að hann hefði séð skjöl ráðherrans „liggja út um allan iestarklefann" þegar hann hefði komið í lestina. Þeg- ar hann hefði hitt Mowlam í veitinga- vagni lestarinnar hefði hún sagt hon- um að „hunskast í burtu“. „Ég var með henni þegar hún hitti þennan mann og Mo sýndi honum fullkomna kurteisi," sagði hins vegar embættismaðurinn. Þótt ekkert bendi til þess að ein- hver hafi átt við skjölin er þetta mjög vandræðalegt mál fyrir Mowlam. Breska stjómin sagði að minnisblaði frá Tony Blair forsætisráðherra, sem lekið var í breska fjölmiðla nýlega, hefði verið dreift til ráðherra í apríl. í minnisblaðinu kemur fram að Blair telur að pólitísku rökin fyrir því að Bretar taki upp evrana séu „yfir- gnæfandi". Talsmaður forsætisráðu- neytisins hefur sagt að dagsetningu minnisblaðsins hafi verið breytt. Það hafi ekki verið skrifað í desember, eins og stóð í því eintaki sem lekið var í fjölmiðla, heldur í apríl. Þá hafi hluta minnisblaðsins verið sleppt. Birting minnisblaðsins kom Blair í vanda þar sem það bendir til þess að hann hafi þegar gert upp hug sinn í evramálinu og vilji að Bretar taki upp gjaldmiðil- inn. Þetta er þriðja minnisblaðið sem lekið hefur verið í tvö bresk dagblöð, The Times og Sun, á tíu dögum. Gíslataka á Kennedy-velli íork. AP. LÖGREGLUYFIRVÖLD í New York í Bandatíkjunum hófu í gær rannsókn á því hvernig vopnaður maður gat gengið um borð í þotu fulla af farþegum þar sem hún stóð við landgang á John F. Kennedy flugvelli og haldið tveimur flugstjóram í gísl- ingu í sex klukkustundir. Ein af kröf- um flugræningjans var að honum yrði flogið til Suðurheimskautslandsins. Skelftngu lostnir farþegar vélar National Airlines flugfélagsins þustu út úr henni er byssumaðurinn hélt innreið sína en að nokkram klukku- stundum liðnum gaf hann sig á vald lögreglu. Lögreglan í New York sagði í gær að flugræninginn heiti Aaron Commey og sé 22 ára gamall. Á hann nú yfir höfði sér fjölmargar ákærur vegna brota á alríkislögum. Að sögn farþeganna hafði vélin taf- ist um klukkustund vegna þoku á flugvellinum en allt verið tilbúið fyrir flugtak er Commey birtist inni í vél- inni með byssu í hendi. „Ég heyrði ys og þys fyrir aftan mig við dymar og heyrði mann segja: Lokið dyranum, lokið dyranum núna,“ sagði Frank Clark, einn þeirra er náðu að flýja vettvang. ,Á þeirri stundu gekk hann afar hratt í gegnum fyrsta farrými að flugstjómarklefanum. Fólk sem var statt fyrir framan mig sagði: „Hann er vopnaður." Þá varð allt vitlaust," sagði Clark. Mörgum farþeganna tókst að komast undan og í gær sögðu talsmenn lögreglunnar að maðurinn hefði skipað flugstjóranum að koma farþegum úr vélinni. Samningamönnum lögreglunnar tókst að sannfæra Commey um að sleppa flugstjóram þotunnar og eftir tveggja klst. þóf_gaf hann sig sjálfur á vald lögreglu. Aður en að því kom krafðist hann þess að verða flogið til „ríkis í Suður-Ameriku“ og gat þá sérstaklega Argentínu. Robert Boyle, framkvæmdastjóri flug- stöðvarinnar, sagði enn fremur að um tíma hafi Commey krafist þess að verða flogið til Suðurheimskauts- landsins. Faðir Commeys sagði í gær að son- ur sinn hefði aldrei viljað þiggja að- stoð sína nema ef um skólaverkefni væri að ræða. Þá sagði faðirinn að eitthvað gæti verið að syninum andlega. Fórnarlömb alræðisins Minnismerki um pólska liðsfor- ingja, sem Jósef Stalín lét myrða, var afhjúpað í Katynskógi í Rúss- landi f gær að viðstöddum hundr- uðum ættingja þeirra og rúss- neskum og pólskum embættis- mönnum. I Katynskógi voru grafnir 4.000 pólskir liðsforingjar af alls 15.000, sem leyniþjónusta Stalíns myrti í apríl-maí 1940. Gengust Rússar opinberlega við _ glæpaverkunum fyrir tíu árum. í fyrradag var reistur kross til minningar um 500 sovéska stríðs- fanga, sem nasistar myrtu á þess- um sama stað. í ræðu, sem Andr- zej Przewoznik, formaður pólskra minningarsamtaka, flutti, sagði hann, að í Katynskógi hvíldu jarðneskar leifar manna, Rússa og Pólverja, sem orðið hefðu fórnarlömb alræðiskerfanna á 20. öld. Sagði hann, að minning þeirra myndi aldrei gleymast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.