Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 31 LISTIR Notar sólarljósið í verkum sínum TILLAGA myndlistarmannsins Kees Visser um listskreytingu í nýbyggingu Kennaraháskóla Is- lands, var valin til frekari útfærslu og framkvæmda, en 56 myndlistarmenn sendu inn til- lögur um listaverk í nýbygginguna sem enn er á hönnunarstigi. Forvalsnefnd valdi sex listamenn úr innsendum umsóknum til að taka þátt í samkeppninni en þeir voru, auk Kees, Finna Birna Steinsson, Guðjón Ketilsson, Guðrún Krist- jánsdóttir, Hreinn Friðfinsson og Þorvaldur Þorsteinsson. Þessir listamenn skiluðu inn frumdrögum að listaverkum í nýbyggingu skól- ans og eru þær til sýnis í skála aðal- byggingar Kennaraháskólans við Stakkahlíð. Þrír speglar endurkasta sólar- ljósi niður á ganginn Við opnun sýningarinnar sagði Ólafur J. Proppé rektor Kennara- háskóla íslands meðal annars að arkítektar og listamenn ynnu saman í síauknum mæli og að það væri mikil hagræðing að ákveða list- skreytingar meðan byggingin væri enn á hönnunarstigi. Kess Visser sendi inn þrjár tillög- ur að listaverkum. Hið fyrsta og jafnframt viðamesta er listaverk í miðrými byggingarinnar sem gert verður úr gleri. „Ég fékk þá hug- mynd að nota birtu sólarinnar sem skín í gegnum glerganginn," segir listamaðurinn. „Ofan á þakglugga eru settir þrír speglar sem ætlað er að endurkasta sólarljósi niður á ganginn. I gólfið verða settar þrjár hvítar glerplötur, jafnstórar spegl- unum sem ætlað er að sólarljósið falli á, á jafndægrum að hausti og vori og sólstöðum að vetri og sumri.“ Hann segir að sólarljósið muni aðeins skína á glerplötumar í fimm mínútur í hvert skipti. Verkið sé síbreytilegt og þeir sem um bygginguna gangi geti séð hvernig ljósgeislinn fjarlægist eða nálgist glerplötuna smátt og smátt. Hluti af verkinu eru einnig tvær litaðar glerplötur sem hanga frjálst í mið- ganginum, festar í þakbita. Ein þeirra mun ná frá lofti niður að gólfi þriðju hæðar, en önnur mun liggja þvert. Öll handrið í miðrýminu, eru hugsuð úr glerplötum. Tvö handrið- anna verða úr lituðu gleri og eitt úr speglagleri. Skýjafar og jarðmyndir Önnur tillaga er fyrir rúður á glervegg suður- og austurhliðar vinkilbyggingar. Efri gluggarnir verða skreyttir með myndum af skýjafari og þeir neðri með jarð- myndum. „Síðustu 7-8 árin hef ég safnað myndum af jörðu og himni, á gönguferðum mínum um landið. Það er gaman að geta nýtt þær fyrir þetta verkefni,“ segir hann. Hinir gluggar byggingarinnar verða með mismunandi lituðu filmugleri. Þriðja tillaga Kees er fyrir bóka- safn skólans sem hann hugsar sem einskonar sökkul byggingarinnar. „Verkið verður úr slípuðum grágrýtisflísum. Neðst eru þær svartar en eftir því sem ofar dregur leysist liturinn yfir í bláan,“ útskýrir höfundurinn. Morgunblaðið/Amaldur Myndlistarmaðurinn Kees Visser við tillögur sínar þijár. Lofsamlegir dómar í 62. TÖLUBLAÐI tímaritsins Pi- ano Journal sem nýlega er komið út er að finna gagnrýni á geisladisk Halldórs Haraldssonar píanóleik- ara þar sem hann leikur sónötur eftir Schubert og Brahms. Hinn heimsþekkti píanóleikari Alberto Portugheis fjallar um disk- inn á lofsamlegan hátt og talar um „meistaralegan flutning“ verkanna. Um Sónötu Schuberts í B-dúr segir meðal annars: „Haraldsson nær fullkomlega að ná fram hinni stöðugu innilegu nálægð fyrsta kaflans, hinni kyrru sorg og drama- tík Andante sostenuto-kaflans og glettilegri kátínu Scherzo-kaflans. Eins og sannur Schubert-flytjandi leikur Haraldsson svo síðasta þátt- inn létt og leikandi..." Um Sónötu Brahms í f-moll segir greinarhöfundur meðal annars að Schumann hafi sagt að píanósónöt- ur Brahms væru dulbúnar sinfón- íur. „Halldór Haraldsson leikur f- moll sónötuna eins og sannur hljómsveitarstjóri. Hægt er að heyra mismunandi blæ einleiks- hljóðfæranna og á milli þétt og kröftugt samspil heillar hljómsveit- ar.“ Piano Journal er gefið út af Sam- bandi evrópskra píanókennara (European Piano Teachers Associ- ation, EPTA), og kemur ritið út ársfjórðungslega. Norskt útileikhús í Reykholti Kristnitakan í Noregi 995 Um 120 manna leikflokkur frá eynni Mostri á Hörðalandi í Noregi sýnir leikritið Kristkonungana eftir Johannes Heggland á Reykholtshá- tíð í dag. Leiksýningin fer fram úti undir berum himni, í Snorragarði, og hefst kl. 16. Að sögn leikstjórans, Ragnhild Randal, fjallar verkið um kristnitök- una í Noregi. í tíma spannar það um- brota- og átakaárin 995-1024, eða allt frá því Ólafur konungur Tryggvason kom til Mosturs árið 995 og þar var sungin messa í fyrsta sinn í Noregi, þar til Ólafur Haraldsson fékk kristniréttinn samþykktan á Mostursþingi 1024. Gamli og nýi tím- inn mætast, heiðni og kristni. Leiksýningin hefur verið sett upp í tengslum við hátíðina Mostraspel- et, sem haldin hefur verið um hvíta- sunnuhelgina á hverju ári allt frá ár- inu 1984. Leiksviðið er utandyra, í gamalli kalknámu, þar sem 1.500 áhorfendur geta nú fylgst með hverri sýningu. Leikaramir, sem eru um 120 talsins, eru allir íbúar eyjar- innar Mosturs eða rekja ættir sínar þangað. í fyrsta sinn utan Mosturs Þetta er í fyrsta sinn sem sýningin er sett upp utan Mosturs. Leikstjór- anum líst vel á aðstöðuna í Reyk- holti, segir það mikla ögrun að leika þar og kveðst hlakka mikið til. í fullri lengd tekur sýningin tvær og hálfa klukkustund en í Reykholti verður sýnd stytt útgáfa sem tekur um klukkutíma og fimmtán mínútur. Höfundurinn, Johannes Hegg- land, sem kominn er yfir áttrætt, komst ekki með til íslands, en hann hefur skrifað fjölda bóka og leikrita. „Við hefðum gjarnan viljað hafa hann með hér í Reykholti - en hann verður með okkur í huganum," segir Ragnhild Randal. Frá sýningu leikflokksins frá Mostri á Kristskonungunum. Reyk- holtshátíð Á DAGSKRÁ Reykholtshátíð- ar í dag, laugardag, er formleg afhending á húsnæði Snorra- stofu í Reykholtskirkju klukk- an 14 að viðstöddum forseta Is- lands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og norsku konungshjónunum Haraldi V og Sonju. Klukkan 16 hefst sýning 100 manna leik- flokks frá Noregi á Kristskon- ungarnir eftir Johannes Hegg- land og klukkan 21 eru kvöldtónleikar, þar sem Hanna Dóra Sturludóttir sópransöng- kona og Steinunn Birna Ragn- arsdóttir píanóleikari flytja ís- lensk lög og óperuaríur. Fluttar verða nýjar útsetning- ar á íslenskum sönglögum eftir Áma Harðarson. Vandaðar og vel skipu- lagðar 4ra-5 herbergja íbúðir á góðum stað í Reykjavík til sölu. íbúðirnar eru með stór- um svölum á móti suðri, þvottahús í íbúð- inni, rúmgott baðher- bergi, stór barnaher- bergi, rúmgott eldhús og fallegt útsýni. Upplýsingar í síma 896 1606 og 557 7060 O'drniöþffi! Milupa bamamdturínn er farsæl byrjun á réttu og undirstöðugóðu mataræði fýrír barnið þitt. Milupa bamamaturinn er ætlaður börnum frá 4-8 mánaða atdrí. Wlaestro ÞITT FÉ HVAR SEM ÞÚ ERT _______________________________________a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.