Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 49
H MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 49 !RE®!Mi)©C?IM!N! Huerffsgötu •& ssi 9000 JIM CARREY X-men á netinu: www.skifan.is/x-men Nýrómantískt rafrokk TOIYLEIKAR Gaukur á Stöng AMPOP Föstudagurinn 14. júli 2000. Út- gáfutónleikar Ampop á Gauki á Stöng. Dúettinn skipa þeir Birgir Hilmarsson og Kjartan Friðrik Ólafsson. SÍÐASTLIÐINN fóstudag brá ég mér á útgáfutónleika hjjómsveit- arinnar Ampop á rokkbúllunni Gauki á Stöng. Þetta var í fyrsta sinn sem ég heyrði í dúettinum, enda hafði hann aðeins haldið tvenna til þrenna tónleika áður en blásið var til tónleikanna til að fagna fæðingu fyrstu breiðskífunnar, „Nature is not a Virgin". Hins vegar hef ég fylgst aðeins með aðdrag- andanum að Ampop. Bandið er skipað Birgi Hilmarssyni og Kjart- ani Priðrik Ólafssyni en sá fyrr- nefndi var áður í hljómsveitunum Panorama og Sinnfein sem lenti í öðru sæti á Músflrtilraunum Tóna- bæjar í fyrra. Það er alltaf skemmti- legt að fylgjast með þróun rokk- arans yfir á rafvæddari grundir og ekki síst samsuðu rafs og rokks. Ampoppararnir voru nokkuð nýr- ómantískir á að líta á sviði Gauksins. Kjartan tók sér stöðu fyrir aftan lújómborð og hljóðgerfla á tveggja hæða statífi á meðan Birgir lyngdi aftur augunum, söng angurværri röddu og kitlaði rafbassann sem hékk um hálsinn á honum. Mörgum þykir rödd Birgis og, raddbeiting niinna mjög á Jónsa í Sigur Rós, en ég var ekki frá því að hún ætti einn- ig ýmislegt sameiginlegt með nýr- ómantíkernum Marc Almond úr hljómsveitinni Soft Cell sem gerði smellinn „Tainted Love" frægt á níunda áratugnum. Ekki var heldur laust við að andi friðarsinnans Thom Yorke úr Radiohead svifi yfir vötnunum. Það verður að segjast eins og er að Ampop er engin sérstök tónleika- sveit. Mjög mikið af tónlistinni var spilað af bandi eins og skiljanlegt er reyndar þegar jafn stór hluti henn- ar er forritaður og aðeins tveir til að MorgunbJaðið/Sverrir Kristfnu Björk finnst greinilegt að Ampoppararnir hafi lagt mikla vinnu og alúð í lagasmíðar sfnar. flytja. Það var ekki síður tímasetn- ingin en staðurinn sem hentaði tón- list Ampop hálfilla. Lauslega undir miðnætti á föstudagskvöldi er óhjá- kvæmilega fiðtingur-í fólki, meiri þörf fyrir dans og minni þolinmæði fyrir værðarlegu ambient-rokki. En ef ég lokaði aúgunum sveif ég út á grænt engi með tónlistinni þar sem hún á heima, fjarri órólegum áheyr- endakliði. Ampop frömdu kannski engan galdur;með sviðstilburðum sínum, en tóníístin stóð fyrir sínu. Þungir taktar í ætt við Massive Att- ack drifu áfram frumskóg dráma- tískra hljóðgerfla, rifinna gítara og einfaldra bassalína. Það kom dálítið á óvart hvað forritanirnar voru fág- aðar og metnaðárfullar og enginn byrjendabragur á útsetningunum þrátt fyrir ungan aldur sveitarinn- ar. Það er greinílegt að Ampoppar- arnir hafa lagt mikla vinnu og alúð í lagasmíðarnar. Það er ekki gott að segja hvað þeir félagar gætu gert til að virka meira sannfærandi á sviði svo lagasmjðarnar fái notið sín til fullnustu. Ég tek það þó fram að sviðsframkoman var alls ekki slæm. Það væri kannsM nær að segja að hún hafi heldur litlu bætt við tónlist- ina eða ekki haldið almennilega í við hana, enda hófst hún á ágætis flug á köflum. Fyrir og eftir tónleikana var sýnt myndband við lagið „Psychic". Myndbandið var tekið upp á St. Jós- epsspítala í Hafnarfirði og var bara sæmilega vel lukkað þótt það megi reyndar velta því fyrir sér hvort það hefði verið áhrifameira ef það hefði verið enn einfaldara og meira flæð- andi í takt við tónlistina en það var. Hvað sem því líður myndaðist skemmtileg stemmning í kringum frumsýningu myndbandsins sem gaf kvöldinu dáh'tið hátíðlegan blæ, eins og vera ber á útgáfutónleikum. Það er auðséð á öllum skrefum Ampop hingað til að sveitin ætlar sér stóra hluti og engar málamiðlan- ir, allan heiminn eða ekkert. Vind- arnir blása með þeim og ef eitthvað gæti aukið flug þeirra væri það að leyfa karaktereinkennum Ampop að skína skærar í gegnum tónlist- ina. Þau eru þarna en leika ekki mjög stórt hlutverk í hviðum áhrifa úr öllum áttum. Mér þykir þó afar líklegt að Ampop eigi eftir að þróa persónulegri rödd með tíma og reynslu og það verður spennandi að fylgjast með gróðrinum dafna í raf- rokkgarðinum. Kristín Björk Kristjánsdóttir Fingur tannburstí Heildsöludretfinf?, s. 897 6567 v*)mbl.is ___ALLTi*^ eiTTH\0\£> NYTT -L NáttúruLegt C-vítamín! É fiEÍIsuhúsið Skólavörustíg, Kringlunni og Smáratorgi ,Æ-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.