Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 13 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Hugmynd að nýju deiliskipulagi Grófarinnar er í kynningu hjá Borgarskipulagi Miðbærinn tengdur höfninni Miðborg BORGARSKIPULAG er nú með til kynningar hugmynd að nýju deiliskipulagi fyrir Grófarreitinn í miðborginni, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir töluvert miklum breytingum á svæðinu, m.a. nýrri byggingu við Tryggva- götu, sem mun teygja sig frá Naustinni og að Vesturgötu, og þá er einnig gert ráð fyrir tengingu reitsins við hafnar- svæðið. Hugmyndin að skipulaginu er komin frá arkitektastof- unni arkitektur.is, en skipu- lagið er enn á umræðustigi. Grófarreiturinn, sem skipu- lagið nær til, afmarkast af Grófinni, Tryggvagötu, Naustinni og Hafnarstræti. A reitnum eru sex lóðir og á þeim eru samtals sex hús. Gildandi deiliskipulag á svæðinu er deiliskipulag Kvosarinnar frá árinu 1986. Þriggja hæða hús við Grófina Helsta breytingin, sem gert er ráð fyrir á reitnum sam- kvæmt þessari nýju hug- mynd, er að í stað bflastæða á lóðinni Vesturgötu 2 er gert ráð fyrir að þar megi reisa þriggja hæða nýbyggingu með kjallara. Einnig er gert ráð fyrir því að reisa megi sams konar byggingu með- fram Tryggvagötu. I greinargerð með skipu- laginu segir að þessar nýbyggingar ljúki uppbygg- ingu reitsins og styrki og full- geri götumynd hans. Þær falli að húsum á reitnum í hæð og umfangi og tengi hann við umhverfið. Að öðru leyti er nýbyggingunum ætlað að endurspegla nútíma bygging- arlist eins og hún gerist best og skal því gera miklar kröfur um formun, efnisval og upp- byggingu þessara húsa. Grófarreiturinn var að hálfu leyti undir sjó Fyrr á öldinni var Grófar- reiturinn að hálfu leyti úti í sjó og lá bólverk mikið, sem reist var um 1890, frá vestri til austurs eftir endilöngum reitnum norðan við Bryggju- húsið, sem er Vesturgata 2, og Brydepakkhúsið, sem er Hafnarstræti la. í gegnum Bryggjuhúsið var port frá höfninni og inn í bæinn og var það kallað „Hlið Reykjavík- ur.“ A lóð Vesturgötu 2 er hluti bólverksins enn sýnilegur ásamt grásteinshellulögn frá sama tíma. Austurhluti ból- verksins kom nýlega fram þegar verið var að grafa fyrir viðbyggingu við húsið Tryggvagötu 22 og má gera ráð fyrir því að vesturhluti bólverksins sé enn til staðar undir jörð á lóð Vesturgötu 2. Við nýlega uppbyggingu Listasafns Reykjavfluir hefur verið höfð að leiðarljósi stefna ports sem lá í gegnum Bryggjuhúsið og að gömlu höfninni. Anddyri Listasafns- ins er nú í beinni stefnu að fyrrverandi porti Bryggju- hússins og hefur verið opnuð leið í gegnum safnið að núver- andi höfn. Portið í gegnum Bryggju- húsið verði opnað Lagt er til að þessi tenging við núverandi höfn verði styrkt enn frekar með því að opnað verði á ný portið gegn- um Bryggjuhúsið og að port í sömu stefnu verði á nýbygg- ingu við Tryggvagötu 20. Jafnframt er lagt til að ból- verkið verði gert sýnilegra bæði á lóðinni Vesturgötu 2 og 2a. Grafið verði meira frá því og lóðimar mótaðar til samræmis við það. Komið verði upp vatnsspegli norðan við bólverkið og planka- bryggju yfir hann í gönguleið- inni gegnum reitinn til minja um gömlu bryggjuna og að- komuna að Reykjavík. Þá er lagt til að komið verði upp set- aðstöðu og upplýsingatöflum þannig að staðurinn nýtist sem áfangastaður á gönguleið en talið er að með þvi að opna þessi port náist góð göngu- tengsl frá Ingólfstorgi og allt til hafnarinnar, með tengingu við minjar liðinnar tíðar og menningu nútímans. Hornsteinn Reykjavíkur Svæðið beint fyrir framan Bryggjuhúsið, sem eitt sinn var kallað „Hlið Reykjavíkur" er merkilegt fyrir þær sakir að öll götunúmer borgarinnar tengjast því. Þannig að ef gata liggur fyrir austan þetta svæði er hús númer 1 alltaf það hús sem er næst svæðinu fyrir framan húsið. Það sama gildir um götur sem liggja fyrir vestan, norðan eða sunn- an húsið. Því hefur komið fram sú hugmynd að koma upp homsteini Reykjavíkur sunnan við Bryggjuhúsið. I gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að götustæði Grófarinnar verði fært til austurs inn á lóðina Vestur- götu 2a. Mun það hafa verið gert vegna þáverandi hug- mynda um ferðir almennings- vagna. Ekki er talin þörf á þessari breytingu nú og er því lagt til að lega götunnar hald- ist óbreytt. Bfiastæði á lóðinni við Vesturgötu 2 verði lögð niður Samkvæmt hugmyndinni að nýja deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að bílaumferð á svæðinu verði með sama sniði og nú er, þ.e. einstefna á Naustinni og Hafnarstræti en tvístefna á Vesturgötu, Tryggvagötu og Grófinni. Bflastæði á lóðinni Vestur- götu 2a verði lögð niður og ekki verði heimilt að leggja bílum inni á öðmm lóðum. Sex bflastæði sem nú eru með fram gangstétt í Naustinni muni haldast og með fram gangstétt í Tryggvagötu komi sex ný stæði. Kynningu hugmyndarinnar að nýju deiliskipulagi Grófar- reitsins lýkur þann 17. ágúst, en eftir það má gera ráð fyrir því að unnið verði að nánari útfærslu á skipulaginu og í framhaldinu muni skipulags- og umferðarnefnd og borgar- ráð taka málið til formlegrar afgreiðslu. Bæjaryfírvöld Garðabæjar veita íbúum við Tjarnarflöt og Asbúð viðurkenningu fyrir fallega garða Bjuggii til trjágöng á óhefðbundinn hátt Morgunblaðið/Árni Sæberg Barnaskemmtun á Víðistaðatúni GARÐABÆR veitti viður- kenningar fyrir snyrtilegt umhverfi í bænum fyrir árið 2000 síðastliðinn fimmtudag. Er þetta í þrettánda sinn sem slík verðlaun eru veitt. Eigendur tveggja lóða íbúðarhúsnæðis hlutu viður- kenningu. Annars vegar Anna Júlíana Sveinsdótti og Rafn A. Sigurðsson, íbúar As- búðar 98. Hins vegar Stein- unn Gísladóttir og Jón Vil- helmsson íbúar Tjamarflatar 8. Erla Bil Bjarnardóttir, garðyrkjustjóri Garðabæjar, segir að fyrst og fremst sé leitað eftir görðum sem séu snyrtilegir og vel hirtir. Erla segir umhverfisnefnd Garða- bæjar hafa verið einhuga í vali sínu á görðunum. Lagði mesta áherslu á runna og tré Lóðin að Asbúð er umvafin fjölbreyttum trjá- og runna- gróðri í mishæðóttu landslagi garðsins sem umlykur skjól- góð dvalarsvæði. Garðurinn hefur frjálslegt yfirbragð með bogadregnum línum. Anna Júlíana segist sjá að mestu um garðinn sjálf með hjálp Rafns sem slær reglu- lega flötina. Hún segist hafa lagt mesta áherslu á runna og tré. Anna Júlíana segist ekki vera sérfræðingur í garð- yrkju og því hafi það komið henni mjög á óvart að fá inum er skipt í afmörkuð dvalarsvæði umlukin gróðri. Steinunn og Jón sjá um garðinn í sameiningu. Stein- unn segir þetta skemmtilegt áhugamál sem þau geti notið saman. Gott sé fyrir hjón að eiga sér sameiginleg áhuga- mál. Einnig sé gott að hafa áhugamálið við höndina. Þau þurfi ekki að fara neitt til að stunda það. Töluverð fyrirhöfn fylgir því að halda garðinum snyrti- legum en Steinunn segir það þess virði. Þau hafa mikla ánægju af garðinum. Skógarhæð snyrtilegasta gatan Valdimar Gíslason - íspakk hlaut viðurkenningu fyrir snyrtilega frágengna lóð í iðnaðarhverfi í Molduhrauni sem nú er í uppbyggingu. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar var heiðraður fyrir snyrtilega umgengni á umsjónarsvæði klúbbsins. Umhverfisnefnd var einkar ánægð með hversu vel hefur tekist til við uppbyggingu vallarsvæðis og aðkomu að golfskálanum sem er umvafin gróðri. Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, sem stendur við Ásbraut 2, hlut viðurkenningu fyrir gott framtak við frágang lóðar. Loks var Skógarhæð valin snyrtilegasta gata Garðabæj- ar. Yfirbragð Skógarhæðar þykir sérstaklega snyrtilegt og allar lóðir fullfrágengnar. Morgunblaðið/Ami Sæberg Anna Júlíana leggur mesta áherslu á tré og runna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Garðyrkja er sameiginlegt áhugamál Steinunnar og Jóns. viðurkenninguna. Hún hefur beitt óhefðbundinni aðferð við að búa til trjágöng þar sem lauf eru látin flétta sig upp eftir þar til gerðri grind. „Eg reyndi allar hugsanlegar vafningsjurtir en engin þeirra náði að dafna,“ segir Anna Júlíana. Hún brá þá á það ráð að nota viðju í þeim tilgangi, en hún vefur sig upp eftir grindunum. Þetta hefur gef- ist mjög vel og hún er einkar ánægð með trjágöngin. Hún segir vinnuna í garðin- um mjög róandi og græna lit- inn telur hún góðan fyrir aug- að. „Allt er vænt sem vel er grænt,“ bætir hún við. Sameiginlegt áhugamál Sérkenni lóðarinnar að Tjarnarflöt er mikið blóm- skrúð og litlar tjarnir. Garð- Garðabær Hafnarfjörður HAFNFIRSK börn gerðu sér glaðan dag í veðurblíðunni á Víðistaðatúni í gær, en þá fór fram lokahátíð íþrótta- og leikjanámskeiða bæjarins. Farið var í leiki og borðaðar veitingar og skemmtu allir sér konunglega, enda varla annað hægt þegar veðurguðirnir eni í hátíðarskapi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.