Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGAiiDAGUK 29. J ULl 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Margrét Póra Jón Benónýsson var að vinna við múrverk í Þorgeirskirkju. Jón hefur verið að safna skeggi sl. rúmt hálft ár en hann á einmitt að leika Þor- geir Ljósvetningagoða í leikþætti við Goðafoss þann 6. ágúst og henda þá umdeildum goðum í fossinn. Morgunblaðið/Margrét Þóra Sigurður Marteinn Sigurðsson smiður innandyra í Þorgeirskirkju en hann hefur unnið við smíðina frá upphafi. Þorgeirskirkja vígð í ágústbyrjun ÞORGEIRSKIRKJA við Ljósavatn í Ljósavatnshreppi í S-Þingeyjar- sýslu verður vígð sunnudaginn 6. ágúst nk. Kirkjan er byggð í tilefni 1000 ára kristnitöku á Islandi og til minningar um Þorgeir Ljósvetn- ingagoða, sem reisti þar fyrstu kirkju staðarins. Það var einmitt Þorgeir sem fleygði goðum sínum í Goðafoss og kvað upp úr með að á íslandi skyldi þaðan í frá ríkja einn siður. Vinna við smíði kirkjunnar er komin vel á veg en framkvæmdir hófust fyrir tæpum tveimur árum. Að sögn Þórhalls Bragasonar á Landamótsseli og formanns sóknar- nefndar Ljósavatnssóknar eru byggingarframkvæmdir kirkjunnar á lokastigi en hins vegar hafi verið ákveðið að fresta því að ljúka við byggingu safnaðarheimilis, sem er sambyggt kirkjunni. Hann sagði vilja fyrir því að ljúka við safnaðar- heimiÚð sem allra fyrst og helst á næsta ári, takist að útvega til þess fjármagn. Heildarkostnaður við byggingu kirkjunnar og safnaðarheimilis er að sögn Þórhalls um 80-90 milljónir króna. Fjármagn í bygginguna hef- ur komið víða að en þó aðallega úr sem byggir kirkjuna og verður hún sóknarkirkja safnaðarins. „En það er nú hugmynd flestra að kirkjan eigi eftir að þjóna stærra svæði að einhverju leyti þegar fram líða stundir. Einnig vegna tilefnisins lít- um við á kirkjuna sem þjóðarkirkju, enda hefur þjóðin lagt fram fjár- magn til byggingarinnar. Mín skoð- un er sú að þetta verði talin ein af höfuðkirkjum landsins sem þjóðin öll eigi og geti notað. Þorgeir sá fram í tímann Þórhallur sagði að eftir vígslu kirkjunnar hinn 6. ágúst yrði sam- koma við Goðafoss, þar sem m.a. yrði fluttur sögulegur og nokkuð umdeildur leikþáttur um þá sögn að Þorgeir hafi kastað goðunum í foss- inn. „Menn hafa haft það fyrir satt hér um slóðir að fossinn beri nafn sitt af þessum atburði. Við vitum þó ekki hvemig hlutimir nákvæmlega gerðust og það skiptir ekki öllu máli, heldur hitt að þetta verður táknræn og söguleg sýning. Og síst af öllu er verið að gera lítið úr heiðnum sið, enda var Þorgeir Ljósvetningagoði heiðinn, höldum við, en hann var kannski fyrst og fremst vitur og sá fram í tímann, sagði Þórhallur. Lítum á kirkjuna sem þjóðarkirkju ríkissjóði. „Það em komnar einar 50 milljónir króna til verksins úr ríkis- sjóði en einnig hefur komið fjár- magn úr jöfnunarsjóði kirkna, göml- um sjóði hér heima og með söfnun. Þá hafa ýmsir gefið peningaupp- hæðir, misstórar þó, og smán saman hefur þetta þokast áfram en þetta er þó alltí járnum með fjárhaginn. Ein af höfuðkirkjum landins Hægt verður að opna safnaðar- heimilið inn í kirkjuna og þannig verða sæti fyrir um 200 manns í kirkjunni. Kirkjan er steinsteypt en með miklu timburverki innanhúss. Þótt framkvæmdir hafi hafist fyrir tæpum tveimur árum hefur að mestu verið unnið við smíðina frá því í fyrravor, að sögn Þórhalls. Prestur safnaðarins, Arnaldur Bárðarson, situr á Hálsi. Þórhallur sagði að hugmyndin að byggingu kirkjunnar væri allt að 60 ára gömul. Það er Ljósavatnssókn Morgunblaðið/Margrét Þóra Vinna við smfði Þorgeirskirkju við Ljósavatn er komin vel á veg. Ólaf- ur Olgeirsson var að mála járnið í krossinn, sem settur verður upp rétt við kirkjuna. Krossinn er engin smásmiði, 9 metrar á hæð og tæp tvö tonn að þyngd. York steinflísar BM'VALIA Söludeild í Fornalundi Breiðhöfða 3 • Sími 585 5050 Viðhaldsfríar steinflísar fegra garðinn þinn og auka notagildi hans. Skoðaðu úrvalið á www.bmvalla.is www.bmvalla.is Hornafjörður Mengun kom upp í vatnsbóli á Mýrum MENGUN mældist í vatnsbóli Mýrahrepps í Hornafirði við reglu- bundið eftirlit Heilbrigðiseftirlits Austurlands nýverið. Virðist sem kröfum heilbrigðiseft- irlitsins um girðingar kringum vatnsbólið hafi verið ábótavant og því komust skepnur að bólinu. Unnið hefur verið að endurbótum á svæð- inu og segir Albert Eymundsson, bæjarstjóri Hornafjarðar, að þegar hafi verið brugðist við og vatnsbólið girt af, en frekari framkvæmdir á svæðinu standi ennfremur tii. Hann undirstrikar að vatnsból íbúa á Höfn sé í góðu lagi, þar hafi vatn komið sérstaklega vel út úr könnunum. Vatnsbólið á Mýrum, sem um ræð- ir, sér tíu bæjum í nágrenninu fyrir vatni og við mælingar á dögunum kom í ljós að gæði vatnsins úr því töldust ekki fullnægjandi. Fyrr á þessu ári kom upp grunur um kam- fýlobaktersýkingu á Mýrum, en enn hefur ekki verið upplýst um smitleið- ir hennar. Mýrahreppur er aðili að Sveitarfé- laginu Hornafirði, en hreppsmörkin ná yfir Mýrar og liggja frá Horna- fjarðarfljótum að austanverðu að mörkum við Borgarhafnarhrepp að vestanverðu. Atta ára stúlku leitað í fyrrinótt Fannst sof- | andi undir rúmi vinkonu sinnar LÖGREGLAN í Reykjavík leitaði í alla fyrrinótt að átta ára gamalli | stúlku sem kom ekki heim til sín í | fyrrakvöld. Hún fannst í gærmorgun | í fastasvefni undir rúmi vinkonu " sinnar, en foreldrar vinkonunnar vissu eldd af henni þar. Tilkynnt var um hvarf stúlkunnar um kl. 20 í fyrrakvöld og í fyirinótt gerði lögreglan viðamikla leit að henni. Við leitina voru meðal annars notaðir björgunarsveitarhundar. Foreldrar vinkonunnar heyrðu um hvarf stúlkunnar í útvarpsfrétt- um í gærmorgun, könnuðust við nafnið og fundu hana svo sem fyrr segir undir rúmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.