Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 17 VIÐSKIPTI Milliuppgjör Útgerðarfélags Akureyringa hf. Útgerðarfélag Akureyringa hf. Úr milliuppgjöri 2000 SAMSTÆÐA Rekstrarreikningur Jan.-júní 2000 1999 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld Afskriftir Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) Afkoma af reglulegri starfsemi f. sk. Tekju- og eignaskattar 2.736 2.350 -454 -135 -203 0 2.078 1.528 -283 -4 263 -83 +31,7% +53,8% +60,4% Haqnaður (tap) tímabilsins -203 180 Efnahagsreikningur 30.06.OO 30.06.99 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 8.979 8.157 +10,1% Eigið fé 2.731 3.053 -10,5% Skuldir 6.248 5.105 +22,4% Skuldir og eigið fé samtals 8.979 8.158 +10,1% Sjóðstreymi & kennitölur Jan.-júní 2000 1999 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna Eiginfjárhlutfall Veltufjárhlutfall 353 30% 0,96 483 37% 1,28 -26,9% Úr hagnaði í tap FYRSTU sex mánuði þessa árs var 203 milljóna króna tap af rekstri Útgerðarfélags Akureyringa hf., sem er mun lakari niðurstaða en á sama tíma í fyrra þegar hagnaður var 180 milljónir króna. Afskriftir voru meiri en í fyrra, eða 454 milljónir króna nú en 283 milljónir króna í fyrra. Fjármagns- liðir voru neikvæðir um 135 milljón- ir króna miðað við 4 milljónir í fyrra. Langtímaskuldir hækkuðu um 16% milli ára og voru 4.466 milljónir króna í lok júní í ár. Skammtíma- skuldir hækkuðu um 44% og fóru í 1.782 milljónir króna. Eigið fé lækk- aði um 11% í 2.731 milljón króna en efnahagsreikningur stækkaði um 10% og fór hann í 8.979 milljónir króna. Veltufé frá rekstri var 353 millj- ónir króna, sem er næst besta nið- urstaða frá upphafi, og segist Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, vænta þess að það aukist á síðari hluta ársins. Hann segist ekki ánægður með að félagið sé gert upp með tapi, en álít- ur þó að veltufé frá rekstri sé besti mælikvarðinn á rekstrarárangur sj ávarútvegsfyrirtækj a. „Þetta uppgjör veldur að sjálf- sögðu vonbrigðum enda var búist við að afkoman yrði mun betri fyrir þetta tímabil," segir Ásgeir M. Ás- geirsson, verðbréfamiðlari hjá Is- lenskum verðbréfum hf. ,Astæð- urnar fyrir þessu eru væntanlega öllum kunnar, gengi krónunnar var mjög óhagstætt síðustu daga júní- mánaðar ásamt sölutapi á Arnar- núpi, auknum afskriftum, birgða- söfnun og lækkandi afurðaverði. Þess ber þó að geta að ef verð hækkar getur birgðasöfnunin komið sér vel fyrir fyrirtækið á seinni helmingi ársins.“ Ásgeir telur að fyrirtækið eigi eftir að hagræða betur hjá sér eftir undanfarnar sameiningar, en síðla árs 1999 sameinaðist Jökull hf. á Raufarhöfn ÚA og í upphafi þessa árs sameinuðust UA og Hólmadran- gur á Hólmavík. Ásgeir er einnig þeirrar skoðunar að kvótastaða fé- lagsins sé mjög sterk. „Horfur á rekstri félagsins eru ágætar fyi'ir seinni helming ársins,“ segir Ás- geir, „og því myndi ég segja að fé- lagið væri í tímabundum hremming- um og framtíðin væri nokkuð björt.“ Rólegt á gráa markaðnum RÓLEGT hefur verið á gráa mark- aðnum að undanförnu. Samkvæmt morgunkorni FBA er helsta ástæða þess væntanlega sú að mönnum er orðið ljóst að mikil áhætta fylgir því að fjárfesta í óskráðum fyrirtækjum. Þá megi ekki gleyma því að stærsta fyrirtæki gráa markaðarins, deCODE, er nú skráð vestanhafs. „Því miður hafa margir ætlað sér skjótan hagnað á þessum markaði en orðið of seinir til, því verð flestra fyr- irtækja á gráa markaðnum hefur lækkað töluvert frá því í vor. Sem dæmi má nefna að viðskipti voru með Íslandssíma í gær, fimmtudag, á genginu 13. í útboði fyiirtækisins fyrr á þessu ári var útboðsgengið 18,5. Þetta er um 30% lækkun á að- eins nokkrum mánuðum. Þrátt fyrir þetta eru margir bjartsýnir á gengi einstakra fyrirtækja á markaðnum. Fyrirtæki eins og TölvuMyndir, Hugvit og Lína.net hafa verið að hækka í verði undanfarið og mikið um sprotafyrirtæki. Þó verður að hafa í huga þá áhættu sem fyrir hendi er þegar fjárfest er í óskráðum fyrirtækjum,“ að því er fram kemur í morgunkorni FBÁ. m V/d- höfufrt sent inn á öll he/milisérstakt afmceliskort. 100 heppnir vidskiptavinir fá 10.000 króna vöruúttekt ef peir verslaí IKEA dagana 27.j úlítil I3.ágúst. Framvísadu kortinupegar pú verslar og sj ád u hvort heppnin er med þér! Afmœlid' stendur yfir dagana 27.j úlí til 13.ágúst og allan pann = tí ma bj ódum vid upp á pylsur i og kók á adeins 99 krónur. | Þannig ad pad verdur sann- 1 köllud afmœlisstemmning 1 og mikid fjör. • ~ -'X»'* * * 1 " 1 :.................................................................,, á- . * • • • i i i i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.