Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Stafkirkja í Vestmannaeyjum vígð á sunnudag
Hver einasta
fj öl handunnin
Morgunblaðið/Páll Guðmundsson
Stafkirkjan í Vestraannaeyjum stendur við innsiglinguna við Hörgaeyri.
Geir H. Haarde nýt-
ur mestra vinsælda
STAFKIRKJAN í Vestmannaeyj-
um, þjóðargjöf Norðmanna til Is-
lendinga á þúsund ára afmæli
kristnitöku í landinu, verður afhent
og vígð á morgun við hátíðlega at-
höfn. Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra, tekur við gjöfinni fyrir hönd
íslensku þjóðarinnar og biskup ís-
lands, Karl Sigurbjörnsson, vígir
kirkjuna. Meðal gesta við athöfnina
verða Haraldur Noregskonungur og
Sonja drottning, ráðherrar úr
norsku ríkisstjóminni og forseti Is-
lands, Ólafur Ragnar Grímsson.
Fyrsta kirkjan við Hörgaeyri
Það er ekki af tilviljun að staf-
kirkjan rís í Vestmannaeyjum en tal-
ið er að fyrsta kirkja í kristni á ís:
landi hafi risið þar fyrir 1000 árum. í
Kristni sögu segir frá því þegar
Hjalti Skeggjason og Gissur hvíti
sigldu frá Noregi til Vestmannaeyja
árið 1000. Þeir voru á leið til Þing-
valla, þar sem kristni var lögtekin,
og höfðu meðferðis tilhöggvinn við,
gjöf Ólafs Tryggvasonar Noregs-
konungs, og boð um að reisa kirkju
þar sem þeir tækju fyrst land.
Ákváðu þeir að kirkjan skyldi rísa
norðan við innsiglinguna á Hörga-
eyri í Heimaey. Stafkirkjan sem nú
hefur verið reist, 1000 árum síðar, er
staðsett sunnan megin við innsigl-
inguna á nýju landi sem skapaðist í
eldgosinu í Heimaey árið 1973.
Eyjamenn áttu frumkvæðið
Undirbúningur að byggingu
kirkju í Vestmannaeyjum á 1000 ára
afmæli kristnitöku hófst fyrir 5 ár-
um. Vestmannaeyingar höfðu frum-
kvæðið að því að kanna hvort norskir
ráðamenn hefðu áhuga á þátttöku en
Geir H. Haarde, þáverandi alþingis-
maður, kom á samskiptum Eyja-
manna og norska Stórþingsins.
Fyrir 2 árum samþykkti norska rík-
isstjórnin tillögu Stórþingsins um að
norska þjóðin myndi gefa íslensku
þjóðinni stafkirkju á kristnitöku-
afmælinu. Fornminjasáfn Noregs
stjórnaði verkefninu fyrir Noregs
hönd og fyrirtækið Stokk og Stein í
Noregi vann að smíði kirkjunnar.
Glæsileg smíð
Stafkirkjan er glæsileg smíð enda
hefur ekkert verið til sparað og hafa
Norðmenn lagt mikinn metnað í að
gera hana sem best úr garði. Fyrir-
myndin er Holtalen stafkirkjan í
Þrændalögum en hún er af þeirri
stærð sem algeng var við upphaf
kristnitöku á Islandi. Hver einasta
fjöl í kirkjunni er handunnin og
timbrið er sérstaklega valið úr hæg-
vöxnustu og elstu skógum Noregs.
Mestöll smíðavinna fór fram í Nor-
egi og var kirkjan flutt til íslands í
einingum í apríl en 4 norskir smiðir
unnu við að fullsmíða hana hér.
Endurgerð þjóðargersemar
Á fimmtudag kom víkingaskipið
Hvítserkur að bryggju við Hörga-
eyri með altarisbrík í kirkjuna og er
hún gjöf norsku kirkjunnar til Is-
lendinga á kristnitökuafmælinu. Alt-
arisbríkin er endurgerð einnar af
mestu þjóðargersemum Norð-
manna, altaristöflu Ólafs helga, sem
talin er vera frá því um 1320-1330.
Mikið hefur verið lagt í endurgerð-
ina og hefur hún verið unnin með
upprunalegum áhöldum, efni og
tækni.
Umgjörð stafkirkjunnar í Vest-
mannaeyjum er ekki síður glæsileg
en kirkjan sjálf og hefur Pétur Jóns-
son, landslagsarkitekt, séð um þá
hönnun. í vetur voru hlaðnir garðar
þar í gömlum stíl og gangstígar lagð-
ir í kringum kirkjuna.
Hátíðardagskráin hefst klukkan
13:20 á morgun og verður hátalara-
kerfi komið upp fyrir utan kirkjuna
þar sem hún rúmar ekki nema 50
manns í sæti.
TÆPLEGA sjötíu prósent lands-
manna eru ánægðir með störf Geirs
H. Haarde fjármálaráðherra, sam-
kvæmt skoðanakönnun Gallups, og
nýtur Geir mestra vinsælda ráð-
herra í ríkisstjóminni. Halldór Ás-
grímsson, utanríkisráðherra og for-
maður Framsóknarflokksins, nýtur
næstmestra vinsælda en tæp 58%
sögðust ánægðir með störf hans.
Sólveig Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra er í þriðja sæti samkvæmt
könnun Gallups en frá niðurstöðum
hennar var greint í fréttum Ríkis-
útvarpsins í gær. Davíð Oddsson
EFTIRLITSMYNDAVÉLUM
verður komið upp við Hagaskóla
með haustinu, að sögn Einars Magn-
ússonar skólastjóra. Einnig verður
myndavélum komið upp við Fella-
skóla. Einar sagði að myndavélarnar
yrðu settar upp utandyra og telur
hann aukið eftirlit með eignum
Reykjavíkurborgar af hinu góða. Að
sögn Einars var kveikjan að upp-
setningunni þau skemmdarverk sem
unnin voru á skólanum síðasta vetur
og segir hann að eftirlitsmyndavélar
hafi reynst vel þar sem þær hafi ver-
ið settar upp. „Eftir því sem ég best
veit hefur uppsetning eftirlits-
myndavéla dregið úr skemmdar-
verkum,“ sagði Einar, en slíkum vél-
um hefur verið komið upp við
Rimaskóla svo dæmi sé tekið.
Áætlaður kostnaður við uppsetn-
ingu eftirlitsmyndavéla við Haga-
skóla og Fellaskóla nemur 4,6 mil-
Ijónum króna. Þetta kemur fram í
kostnaðaráætlun sem gerð var á
MAÐUR meiddist nokkuð í fjall-
göngu skammt innan við Súðavík í
Alftafirði um hádegisbilið í dag.
Sjúkraflutningamenn báru hann nið-
ur og var hann síðan fluttur á sjúkra-
húsið á Isafirði. Hann er ekki í lífs-
hættu.
Slysið varð í Hlíðargili í um 400 m
hæð að talið er, en þar voru fjórir
menn innan við miðjan aldur á
göngu. Leiðin er brött og mjög erfið
en iðulega farin þegar gengið er á
forsætisráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins er í fjórða sæti
og Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra í því fimmta. Af ráðherr-
um Framsóknarflokksins nýtur
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra mestra vinsælda á eftir Hall-
dóri Ásgrímssyni, 47,9% aðspurða
lýstu ánægju með störf hans.
Fram kemur í könnuninni að
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
nýtur mestra vinsælda meðal kjós-
enda Sjálfstæðisflokksins en 85,5%
þeirra segjast ánægðir með störf
hans.
vegum Fræðslumiðstöðvar Reykja-
víkur, en samkvæmt yfirlitsgerð
hennar var kostnaður vegna rúðu-
brota í fyrra 13 milljónir króna.
-------------
Rafmagns-
laust í
Reykjavík
HÁSPENNUBILUN varð til þess
að rafmagnslaust varð að hluta til á
svæði 105 í Reykjavík í gær. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Orkuveitu
Reykjavíkur fór rafmagnið af klukk-
an 17:02 í gær vegna þess að verk-
takar, rákust í streng með þeim af-
leiðingum að fimm dreifistöðvar
duttu út. Rafmagnið var komið á aft-
ur eftir tæpa klukkustund, en raf-
magnslaust varð á Laugaveginum, í
Bolholti, Hátúni og þar í kring.
Kofra. Maðurinn steig á nokkur
hundruð kílóa bjarg sem valt af stað.
Hann varð undir steininum sem fór
yfir mjöðm hans og læri.
Lögreglumenn og sjúkraflutn-
ingamenn frá Isafirði ásamt björg-
unarsveitarmanni úr Súðavík voru
komnir upp á slysstaðinn rétt eftir
kl. eitt og báru hann niður á börum
sem þeir höfðu með. Ferðin niður að
sjúkrabílnum mun hafa tekið um
tuttugu mínútur.
Eftirlitsmyndavél-
ar við Hagaskéla
Fjallgöngumaður borínn niður úr gili f Álftafírði
Varð undir
veltandi steini
1881 km
Fjórir dagar
á þjóðveginum
með Páli Stefánssyni
Ijósmyndara
Ný Ijósmyndabók
frá Páli Stefánssyni
með stórfenglegu
landslagi, birtu
og Iffi
við þjóðveginn.
Icetand
Review
Slðumúla 6 • 108 Reykjavík • lceland
Tel: 550 3000 • Fax: 550 3033 • icelandOicenews.is • www.lcenews.is.
Ljósmynd/Halldór Sveinbjömsson