Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ VIKU m LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 25 Umdeildar „gáfustöðvaru fundnar í heilanum The Washington Post. EVRÓPSKIR vísindamenn hafa vakið á ný eina hörðustu deilu vís- indamanna með því að segjast hafa staðsett nákvæmlega þann stað í mannsheilanum þar sem „gáfur“ sé að finna, eða þann hæfileika sem yfir- leitt er mældur með svonefndu greindarprófi. Með því að fylgjast með því hvað gerðist í heila nokkurra viðfanga á meðan þau glímdu við verkefni kom- ust vísindamennirnir, sem eru þýskir og breskir, að því að mikil einbeiting setur allt af stað í litlum, tilteknum svæðum í framhluta heilans, svæðum sem eru beint yfu- gagnaugunum. „Niðurstöðurnai' benda til þess,“ segja vísindamennirnir í vísinda- ritinu Science fyrir um það bil viku, „að „almenn greind" eigi rætur að rekja til kerfis í framhlutanum." Ekki er deilt um þær tæknilegu upp- lýsingar sem fengust með heilasneið- myndunum en miklar deildur eru um niðurstöðumar. Hvað eru gáfur? „Greind á sér að sjálfsögðu líf- fræðilegan grundvöll,“ sagði Leslie G. Ungerleider, yfirmaður heila- og hugarstarfsmiðstöðvarinnar við Geð- heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna. „En það er ekki hægt að fullyrða að þessi tiltekni hluti heilans standi í tengslum við greind." Hún benti enn Associated Press fremur á, að ekki liggi Ijóst fyrir hvað átt sé við með gáfum. Reyndar líta flestir vísindamenn svo á, að því fari fjarri að einróma samþykki ríki um skilgreininguna á gáfum og margir eru fullir efasemda út í þá hugmynd að til sé einhver al- gildur þáttur í greind. Robert J. Stemberg, sálfræðingur við Yale-há- skóla í Bandaríkjunum, segir í sama hefti Science að þessi nýja rannsókn sé svipuð og „ef fullyrt væri að hægt væri að skilja gáfur tölvu með því að staðsetja greind hennar í tölvuflögu.“ Pau harkalegu viðbrögð sem nið- urstöðurnar hafa fengið endurspegla þær miklu, aldalöngu deilur sem staðið hafa um þessi málefni. Ekki er langt síðan því var haldið fram að greindarpróf geti fest kynþátta- bundnar staðalímyndir í sessi. Tæknin sem notuð er við tilraun- irnar er svonefnd PET-mæling. Felst hún í því að mælt er hvaða heilafrumur nota mest blóð á tilteknu andartaki og vinna því mest. Hvað veldur hverju? Auk þess sem deilur em um hvað nákvæmlega greind sé benda gagn- rýnendur á að það blasi ekki við hvað valdi hverju. Stemberg segir að þótt einhverjar írumur noti meira blóð en aðrar sé slíkt ekki augljós vísbending um að greind sé á ferðinni. „Það er ekki hægt að segja til um, í ljósi tengsla milli tveggja breytna, hvort sú fyrri veldur hinni seinni, hin seinni veldur hinni fyrri, eða eitthvað annað veldur báðum.“ John Gabrielli, sálfræðingur við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum, bendir á að í tilrauninni hafi ekki ver- ið reynt að mæla hluti á borð við al- menna þekkingu, sérfræðiþekkingu eða visku. „í rauninni er það svo, að próf sem taka tillit til almennrar þekkingar, sérfræðiþekkingar eða hæfileika era ekki góð aðferð til að mæla almenna greind.“ VÍSINDAMENN hafaþróað að- ferð til þess að barnshafandi kon- ur geti vitað með nokkrum fyrir- vara hvenær hríðir munu heíjast, að því er breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá. Aðferðin, sem vísindamenn við Háskólann í Leeds í Bretlandi hafa þróað, felur í sér að verðandi móð- ir heldur litlu tæki upp við kviðinn og tækið greinir rafræn boð í leg- inu sem sérfræðingar segja að gefi vöðvunum í leginu boð um að slaka á eða dragast saman. Telja þeir að boðin safnist sam- an vikumar fyrir fæðingu og hægt sér að styðjast við þautilað segja fyrir um hvenær hríðir hefjist. Tækið var prófað á 60 bamshafandi kon- um og kom í Ijós að það gat sagt fyrir nákvæmlega um fæðingar- stund með allt að tveggja vikna fyrirvara. Frekari tilraunir verða gerðar á næstunni og þurfa þær að ganga mjög vel til þess að tækið verði sett á almennan markað. Þróun þess er kostuð af breskum heil- brigðisyfirvöldum. Tenglar Meðganga og hríðir: www.childbirth.org/articles/ labor.html Tæki segir fyrir um hríðir Gengur giftum betur? The New York Times Syndieated. Aflvaki hamingju og heilsu? REUTERS GIFT fólk lifir lengur, hefur betri og fleiri samfarir, drekkur minna, tekur minna af lyfjum, er að flestu leyti hamingjusamara og eignast meira af peningum. Þetta jákvæða viðhorf er ættað frá Lindu Waite, félagsfræðingi við Háskólann í Chicago, sem telur að hjónabandið hafi ekki notið sannmælis. Rannsóknir hennar stangast á við að minnsta kosti helming nið- urstaðna þekktrar könnunar sem gerð var 1972 og benti til þess að hjónaband kæmi körlum til góða en væri verra fyrir konur. Höfund- ur þeirrar rannsóknar, Jessie Bemard, sagði að kvæntum mönn- um væri síður hætt við geðrænum kvillum og þunglyndi, en þessu væri öfugt farið með konur. Waite er gift, og er ósammála Bernard. „Upplýsingarnar era ein- faldlega öðravísi núna en þær vora upp úr 1970,“ segir hún. Bernard taldi að einstæðum konum farnað- ist betur en giftum, en rannsóknir Waite benda til þess að gott hjóna- band sé lykillinn að vellíðan. „Fyrir nokkram árum fór ég að gera rannsóknir á dánartíðni og íylgdist með mönnum og konum í og úr hjónaböndum," segir Waite. „Dánarlíkur jukust hjá þeim sem skildu og vora áfram einstæðir, en þeir sem giftust aftur lifðu lengur." Síðan hefur Waite safngl upplýs- ingum um kynlífsiðkan, almennt heilsufar, efnahag, atvinnuþátt- töku og starfsframa og renna þess- ar upplýsingar frekari stoðum undir kenningu hennar. Helen Fisher, mannfræðingur við Rutgersháskóla í Bandaríkjun- um, segir niðurstöður Waites „for- vitnilegar". „Það er augljóst að okkur er ætlað að bindast," segir Fisher. „Það er jú svo, að 97% spendýra para sig ekki við uppeldi ungviðis síns. Einungis manneskj- an gerir það.“ Fisher veltir því fyrir sér hvort nýjar hneigðir og breyttur raun- veraleiki á nýrri öld kunni að hafa áhrif á viðhorf fólks til hjónabands og langtímaáhrif þess. „Nú er hin fjölmenna barneignakynslóð að komast á miðjan aldur, og það mun mikið verða talað um sterkar kon- ur og ágæti þess að vera einstæð- ur. Astæðan er þær umbyltingar sem verða með breytingaskeið- inu,“ segir Fisher. „Eftir því sem magn kvenhor- mónsins estrógens í konum minnk- ar verður náttúralegt magn karl- hormónsins testósteróns í þeim meira áberandi." Aileiðingin verð- ur sú, segir Fisher, að konur verða ákveðnari og sjálfstæðari. „Núna er það rétt að giftar kon- ur era efnahagslega öraggari," segir hún. „En umhverfið er að breytast. Margar einstæðar konur era að komast að því að þær geta lifað góðu lífi og afkastað miklu.“ i ! ÍSLINSKA AtClf5INCAST0FAN EHF./JÍA.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.